Jarðbundinn

Innlendur hlutabréfamarkaður

37 posts in this topic

Hvernig getur verð á hlutabréfum ráðist af skattaafslætti? Hlutabréf eru ávísun á verðmæti og eiga að lækka eða hækka í samræmi við undirliggjandi rekstur. Ekki eitthvað skattaafsláttsrugl hjá ríkinu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Árið endaði á mjög jákvæðum nótum fyrir innlend hlutabréf og Úrvalsvísitalan hækkaði um 31% sem er fínn viðsnúningur eftir 3 mögur ár á undan sem þó á sér sínar skýringar en olli því að heildarávöxtun 2016-18 var neikvæð. 

Framundan er ár sem hefst neðst í frekar aflíðandi brekku og ef ekki koma til jaðaráhrif af einhverju neikvæðu tagi erlendis frá er ótrúlega margt sem styður við góða ávöxtun 2020.

Ég kveð 2019 með nokkru þakklæti enda náð ljómandi góðri ávöxtun á árinu en bíð líka spenntur eftir næsta. Nokkur góð félög sem ég ætla að muni taka góða rispu enda góð innistæða fyrir því 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og svona til að styðja við þróunina fyrir næsta ár, verður maður að bæta þessu hér við því það er klárlega eitt af þessum atriðum sem er að styður við markaðinn hér heima eftir nokkur ár þar sem lífeyrissjóðir hafa verið að vinna upp stöðuna í erlendu eignunum sínum og því verið fjarverandi á heimamarkaði þar til e.t.v. núna: https://www.ruv.is/frett/vidskipti-med-hlutabref-jukust-um-ruma-100-milljarda 

Þetta skiptir máli og er bara eitt að nokkrum atriðum sem gætu gert árið 2020 býsna áhugavert.

Óska svo málefnalegum Málverjum gleðilegs og farsæls nýs árs.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Undirliggjandi rekstur á að ráða verði hlutabréfa. Ekki hvort kaupendur eða seljendur eru til staðar.

Það er ekki nema von að þetta sé svona lélegur markaður hér á landi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nýtt ár fer vel af stað og nokkuð augljóst hvar fjárfestar eru að setja peningana sína. Auðvitað ekki mikið annað að marka og bara nokkrir dagar liðnir af árinu en viljinn er samt fyrir hendi til að fjárfesta innanlands. Það þarf ekki merkilegt safn til að vera þegar kominn með ávöxtun innlánsreiknings á heilu ári frá áramótum. Ekkert óeðlilegt við það enda verð á bréfum margra þeirra mjög eðlilegt og oft undirverðlagt. Á sama tíma er verið að taka til víða, lækka kostnað, auka framlegð og því miður,  fækka starfsfólki sem væntanlega verður mest tímabundið. Marel átti mesta heiðurinn af hækkun vísitölunnar 2019 upp á rúm 30% en það verður forvitnilegt að sjá hvaða félög leiða hækkanir á þessu ári.  Skil ekki af hverju Iceair tök þessa rispu í dag en ég hef mikla trú á félagið eigi eftir að hækka vel í ár. Icesea, Eik, Sýn, Kvika Brim og TM svo einhver séu talin gætu gert góða hluti. Hvað félög eru helst á radarnum hjá Málverjum?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nokkrir miðlarar komust í séð og heyrt fyrir að vera traustir í að ná góðri ávöxtum.

Er einhverjir sem hægt er að mæla með og sanngjarnir í verði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 1/10/2020 at 18:09, Jarðbundinn said:

Nýtt ár fer vel af stað og nokkuð augljóst hvar fjárfestar eru að setja peningana sína. Auðvitað ekki mikið annað að marka og bara nokkrir dagar liðnir af árinu en viljinn er samt fyrir hendi til að fjárfesta innanlands. Það þarf ekki merkilegt safn til að vera þegar kominn með ávöxtun innlánsreiknings á heilu ári frá áramótum. Ekkert óeðlilegt við það enda verð á bréfum margra þeirra mjög eðlilegt og oft undirverðlagt. Á sama tíma er verið að taka til víða, lækka kostnað, auka framlegð og því miður,  fækka starfsfólki sem væntanlega verður mest tímabundið. Marel átti mesta heiðurinn af hækkun vísitölunnar 2019 upp á rúm 30% en það verður forvitnilegt að sjá hvaða félög leiða hækkanir á þessu ári.  Skil ekki af hverju Iceair tök þessa rispu í dag en ég hef mikla trú á félagið eigi eftir að hækka vel í ár. Icesea, Eik, Sýn, Kvika Brim og TM svo einhver séu talin gætu gert góða hluti. Hvað félög eru helst á radarnum hjá Málverjum?

Ég keypi í upphafi árs í Iceair fyrir cirka 600.000kr, Icesea fyrir cirka 300.000þúsund og Skel fyrir ca. 300.000 þusund. Tók þetta af einhverri 60 mánaða bankabók sem var búin að liggja nánast með engum vöxtum í mörg ár og þannig séð finn ég ekkert fyrir því ef þetta glatast en jú auðvitað eru þetta ca. 1.200.000kr sem maður er að gambla með og ég vill sjá ávöxtun af þessu.

Síðan er ég með um 3.000.000kr inn á Fastvaxtareikningi sem er lokaður í eitt ár.

Eins og staðan er núna hefur Iceair hækkað hjá mér úr 7.54 í 8.39, Icesea úr 10.10 í 10.32 og skeljungur úr 8.3 í 8.76 þannig allt hefur hækkað só far en maður verður líka að vera viðbúin að það koma lækkanir. Það verður áhugvert að sjá hvernig þetta þróast og þá sérstaklega Iceair.

Síðan keypti ég þegar útboðið var í Marel cirka 1.350 hluti  á 3.7 evrur, og þeir standa núna í 4.5 evrur þannig það hefur hækkað um 130.000 krónur en hvernig Marel þróast er erfitt að segja, Ég er búin ákveða ef þeir fara í 5 evrur þá sel ég. Þeir hafa verið að flökkta á milli 4.2 / 4.6

En þú mátt endilega fræða okkur hvað þú gerðir? 

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég var frekar mikið inni í Marel á síðasta ári sem hjálpaði meðaltalinu verulega. Ekki að ég búi að mjög feitum sjóðum en það er prinsippið sem skiptir máli frekar en stærð safnsins. Einnig hef ég lengi haft mikla trú á að ICESEA og hef bætt við fyrst eign mína í þeim í tvígang frá því ég keypti fyrst þegar þeir voru ennþá á First North markaðnum. Vissulega eru skuldir í fyrirtækinu en vaxtamöguleikarnir eru miklu meiri þarna en í flestum öðrum félögum. Svo ákvað ég að kaupa smá í fyrirtæki sem ég hafði ekki mikla trú á fyrir en lét vaða þar sem verðið var komið mun lengra niður en hægt var að réttlæta: Sýn.

Þetta combo af Marel, ICESEA og Sýn skilaði í þeim hlutföllum sem ég er með á safninu, rétt um 30% ávöxtun og hefði verið hærra ef eign í ICEAIR hefði ekki togað meðaltalið niður. Held klárlega áfram með þessi félög í smá tíma í viðbót en er farinn að horfa á Kviku banka og eins held ég til lengri tíma að Brim gæti verið flott en þeir eru ekkert ódýrir í augnablikinu og loðnuleysið er ekki að hjálpa til skamms tíma. Ætla líka að vakta ICEAIR og hef fulla trú á að undirliggjandi rekstur geti tekið góðum framförum og það er örugglega viss afsláttur innbyggður í hlutabréfaverð félagsins útaf MAX.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er ekkert jafnvægi á íslenska markaðnum. Menn verða óskaplega ríkir og svo hrynur allt. Lang mikilvægast er að hafa aðgang að innherjaupplýsingum* og selja áður en verðið lækkar. Kerfið er hriplekt það má sjá á morgum staðfestum atriðum eins og í kringum hrunið 2008 og leki á upplýsingum frá Icelandair um farþega. Pælið í því að fá að vita farþegatölur á svipuðum tíma og stjórnendur Icelandair og á undan öllum öðrum á markaði. Ef þær eru góðar getur þú keypt eða ef þær eru lélegar þá getur þú skort selt. 

Vegna þess hve íslenski markaðurinn er grunnur og á honum ríkir mikið flökt þá getur það reynst mjög hættulegt að fjárfesta án þess að hafa innherja upplýsingar. Grunnur markaður þýðir fáir stórir aðilar og lítill heimamarkaður. Lítill áhugi erlendis á íslenskum hlutabréfum. 

Það er samt skynsamlegt undir vissum kringum stæðum að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Flestir sem greiða í lífeyrissjóð eru þar með að fjárfesta í hlutabréfum enda fara lífeyrissjóðgreiðslur í skuldabréf og hlutabréf bæði hér og erlendis. Mæli með að ef menn ætla að velja eitthvað eitt til að setja peninga sína í þá er það greiða inn á húsnæðislánin. Þau eru nánst með okurvexti og því örugg áhættulaus fjárfesting að greiða niður húsnæðislánið sitt. 

Ef maður ætlar að einunigs að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum til spara þá er óábyrgt og mjög áhættusækið. Það sem þú átt að gera er að dreifa áhættunni, kaupa skuldabréf, hlutabréf, gull, silfur, olíu, gjaldmiðla og jafnvel vín sem fulltrúi óhefðbundinna eigna sem hafa skilað ávöxtun. Viðskiptakostnaðurinn getur verið töluverður en það er betra en að tapa öllu þegar Icelandair eða Marel taka ranga viðskiptalega ákvörðun sem lækkar verð á hlutabréfunum, jafnvel á nokkrum klukkutímum. 

Á netinu er hægt að fjárfesta í allskonar eignum. Sama gildir fyrir kaup á erlendum hlutabréfum eða hrávöru eins og guli. Ekki setja öll egginn í sömu körfuna, dreifið áhættunni. Hér er ein síða sem býður upp á ýmsar eignir til sölu. 

 

https://en.wikipedia.org/wiki/Plus500

*kolólöglegt.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 tímum síðan, Sigurður123 said:

Það er ekkert jafnvægi á íslenska markaðnum. Menn verða óskaplega ríkir og svo hrynur allt. Lang mikilvægast er að hafa aðgang að innherjaupplýsingum* og selja áður en verðið lækkar. Kerfið er hriplekt það má sjá á morgum staðfestum atriðum eins og í kringum hrunið 2008 og leki á upplýsingum frá Icelandair um farþega. Pælið í því að fá að vita farþegatölur á svipuðum tíma og stjórnendur Icelandair og á undan öllum öðrum á markaði. Ef þær eru góðar getur þú keypt eða ef þær eru lélegar þá getur þú skort selt. 

Vegna þess hve íslenski markaðurinn er grunnur og á honum ríkir mikið flökt þá getur það reynst mjög hættulegt að fjárfesta án þess að hafa innherja upplýsingar. Grunnur markaður þýðir fáir stórir aðilar og lítill heimamarkaður. Lítill áhugi erlendis á íslenskum hlutabréfum. 

Það er samt skynsamlegt undir vissum kringum stæðum að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum. Flestir sem greiða í lífeyrissjóð eru þar með að fjárfesta í hlutabréfum enda fara lífeyrissjóðgreiðslur í skuldabréf og hlutabréf bæði hér og erlendis. Mæli með að ef menn ætla að velja eitthvað eitt til að setja peninga sína í þá er það greiða inn á húsnæðislánin. Þau eru nánst með okurvexti og því örugg áhættulaus fjárfesting að greiða niður húsnæðislánið sitt. 

Ef maður ætlar að einunigs að fjárfesta í íslenskum hlutabréfum til spara þá er óábyrgt og mjög áhættusækið. Það sem þú átt að gera er að dreifa áhættunni, kaupa skuldabréf, hlutabréf, gull, silfur, olíu, gjaldmiðla og jafnvel vín sem fulltrúi óhefðbundinna eigna sem hafa skilað ávöxtun. Viðskiptakostnaðurinn getur verið töluverður en það er betra en að tapa öllu þegar Icelandair eða Marel taka ranga viðskiptalega ákvörðun sem lækkar verð á hlutabréfunum, jafnvel á nokkrum klukkutímum. 

Á netinu er hægt að fjárfesta í allskonar eignum. Sama gildir fyrir kaup á erlendum hlutabréfum eða hrávöru eins og guli. Ekki setja öll egginn í sömu körfuna, dreifið áhættunni. Hér er ein síða sem býður upp á ýmsar eignir til sölu. 

 

https://en.wikipedia.org/wiki/Plus500

*kolólöglegt.

 

 

Ég er alveg sammála með að borga inn á höfuðstóllinn á láninu. Það er alltaf besti sparnaðurinn. Ég er líka alveg hjartanlega sammála þér um að setja sparnaðinn bara alls ekki allan í hlutaréf eða taka lán fyrir hlutabréfakaupum...Icelandair getur ná kannski góðri siglingu á genginu 12-13 í Júní og svo boom, annað flugslys með 737max og þá falla þeir afur í 8 (ef maxinn fær að fljúga aftur).

Þú talaðir líka um innherjaupplýsingar,...oft er líka bara nóg að lesa hvað fólk er að tala um á netinu og vega og meta þær upplýsingar...Ég keypti í iceair á genginu 7.5 þegar wow air þræðinir voru sem heitastir hérna eftir skuldabréfaútboðið hjá síðnefnda fyrirtækinu í okt 2018 og seldi í byrjun Apríl þegar Wow féll....Það vissu allir að wow air væru fallnir, það vildi bara engin taka af skarið gegn þeim eða tala um raunstöðuna...Samt sáu allir hvað var í gangi hérna í September.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 tímum síðan, Jarðbundinn said:

Ég var frekar mikið inni í Marel á síðasta ári sem hjálpaði meðaltalinu verulega. Ekki að ég búi að mjög feitum sjóðum en það er prinsippið sem skiptir máli frekar en stærð safnsins. Einnig hef ég lengi haft mikla trú á að ICESEA og hef bætt við fyrst eign mína í þeim í tvígang frá því ég keypti fyrst þegar þeir voru ennþá á First North markaðnum. Vissulega eru skuldir í fyrirtækinu en vaxtamöguleikarnir eru miklu meiri þarna en í flestum öðrum félögum. Svo ákvað ég að kaupa smá í fyrirtæki sem ég hafði ekki mikla trú á fyrir en lét vaða þar sem verðið var komið mun lengra niður en hægt var að réttlæta: Sýn.

Þetta combo af Marel, ICESEA og Sýn skilaði í þeim hlutföllum sem ég er með á safninu, rétt um 30% ávöxtun og hefði verið hærra ef eign í ICEAIR hefði ekki togað meðaltalið niður. Held klárlega áfram með þessi félög í smá tíma í viðbót en er farinn að horfa á Kviku banka og eins held ég til lengri tíma að Brim gæti verið flott en þeir eru ekkert ódýrir í augnablikinu og loðnuleysið er ekki að hjálpa til skamms tíma. Ætla líka að vakta ICEAIR og hef fulla trú á að undirliggjandi rekstur geti tekið góðum framförum og það er örugglega viss afsláttur innbyggður í hlutabréfaverð félagsins útaf MAX.

Ég hef ágætis trú á Icesea. Ef þeir halda rétt á spilunum þa geta þeir siglt hátt.

Var líka að spá í Brim, þeir hafa aldrei farið yfirr 45 en miðað við skort á loðnu þá er ég ekki að sjá að þeir hækki eithvað meira en þetta 40 sem þeir eru í.  Jafnvel að þeir sígi í 30-35 aftur?

Sýn er aftur komið í 40 efttir að hafa farið 20-25 í Október, spurning um hort þeir eiga eithvað meira inni? Misstu alveg gríðarlega mikið af áskrifendum þegar enski boltinn fór til Símanns og þeir hafa þurft að lækka verð hjá sér alveg helling til að halda í við áskrifendur...Heiðar fyrv. Novatormaður er reyndar afskaplega öflugur rekstrarmaður og hann hefur eflaust hreinsað vel til þarna í rekstri. Bara nýlega var að heyrast að fréttastöð stöðvar 2 fyki næst í heild sinni....Eins og hann er afskaplega siðlaus þá má hann eiga það að hann kann að græða sem skilar sér til hluthafa.(Ekki súa mér Heiðar, þetta er hrós)

Ég er eithvað smeikur við þá í Kviku, hvað sérðu með þá sem gæri kallað á hækkanir?

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góðir punktar hjá þér thegreat1 og það eru einmitt svona skoðanaskipti sem ég er að leita eftir inni á þessum vettvangi. 

Icelandair er svo sannarlega ekki komið fyrir vind en vandamál félagsins eru svo sem ljós og það er verið að díla við þau. Ég hef bæði trú á að það muni takast og að ytri aðstæður hjálpi líka og reyndar er farið að birta til nú þegar báðum megin. Slakinn í ferðaþjónustu er líka nokkuð örugglega tímabundin miðað við spár. Hvað varðar Kviku, þá eru þeir eins og fleiri fjármálafyrirtæki talsvert undir radar. Öll ágætlega rekin og mikil tækifæri í sjálfvirkni en sem fjárfestingartækifæri eru þau ekki beint spennandi vegna mjög slakrar ávöxtunar og allt of lítils hagnaðar. Ávöxtun eigin fjár upp á 3-8% er ekki að hrífa. Kvika er aftur á móti á allt öðru leveli og samanber svona afkomu er verið að ná góðum árangri í rekstri: https://www.kvika.is/frettir/nanar/1361/afkomutilkynning-fyrir-fyrsta-arsfjordung-2019

Þeir eru líka búnir að taka skell vegna Gamma og losa sig við afar umdeildan forstjóra og í ljósi þess að umsvif á verðbréfamarkaði eru líkleg til að aukast á árinu ætti félagið að geta gert gott mót á árinu. Ávöxtun eigin fjár yfir 20% er allavega býsna góð 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Muna bara að taka tillit til warrantanna hjà Kviku sem þynna út ávöxtunina þar sem starfsmenn fá hluta launa sína í kaupréttum og selja út slatta af bréfum reglulega.

Mitt bett fer á local félöginn. Fasteignafélögin og retail félögin munu geta gert gott mót á àrinu.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, það virðist nú loksins vera kominn áhugi á að ræða þennan innlenda markað svo hér kemur mitt input:

ICESEA: Vissulega búið að stækka hratt í ytri vexti og mörg innlend sjávarútvegsfélög fjárfest í þeim og nýta þau fyrir sína sölu-channela. En varðandi vaxtatækifæri þá eru þeir að fara úr því að vera bara miðlun á fiski (sölufyrirtæki sem veltir miklu en tekur bara 1-2% spread fyrir). Klárlega væntingar inn í verðinu núna og þröngur hluthafahópur sem getur gert verðmyndun þar viðkvæma. Met þetta áhættusamara en flest af stærri félögunum og á eftir að sjá hvar þeir eiga raunverulega hlutfallslega yfirburði til að verð næsta MAREL. Vantar klárlega breiðari hluthafahóp en jákvætt að sjá Bjarna taka við þessu.

KVIKA: Teymi af mörgum efnilegum aðilum sem geta gert góða hluti. Sennilega það fjármálafyrirtæki á íslandi með viðskiptabankaleyfi sem er búið að stilla sig hvað best fyrir framtíðina. Afkoman getur þó verið sveiflukennd og barriers of entry inn í fjármálageirann að fækka sem er stórt risk fyrir hann aðila sem þar eru fyrir. Er þó mun meira lean en bankarnir en það er alltaf dýrt að reka banka á íslandi og lægri vextir þýðir minni vaxtamunur sem hjálpar ekki bönkum. Tekjur af miðlun eru aldrei að fara tvöfaldast, skuldabréfavelta dregst saman og mun gera áfram en hlutabréfavelta gæti aukist áfram. Pressa á lækkun þóknanna er þó líka til staðar. En kauprétta-prógrammið þeirra er stórt svo það mun árlega þynnast út hlutaféið (að því gefnu að gengið sé að hækka og menn nýti kaupréttina). Því þarf að taka tillit til þess. Það hefur líka áhrif á framboð bréfa því starfsmenn munu þá selja bréf til að innleysa hagnað af sínum kaupréttum. Þetta getur verið töluvert magn og því þurfa að vera til staðar kaupendur af bréfunum.

ARION: Í grunninn eru bankar risavaxið veðmál á hagkerfi landsins í gegnum lánabækur o.fl. Arion hefur ekki beint haft sterkustu lánabókina sem þarf ekki að ræða nánar hér. Þarna er áfram óvissa um afskriftir plús þú ert með dótturfélög sem eru að brenna peningum og engin virðist hafa áhuga á valitor (sama með Borgun) eða Kísilverinu. Varla mun nýtt félag Andra Más hjálpa Arion að selja sínar ferðaskrifstofur. Hins vegar er Arion að gera eins vel og ég tel þá geta gert t.d. með fjármagnsskipan og endurskipulagningu félagsins, svo það er vel. Gríðarlega margir hafa hoppað á þennan hest undanfarið en margir virðast líka hafa selt bréf, bæði innlendir og erlendir aðilar. Þegar líður inn á þetta ár mun óvissan minnka og það er mikil útgreiðslugeta af arði þegar félagið er búið að endurskipuleggja fjármagnsskipan sinn.

HEIMA: Félag sem er fast í kauphöllinni, fær ekki fjármögnun á nauðsynlegum kjörum til að geta sýnt viðundandi arðsemi. Sýnir svart á hvítu að leiguverð er ekki nógu hátt til að standa undir arðsemi svona félags. Sé ekki tækifæri þar 2020 nema einhver vill binda pening í mörg ár og veðja á fasteignaverð – en þá gæti hann alveg eins keypt íbúð og leigt út.

SIMINN: Gerði vissulega gott mót 2019 og með enska boltanum valtaði yfir SÝN. Er í sterkri stöðu með Mílu og sem eigandi af innviðunum þar. Samstarf fjarskiptafélaga er risavaxið stökk í rétta átt. Halda vel utan um kostnað og reka þetta vel. Sé félagið ekki verða hástökkvara 2020 en eru að spila vel úr stöðunni, verandi starfandi í atvinnugrein þar sem er gríðarlega samkeppni og fjárfesting í innlendu efni dýr og áhættusöm. Samkeppnin við Netflix o.fl. alltaf skammt undan.

SÝN: Þessi hækkun á gengi Sýn virðist byggja á væntingum um afkomubata sem ekki hefur sést. Síðasta uppgjör var ekki neitt sérstakt. Þykjast vera að hagræða á móti minnkandi tekjum. Fyrir mér er það erfitt fyrir félag sem þarf að fjárfesta eins mikið og raun ber vitni í þessum geira. Öll fjarskiptanetin, innviðir o.fl. eru dýr og þal er fastur kostnaður hár og því er slæmt að missa viðskiptavini. Hef miklar áhyggjur af þeim og takmarkaða trú á þessum gagnavershugmyndum þeirra. En svona félög geta alltaf tekið rebound frá botninum og jafnvel fylgt markaðinum ef hann er að hækka en sé félagið ekki leiða hækkannir 2020.

BRIM: Guðmundur er gríðarlega farsæll rekstarmaður og árið 2019 hjá BRIM sýnir það. Vissulega búið að verðleggja ákveðin bata þarna inn en hann hefur sýnt að hann er maður breytinga og ég veðja á að hann sé ekki hættur að gera breytingar þarna.

ICEAIR: Þarf sér þráð fyrir þetta félag - eins og þeir eru nú margir nú þegar. Skrifaði pistil um félagið á Icelandair þráðinn í apríl 2018 þegar gengið var 15 og þeir punktar eiga enn við.

MAREL: Eina sem gæti fylgt eftir frábæru ári 2019 væri ef þeir nýta eitthvað af þessu handbæra fé til þess að stækka með yfirtöku á öðrufélagi sem hentar þeim og fæst á sanngjörnu verði EÐA ef við förum inn í MSCI. Auðvitað er þetta frábært félag en sé þá hæplega verða leiðandi í hækkunum árið 2020. 

Fasteignafélögin: Síðustu árin hafa fasteignafélögin átt undir högg að sækja. Margir hafa vilja minnka áhættu í þessum eignaflokki og fáir aðilar hafa vilja bæta við sig á móti. Það eru fáir sem telja þessi félög vera dýr og hvað þá eftir lækkun vaxta síðustu misseri. Fasteignafélögin eru þau félög sem ættu að hagnast hvað mest á lækkun vaxta. Þau eru mjög skuldsett (lækkun vaxtakjara vegur þal mikið – þótt það mætti skila sér betur beint inn í skuldabréfaútgáfurnar en það mun gerast). Auk þess eru vextir mikilvægasta breytan sem stýrir verði fasteigna. Ég tel að þeir sem hafa haldið á bréfum í fasteignafélögunum í gegnum síðustu árin eru ólíklegir til að selja mikið á þessum gildum. Að sama skapi held ég að þessi félög séu álitlegur kostur fyrir nýtt fjármagn sem leitar inn á fasteignamarkaðinn.

-------

Tek kannski fleiri félög fyrir síðar, tók þessi nokkur ca bara í röð eins og þau komu á Keldunni.

------

En að lokum er vert að nefna nokkra mikilvæga punkta fyrir þá sem eru að velta fyrir sér innlenda markaðinum.

Ég hef starfað á ýmsum stöðum í fjármálageiranum og séð markaðinn frá mörgum sjónarhornum. Að mínu viti þá er mikilvægasta breytan sem ákvarðar verð á hlutabréfum til skamms og millilangs tíma hreyfingar á peningum.

Tökum sem dæmi erlent fjármagn. Í fyrra komu erlendir aðilar og fjárfestu í Marel, innlendir aðilar seldu og fjárfestu í öðrum félögum samhliða. Þarna komu nýir peningar inn og markaðurinn er grunnur, það er bara þannig. Auðvitað er hann áhættusamur en auðvitað er fólki frjálst að fjárfesta ef það telur það rétt. Ef við förum inn í MCSI vísitöluna mun það t.d. án efa hafa mjög góð áhrif á markaðinn til skamms- og jafnvel langs tíma og hefðu mest áhrif á MARL og ARION en önnur félög myndu líka njóta góðs.

Ef við horfum á innlent fjármagn þá eru líka tækifæri þar sem gætu stutt við hlutabréfamarkaðinn. Á óvissutímum síðustu ára hafa margir leitað í skuldabréf (bæði í beinum sparnaði, sjóðum eða í gegnum séreignasparnað og annan sparnað í lífeyriskerfinu. Nú eru vextir líklega að ná lágmarki í bili hér á landi. Þar með er erfitt að sjá skuldabréf ná sömu ávöxtunu og síðustu ár, bæði vegna þess að vextir voru þá hærri en einnig vegna þess að hluti ávöxtunarinnar kom í gegnum væntingar um vaxtalækkannir og þar með lækkandi ávöxtunakröfu þeirra sem hækkaði virði og gengi skuldabréfasjóða. Nú hljóta eigendur þessa fjármagns að velta fyrir sér hvort þeir sætt sig við mun lægri ávöxtun eða hvort þeir vilji færa hluta af sparnaði sínum í hlutabréf eða aðra eignaflokka. Innlán eru klárlega komin nálægt 0% og fáir reikningar með jákvæða raunvexti. Erlend hluta- og skuldabréf sprungin út eftir 10 ára samfellda hækkun. Innlend hlutabréf eru mun ódýrari og mjög stórir áhættuþættir að baki s.s. WOW og kjarasamningar. Ég tel að fjármagn muni skila sér inn á hlutabréfamarkaðinn af þessum sökum og veit fyrir víst að það er að gera úr mörgum áttum. Þegar það gerist þá munu flest félög sem eru með reksturinn í sæmilegu standi njóta góðs af því. Því ætti safn af nokkrum stöndugum félögum að geta verið gott bett inn í nýtt ár að mínu viti. Kæmi mér á óvart að fasteignafélögin tækju ekki við sér og Hagar og Festi héldu eitthvað áfram. Tryggingafélögin gætu líka verið í ágætis málum.

Að lokum má nefna að ég er ekki að ræða þessi atriði til þess að fá lista yfir aðra þætti sem hafa áhrif á hlutabréfaverð – ég lærði nóg um það í 7 ára háskólanámi um viðskipti og fjármál. Ég er að nefna þetta því að ég veit af fyrstu hendi að þetta eru þættirnir sem hreyfa við hlutabréfaverðinu til skamms- og millilangs tíma. Raunverulegur rekstur félaganna, framtíðarhorfur og ytri þættir skapa auðvitað grundvöll fyrir þróun hlutabréfaverðs til lengri tíma. Ég hef bara verið á þessum markaðinn nógu lengi til að sjá mörg félög þróast í öfuga átt við alla þessa þætti – akkúrat út af hreyfingum á fjármagni inn og út úr eignaflokkum. Og það er akkúrat sá þáttur sem vekur hjá mér sterkar vonir hjá mér að árið 2020 verði gott ár.

 

En þið takið ákvörðun út frá ykkar forendum kæru málverjar...

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjög fínir punktar hér og lífgar verulega upp á ansi flata umræðu að manni hefur fundist oft á tíðum sem stundum hefur verið þrælmenguð af neikvæðni og gífuryrðum sem gerir ekkert fyrir nokkurn mann. Vel gert!

Ég er sammála mörgum punktum sem þú nefnir GG en aðeins minna nokkrum öðrum sem er bara fínt, umræðunnar vegna. Skárra væri ef allir væru á sömu línu og það væri ekki beint spennandi að sýsla á markaðnum ef svo væri. Brim er klárlega í umbreytingu og já, ég er sammála að Guðmundur veit hvað hann ætlar sér en til skamms tíma er loðnubrestur að hafa áhrif en til langs tíma myndi ég hiklaust taka stöðu í bréfum þeirra en bara ekki alveg strax. Icesea held ég að geti verið einn mesti sputnik stokkurinn á markaðnum því þeir hafa mikið svigrúm til að auka framlegð á sínum vörum t.d. með að taka nett copy/paste á Bakkavör hér árinu árum áður. Og þeir eru heldur ekki háðir framboði á íslensku hráefni því þeir eru með breiða línu af vörumerkjum sem hægt er að selja sjávarfang undir, hvaðanæva úr heiminum. Á eftir að mynda mér betri skoðun á Kviku t.d. flotinu en held að sá stokkur gæti tekið gott run og viðhaldið hárri ávöxtuná eiguð fé og jafnvel bætt vel í. Lýst betur á þá en Arion en ætla ekki að halda því fram að ég sé svo skyggn að það sé örugglega rétt hjá mér. Marel sitja á hrúgu af peningum sem allir vita að á að nota til vaxtar. Ég sel mig ekki út þar áður en fréttir berast aftur því og reyndar held ég að sá sem tæki eða ætti bréf þar núna þurfi ekki að hafa áhyggjur næsta áratuginn.MSCI skiptir mjög miklu máli ásamt fjárfestingum lífeyrissjóða, sérstaklega þegar markaðurinn er rétt verðlagður miðað við rekstur og aðstæður. Þetta verður gott ár held ég og tek undir með að peningar gætu leitað úr skuldabréfum, að ég tali nú ekki innlánum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.