Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Eyþór Arnalds bakvið verkfallsbrot MBL?

6 posts in this topic

 

Steindór Grétar Jónsson

steindor@stundin.is

Fimmtán starfsmönnum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, var sagt upp í gær. Ritstjóri Morgunblaðsins og viðskiptaritstjóri þess hafa tengt uppsagnirnar við verkföll netblaðamanna, þrátt fyrir að útgáfufélagið hafi verið rekið með 415 milljón króna tapi í fyrra og 284 milljón króna tapi árið 2017.

Vinnustöðvun vefblaðamanna, ljósmyndara og tökumanna mun standa yfir í 12 klukkutíma í dag, frá kl 10 til 22. Nær vinnustöðvunin til Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV að hluta. Hefur Blaðamannafélag Íslands áréttað að ekkert skuli birt á vef á þessum tíma.

Sjá einnig

Morgunblaðið tapaði 415 milljónum króna í fyrra

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Haraldi Johannessen, annars ritstjóra Morgunblaðsins og framkvæmdastjóra Árvakurs, að ástæður uppsagnanna séu versnandi efnahagsástand og langvarandi erfið rekstrarskilyrði fjölmiðla. Nefnir hann sérstaklega auglýsingamarkaðinn. „Ríkisútvarpið hefur sótt harðar inn á þann markað en auk þess hefur almennt efnahagsástand farið versnandi og fyrirtæki halda að sér höndum þegar kemur að auglýsingum, en auglýsingar eru sem kunnugt er annar helsti tekjupóstur fjölmiðla eins og Árvakurs,“ segir hann.

Haraldur nefnir auk þess verkföll netblaðamanna, sem stóðu í fjóra klukkutíma föstudaginn 8. nóvember og í átta klukkutíma föstudaginn 15. nóvember, sem ástæðu uppsagnanna. „Auk þessa höfum við mátt búa við verkfallsaðgerðir sem ekki sér fyrir endann á og hafa komið mjög illa við þennan fjölmiðil eins og aðra sem þær hafa beinst að,“ segir hann.

Þrátt fyrir verkfallið héldu fréttir áfram að birtast á vef mbl.is á tímabilinu. Hefur Blaðamannafélagið stefnt Morgunblaðinu fyrir Félagsdóm vegna málsins og segir Hjálmar Jónsson, formaður félagsins, að verkfallsbrot hafi átt sér stað. Hluti þeirra blaðamanna sem sagt var upp var meðal þeirra sem gagnrýndu meint verkfallsbrot á Morgunblaðinu með undirritaðri yfirlýsingu, eins og Vísir hefur greint frá. 

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður stéttarfélagsins VR, tjáði sig um málið í gær og tengdi uppsagnirnar við verkföllin. Sagðist hann hafa spurt Hjálmar á fundi hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra og hvort kostnaðarmat hefði verið gert á því. „Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ skrifaði Stefán Einar á Facebook. „Í dag horfum við starfsfólk Árvakurs á eftir 15 öflugum og góðum samstarfsmönnum sem sagt er upp vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins.“

„Ef menn ákveða að beita lögvörðum rétti sínum með óskynsamlegum hætti þá getur það valdið enn meiri erfiðleikum en ella“

Aðspurður í athugasemdum hvort hann væri þar með að tengja uppsagnirnar við kjarabaráttu blaðamanna vildi Stefán Einar ekki svara því beint. „Ef menn ákveða að beita lögvörðum rétti sínum með óskynsamlegum hætti þá getur það valdið enn meiri erfiðleikum en ella. Það hefur gerst hér og stefnir í enn meiri vitleysu.“

Þá neitaði hann að svara því hver mánaðarlaun hans væru og hvort hann væri á töxtum Blaðamannafélagsins eins og almennir blaðamenn. „Þetta var ekki viðkvæm spurning,“ svaraði Stefán Einar. „Hún var óviðeigandi. Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun.“

Morgunblaðið hefur alls tapað um tveimur milljörðum króna frá því að nýir eigendur, aðallega stór og fjársterk útgerðarfélög, komu að blaðinu fyrir tíu árum síðan og Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðinn ritstjóri þess. Stærstu eigendur félagsins nú eru Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, auk aðila úr sjávarútvegi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er fnykur af þessum uppsögnum hjá Mogganum, þegar sögðu upp starfsmönnum með áratuga reynslu. Nokkrir þeirra skrifuðu undir yfirlýsingu fyrr í mánuðinum og mótmæltu þeim gjörningi yfirmanna Moggans, þegar þeir kölluðu til m.a.sumarstarfsmann og lausapenna til að hoppa inn í störf blaðamanna á mbl.is sem voru í verkfalli.

Það má alveg rekja þessa ,,hefnigirni" til manna á æðstu stöðum hjá blaðinu.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Skrolli said:

Það er fnykur af þessum uppsögnum hjá Mogganum, þegar sögðu upp starfsmönnum með áratuga reynslu. Nokkrir þeirra skrifuðu undir yfirlýsingu fyrr í mánuðinum og mótmæltu þeim gjörningi yfirmanna Moggans, þegar þeir kölluðu til m.a.sumarstarfsmann og lausapenna til að hoppa inn í störf blaðamanna á mbl.is sem voru í verkfalli.

Það má alveg rekja þessa ,,hefnigirni" til manna á æðstu stöðum hjá blaðinu.

Eigendur hafa yfirleitt ekkert með daglegan rekstur að gera. Eins og mannaráðningar og slíkt. Þess fyrir utan.... Ég hef séð fjölda samstarfsmanna minna með áratugi í reynslu (hvert þeirra) vera sagt upp þegar ég var í Kaupþingi/Arion banka. Það voru fáir sem skrifuðu greinar yfir því. En blaðamenn eru ein sjálfhverfasta stétt veraldar og þegar þau fá á sig eitthvað svona, eins og hópuppsögn, þá er farið og dylgjað og öðrum kennt um. En hei, vita þau ekki að fjölmiðlabransinn er að gjörbreytast með tilkomu alls kyns samfélagsmiðla? Og þau sem fá að fara gætu verið risaeðlurnar? (les. fólk með mikla starfsreynslu). Því það var stundum það sem gerðist í bönkunum. Fólk með mikla reynslu en ekki mikla innsýn í nýjustu tækni voru látin fara.

Eyþór Arnalds hefur ekkert með það að gera. Og þó svo að hann hafi komið með kröfu um aðhald og sparnað, þá í hlutverki eiganda.... Hvað er að því?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Allir eiga rétt á innivinnu ævilangt, er það ekki?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir sem ekki hafa staðið í rekstri skilja illa hverning hlutirnir ganga fyrir sig.
Elstu starfsmenninrnir eru venjulega þ.eir sem eru á hæstu laununum, og það er bannað að bjóða þeim lægri laun þegar illa gegnur, og því er uppsögn eina leiðin.
Svo getur verið að sumir standi of lengi við kaffivélina, skili sér illa til vinnu, eða séu bara lélegir verkmenn.
Þetta gerist út um allan bæ, ekkert nýtt, en eins og Fleebah tók fram, þetta eru fréttamenn sem geta barmað sér óáreittir á síðum miðlanna.
Þeir eru ekkert að hafa fyrir því að skrifa grátgreinar þegar öðrum starfsmönnum er sagt upp.

Eins og þeir segja í Bandaríkjunum, "learn to code"

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, Fórnarlambið said:

Eins og þeir segja í Bandaríkjunum, "learn to code"

:D Þessi var góður! Það er alveg saga að segja frá því hvernig þessi frasi er tilkominn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.