Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Allar rútur noti metan? Ótrúlegar staðreyndir!

66 posts in this topic

Í þessu dæmi,eins og svo oft áður, sjáum við alvöruleysi málsins hjá stjórnvöldum, minnkun gróðurhúsalofs, áhugaleysi stjórnvalda þótt oft og lengi hafi þeir gapað um þetta málefni.

,,Tilraun" með metanvæðingu hefur staðið líklega áratugum saman, en lítið gerist, hér fyrir neðan eru alveg ótrúlegar fréttir af metani, ókeypis eldsneyti sem dygði á allan

ökutækjaflota Landans! Hverjir hafa staðið á móti þessu? Hvar eru hagsmunirnir?

 

ruv.is

Stórum hluta af því metani sem er framleitt hér á landi er brennt og nýtist því ekki sem orkugjafi. Þegar ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður tekin í notkun næstum tvöfaldast framleiðslugetan. Framkvæmdastjóri Sorpu segist þess fullviss að hægt verði að nýta allt metan þó að það gerist ekki strax.

Enn sem komið eru er ekki not fyrir yfir 40% af því metani sem Sorpa framleiðir á Álfsnesi. Framleiðslugetan þar er 3,5 milljónir normalrúmmetra eins og mæleiningin heitir. Það svarar til um fjögurra milljóna lítra af bensíni. Af þessum 3,5 milljónum rúmmetra eru 2 milljónir nýttar. Þegar metanið kemur upp úr jörðinni eða haugunum þarf að hreinsa það. Aðeins er hreinsað það sem hægt er að nýta en kveikt er í einni og hálfri milljón rúmmetra. 

Opnun jarðgerðarstöðvar seinkar

Með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar eykst metanframleiðslugeta Sorpu um þrjár milljónir rúmmetra. Til stóð að opna stöðina í febrúar á næsta ári. Vegna vanáætlunar á framkvæmdakostnaði er ljóst að hún kemst ekki í gagnið fyrr en í apríl. Stöðin sjálf verður afhent í febrúar en opnun frestast vegna þess að ekki næst að klára flokkunarstöð á tilsettum tíma.
Ljóst er að þegar framleiðslugetan verður komin í 6,5 milljónir normalrúmmetra, er ekki markaður fyrir svo mikið metan.

„Nei, það vantar aðeins upp á að það sé nýtt að fullu. Þannig að við þurfum að brenna hluta af því sem kemur upp úr haugnum," segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

En hver er skýringin á því að ekki hefur tekist að nýta metanið sem skyldi?

„Ja, það hefur kannski gengið verr að koma þessu á ökutæki en við ætluðum og umhverfið kannski verið okkur alveg hliðhollt í því. Ætli það sé ekki helsta skýringin."

Voru settar miklar takmarkanir

Þegar Björn talar um að umhverfið hafi ekki verið hliðhollt er hann meðal annars að vísa til úrskurðar Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um að Sorpa, Metan hf., N1 og Orkuveita Reykjavíkur hefðu brotið samkeppnislög með svokölluðu lóðréttu samráði. Öllum fyrirtækjunum nema N1 var gert að greiða sektir sem voru reyndar ekki háar. Sátt var gerð í málinu sem fól í sér ýmis skilyrði.

„Við viljum meina að það sé ein skýringin að okkur voru settar ansi miklar takmarkanir. Fyrir vikið þá hefur eiginlega enginn verið í því að koma þessu vistvæna eldsneyti á framfæri," segir Björn. Hann bendir á að það væri hægt að framleiða metan á allan ökutækjaflota Íslendinga ef menn vildu. „Það hefur hins vegar enginn sest niður og reynt að finna út úr því hvort það sé efnahagslega mögulegt." Hann bendir á að hægt væri að tvöfalda framleiðsluna með því að breyta kolsýrunni sem kemur upp með hauggasinu í metan. Það hafi líka verið kannað að framleiða metan úr kolsýrunni sem fellur til í Hellisheiðarvirkjun.

Getum komið orkunni í notkun

Hlutur metanbíla af bílaflota Íslendinga er um 0,7%. Allir sorpbílar í Reykjavík ganga fyrir metani og gámabílar Sorpu. Þá eru að minnsta kosti sjö strætisvagnar knúnir með metani. Fjórar metanstöðvar eru reknar á höfðuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri. Nú stefnir í að metanframleiðslan nærri tvöfaldist. Spurningin er hvort það verði ekki allt of mikið af metani miðað við núverandi notkun.

„Okkur er uppálagt samkvæmt starfsleyfi og samkvæmt lögum að safna hauggasinu á urðunarstaðnum og okkur ber að nýta það ef við mögulega getum eða brenna ella," segir Björn. Þegar farið var að skoða vinnslu á lífrænum úrgangi hafi gas- og jarðgerð komið langbest út. „Ég er alveg sannfærður um að við getum komið þessari orku í notkun, jafnvel þó að hún fari ekki öll á ökutæki," segir Björn

Share this post


Link to post
Share on other sites

Opna sjónvarpsrás live af brennslu umfram Metans - Eyeopener!!

Lækka Metan lítrann undir 100kr

og allir stökkva á Metan, nema ég því ég á einn slíkann og borga bara 142kr/L :D

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

..og hvað kostaði að breyta bílnum yfir í metan?

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Herkúles said:

Í þessu dæmi,eins og svo oft áður, sjáum við alvöruleysi málsins hjá stjórnvöldum, minnkun gróðurhúsalofs, áhugaleysi stjórnvalda þótt oft og lengi hafi þeir gapað um þetta málefni.

,,Tilraun" með metanvæðingu hefur staðið líklega áratugum saman, en lítið gerist, hér fyrir neðan eru alveg ótrúlegar fréttir af metani, ókeypis eldsneyti sem dygði á allan

ökutækjaflota Landans! Hverjir hafa staðið á móti þessu? Hvar eru hagsmunirnir?

 

ruv.is

Stórum hluta af því metani sem er framleitt hér á landi er brennt og nýtist því ekki sem orkugjafi. Þegar ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu verður tekin í notkun næstum tvöfaldast framleiðslugetan. Framkvæmdastjóri Sorpu segist þess fullviss að hægt verði að nýta allt metan þó að það gerist ekki strax.

Enn sem komið eru er ekki not fyrir yfir 40% af því metani sem Sorpa framleiðir á Álfsnesi. Framleiðslugetan þar er 3,5 milljónir normalrúmmetra eins og mæleiningin heitir. Það svarar til um fjögurra milljóna lítra af bensíni. Af þessum 3,5 milljónum rúmmetra eru 2 milljónir nýttar. Þegar metanið kemur upp úr jörðinni eða haugunum þarf að hreinsa það. Aðeins er hreinsað það sem hægt er að nýta en kveikt er í einni og hálfri milljón rúmmetra. 

Opnun jarðgerðarstöðvar seinkar

Með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar eykst metanframleiðslugeta Sorpu um þrjár milljónir rúmmetra. Til stóð að opna stöðina í febrúar á næsta ári. Vegna vanáætlunar á framkvæmdakostnaði er ljóst að hún kemst ekki í gagnið fyrr en í apríl. Stöðin sjálf verður afhent í febrúar en opnun frestast vegna þess að ekki næst að klára flokkunarstöð á tilsettum tíma.
Ljóst er að þegar framleiðslugetan verður komin í 6,5 milljónir normalrúmmetra, er ekki markaður fyrir svo mikið metan.

„Nei, það vantar aðeins upp á að það sé nýtt að fullu. Þannig að við þurfum að brenna hluta af því sem kemur upp úr haugnum," segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

En hver er skýringin á því að ekki hefur tekist að nýta metanið sem skyldi?

„Ja, það hefur kannski gengið verr að koma þessu á ökutæki en við ætluðum og umhverfið kannski verið okkur alveg hliðhollt í því. Ætli það sé ekki helsta skýringin."

Voru settar miklar takmarkanir

Þegar Björn talar um að umhverfið hafi ekki verið hliðhollt er hann meðal annars að vísa til úrskurðar Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um að Sorpa, Metan hf., N1 og Orkuveita Reykjavíkur hefðu brotið samkeppnislög með svokölluðu lóðréttu samráði. Öllum fyrirtækjunum nema N1 var gert að greiða sektir sem voru reyndar ekki háar. Sátt var gerð í málinu sem fól í sér ýmis skilyrði.

„Við viljum meina að það sé ein skýringin að okkur voru settar ansi miklar takmarkanir. Fyrir vikið þá hefur eiginlega enginn verið í því að koma þessu vistvæna eldsneyti á framfæri," segir Björn. Hann bendir á að það væri hægt að framleiða metan á allan ökutækjaflota Íslendinga ef menn vildu. „Það hefur hins vegar enginn sest niður og reynt að finna út úr því hvort það sé efnahagslega mögulegt." Hann bendir á að hægt væri að tvöfalda framleiðsluna með því að breyta kolsýrunni sem kemur upp með hauggasinu í metan. Það hafi líka verið kannað að framleiða metan úr kolsýrunni sem fellur til í Hellisheiðarvirkjun.

Getum komið orkunni í notkun

Hlutur metanbíla af bílaflota Íslendinga er um 0,7%. Allir sorpbílar í Reykjavík ganga fyrir metani og gámabílar Sorpu. Þá eru að minnsta kosti sjö strætisvagnar knúnir með metani. Fjórar metanstöðvar eru reknar á höfðuðborgarsvæðinu og ein á Akureyri. Nú stefnir í að metanframleiðslan nærri tvöfaldist. Spurningin er hvort það verði ekki allt of mikið af metani miðað við núverandi notkun.

„Okkur er uppálagt samkvæmt starfsleyfi og samkvæmt lögum að safna hauggasinu á urðunarstaðnum og okkur ber að nýta það ef við mögulega getum eða brenna ella," segir Björn. Þegar farið var að skoða vinnslu á lífrænum úrgangi hafi gas- og jarðgerð komið langbest út. „Ég er alveg sannfærður um að við getum komið þessari orku í notkun, jafnvel þó að hún fari ekki öll á ökutæki," segir Björn

Þetta er mjög áhugavert og jafnvel skrýtið, hvers vegna meiri áhersla hefur ekki verið lögð á að nýta þetta metan. Hvernig er það, er þetta á vegum Reykjavíkurborgar eða Ríkisins?

Ef á vegum Reykjavíkurborgar þá er það meira en lítið undarlegt að ekki hefur verið lögð meiri áhersla á að keyra strætó og öskubílanna á þessu metani. Eru þetta kannski vaxtarörðuleikar, væri áhugavert að ræða þetta frekar. Hvað eru margir öskubílar/sorpbílar á metani og hvað stór hluti flotans?

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 tímum síðan, 4sinnum said:

Opna sjónvarpsrás live af brennslu umfram Metans - Eyeopener!!

Lækka Metan lítrann undir 100kr

og allir stökkva á Metan, nema ég því ég á einn slíkann og borga bara 142kr/L :D

Afnema öll gjöld af bensíni og dísil, og við fáum verð upp á einhverja tugi króna á líter.
Brilljant.

Share this post


Link to post
Share on other sites
26 minutes ago, Fórnarlambið said:

Afnema öll gjöld af bensíni og dísil, og við fáum verð upp á einhverja tugi króna á líter.
Brilljant.

Ertu að segja að skattar og gjöld af bensíni og dísel sé svo mikil tekjulind fyrir ríkið að það borgi sig að brenna metanið út í andrúmsloftið?

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Herkúles said:

..og hvað kostaði að breyta bílnum yfir í metan?

Mæli ekki með því, kaupa frekar "factory" metan bíl!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, 4sinnum said:

Mæli ekki með því, kaupa frekar "factory" metan bíl!!

Hvað eru strætóar miklu dýrari sérstaklega settir upp fyrir metan? Og er viðhaldið eitthvað dýrara á þeim og þannig. Minnir mig á þegar við áttum heima á Laugavegi 28 í risíbúðinni. Nærri beint fyrir ofan á Grettisgötunni að þeir smíðuðu strætóa þar, man þetta eins og það hefði verið í gær, veðrið og allt. Bjuggu til spaða fyrir okkur krakkanna til þess að nota á leikvellinum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
22 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Hvað eru strætóar miklu dýrari sérstaklega settir upp fyrir metan? Og er viðhaldið eitthvað dýrara á þeim og þannig. Minnir mig á þegar við áttum heima á Laugavegi 28 í risíbúðinni. Nærri beint fyrir ofan á Grettisgötunni að þeir smíðuðu strætóa þar, man þetta eins og það hefði verið í gær, veðrið og allt. Bjuggu til spaða fyrir okkur krakkanna til þess að nota á leikvellinum.

Veit ekki með strætó, fer væntanlega eftir því hvað margir slíkir eru fjöldaframleiddir. Svíar hafa lengi notað LPG á strætóna sína og víða annars staðar í EU. Bílaframleiðendur eru með metanbíla/LPG svo þetta er vel þekkt og virkar á bensínvélar, bara það að verksmiðjumetanbílar koma betur út endingalega séð en breyttir bensínbílar. Margir leigubílar t.d. keyrandi hér á metan verksmiðjubílum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég spurði einhverntímann leigubílstjóra út í þetta metan dæmi, enda einhverjir leigubílar sem skiptu yfir í metan á sínum tíma. Hann sagði að þetta hefði reynst illa, bílarnir enst illa, þetta metan dæmi hefði verið gallagripur í rekstri og hvaðeina.

Það sem er "tried and true" er einfaldlega "internal combustion engine", bensínbílar, virka langbest.

Share this post


Link to post
Share on other sites
50 minutes ago, Newton said:

Ég spurði einhverntímann leigubílstjóra út í þetta metan dæmi, enda einhverjir leigubílar sem skiptu yfir í metan á sínum tíma. Hann sagði að þetta hefði reynst illa, bílarnir enst illa, þetta metan dæmi hefði verið gallagripur í rekstri og hvaðeina.

Það sem er "tried and true" er einfaldlega "internal combustion engine", bensínbílar, virka langbest.

Þetta er allt annað í dag, margir leigubílar í metanverksmyðjuframleiddum enda spara þeir helling í eldsneyti. Málið var að þessar breytingar úr bensín í metan hafa ekki verið nógu góðar, en verksmiðjuframleiddur metanbíll er allt annað og betra dæmi, hef sjálfur reynslu af því og tek metan ofar en rafbíl líka!!

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bara minna fólk á hvar við búum, í roklandi. Ef þú keyrir rafbíl á móti 20m/s vind þá fer hleðslan eins og dögg fyrir sólu. Ekkert svona vandamál með metan!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

...metanið er dýrara, rafbílar komnir til að vera og fjölga, sérstaklega í þéttbýlinu, líklega meira mál með trukkana og rútur, má vel vera þar sé metanið rakið....

að ekki sé talað um ástæðurnar sem sjást í upphafsinnlegginu, gróðurhúsaáhrifin og allt það..

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, Herkúles said:

...metanið er dýrara, rafbílar komnir til að vera og fjölga, sérstaklega í þéttbýlinu, líklega meira mál með trukkana og rútur, má vel vera þar sé metanið rakið....

að ekki sé talað um ástæðurnar sem sjást í upphafsinnlegginu, gróðurhúsaáhrifin og allt það..

Þú kemst ekkert á rafbíl í snjó, hvað þá um erfiða fjallvegi, tala nú ekki um fjalltoppa og jökla eins og jeppafólk gerir. Hvað ætlastu til þegar dísel er farið af markaðnum? Að jeppamenn hætti sínum fjallaferðum? Hvað með björgunarsveitirnar, að þær sníti sér áfram gegnum skafla á rafmagnsfarartækjum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

það er víst kominn slatti af rafmagnsjeppum á markaðinn og þeim fjölgar

hvers vegna komast þeir ekki gegnum snjó?

rafmagn og metan er líklega, loksins, loksins komið á dagskrá hér fyrir alvöru

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 minutes ago, Herkúles said:

það er víst kominn slatti af rafmagnsjeppum á markaðinn og þeim fjölgar

hvers vegna komast þeir ekki gegnum snjó?

rafmagn og metan er líklega, loksins, loksins komið á dagskrá hér fyrir alvöru

Þú kemst ekkert í snjó á rafmagnsjepplingum!! Drivetrain í slíkum bílum er ekki hentugt til breytinga, enda sérðu þessa bíla ekki á fjöllum!!

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/20/2019 at 2:52 PM, 4sinnum said:

Bara minna fólk á hvar við búum, í roklandi. Ef þú keyrir rafbíl á móti 20m/s vind þá fer hleðslan eins og dögg fyrir sólu. Ekkert svona vandamál með metan!!

Bara keyra undan vindi 4 sinnum og aðeins niður á við, eða hafa segl á toppnum og beita upp í rokið, vandamálið leyst, hægt að leysa þetta allt með hugviti.

Sá ég ekki úr gamalli bíómynd um daginn, hann sat í sínum bíl með stærðar segulstál í höndunum og beindi því að öðrum bílum og fór allra sinna ferða þannig. Það sem er að ykkur AFNEITUNARSINNUM, þíð hafið ekki hugvitið til þess að leysa þessi smávandamál. Issi piss, easy piecee

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 11/20/2019 at 1:59 AM, Herkúles said:

„Við viljum meina að það sé ein skýringin að okkur voru settar ansi miklar takmarkanir. Fyrir vikið þá hefur eiginlega enginn verið í því að koma þessu vistvæna eldsneyti á framfæri," segir Björn. Hann bendir á að það væri hægt að framleiða metan á allan ökutækjaflota Íslendinga ef menn vildu. „Það hefur hins vegar enginn sest niður og reynt að finna út úr því hvort það sé efnahagslega mögulegt."

Í eina tíð voru öll hús á Íslandi kynt með kolum eða mó.   Það þurfti mikið átaka til að skipta þeim mengandi orkugjöfum út, en ávinningurinn var að sama skapi mikill, loftgæði bötnuðu til muna og gjaldeyrissóun að flytja inn ónauðsynlega orkugjöfa heyrði sögunni til.

Eins með bíla, fyrir snattbíla og annan bíl á heimii er rafmagn klárega málið.   Strætóar, sorpbílar, útkeyrsubílar, stærri ökutæki sem eru í mikilli notkun en fara kannski ekki mjög langt frá bækistöð eru klárir kandidatar fyrir metan.   Þá eru eftir langferðabílar og fjallatæki, á meðan það er ekki komið fullt net hleðsu eða metanstöðva eru þeir betur settir á olíu enn um stund.   Sá hluti er samt ekki nema lítill hluti af heildarbílaflotanum, þrír fjórðu gætu auðveldlega skipt yfir í hvelli.  

Til að ná þessum sjálfsögðu breytingum í gegn þarf hins vegar samaráð.   Það er verulegur hemill á að skipta yfir að hafa ekki nóg af metan og rafmagnsstöðvum, en enginn vill byggja þær fyrr en það er komið nóg af bílum.   Kjúklingurinn bíður eftir egginu.   Hér þarf að breyta lögum svo hægt sé að hafa eðlilegt samráð án þess að samkeppniseftirlitið sé í raun að verja mengun og sóðaskap.

110223.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Metan sem ökutækjaeldsneyti

Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2018 14:30

Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja.

Metaneldsneyti nýtur síaukinna vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja, allt frá hefðbundnum fólksbílum til stærri og sérhæfðari samgöngutækja á borð við strætisvagna eða sjúkraflutningabifreiðar. Mikið framboð er af metaneldsneyti í heiminum. Bæði í formi jarðgass í jarðskorpunni og framleiddu metan úr lífrænu efni á yfirborði jarðar. Á akstri metanbíla finnst enginn munur á því hvort ekið er á jarðgasi eða framleiddu metan, svokölluðu nútímametan, enda er orkusameindin í metaneldsneyti sú sama, CH4. Víða um heim er metan framleitt í sérstökum verksmiðjum úr lífrænum úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði og annarri atvinnustarfsemi.

Íslenskt metaneldsneyti
Sorpa hefur framleitt metan fyrir ökutæki síðan árið 2000 úr hauggasi sem myndast við niðurbrot á lífrænu efni. Íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Mikið framboð er á metan og núverandi framleiðsla þess á Íslandi nægir til að knýja um 3.500 bifreiðar en einungis 6-8% af henni er nýtt. Aðgengi að metani á Íslandi er gott og unnið er að því að það verði enn betra. Í dag er metaneldsneyti afgreitt á fjórum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á einni stöð á Akureyri.

Árið 2018 er stefnt að því að starfsemi hefjist á fyrstu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á Íslandi hjá SORPU í Álfsnesi. Metanvinnsla SORPU mun þá aukast til muna og heildarframleiðslan frá stöðinni og urðunarstaðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins.

Umhverfisvænna og ódýrara
Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu,  ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Þannig er koltvísýringur 20% minni í metanbílum en venjulegum bílum og þar sem metan er unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi hefði sá koltvísýringur sem myndast hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum. Það þýðir að heildaraukning koltvísýrings í andrúmslofti er engin.

Með því að brenna metaninu í ökutækjum dregur einnig úr gróðurhúsaáhrifum þar sem óbrunnið metangas hefur y­fir tuttugufalt meiri áhrif en koltvísýringurinn sem verður til við brunann. Með notkun á íslensku metan í stað bensíns og dísilolíu er dregið verulega úr því magni af koldíoxíði  sem ella losnar út í umhverfið.  Þeir bílar sem knúnir eru af metan eru hannaðir til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni. Til dæmis valda þeir áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól. Auk þess að vera umhverfisvænn kostur eru metanbílar einnig ódýrari í innkaupum og rekstri.

Metanbílar
Metanbíll  lítur út eins og venjulegur bíll og hefur bæði metan- og bensínvél. Vélin gengur aðallega fyrir metangasi, en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með bensíntanki sem er til að mynda 50 lítra hjá metanbílum frá Skoda og Volkswagen. Þeir geta ekið ýmist á metani, bensíni eða nýtt báða orkugjafana sem hefur í för með sér að hægt er að aka mjög langt á einni áfyllingu. 

Metanbílar eru einnig frábær kostur fyrir heimilin þar sem þeir eru tvíorkubílar og geta ekið á bensíni ef langt er í næstu metanstöð.  Í dag dugar innihald um fimm sorphirðubíla til að knýja fjölskyldubíl á borð við Skoda Octavia G-Tec í heilt ár, miðað við meðalakstur. Nú þegar eru allir sorphirðubílar Reykjavíkurborgar knúnir metani. Þar sem metanbílar eru mjög umhverfisvænir eru þeir undanskilir vörugjöldum sem gera þá ansi hagkvæma í innkaupum sem og rekstri

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.