Jarðbundinn

Innlendur hlutabréfamarkaður

56 posts in this topic

Það er ekki beint búin að vera gúrkutíð í viðskiptafréttum þetta árið og ansi margt gerst og annað sem reiknað hafði verið með að gerðist hefur ekki gerst.

En það sem maður hefur er núllpunkturinn, það er að segja dagurinn í dag og svo áfram. Þrátt fyrir fall wow, færri ferðamenn, gráan lista FATF og fleira er furðu margt sem lítur jákvætt út fyrir innlend hlutabréf eins og yfirvofandi skráning í MSCI vísitöluna (sem klikkaði um daginn en hafði furðu lítil áhrif) og að á einhverjum tímapunkti fara lífeyrissjóðir að horfa aftur meira á innlenda markaðinn. Þá er verið að horfa til þess að veita almenningi ívilnun fyrir að fjárfesta í hlutabréfum og eins og maður les í fréttirnar mun Íslenski markaðurinn fara í þessa blessuðu vísitölu MSCI síðar, hvort sem það verður í maí eða síðar og ætti að virkja hvetjandi á markaðinn. Úrvalsvístitalan hefur hækkað um einhver 30% á þessu ári eftir nánast 3 ára eyðimerkurgöngu og verðlagningin er mjög normal á lang flestum félögunum. Þrátt fyrir einn slakasta ársfjórðung í mörg ár var samt verulegur afgangur af viðskiptum við útlönd og landið er ekki lengur á kafi í erlendum skuldum heldur þveröfugt; er orðið hreinn fjármagnseigandi erlendis svo gengisáhætta áhugasamra útlendinga við kaup á hlutabréfum hér á Skerinu er kerfislega miklu minni en nokkurn tíman áður. Eitthvað segir mér að markaðurinn hér eigi talsvert inni þrátt fyrir góða hækkun á árinu. Hvaða skoðun hafa aðrir málverjar á því?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Markaðurinn á heildina á klárlega mikið inni. Marel litar vissulega vísitöluna og þessa 30% hækkun ársins. Síminn hefur líka verið sterkur. En þetta snýst mikið um flæði inn og út úr eignaflokkum. Útflæði útlendinga hefur truflað aðeins. Miklu máli skiptir líka þegar hlutabréfasjóðir fara að fá innflæði en ekki útflæði eins og sl 3-4 árin, þegar fjárfestar sem hafa verið í skuldabréfum sjá fram á dapari tíð þar (sb Ísland komin nálægt botni í vöxtum í bili), þá verða of fá bréf fyrir nýja kaupendur. Markaðurinn á til að taka 2-4 ára ávöxtun út á nokkrum mánuðum þegar þessir atburðir gerast svo það er um að gera að vera á tánum. Fáir spákaupmenn ennþá (þó fjölgandi) og gírun fer vaxandi en á nóg inni. Eftir áramót þegar túrisminn er búin að sleikja sárinn yfir erfiðasta tímann og sumarið bíður - þá aukast líkurnar á að þetta geti farið að gerast hratt, á meðan það verða ekki stóráföll í heimshagkerfinu eða önnur áföll. MSCI vísitölupælingin er líka stór factor í þessu öllu. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála þér lið fyrir lið með þetta. 

Þetta með flæði er einmitt stór punktur og þar er verið að vinna í lagfæringum s.s. vegna uppgjöra, aðgangi útlendinga að miðlurum og kauphöll og því að vinda ofan af FATF klúðrinu og vonandi verður búið að leysa þau mál snemma á næsta ári. Þar með væri tæknilegum hindrunum ýtt til hliðar og þá stendur eftir markaður sem er vissulega mjög lítill á alþjóðlegan mælikvarða en tiltölulega vel verðlagður, auk þess sem landfræðileg áhætta er að minnka mjög hratt vegna afgangs af utanríkis viðskiptum og stöðugrar bætingar í eignastöðu Íslands gagnvart útlöndum. Öðruvísi mér áður brá ef borið er saman við tímann fyrir 2008 þegar skuldsetning pumpaði heitu lofti í blöðruna sem gekk fyrir erlendu lánsfé. Í dag er hagkerfið að framleiða mjög raunveruleg verðmæti sem styður við krónuna og erlendir fjárfestar eru mjög meðvitaðir um það. Sammála þér um að ávöxtun getur tekið frekar hratt við sér á stuttum tíma og 2020 verður fróðlegt ár. Vissulega nokkur atriði sem þarf að laga ennþá en allar úrbætur koma ofan á þá staðreynd að markaðurinn er með athyglisverðar kennitölur fyrir fjárfesta. 

Annars er ég ánægður með að fá þetta innslag frá þér GGG því ég er tiltölulega ný byrjaður að skrifa hérna inni á Málefnunum og hefði fyrst og fremst gaman af að eiga skoðanaskipti við aðra um fjárfestingar og ávöxtun sem mér þykir hafa verið heldur lítið af en ætli það haldist ekki bara í hönd við markaðinn og umræðan um stök félög lifni við á svipuðum tíma og markaðurinn sjálfur?

Share this post


Link to post
Share on other sites
14 hours ago, Jarðbundinn said:

Sammála þér lið fyrir lið með þetta. 

Þetta með flæði er einmitt stór punktur og þar er verið að vinna í lagfæringum s.s. vegna uppgjöra, aðgangi útlendinga að miðlurum og kauphöll og því að vinda ofan af FATF klúðrinu og vonandi verður búið að leysa þau mál snemma á næsta ári. Þar með væri tæknilegum hindrunum ýtt til hliðar og þá stendur eftir markaður sem er vissulega mjög lítill á alþjóðlegan mælikvarða en tiltölulega vel verðlagður, auk þess sem landfræðileg áhætta er að minnka mjög hratt vegna afgangs af utanríkis viðskiptum og stöðugrar bætingar í eignastöðu Íslands gagnvart útlöndum. Öðruvísi mér áður brá ef borið er saman við tímann fyrir 2008 þegar skuldsetning pumpaði heitu lofti í blöðruna sem gekk fyrir erlendu lánsfé. Í dag er hagkerfið að framleiða mjög raunveruleg verðmæti sem styður við krónuna og erlendir fjárfestar eru mjög meðvitaðir um það. Sammála þér um að ávöxtun getur tekið frekar hratt við sér á stuttum tíma og 2020 verður fróðlegt ár. Vissulega nokkur atriði sem þarf að laga ennþá en allar úrbætur koma ofan á þá staðreynd að markaðurinn er með athyglisverðar kennitölur fyrir fjárfesta. 

Annars er ég ánægður með að fá þetta innslag frá þér GGG því ég er tiltölulega ný byrjaður að skrifa hérna inni á Málefnunum og hefði fyrst og fremst gaman af að eiga skoðanaskipti við aðra um fjárfestingar og ávöxtun sem mér þykir hafa verið heldur lítið af en ætli það haldist ekki bara í hönd við markaðinn og umræðan um stök félög lifni við á svipuðum tíma og markaðurinn sjálfur?

Jú einkafjárfestar hafa farið hressilega út af markaðinum sl 2-3 ár, sérstaklega eftir fall Icelandair. Bæði beint og í gegnum innlausnir í verðbréfasjóðum. En markaðurinn er framsýnn og ætti vel að geta verðlagt komandi efnahagsbata enda ætti hann að vera framsýnn.   Og hann mun gera það þegar óvissuþáttunum fer fækkandi á næstu misserum.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áfram heldur áhuginn á Marel og þeir halda áfram að tritla upp á við. Komnir upp í verðmatsgengi hjá mörgum en félagið gefur ekki eftir svo verðmati  fjárfesta er ekki náð. Fróðlegt að sjá innherja í Iceland seafood bæta við sig þar og ég ætla að spá því að það sé skemmtilega bullish dæmi með vexti og aftur vexti. Verður fróðlegt að fylgjast með Iceair, að minnsta kosti eftir að uppgjöri 4Q er lokið og Maxinn fer að nálgast að komast í loftið. 

Eitthvað segir mér að næstu 12 mánuðurnir verði frekar góðir því það eru nokkur atriði sem styðja við Íslensk hlutabréf á meðan downside virkar næstum ekkert og er ég samt að reyna að standa undir nafni og vera frekar jarðbundinn 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvernig hægt að taka einhvern alvarlegan sem segir skemmtilega bullish? Það er ekki hægt. 

Og svo bara ekkert downside.

Þvílíkt og annað eins. Hlutabréf eru áhættusöm og það er fáránlegt að setja fram eitthvað án þess að fylgja eftir með útskýringar. 

Verðmat - algjörlega út í loftið. Algjör þvæla.

Share this post


Link to post
Share on other sites

https://www.vb.is/frettir/icelandair-ekki-haerra-sidan-1-agust/158831/

Sennilega er þetta heldur á undan áætlun og þó; næstu 3 mánuðir skipta verulegu máli en ég held að fyrir þolinmóða sé gengið 10 ekki langt undan og ég stend við spá mína um að við sjáum gengið 15 fyrir lok næsta árs. Ef frá er talinn kostnaður vegna Max og horft til þess að grunnrekstur er að batna, sætanýting betri, samkeppni veikari og yield í flugi almennt á uppleið, þá þarf ekki mikið til að það gangi eftir. Hræðslan við skort á lausafé og ný flugfélög er nokkurn veginn liðin hjá í bili. 

Icelandair er samt ekki það sem ég myndi horfa fyrst til því það eru svo mörg félög að gera góða hluti: fasteignafélögin upp til hópa hressilega undirverðlögð en ég er samt einna spenntastur yfir félögum tengdum sjávarútvegi. Brim er í þróun með sölu á sínum afurðum í Asíu og Icesea gæti mögulega verið að breytast í eitt mesta vaxtafyrirtæki í kauphöllinni. Nema það floppi big time en Bjarni Ármannsson er ekki beint þekktastur fyrir að tapa peningunum. Og líklega þekktari fyrir vöxt en flest annað.

Hvaða félög horfa aðrir Málverjar til þegar ávaxta á peninga heimilisins?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta myndi ekki hjálpa Iceair til skamms tíma: https://www.frettabladid.is/markadurinn/icelandair-byr-sig-undir-lengri-kyrrsetningu/ og spurningin er þá hvort Boeing er til í að borga rescue fyrir sumarvertíðina eða menn fari í alvöru að skoða Airbus.

Fyrir fjárfesti færi það ágætlega saman að bíða eftir uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2020 sem verður væntanlega ekki merkilegt og að saman fari nýjar lausnir í flugflotanum. Það liggur ágætlega saman í tíma og það verður spennandi að sjá hvernig næsta ár þróast. Tek fram að ég á ekki krónu í þessu félagi en er á vaktinni með að hoppa á vagninn þegar framangreind atriði hafa verið leyst. Grunnreksturinn mun á endanum skera úr um hvernig gengur eftir það og eins og útlitið er núna eru margar utanaðkomandi breytur að vinna með félaginu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 12/6/2019 at 6:21 PM, Jarðbundinn said:

Áfram heldur áhuginn á Marel og þeir halda áfram að tritla upp á við. Komnir upp í verðmatsgengi hjá mörgum en félagið gefur ekki eftir svo verðmati  fjárfesta er ekki náð. Fróðlegt að sjá innherja í Iceland seafood bæta við sig þar og ég ætla að spá því að það sé skemmtilega bullish dæmi með vexti og aftur vexti. Verður fróðlegt að fylgjast með Iceair, að minnsta kosti eftir að uppgjöri 4Q er lokið og Maxinn fer að nálgast að komast í loftið. 

Eitthvað segir mér að næstu 12 mánuðurnir verði frekar góðir því það eru nokkur atriði sem styðja við Íslensk hlutabréf á meðan downside virkar næstum ekkert og er ég samt að reyna að standa undir nafni og vera frekar jarðbundinn 

 

49 minutes ago, Jarðbundinn said:

Þetta myndi ekki hjálpa Iceair til skamms tíma: https://www.frettabladid.is/markadurinn/icelandair-byr-sig-undir-lengri-kyrrsetningu/ og spurningin er þá hvort Boeing er til í að borga rescue fyrir sumarvertíðina eða menn fari í alvöru að skoða Airbus.

Fyrir fjárfesti færi það ágætlega saman að bíða eftir uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2020 sem verður væntanlega ekki merkilegt og að saman fari nýjar lausnir í flugflotanum. Það liggur ágætlega saman í tíma og það verður spennandi að sjá hvernig næsta ár þróast. Tek fram að ég á ekki krónu í þessu félagi en er á vaktinni með að hoppa á vagninn þegar framangreind atriði hafa verið leyst. Grunnreksturinn mun á endanum skera úr um hvernig gengur eftir það og eins og útlitið er núna eru margar utanaðkomandi breytur að vinna með félaginu.

Eins og ég segi þvílík þvæla. Icelandair flott og svo nokkru síðar ekki flott. Þetta hlutabréfadæmi er suga á peninga frá þeim sem eiga litla peninga. Ekki falla fyrir þessu rugli.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hef ekki séð meira misvísandi graf. Þegar skoðað er allt þá lítur út að það séu ekki miklar sveiflur.

0 er haft fyrir miðju sem gefur til kynna minni sveiflur. 

https://www.keldan.is/market/shares/ICEAIR

Lítum á þann sem keypti fyrir 1.000,000 á tæplega 40 krónur á hlut.

Í dag væri virði þessara fjárfestingar 218.000. 

Hún hefði lækkað um 78,2%.

Icelandair gæti farið á hausinn á næsta gjalddaga eða ef það verður flugslys. 

Þá fer fjárfestingin niður í 0%. 

Menn voru dæmdir fyrir að leka út upplýsingum um tölur í Icelandir. 

Ef íslenskur markaður væri ekki brandari heldur alvöru markaður þá er hann áhættusamur. 

En þar sem íslenski hlutabréfamarkaðurinn er brandari og menn hika ekki við að leka út innherja upplýsingum þá á traust að vera lítið. Ég treysti þessu drasli 0%. 

Hvað eru þessir forstjórar, lögfræðingar, endurskoðendur og framkvændastjórar að gera í vinnunni. Ekki að hugsa um almennilegan rektur. Þessir aðilar moka undir eigin rass og það væri svo sem allt í lagi ef þetta væri ekki siðlaust, óhæft og óheiðarlegt lið. 

Þeir skammta sér laun í engum takti við árangur. Þetta er eins og flugfreyjur fengu að ráða eigin launum án nokkra tengingu við afrakstur. Flugfreyjunar mundu gera betur en þetta lið sem almennt stjórnar íslenskum fyrirtækjum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er heimskulegt að kaupa lottómiða eða setja pening í spilakassa en að láta peninga á íslenska markaðinn er enn verra (nánast).

Share this post


Link to post
Share on other sites

ertu búin að hringja í útvarp sögu og láta vita af þessu?

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, GGG said:

ertu búin að hringja í útvarp sögu og láta vita af þessu?

 

Allt sama kjaftæðið í ykkur verslingum. Á ekki einu sinni að reyna að svara þessu málefnalega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

nenni ekki að eyða meiri orku í þig. Þú rakkar allt niður sem allir segja og alhæfir um allt. Meira hef ég ekki að segja við þig. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það fyndna er að eftir að Sigurður123 lýsti yfir að hann ætlaði ekki að eyða öðru orði á mig, þá hefur hreinlega runnið á hann skrif-æði og hann stoppar ekki. Ég hef haft sömu stefnu og þú GGG að ég nenni ekki að eyða einu orði á blessaðan manninn enda er honum og öðrum frjálst að sleppa því að hafa skoðun á því sem ég og aðrir hérna vilja ræða; hans val algjörlega.

Annars hef ég bara gaman af að ræða þessi mál og skiptast á skoðunum í góðu og hluti af því er að menn geta haft sitt hvora skoðunina en í fullri sátt og virðingu. Nokkuð sem þessi Sigurður123 hefur ekki snefil af en það er hans vandamál.

Mun henda í eitt og eitt komment þegar eitthvað verðbréfatengt dúkkar upp í kollinum á mér og ég fagna öllum málefnalegum vinklum til baka og því fleiri, því betra.                             Það eru ekki mörg netsvæði þar sem fólk er að ræða viðskipti sín og ávöxtun eða annað gott sem snýr að heimilum og þess vettvangur væri tilvalin til slíks ef nettröll sem ráða ekki við sig eru ekki að grauta einhverri þvælu þrátt fyrir augljósan skort á skilningi á fjárfestingum og ávöxtun. 

Og talandi um það, þá er ég örugglega ekki sá eini á Málefnunum sem hef uppskorið 70% ávöxtun á hlutabréfum í Marel það sem af er þessu ári. Og það virðist alltaf vera kauphlið á móti svo þetta er mjög stabílt í kringum 620. Hvort sem þetta er búið að toppa í bili eða ekki, þá hefur félagið að stefnu að vaxa um 12% á ári og hingað til hefur félagið náð öllum fyrirframákveðnum markmiðum sínum og gott betur sem veit á gott fyrir framhaldið.

Iceland Seafood, Brim, Eik, Hamp, Reginn og fleiri ættu að geta gert gott mót á næsta ári  og eins og ég hef áður rökstutt, þá eru ansi margar ytri aðstæður sem styðja við það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Getið ekkert sagt og því farið þið í manninn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Takk fyrir skemmtileg innlegg Jarðbundinn og GGG. Ég er ekki alveg jafn bjartsýnn og þið, held það sé undirliggjandi áhætta sem er hugsanlega ástæðan fyrir tiltölulega hóflegri verðlagningu. Ferðamannabransinn er viðkvæmur og ég óttast að vængjasláttur fiðrildis í Asíu gæti sett allt úr skorðum hér, svo vísað sé til frægra samlíkinga. En hvað um það; vextir hafa verið að lækka og þó að það hafi ekki skilað sér til fyrirtækja hafa þau verið að ná nokkuð góðum kjörum með því að selja skuldabréf á markaði. Ef nýting fasteignafélaganna er í lagi hlýtur að það skila þeim upp. Ég hef verið hrifnn af tryggingafélögum, sérstaklega TM. Kaup TM á Lykli eru áhugaverð og mig grunar að þar sé á ferðinni félag sem gæti átt góð misseri í vændum.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Keisarinn er í engum fötum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 tímum síðan, eyjolfur said:

Takk fyrir skemmtileg innlegg Jarðbundinn og GGG. Ég er ekki alveg jafn bjartsýnn og þið, held það sé undirliggjandi áhætta sem er hugsanlega ástæðan fyrir tiltölulega hóflegri verðlagningu. Ferðamannabransinn er viðkvæmur og ég óttast að vængjasláttur fiðrildis í Asíu gæti sett allt úr skorðum hér, svo vísað sé til frægra samlíkinga. En hvað um það; vextir hafa verið að lækka og þó að það hafi ekki skilað sér til fyrirtækja hafa þau verið að ná nokkuð góðum kjörum með því að selja skuldabréf á markaði. Ef nýting fasteignafélaganna er í lagi hlýtur að það skila þeim upp. Ég hef verið hrifnn af tryggingafélögum, sérstaklega TM. Kaup TM á Lykli eru áhugaverð og mig grunar að þar sé á ferðinni félag sem gæti átt góð misseri í vændum.

Takk sömuleiðis fyrir innslagið. Alltaf gaman að umræðu og að sem flestir hafi skoðun á þessum hlutum. 

Ég er jú í bjartsýnni hlutanum en það er hárrétt hjá þér að ef nú yrði snörp leiðrétting erlendis, þá erum við ekki ónæm fyrir áhrifum af því. Rökin sem ég hef nefnt fyrir bjartsýni á innlenda hlutabréfamarkaðinum hafa verið t.d. að hann er ódýrari en flestir aðrir (Íslands-álag v.FATF?), skuldsetning er heilt yfir hófleg eða mjög lítil, lífeyrissjóðir hafa örugglega verið virkari á erlendum mörkuðum eftir afnám gjaldeyrishafta en þeir munu verða til langrar framtíðar, skráning Íslensku kauphallarinnar í MSCI Frontier vísitölunnar sem virðist nokkuð ljóst að verði síðar þrátt fyrir tafir í bili og mögulegur skattaafsláttur vegna kaupa á hlutabréfum; allt ætti þetta að styðja við verð á innlendum hlutabréfum sem fyrir eru ágætlega verðlögð. Reyndar er rétt að hafa í huga varðandi skattaafslátt af hlutabréfakaupum að hann má líklega ekki takmarkast við innlend hlutabréf sem var ein helsta ástæðan fyrir að þessu var hætt á sínum tíma en trúlega myndu flestir fjárfesta innanlands myndi ég halda. 

Ég er og hef haft frekar stóran hluta af sparnaði heimilisins í hlutabréfum og hef frekar verið í stöðutöku í félögum en sjóðum þó ég sé alltaf í áskrift þar líka. Ekkert að það skiptir máli en allt í lagi að nefna að það eru ekki stórir fjársjóðir og þó; mjög mikilvægur peningur fyrir eitt stykki fjölskylduog tilfellið er að þetta hefur gengið miklu betur en að nota reikninga og skuldabréf. Ætli maður þurfti ekki svona 30% drop til að verða órólegur úr þessu  en ég gæti allavega ekki rökstutt þannig hreyfingu innanlands á næstunni heldur þver öfugt. Ég bíð allavega spenntur eftir næsta ári og er alls ekki að fara að breyta um kúrs í bili 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.