Sign in to follow this  
Followers 0
MR-V

Robert Spencer var ekki að ljúga, honum voru byrluð fíkniefni

9 posts in this topic

Robert Spencer er bandarískur álitsgjafi sem kom hingað til lands til að fjalla um og vara við hættunni af Islam í boði einhvers félags sem ég veit lítið um. Vakur? Það gekk eitthvað á kringum fyrirlestur hans en að honum loknum fór Robert á bar í Reykjavík hvar honum var "boðið" í glas af ókunnugum manni. Ég man ekki málsatvik en Robert endaði upp á bráðamóttöku illa haldinn og taldi að sér hefðu verið byrluð fíkniefni. Hann lagði fram ákæru vegna þessa. Robert fór síðan heim til Bandaríkjanna og bar Íslandi ekki vel söguna, hér var eitrað fyrir honum, honum ekki trúað og löggan gerði mest lítið fyrir hann. Flestir afskrifuðu þetta sennilega sem rugl í athyglissjúkum manni eða eitthvað í þeim dúr. Publicity stunt. Ekkert vantaði upp á neikvæða umfjöllun af hálfu réttlætisriddara í fjölmiðlum í hans garð.

En nú segir DV frá þessu:

https://www.dv.is/frettir/2019/12/1/logreglan-taldi-islendingana-hafa-byrlad-robert-spencer/

Grípum niður í textann:

Quote

Í rannsóknarniðurstöðum segir orðrétt: „Upptaka úr öryggismyndavélum staðarins sýnir er kærðu kaupa umræddan drykk. Þá sést kærði Sindri afhenda kærða Sigurði sogrör sem hann í kjölfarið fer með inn á salerni staðarins. Er hann kemur til baka að barnum tekur hann drykkinn í hönd, færir hann undir barborðið og virðist vera að eiga við hann. Í kjölfarið hrærir hann ítrekað í drykknum eins og verið sé að blanda einhverju út í hann. Kærðu eru á þessum tíma varir um sig og fer ekki á milli mála að eitthvað meira er að eiga sér stað en einföld drykkjarpöntun. Þá liggur fyrir að umræddur drykkur, sem brotaþoli sést innbyrða, er sá eini sem hann neytti umrætt kvöld og barst frá óviðkomandi þriðja aðila.“

Ég man að í einhverri umfjöllun um þetta mál var greint frá því að talsvert af einhverjum fíkniefnum greindust í Spencer á bráðamóttökunni. Fjölmiðlar létu að því liggja, já eða hreinlega læknirinn, að líklegast væri hann neytandi sjálfur.

Þetta er ömurlegt mál og ótrúlegt að drullusokkar komist upp með slíkt athæfi af því að fórnarlambið hefur rangar skoðanir!

En þetta er í takt við annað í vestræna ofstækinu sem er bæði til vinstri og hægri. Mikið ofboðslega eigum við langt í land með að vera rökræn samfélög.

4 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
53 minutes ago, MR-V said:

Robert Spencer er bandarískur álitsgjafi sem kom hingað til lands til að fjalla um og vara við hættunni af Islam í boði einhvers félags sem ég veit lítið um. Vakur? Það gekk eitthvað á kringum fyrirlestur hans en að honum loknum fór Robert á bar í Reykjavík hvar honum var "boðið" í glas af ókunnugum manni. Ég man ekki málsatvik en Robert endaði upp á bráðamóttöku illa haldinn og taldi að sér hefðu verið byrluð fíkniefni. Hann lagði fram ákæru vegna þessa. Robert fór síðan heim til Bandaríkjanna og bar Íslandi ekki vel söguna, hér var eitrað fyrir honum, honum ekki trúað og löggan gerði mest lítið fyrir hann. Flestir afskrifuðu þetta sennilega sem rugl í athyglissjúkum manni eða eitthvað í þeim dúr. Publicity stunt. Ekkert vantaði upp á neikvæða umfjöllun af hálfu réttlætisriddara í fjölmiðlum í hans garð.

En nú segir DV frá þessu:

https://www.dv.is/frettir/2019/12/1/logreglan-taldi-islendingana-hafa-byrlad-robert-spencer/

Grípum niður í textann:

Ég man að í einhverri umfjöllun um þetta mál var greint frá því að talsvert af einhverjum fíkniefnum greindust í Spencer á bráðamóttökunni. Fjölmiðlar létu að því liggja, já eða hreinlega læknirinn, að líklegast væri hann neytandi sjálfur.

Þetta er ömurlegt mál og ótrúlegt að drullusokkar komist upp með slíkt athæfi af því að fórnarlambið hefur rangar skoðanir!

En þetta er í takt við annað í vestræna ofstækinu sem er bæði til vinstri og hægri. Mikið ofboðslega eigum við langt í land með að vera rökræn samfélög.

Las greinina, þetta er alveg ótrúlegt. Borðliggjandi að það hefði verið hægt að sakfella þessa menn fyrir að hafa eitrað fyrir manninum og svo er það bara fellt niður?!?!$?

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kannski einhver pólitík sem kom í veg fyrir það?

Eitt samt á hann að hafa fengið ofskammt af efninu? Mín reynsla af MDMA er að það lætur manni bara líða mjög vel sko :) 

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Las greinina, þetta er alveg ótrúlegt. Borðliggjandi að það hefði verið hægt að sakfella þessa menn fyrir að hafa eitrað fyrir manninum og svo er það bara fellt niður?!?!$?

Já þetta er mjög furðulegt og útheimtir skýringar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
13 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Las greinina, þetta er alveg ótrúlegt. Borðliggjandi að það hefði verið hægt að sakfella þessa menn fyrir að hafa eitrað fyrir manninum og svo er það bara fellt niður?!?!$?

Kannski var einhver í fjölskyldu með einhverjum? Í litlu þjóðfélagi eins og Íslandi, held ég að það verði að athuga þennan möguleika. Það verður að gera eitthvað í þessu!

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, Hallgeir said:

Kannski einhver pólitík sem kom í veg fyrir það?

Eitt samt á hann að hafa fengið ofskammt af efninu? Mín reynsla af MDMA er að það lætur manni bara líða mjög vel sko :) 

Ekki grun, þekki þessi efni ekkert. Kannski virka þau misjafnlega á fólk eftir því í hvaða ástandi viðkomandi er þegar þeirra er neytt. Robert var líklega var um sig og jafnvel hálf skelkaður eftir viðtökurnar á Íslandi og efnin mögulega ýkt upp þær tilfinningar hjá honum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já og almennt getur manni kannski brugðið við að finna allt í einu áhrif sem maður á ekki von á.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Ingimundur Kjarval said:

Kannski var einhver í fjölskyldu með einhverjum? Í litlu þjóðfélagi eins og Íslandi, held ég að það verði að athuga þennan möguleika. Það verður að gera eitthvað í þessu!

Við hjónin höfum svo reynslu af rannsóknum Lögreglunnar á Íslandi. Konan finnur falsað málverk i gallerí á Íslandi sem á að vera eftir móðir hennar. Fer til Lögreglunnar og kærir, tekin skýrsla af henni. Mest af skýrlutökunni gekk víst út á hvað skýrslutakandinn væri frábær lögreglumaður. Svo ekkert gert, ekkert, ekkert, ekkert! Þetta er auðvitað hneiksli alltsaman. Eða eins og ég segi enn, móðgun við fyrrverandi nýlendur Afríku að líkja Íslandi við þær.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Boðskapur Spencers passaði ekki við kórrétta hugsun í opinberum kreðsum hvar öll trúarbrögð allir þjóðflokkar og kynþættir eru hnífjafnir og allir eins. Boðberar einhvers í þá veruna eru opinberlega en samt ó-opinberlega; persona non grata. Það var vandamálið og þessvegna var máli hans stungið undir stól. Hann verðskuldaði ekkert réttlæti af því að hann var ranglátur. 

Noam Chomsky sagði eitthvað á þá leið að tjáningarfrelsið væri ekkert vandamál fyrr en kæmi að þeim sem þú ert ekki sammála. Með Íslenska réttlætið og tjáningarfrelsið gildir það sama og um "gullnu regluna" í trúarbragðakreðsunum. (gullna reglan er: gerðu öðrum það sem þú villt að þeir geri þér). Mark Twain lýsti þessu frábærlega í grein fyrir 120 árum.

Quote

"What has become of the Golden Rule?" It exists, it continues to sparkle, and is well taken care of. It is Exhibit A in the Church's assets, and we pull it out every Sunday and give it an airing. But you are not permitted to try to smuggle it into this discussion, where it is irrelevant and would not feel at home. It is strictly religious furniture, like an acolyte, or a contribution-plate, or any of those things."

Þannig er það með réttlætið á Íslandi og tjáningarfelsið. þessu er hampað á sunnudögum og það viðrað. En þegar til kastanna kemur þá hentar það stundum ekki. Þannig er fólk rekið frá háskólum fyrir að segja eitthvað rangt, þannig passar ekki að rannsaka málverkafalsanir og þannig hentar ekki að rannsaka það þegar alræmdum "rasista" var byrlað dóp. Staðfesting á því að einhver hafi framið glæp gegn honum væri einskonar óbein uppreist æru fyrir Spencer og það er meira en hægt er að unna honum. Betra að láta hann liggja óbættan hjá garði.

Ég er enginn aðdáandi þessa Spencers eða fylgismaður hans sjónarmiða það litla sem ég hef séð af þeim.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.