Sign in to follow this  
Followers 0
Sigurður123

Fjölgun Íslendinga

10 posts in this topic

Á síðustu fimm árum fæddust 22.000 einstaklngar á Islandi. Á Indlandi fæddust 126 milljónir. https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_number_of_births

Fertility rate á Íslandi er 1,7 en í því landi sem næst því að vera Ísland Færeyjum eru sama hlutfall 2,5.

Nú á ég börn en mér dettur ekki í hug að að bæta við barni. Launin eru of lág miðað við hvað allt kostar. Nú búum við á Íslandi við markshagkerfi. Má skilja sé svo að íslensk markaðshagkerfi vilji ekki eiga fleiri börn?

Er þá talan 1,7 vegna þess að flestir á markaði telja þetta viðunandi tölu eða er markaðbrestur þegar kemur að því að eignast barn og ala það upp?

Nú skal ég viðurkenna að mig langar að í annað barn á hvorki andlega né fjárhaglega innistæðu fyrir því. Eru fleiri í þessum sporum eða er ég sér á báti? 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Úrlausnarefni eru nokkur eitt af þeim er að 22.000/ 5 fæðast á hverju ári. Það eru 4.500 á ári. Svo fara örugglega jafnmörg í grunnskóla þannig þetta er nettó staða plús mínus mismunandi fæðingartíðini (fertility rate) á milli ára. Yfirvöld þar sem er stöðugur skortur á dagmæðrum og leikskólakennurum eru því ekki valda sínu starfi ef það er hægt að sjá börnum fyrir plássi á meðan foreldrar vinna og greiða útsvar, fasteignagjöld til að fjármagna gæslu barna. 

Ég veit alveg rót vandans. Prófið að hafa samband við borgarfulltrúa þinn sem er í meirihluta í Reykjavík og segja að vandamál A sé til staðar. Ég veit hvað svarið verður. Það verður reydnar ekki svar heldur spurning til baka. Hvaða lausn hefur sá sem hefur samband við borgarfulltrúan? Með þessu er færð ábyrgð frá aðila sem er með hátt í 2 milljónir á mánuði frá borgarbúum  yfir á íbúann. Íbúinn hefur ekki aðgang að starfsmönnum borgarinnar eða aðkeyptri sérfræðingaþjónustu og hefur engin völd í borgarstjórn eða yfir borgarsjóði. Niðurstaðan sem fæst er að ekkert er að gert sem skilar árangri. 

Þetta kemur að því sem ég er að pæla: Er þetta með ráðum gert að hafa 1,7 fæðingartíðni eða getum við ekki betur?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Börn eru niðurgreidd alveg svakalega en einhverjum finnst örugglega að það megi gera betur. Ég er ekki viss um að fæðingartíðnin muni endilega hækka mikið þó það verði gengið lengra í þeim efnum. 

Þetta er held ég fyrst og fremst menningarleg breyting þökk sé getnaðarvörnum/fóstureyðingum í bland við aukið sjálfstæði kvenna. Fólk vill líka frekar leyfa sér (og börnum sínum) meira frekar en að fjölga, eða sem sagt fókusa á gæði frekar en magn.

Svo já ekki viss um að meiri niðurgreiðsla virki nema kannski við bindum peningana við eitthvað ákveðið eins og að hreinlega borga konum fyrir að vera heima og sjá um börnin.

Ég hef sjálfur spáð því að fæðingartíðni muni aftur fara upp á við eftir einhverja áratugi þegar meirihluti fólks verður farið af vinnumarkaðnum. Við sjáum þetta í mini útgáfu þegar atvinnuleysu eykst að þá fjölgar barnseignum.

Í stuttu er hægt að segja að útskýringin fyrir lægri fæðingartíðni er sú að konur eru mest öll barnseignarárin of uppteknar til að eignast börn. Ef við breytum menningunni á þann veg að þær verða ekki eins uppteknar þá mun þetta fara upp á við. Ýmsar mismunandi leiðir til þess held ég. 

Og nei við erum ekki endilega að tala um að fara aftur í tímann þegar kemur að kvenréttindum. Það er langt í frá eina leiðin til að breyta menningunni. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Hallgeir said:

Börn eru niðurgreidd alveg svakalega en einhverjum finnst örugglega að það megi gera betur. Ég er ekki viss um að fæðingartíðnin muni endilega hækka mikið þó það verði gengið lengra í þeim efnum. 

Þetta er held ég fyrst og fremst menningarleg breyting þökk sé getnaðarvörnum/fóstureyðingum í bland við aukið sjálfstæði kvenna. Fólk vill líka frekar leyfa sér (og börnum sínum) meira frekar en að fjölga, eða sem sagt fókusa á gæði frekar en magn.

Svo já ekki viss um að meiri niðurgreiðsla virki nema kannski við bindum peningana við eitthvað ákveðið eins og að hreinlega borga konum fyrir að vera heima og sjá um börnin.

Ég hef sjálfur spáð því að fæðingartíðni muni aftur fara upp á við eftir einhverja áratugi þegar meirihluti fólks verður farið af vinnumarkaðnum. Við sjáum þetta í mini útgáfu þegar atvinnuleysu eykst að þá fjölgar barnseignum.

Færeyingar eru með fæðingartíðni upp 2,5 og hafa aðgang að sömu getnaðarvörnum. 

Kannski kostar sjálfstæðið okkur 0,8 í fæðingartíðni því við erum með 1,7 á Íslandi.

Fæðingartíðni fer niður í ríkara landi. Kannski gengur okkur vel efnahagslega en illa að fjölga okkur.

Erum við þrælar samfélagsins án frjáls vilja eða viljum við fá Íslendinga.

Já, já já og já betri daggæsla fjölgar ekki Íslendingum. 

Flækjan er meiri en þetta. Ráðum við flækjum eða ekki?

Það væri gaman að vita hvað málverjar segja um þetta. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Færeyingar eru víst eitthvað íhaldssamari en við það er ekki víst að konurnar þar séu komnar eins langt á vinnumarkaðnum eins og þær íslensku.

Ég sagði ekki bara getnaðarvarnir ég lagði nú mesta áherslu á menningu. Menning er ástæðan en getnaðarvarnir (og fóstureyðingar) svo tólið. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 minutes ago, Hallgeir said:

Færeyingar eru víst eitthvað íhaldssamari en við það er ekki víst að konurnar þar séu komnar eins langt á vinnumarkaðnum eins og þær íslensku.

Ég sagði ekki bara getnaðarvarnir ég lagði nú mesta áherslu á menningu. Menning er ástæðan en getnaðarvarnir (og fóstureyðingar) svo tólið. 

Já. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Annars þá held ég að breyting hjá körlum hefur einhver áhrif þó þau séu minni en í tilfelli kvenna. Karlar í auknu mæli óttast þau örlög að enda sem sæðisgjafar sem þurfa samt að borga meðlag. Í hugum fleira og fleira eru barneignir gildra sem ber að forðast. Spurning hvað sé hægt að gera við því? 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sigurður123, ertu helgarpabbi með eitt barn, eða ertu í sambúð? Það skiptir öllu máli, viljirðu eignast fleiri börn.

Það er ekki bara peningaforgjöfin sem skiptir máli varðandi fæðingatíðni. Eða niðurgreiðsla með börnum, eins og Hallgeir kallar það. Við sjáum það, að í Þýskalandi, Norðurlöndunum og í þeim löndum sem borga einhverskonar barnabætur, þá er fæðingatíðni samt að lækka. 

Hér er ágætis grein yfir þetta, með línuritum og alles...

https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/faedingar-a-fullveldistimanum/

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 hours ago, jenar said:

Sigurður123, ertu helgarpabbi með eitt barn, eða ertu í sambúð? Það skiptir öllu máli, viljirðu eignast fleiri börn.

Það er ekki bara peningaforgjöfin sem skiptir máli varðandi fæðingatíðni. Eða niðurgreiðsla með börnum, eins og Hallgeir kallar það. Við sjáum það, að í Þýskalandi, Norðurlöndunum og í þeim löndum sem borga einhverskonar barnabætur, þá er fæðingatíðni samt að lækka. 

Hér er ágætis grein yfir þetta, með línuritum og alles...

https://www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/faedingar-a-fullveldistimanum/

Sambúð með þrjú börn. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.