Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Afneitunarsinni verður sér til skammar

32 posts in this topic

Við getum sagt að margir hér á malefnum verði nú að hugsa sinn gang,

biðjast afsökunar jafnvel á  endurteknum rangfærslum:

 

Umhverfisvá sem komið var í veg fyrir með aðgerðum hefur verið dregin fram til að grafa undan alvarleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Prófessor í umhverfisverkfræði segir loftslagsbreytingar af völdum manna enn stærra og erfiðara vandamál en eyðing ósonslagsins eða súrt regn.

Í kreðsum afneitunarsinna loftslagsbreytinga af völdum manna og á samfélagsmiðlum hefur reglulega verið gert lítið úr viðvörunum um alvarlegar afleiðingar þeirra sem „hræðsluáróðri“ og „dómsdagsspám“. Þar hefur einnig borið á því að umhverfisvandamál frá fyrri tíð séu dregin fram sem dæmi um fyrri slíkar spár sem ekki hafi ræst.

Í þann knérunn heggur Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, í grein sem birtist í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Hamfarahlýnun – Dómsdagur eða blekking?“ í gær. Þar líkir ráðherrann fyrrverandi nokkrum raunverulegum vandamálum af völdum manna við „heimsendaspár“.

„Nú er upp runn­in fjórða heimsenda­spá­in á 40 árum. Fyrst var það óson­lagið, svo var það súra regnið, síðan kom þús­ald­ar­bylt­ing­in eða 2000 vand­inn. Og nú er það ham­fara­hlýn­un af manna­völd­um. Dóms­dag­ur er sem sé í nánd, en þessi full­yrðing hef­ur fylgt mann­in­um frá ör­ófi alda. Í gegn­um ald­ir var kenn­ing­in trú­ar­legs eðlis nú vís­inda­legs eðlis og henni fylg­ir reynd­ar öfga­trú­in: „Vér ein­ir vit­um.“,“ skrifar Guðni.

Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari sem hefur fjallað mikið um loftslagsmál, bendir á að enginn vísindamaður hafi þó spáð heimsendi vegna loftslagsbreytinga, ósoneyðingar, súrs regns eða 2000-vandans.

„Við öllu þessu var brugðist eftir viðvaranir sérfræðinga,“ tísti Sævar Helgi um grein Guðna.

Eyddi öllu lífi í vötnum í Svíþjóð

Óttinn við súrt regn sem var sérstaklega í deiglunni á 9. áratug síðustu aldar var ekki ástæðulaus. Brennisteins- og nituroxíðsmengun sem kom meðal annars frá kolaorkuverum og útblæstri bifreiða blandaðist saman við raka í andrúmsloftinu þannig að súrt regn féll til jarðar.

Hrund Ó. Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands, segir við Vísi að súrt regn hafi til dæmis breytt sýrustigi stöðuvatna í Svíþjóð þannig að allt kvikt sem lifði í þeim drapst. Súrt regn hafi þó ekki varið vandamál á Íslandi vegna þess hversu jarðlög hér eru basísk.

Regnið brenndi einnig barr- og laufskóga í Evrópu, olli mönnum heilsutjóni og skaðaði nytjajurtir í Kína. Vísindamenn höfðu rannsakað hættur sem gætu fylgt súru regni frá 7. áratugnum en umræðan um þær komst ekki í hámæli fyrr en í kringum 1980.

„Það voru margir sem afneituðu súru regni,“ sagði Gene Likens, bandarískur vistfræðingur sem var frumkvöðull í rannsóknum á súru regni, við breska ríkisútvarpið BBC í fyrra.

Hagsmunaaðilar í iðnaði settu sig upp á móti aðgerðum og reyndu að sá efa um að vandamálið væri raunverulega til staðar, líkt og raunin hefur verið með loftslagsbreytingar af völdum manna. Rúmur aldarfjórðungur leið frá því að vandamálið var uppgötvað árið 1963 þar til reglur til að draga úr loftmengun voru samþykktar í Bandaríkjunum árið 1990. Verulega hefur dregið úr brennisteinsmengun í heiminum síðan þó að vandamálið sé enn að einhverju leyti til staðar.

Hrund Ólöf Andradóttir, , prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands

Einn skilvirkasti alþjóðasáttmáli sögunnar

Eyðing ósonlagsins í andrúmslofti jarðar var ekki síðra vandamál. Ósonlagið síar út hættulega útfjólublá geislun í ljósi sólar. Þynning þess lýsti sér meðal annars í fjölgun húðkrabbameina í fólki, sérstaklega á stöðum með strandmenningu á suðlægum breiddargráðum, ekki síst Ástralíu.

Í ljós kom að eyðingu ósonlagsins mátti rekja til svonefndra klórflúorkolefna sem voru meðal annars að finna ísskápum og úðabrúsum. Við vandanum var brugðist með því að banna efnin og skipta þeim út í þeim iðnaði þar sem þau voru notuð með Montreal-sáttmálanum svonefnda árið 1987.

Síðan þá hefur ósonlagið jafnað sig og gat sem myndaðist í því yfir suðurhveli minnkað. Engu að síður er talið að það muni taka áratugi þar til ósonlagið nær sama styrk og það hafði áður en menn byrjuðu að nota klórflúorkolefni.

„Montreal-sáttmálinn er í heimi umhverfisverkfræðinnar talinn einn skilvirkasti alþjóðasáttmáli sem hefur verið gerður,“ segir Hrund.

Sævar Helgi tekur í sama streng í samtali við Vísi. Ósonlagið sé nú að jafna sig einmitt vegna þess að vísindamenn uppgötvuðu hættuna sem stafaði af ósoneyðandi efnum og þynningu ósonlagsins.

„Þetta sem og það hvernig við höfum dregið úr súru regni og bætt loftgæði með regluverki eru allt fyrirtaks dæmi um hverju við getum áorkað þegar við tökum mark á vísindunum og hlustum á sérfræðinga,“ segir hann.

Hlustuðu á ráðleggingar sérfræðinga

Aldamótavandinn var einnig manngert vandamál sem hefði getað valdið usla en komið var í veg fyrir með aðgerðum. Um var að ræða hugbúnaðargalla sem tengdist hvernig upplýsingar um ártöl voru tilgreind í tölvukerfum. Óttuðust menn að mikilvæg tölvukerfi um allan heim réðu ekki við breytinguna frá árinu 1999 til 2000 með tilheyrandi óvissu.

Þegar klukkan sló miðnætti um áramótin 1999-2000 brugðust þó fá tölvukerfi. Margir hafa því síðan talið að lítill vandi hafi í raun verið á ferðum.

Snorri Agnarsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir hins vegar að um raunverulegt vandamál hafi verið að ræða og að það hafi verið litið alvarlegum augum á sínum tíma jafnvel þó að möguleg áhrif hafi hugsanlega verið orðum aukin.

„Þetta var út um allan heim. Menn þurftu að fá vottun um að þeirra kerfi væru 2000-hæf,“ segir Snorri. Mikil vinna hafi fylgt því að gera tölvukerfi tilbúin fyrir aldamótin.

Í umfjöllun Washington Post um 2000-vandann í kringum áramótin kom fram að það hafi kostað mikla vinnu að forða vandræðum. Vandinn hafi verið leystur þökk sé því að sérfræðingar hafi komið auga á vandamálið, vakið athygli yfirvalda á honum og hlustað hafi verið á ráðleggingar þeirra.

„Ég veit ekki um einn einasta mann sem vann að 2000-vandanum sem telur að þeir hafi ekki glímt við og forðað meiriháttar hættu á kerfislægu hruni,“ sagði John Koskinen, formaður ráðs Bills Clinton, þáverandi forseta, um 2000-vandann, í byrjun þess árs.

Illa leikin tré eftir súrt regn í Kanada. Vísir/Getty

Loftslagsvandinn stærri og erfiðari viðfangs

Hrund segir hlægilegt að fólk tali um hluti eins og eyðingu ósonlagsins og súrt regn eins og þeir hafi aldrei gerst.

„Þynning ósonlagsins og súrt regn voru raunveruleg og alvarleg vandamál fyrir heilsu manna og vistkerfa. Þessi umhverfisvá hefur dvínað mjög mikið í kjölfar víðtækra, alþjóðlegra aðgerða á síðastliðnum áratugum. Hnattræn hlýnun er hins vegar erfiðara og stærra umhverfisvandamál. Gróðurhúsalofttegundirnar sem valda hlýnuninni losna við bruna lífræns efnis, sem hefur aukist með fólksfjölgun og iðnvæðingu sem reiðir sig enn á óendurnýjanlega orkugjafa. Í samanburði voru klórflúorkolefnin sem þynntu ósonlagið bundin við sértækan iðnað og hægt var að skipta þeim út fyrir minna skaðleg efni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir núna er að við þurfum að draga úr brennslu jarðeldsneytis á öllum vígstöðum nútíma samfélags.“ segir hún.

Heimurinn sé nú að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem vísindamenn hafi spáð fyrir um en virkuðu óraunveruleg.

„Það er alger einhugur í vísindaheiminum að hnattræn hlýnun sé brýnt vandamál sem við þurfum að bregðast við,“ segir Hrund. visir.is

Share this post


Link to post
Share on other sites
39 minutes ago, Herkúles said:

Við getum sagt að margir hér á malefnum verði nú að hugsa sinn gang,

biðjast afsökunar jafnvel á  endurteknum rangfærslum:

Gangi þér vel með það, menn herðast í flatjarðarþvaðrinu eftir því sem vísbendingar verða sterkari.  

conservative-logic-climate-change-titani

Share this post


Link to post
Share on other sites

Pew og ég sem hélt að þessi þráðir væri um mig. Kannski að við Guðni verðum í sama klefa á Litla Hrauni fyrir rangtrúnna. Ef að við verðum ekki togaðir í sundur af villtum hestum. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ingimundur og félagar hafa fimbulfambað hér um ósonlagið og súra regnið árum saman,

þeir ættu að lesa vel það sem stendur hér fyrir ofan,

Guðni hlýtur að ganga um með hauspoka næsta daga...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er með nýtt orð fyrir trúleysingja: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir fólk sem hefur eitthvað með kapítalisma að athuga: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir þá sem eru tortyggnir á dásemd sósíalisma og kommúnisma: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir fólk sem vill ekki borða dýraafurðir og telur sig Vegan: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir fólk sem vill ekki skrifa með hægri hendinni heldur nota þá vinstri: Afneitunarsinnar

---------------

Ég er einn af þeim sem tel CO2 vera að valda hlýnun. En ég skal hundur heita áður en ég fer að hoppa á histeríuvagn Grétu og co og gerast Dooms Day Prepper. Nenni ekki að fara að grafa eitthvað byrgi í bakgarðinum fylla af dósamat.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, fleebah said:

Ég er einn af þeim sem tel CO2 vera að valda hlýnun.

Ráðlegg þér að pæla í því hvers vegna þú þykist vita að maðurinn sé að eyðileggja veðrið, ekki nóg að trúa því. Hvaðan hefur þú þessa vitneskju?

Share this post


Link to post
Share on other sites
34 minutes ago, fleebah said:

Ég er með nýtt orð fyrir trúleysingja: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir fólk sem hefur eitthvað með kapítalisma að athuga: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir þá sem eru tortyggnir á dásemd sósíalisma og kommúnisma: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir fólk sem vill ekki borða dýraafurðir og telur sig Vegan: Afneitunarsinnar

Ég er með nýtt orð fyrir fólk sem vill ekki skrifa með hægri hendinni heldur nota þá vinstri: Afneitunarsinnar

---------------

Ég er einn af þeim sem tel CO2 vera að valda hlýnun. En ég skal hundur heita áður en ég fer að hoppa á histeríuvagn Grétu og co og gerast Dooms Day Prepper. Nenni ekki að fara að grafa eitthvað byrgi í bakgarðinum fylla af dósamat.

Þetta sem þú telur upp er annað hvort mismunandi trúarbrögð, lífnaðarhættir eða kenningar.   Þér líkar við Búdda, mér við Shiva gott og vel þetta er einhvað sem við aðhyllumst hvorugt er hægt að mæla, þú villt vera púra kapitalisti, ég er á því að blandaða skandnaviska módelið sé betra, þér líkar við kjöt mér við kál það er hægt að rökstyðja þetta fram og aftur en það er ekki nein afneitun í gangi.

Þegar öll gögn heimsins benda til þess að veðurfar fari mjög hlýnandi er hægt að prófa það.  Hver sem dregur það í vafa getur skellt sér til Alaska og séð hvar hafísinn er horfin eða til Ástralíu og séð skógana brenna.   Þrátt fyrir það að þetta séu mælingar sem eru aðgengilegar og hægt að sannprófa eru menn sem afneita þeim með öllu.   Okkar yfirflatjarðarsinni heldur því til dæmis fram að við séum á leið inn í ísöld og núna þegar 2019 sé liðið muni lýður falla á hné og tilbiðja speki hans.  Það er afneitun.

Þótt það sé óumdeilt að loftslag er að breytast er enn nokkur óvissa um hvers rótækarbreytingarnar eru.   Sumir til dæmis Greta vilja bregðast að krafti því ef verstu spár rætast er staðan afleit, aðrir telja að það sé hægt að fara sér hægar.  Sennilega ekki afneitun, hvað köllum við það værukærð svo jaðrar við heimsku?

Jú það er kviknað í eldhúsinu en það getur vel hugsast að eldurinn slökkni af sjálfu sér, óþarfi að vera gera nokkuð í því annað en að slökkava á reikskynjaranum.   Getur hugast að þetta sé bara brauð í ristinni sem slökknar í að sjálfu sér, hugsanlegt en hætta er sú að þetta sé potturinn með kleinutólginni sem er líklegur til að brenna allt húsið með sér. 

 Það tapast ekkert á því að bregðast við litlum eldi en getur bjargað okkur frá katastrófu ef verstu spár rætast.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
7 minutes ago, Breyskur said:

Okkar yfirflatjarðarsinni

Sjaldan verið hrósað meir, hreinlega klökkur, á við 10 Fálkaorður. I love you too Breyskur.

Stykkishólmur.png

Stykkishólmur.jpg 11.png

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 mínútum síðan, Breyskur said:

.... til Ástralíu og séð skógana brenna.  

Tja, nú skal ég ekki segja, en eru einhverjar sönnur fyrir því að "glóbal warming" beri ábyrgð á því að einstaklingar kveiki skógarelda af yfirlögðu ráði?

P.s.
Hefur þú farið til Suðurskautsins og séð stækkandi jökla?
Og manstu eftir hitunum á milli 1920 og 1940?

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er alvarlega að velta því fyrir mér, hvar og hvenær efasemdir um hamfarahlýnun heimsendaspámanna verði gerðar að hatursglæp.
Grínlaust, heiftin í þessu heimsendatrúarliði er orðin algerlega gegndarlaus.

Já já, við höfum heyrt það, "The end is nigh"

Share this post


Link to post
Share on other sites
43 minutes ago, Fórnarlambið said:

Tja, nú skal ég ekki segja, en eru einhverjar sönnur fyrir því að "glóbal warming" beri ábyrgð á því að einstaklingar kveiki skógarelda af yfirlögðu ráði?

Ég bý á skógareldasvæði, þeir kvikna af tvennum völdum náttúrulegum og af mannavöldum.   Eldingar og stundum eldar sem berast úr brennandi kolalögum eru nátturulegu þættirnir.  Svo eru það eldar af mannavöldum, stundum er það kæruleysi, gleymist að slökkva varðeld, stundum eru það mannvirki tré sem falla á raflínur og af og til eru það brennuvargar.   Allir þessir eldar eiga það sammerkt brenna ekki nema veður sé heitt og þurrt.  Ef veður er svalt og eða rakt verður lítið úr eldum og auðvelt að slökkva ef þeir eru til vandræða en núna verða eldarnir að vítislogum sem allt brenna.   https://www.vox.com/2020/1/9/21058332/australia-fires-arson-lightning-explained

Ingimundur hér er mynd af gömlu veðurstöðinni á Stykkilshólmi, hún var í skýli utan á svarttjörguðu húsi.  Ef hún er núna inni í íbúðarhverfi  ætti það að vera mun svalara en merkilegt nokk fer hitinn upp á við, hvernig skyldi standa á því?   https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1026373/

G7HBLSO3.jpg

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
25 mínútum síðan, Breyskur said:

Ég bý á skógareldasvæði, þeir kvikna af tvennum völdum náttúrulegum og af mannavöldum.   Eldingar og stundum eldar sem berast úr brennandi kolalögum eru nátturulegu þættirnir.  Svo eru það eldar af mannavöldum, stundum er það kæruleysi, gleymist að slökkva varðeld, stundum eru það mannvirki tré sem falla á raflínur og af og til eru það brennuvargar.   Allir þessir eldar eiga það sammerkt brenna ekki nema veður sé heitt og þurrt.  Ef veður er svalt og eða rakt verður lítið úr eldum og auðvelt að slökkva ef þeir eru til vandræða en núna verða eldarnir að vítislogum sem allt brenna.   https://www.vox.com/2020/1/9/21058332/australia-fires-arson-lightning-explained

Ingimundur hér er mynd af gömlu veðurstöðinni á Stykkilshólmi, hún var í skýli utan á svarttjörguðu húsi.  Ef hún er núna inni í íbúðarhverfi  ætti það að vera mun svalara en merkilegt nokk fer hitinn upp á við, hvernig skyldi standa á því?   https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1026373/

G7HBLSO3.jpg

 

Jújú, svo er það þekkt að yfirvöld víða, sérstaklega þau sem kenna sig við náttúruvernd og sósíalisma, líkt og í Kaliforníu, banna skógarhögg, ja eða bara allt högg á viði, sem aftur leiðir til óstjórnlegs vaxtar nálægt svæðum þar sem allt getur farið í bál og brand, bókstaflega.
Sem er t.d. aðalástæðan fyrir nýlegum skógareldum í Kaliforníu.

Og að Stykkishólmi.
Þessi mynd er tekin fyrir utan Norska húsið við Hafnargötuna, en þvert á það sem þú álítur, þá stendur þetta hús við nálægt höfninni og var óvarið fyrir norð-vestan, norðan og norð-austanáttum.
Mælirinn var fluttur upp í Lágholtið, sem er skjólsælt hverfi, og er mælirinn vel varinn fyrir náttúruöflunum, sem segir okkur að hann mælir mun meiri hita en á gamla staðnum.
 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 tímum síðan, Breyskur said:

Ingimundur hér er mynd af gömlu veðurstöðinni á Stykkilshólmi, hún var í skýli utan á svarttjörguðu húsi. Ef hún er núna inni í íbúðarhverfi ætti það að vera mun svalara en merkilegt nokk fer hitinn upp á við, hvernig skyldi standa á því? https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1026373/

Af hverju segir þú að það eigi að vera svalara inni í íbúðarhverfi? Byggð hækkar hitastig http://theconversation.com/why-are-cities-warmer-than-the-countryside-53160

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Stykkilshólmur er stór á íslenskan mælikvarða en getur varla talist til íbúðarhverfis. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Hallgeir said:

Af hverju segir þú að það eigi að vera svalara inni í íbúðarhverfi? Byggð hækkar hitastig http://theconversation.com/why-are-cities-warmer-than-the-countryside-53160

Hér eru við að tala um stórborgir með miklu malbiki sem drekkur í sig hita, litlum gróðri og og háum húsum.   Það á engan veginn við á Stykkilshólmi þessi hitamælir er inn í gisnu úthverfi jaðri lóðar með lágvöxnum gróðri á þar sem gustar um hann frá allavegana þremur áttum.   Færslan á mælinum er rétt rúmur hálfur kílómetri, hann var uppvið vegg á svarta húsinu en eru núna á opnu svæði fjær ljósu húsi.

 IMG_4589.jpg?proc=250x250

urban_heat_island_sm.jpg?width=1494&name

 

Screen Shot 2020-01-10 at 8.52.44 PM.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kannski er ég svona einfaldur en ég hélt að þetta effect myndi finnast í allri byggð þó það væri auðvitað í minna mæli í minni byggð. Þarf að komast yfir einhvern þröskuld áður en þessi áhrif byrja? 

Ég er annars ekkert að blanda mér í umræðuna um þennan mæli eða hitastig í bænum en mér fannst þetta pínu spes hvernig þú tengir íbúahverfi við svalara loftslag.

Share this post


Link to post
Share on other sites
21 minutes ago, Breyskur said:

Hér eru við að tala um stórborgir með miklu malbiki sem drekkur í sig hita, litlum gróðri og og háum húsum.   Það á engan veginn við á Stykkilshólmi þessi hitamælir er inn í gisnu úthverfi jaðri lóðar með lágvöxnum gróðri á þar sem gustar um hann frá allavegana þremur áttum.   Færslan á mælinum er rétt rúmur hálfur kílómetri, hann var uppvið vegg á svarta húsinu en eru núna á opnu svæði fjær ljósu húsi.

 IMG_4589.jpg?proc=250x250

urban_heat_island_sm.jpg?width=1494&name

 

Screen Shot 2020-01-10 at 8.52.44 PM.png

Það er alveg á hreinu og útrætt mál að það er ekki hægt að bera saman hitamælingar fyrri tíma og í dag á Stykkishólmi af svo mörgum ástæðum. Ein, bílaumferð, hvað mörgum lítrum af eldsneyti er brennt í þessum bílum nálægt þessari mælingarstöð, húshitum og ég get haldið lengi áfram. Við að rífast um brot úr hitastigi hvort eð er. 

Loftslagshremmunin er meiriháttar svindl og svínarí og hvers vegna var orðið loftslagshremmari ekki valið orð ársins. Aldrei fæ ég neina viðurkenningu fyrir neitt. Manni getur nú sárnað, verð að láta mér nægja titilinn YFIRFLATJARÐARSINNI.

Share this post


Link to post
Share on other sites
26 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

bílaumferð, hvað mörgum lítrum af eldsneyti er brennt í þessum bílum nálægt þessari mælingarstöð

Æ það má alltaf grípa í hálmstrá, gatan sem þessi veðurstöð er á er 100metra löng, við hana eru 6 hús, segjum að í hverju húsi séu tveir bílar og þeir fari til og frá vinnu og svo skreppi þeir í búðina fram og til baka.  Þá erum við kominn upp í 48 ferðir, það sinnum 100m gerir 4.8 ekna kílómetra á sólarhring nærri veðurstöðinni.  Bíll í stærri kantinum eyðir 10l á hundraðið svo þarna er eytt hálfum lítra á bensíni á sólarhring, næsta hálmstrá?

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 minutes ago, Ingimundur Kjarval said:

Það er alveg á hreinu og útrætt mál að það er ekki hægt að bera saman hitamælingar fyrri tíma og í dag á Stykkishólmi af svo mörgum ástæðum. Ein, bílaumferð, hvað mörgum lítrum af eldsneyti er brennt í þessum bílum nálægt þessari mælingarstöð, húshitum og ég get haldið lengi áfram. Við að rífast um brot úr hitastigi hvort eð er. 

Loftslagshremmunin er meiriháttar svindl og svínarí og hvers vegna var orðið loftslagshremmari ekki valið orð ársins. Aldrei fæ ég neina viðurkenningu fyrir neitt. Manni getur nú sárnað, verð að láta mér nægja titilinn YFIRFLATJARÐARSINNI.

Eg man eftir að hafa 2 sinnum komið a þennan holm,,  fyrst var kalt   svo iskalt  fyrra skiptið um sumar og það seinna um vetur,,,  En mer bra ekkert   þetta er Island  þar er alltaf kalt,, og vont loft.      Þetta með brot ur graðu held eg se rett hja þer,,,  (an þess að fara upp a moti serfræðingum,,hverjir sem það eru nu)   get haft logsuðutæikin 2 graðum heitari i dag en i gær an þess að brenna niður sjoppuna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Breyskur said:

Æ það má alltaf grípa í hálmstrá, gatan sem þessi veðurstöð er á er 100metra löng, við hana eru 6 hús, segjum að í hverju húsi séu tveir bílar og þeir fari til og frá vinnu og svo skreppi þeir í búðina fram og til baka.  Þá erum við kominn upp í 48 ferðir, það sinnum 100m gerir 4.8 ekna kílómetra á sólarhring nærri veðurstöðinni.  Bíll í stærri kantinum eyðir 10l á hundraðið svo þarna er eytt hálfum lítra á bensíni á sólarhring, næsta hálmstrá?

Ekki vissi ég að þú værir þetta vitlaus, plataðir mig, veist allt um flugvélar. Ef að öll þau orka sem er losuð í svona þorpi, rafmagn, húshitun, brennsla í bílum og svo framvegis hefur það auðvitað áhrif á lofthitann í nánasta umhverfi, meira suma daga en aðra, eftir því hvort að það er logn, rok og svo framvegis.

Bara það að keyra um götuna við mælingarstöðina í margra tonna faratæki myndar hita í götunni, núningur dekkjanna við veginn og svo framvegis og svo framvegis. Fyrir utan auðvitað allan þann líkamshita sem íbúar losa út í umhverfið.

Þar af leiðandi er út í hött að bera saman hitamælingar fyrri tíma við þær í dag, sérstaklega þegar verið er að rífast um brot úr hitasigi. Got it Breyskur minn kæri?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.