Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurður123

Star wars

14 posts in this topic

Sko Svarthöfði hittir Lilju í fyrstu myndinni en fattar ekkert. Hvernig stendur á því?

Eða er þetta bara hefðbundin faðir, dóttir togstreita?

Share this post


Link to post
Share on other sites

NEI....Star Wars er núna bara Baby Yoda... allt annað ætti að vera non-cannon eins og það heitir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Síðan er líka stórskrýtið að Obi-wan kannast bara nákvæmlega ekkert við R2D2 í orginal þríleiknum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er verulega eftir á í öllum þessum stjörnust´riðsveseni.  Sá þó seinustu myndina? þar sem Logi Geimgengill bjó eins og Grettir forðum í útlegð á kletti út við sjó.  

Myndin var nú ekki leiðingleg, en ekki þótt mér hún frumleg, svona miklu frekar eins og það hefi verið gerður listi af öllu því sem svona mynd ætti að hafa og svo fyllt út í hann eitt atriði af öðru án þess að mikil eða frumleg hugsun hafi átt sér stað. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Heimurinn er flókinn en samt einfaldur. 

Star wars kom út 1977 en þá voru USA og USSR í köldu stríði. Bandaríkin litu á sig sem frelsishetjur sem losuðu sig frá Bretum og voru nú að berjast við hið illa veldi sem USSR átti að vera. 

Kvikmyndaiðnaðurinn í Bandaríkjunum er stór iðnaður og nýjar tæknibrellur litu dagsins ljós í Star Wars. 

Baráttan milli góðs og ills nýtur alltaf vinsælda. Venjulega ert það þú á móti einhverjum vondum. Sósíalistum, Rússum, glæpamönnum, Múslimum og fleiri hættum. 

Tíðarandinn 1977 var allt annar en 2000 og svo núna þegar nýjustu þrjár myndirnar hafa verið sýndar. Það má segja að núna sé USA hið illa og hryðjuverkamenn á vegum Allah séu góðu mennirnir. 

Það er enginn tengin í dag við sögurþráð myndinna sem hafa komið í takt við tekjuspár Disney. Jú það eru svertingjar og konur sem leika hetjurnar í dag en ekki drengir og hvítir eins og 1977. Það er bara alveg sjálfsagt að konur leiði bíómyndir og ekkert nýtt við það. 

Konur fíla ekkert tæknidót eins og leysibyssur, geimskip þó það sé kona sem sé að berjast við vonda karla. Drengir og karlar tengja minna með þessar konur í myndinni. Því eru þessar myndir misheppnaðar. Því miður. 

Merkilegt að James Cameron gerði hundleiðinlega mynd sem hetir, man ekki hvað hún heitir en hún sló aðsókarmet. Þar voru tæknibrellur og tenging við umhverfismál. Kannski hún hafi hitt á tíðarandann.Skil samt ekki að hún hafi gert svona gott. 

Samt skrítið að geta ekki gert almennilega star wars mynd með ótakmarkaða fjármuni. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er algjörlega búið að slátra Star Wars,  fyrstu þrjár eru auðvitað klassík,  næstu þrjár var svona hægt að horfa á,  en það sem hefur komið eftir "Revenge of the Sith" er bara algjör horbjóður og augljóst að þeir sem tóku við keflinu bara skilja ekki út á hvað Star Wars gengur eða þekkja fan base'ið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 12/21/2019 at 3:55 PM, falcon1 said:

Það er algjörlega búið að slátra Star Wars,  fyrstu þrjár eru auðvitað klassík,  næstu þrjár var svona hægt að horfa á,  en það sem hefur komið eftir "Revenge of the Sith" er bara algjör horbjóður og augljóst að þeir sem tóku við keflinu bara skilja ekki út á hvað Star Wars gengur eða þekkja fan base'ið.

Disney er alveg gjörsamlega skítsama um góðann söguþráð eða áhugaverðar persónur. Kannski einhverntímann, en ekki lengur. Disney er orðið svo svaðalega stórt megacorp í dag, að eina hugsjónin hjá þeim í dag er að sinna arðeigendum. Þ.e.a.s svo lengi sem myndirnar skila arði að þá er allt annað aukaatriði. Mjólka þetta franchise eins mikið og hægt er áður en því verður dumpað í ruslið.

Eina sem disney vill með þessar myndir(fyrir utan það að moka inn pening) er að hafa þær með yfirgengilega mikla pólitíska rétthugsun, þannig að miðlarnir munu hafa nákvæmlega ekkert á disney, fyrir utan það að myndirnar eru ekkert nema rotið ílla lyktandi rusl. En disney er skítsama. Fólk á bara að mæta í bíó og kaupa miða.

Kannski mun disney einhverntímann losa sig við star wars einkaréttinn og selja hann til einhvers framleiðanda sem kannski "gives a fuck". En ég held bara að þegar það gerist að þá verður búið að rústa star wars endalega og fólk vill ekki heyra á þetta minnst lengur.

En sjálfur langar mig soldið að kíkja á star wars bækurnar https://www.forbes.com/sites/paultassi/2019/07/25/the-best-star-wars-books-of-all-time/

kannski er það von

 

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Disney var alltaf golden standard og maður gat nánast gengið að því vísu að maður væri að fara á góða mynd með góðum söguþræði.

En eitthvað hefur gerst á síðustu 10-15 árum sem hefur valdið því að þeim hefur algjörlega fatast flugið,  allavega fyrir þá sem hafa áhuga á góðum söguþræði. 

Ég er svo nánast hættur að horfa á kvikmyndir og þætti sem koma frá Ameríku orðnir alltof mikil formúla og pc ógeð.  Hef frekar farið að horfa á efni frá Suður-Kóreu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Star Wars söguþræðirnir eru einfaldlega of vangefnir, og þessi í nýjustu myndaseríunni eru alveg lost.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Horfði loksins á myndina, með félaga mínum gallhörðum Stjörnustríðsaðdáanda.   Sá var að sjá hana í annað sinn, og hélt varla vatni yfir snillinni, sjálfur náði ég alveg að hemja mig.  Það var allt þarna, gott og illt, sprengingar, vélmenni, tímaflakk, svik og endurkomur og svo voðalega mikið af hugarAfli.   Eiginlega fannst mér of mikið af öllu ,JJ Abrams hættir til að gera þetta keyra allt á hraðanum en spá minna í persónusköpun eða gloppum í handriti sem hægt væri að keyra dauðastjörnuna sjálfa í gegn.

Sjálfsagt fyrir að dánendur að sjá myndina, mér leiddist svo sem ekki en held ég hefði ekki saknað myndarinar mikið þótt ég hefði misst af henni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég ætla ekki að sjá þessa nýjustu.

Gat ekki lokið við að horfa á LJ.

Disney er ennþá í 2 milljarða tapi með þessar myndir, gat sem líklega verður aldrei lokað.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 1/14/2020 at 4:01 PM, Femma Hrútsdóttir said:

Disney er ennþá í 2 milljarða tapi með þessar myndir, gat sem líklega verður aldrei lokað.

 

Áhugaverður punktur. Disney borgaði um $4 billion dollara fyrir LucasFilms fyrirtækið sem á Star Wars.

Reyndar spurði ég bara Google: "how much did disney buy lucas films for"

Disney bought Lucasfilm six years ago today and has already recouped its $4 billion investment. Six years ago, Disney bought Lucasfilm for $4.05 billion. The four Star Wars feature films Disney has released since 2015 have grossed more than $4.8 billion at the box office.Oct 30, 2018

Þetta eru 5 Star Wars mayndir, þessar 3, og svo Solo og Rogue One, ásamt sjónvarpsseríum. Svo er allskonar merchandize, leikföng og varningur, tölvuleikir, skemmtigarðar, sem er selt einnig.

Þeir munu svo halda áfram að mjólka þetta næstu áratugina. Hvíla kvikmyndabálkinn í nokkur ár, en fara svo að framleiða eitthvað nýtt.

Ég held að þetta hafi náð að skila sér til Disney þessi kaup á Star Wars.

En Disney fékk ekki bara Star Wars í kaupunum, heldur einnig Indiana Jones, og það gæti skilað ágætis í kassann.

Svo gæti Disney tekið upp á því að endurgera þennan Star Wars gullmola, fittar einstaklega vel fyrir Disney:

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 minutes ago, Newton said:

 

Áhugaverður punktur. Disney borgaði um $4 billion dollara fyrir LucasFilms fyrirtækið sem á Star Wars.

Reyndar spurði ég bara Google: "how much did disney buy lucas films for"

Disney bought Lucasfilm six years ago today and has already recouped its $4 billion investment. Six years ago, Disney bought Lucasfilm for $4.05 billion. The four Star Wars feature films Disney has released since 2015 have grossed more than $4.8 billion at the box office.Oct 30, 2018

Þetta eru 5 Star Wars mayndir, þessar 3, og svo Solo og Rogue One, ásamt sjónvarpsseríum. Svo er allskonar merchandize, leikföng og varningur, tölvuleikir, skemmtigarðar, sem er selt einnig.

Þeir munu svo halda áfram að mjólka þetta næstu áratugina. Hvíla kvikmyndabálkinn í nokkur ár, en fara svo að framleiða eitthvað nýtt.

Ég held að þetta hafi náð að skila sér til Disney þessi kaup á Star Wars.

En Disney fékk ekki bara Star Wars í kaupunum, heldur einnig Indiana Jones, og það gæti skilað ágætis í kassann.

Svo gæti Disney tekið upp á því að endurgera þennan Star Wars gullmola, fittar einstaklega vel fyrir Disney:

 

 

Nei alls ekki. Þetta tal um að Disney sé búið að ná upp í kaupverðið eru eiginlega bara raktar, falskar fréttir, ætlaðar til að bæta ímynd Disney og Star Wars.

https://practicaleconomics.org/disney-star-wars-the-finances/

Disney er búið að ná upp í sirka helminginn af kaupverðinu. 

Því lengri tími sem líður, því erfiðara verður að stoppa upp í gatið vegna ávöxtunarkröfu. 

Ef þeir hefðu ætlað að nota Indiana Jones í það hefði nú átt að byrja á því miklu fyrr.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Að kaupa Lucas Film er einsog hver önnur langtíma fjárfesting.

Það að hún skili ekki hagnaði strax eftir 4-5 ár skiptir ekki máli. Star Wars er vörumerki sem lifir að eilífu, næstu 100 ár. Það eiga eftir að koma inn tekjur af Star Wars næstu áratugina, og það verður framleitt meira Star Wars efni næstu árin og áratugi sem á eftir að skilja pening í kassann.

Það tekur kannski 10 ár að koma út í plús, en þetta er ágætis fjárfesting hjá Disney.

Þú getur sýnt fram á sömu útreikninga með Marvel, en Disney keypti einmitt Marvel nýverið. Disney er ekki búið að ná að innheimta upp í kostnað strax, og það kunna að líða nokkur ár. En þetta er fjárfesting, langtímafjárfesting,

Hvorugt, Marvel né Star Wars, myndi ég telja sem áhættufjárfestingu.

Það sem þú gleymir að reikna inn í dæmið er að þetta eru eignir sem eru mikils virði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.