Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Öfugsnúnar "fréttir" í Ríkissjónvarpi í meirihluta

3 posts in this topic

    Það er einkennilegt hve Ríkissjónvarpið leggur áherzlu á neikvæðar fréttir umfram hinar jákvæðu!! Í kvöld var t.d. sagt frá "deilu" sem einkenndu Nato-fundinn í London,og reynt að höfða til þeirra sem "hata" Nato og vestræna samvinnu. - Síðan er það Kastjós kvöldsins þar sem bókstaflega er "reynt" að koma mennta-og menningarráðherra "á kné" með spurningum sem áttu ekkert heima í þættinum. Blessunarlega stóð ráðherra þetta allt af sér og svaraði ótt og títt þeim neikvæðu spurningum sem að honum (henni) var beint. - Ekki létti neikvæðninni í Kveik-þætti Sjónvarpsins þar sem dregið var fram allt hið "ömurlega" við að búa á Hornströndum og þar "dregnir fram" þeir fáu íbúar sem þarna var leitað til. - En verst er að horfa upp á neikvæðnina sem RÚV er farið að beita ótæpilega í umræðunni. - Ekki má gleyma þeirri túlkun RÚV sem felst í að "draga fram" formann Lögreglustjórafélagsins sem heldur enn uppi gagnrýni sinni á ákvörðunina um nýskipan innan lögreglumálanna undanfarið. - Þessi tilhneiging RÚV-Sjónvarps er áberandi og óviðurkvæmileg. - Fréttir ríkis-Útvarps eru allt öðruvísi settar fram - og af miku meiri háttvísi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Einhvers staðar sendur "No news is good news" og kannski leggur RÚV þann skilning á málið að þarafleiðandi séu vondar frétir þær einu sem eiga að komast að.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Neikvæðar fréttir selja betur en jákvæðar þannig hefur það lengi verið.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.