Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Hvað klikkaði á Veðurstofunni?

23 posts in this topic

Líklega versta veður vetrarins á Suðurnesjum í gærkvöldi en engin aðvörun frá Veðurstofunni

Flugvélar sendar til Egilstaða og skyndiákvörðun um kvöldið að hætta við allt flug hjá Icelandair

Kaos á Reykjanesbraut vegna ófærðar, margra kílómetra langar biðraðir og festur í snjó

Eitt banaslys. Hundruð manna í fjöldahjálparstöð. Vegum lokað.

Veðurstofan gaf ekki út neina viðvörun, aðeins gul viðvörun sem átti að gilda frá því síðdegis daginn eftir.

 

Ef einhverntíma var ástæða til að gefa út viðvörun fyrir hið fjölmenna og þéttbyggða land við sunnanverðarn Faxaflóa

þá var það einmitt tímanlega fyrir sun. 12.1. 2020

Kann að hafa farið fram hjá Herkúlesi, er Veðurstofan kannski búið að koma með skýringuna?

Þeir hafa oft berið býsna nákvæmir í sínum spám,  en hvað klikkaði?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Spurning um hvaða hlutverk skafrenningur spilaði þarna í að teppa vegi. Það skóf í alls kyns vegi innanbæjar í gær líka. En annars hef ég stundum tekið eftir þessu að Veðurstofan er ekki að spá fyrir um rigningu eða úrkomu þó að rigning sé og hafi verið í einhvern tíma. Hef nokkrum sinnum verið í rigningu hér í Reykjavík, í marga tíma, þó svo að Veðurstofan hafi spáð þurru og spái áfram þurru. S.s. þau hljóta að sjá út um gluggann hjá sér að veðurspáin er way off. Margir nota Yr.no vegna þessa. En þau eru líka mistæk. Núna er t.d. spáin fyrir annað kvöld að það verði bálhvasst.

S.s. þetta er spáin núna (kl. 11) fyrir miðnætti í kvöld. 

200113_0600_018.gif

á sama tíma á yr.no. Belgingur er svipaður.

Opera Snapshot_2020-01-13_105819_www.yr.no.png

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

,,skafhríð" er orð sem þeir nota núna hjá Vegagerðinni (Einar Sveinbjörns)

og það lýsir einmitt vel því sem var í gangi á Reykjanesbraut í gærkvöldi og sem hvorki Vegagerðin né Veðurstofan vöruðu við:

hvassviðri og mikill snjór í landi þýddi skafrenningur

þar á ofan bættist hríð eða snjókomu, sem fór reyndar fram hjá Vegagerðinni, á þeirra kortum, í gærkvöldi..

Í NA áttinni var miklu hvassara á Garðskaga (30 m/s?) en td undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi, allt skóf þetta til flugvallarins, eðlilega

Það er mikið mál vegna þeirra þúsunda sem þar eru á ferðinni...

 

..og það er rétt hjá fleebah mikill munur á spá um vindstyrk hjá veðurstofum eftir aðeins nokkra klst.?!

(Reyndar er ,,Höfuðborgarsvæðið"ekki einsleitt,í N NA átt er eins og menn vita miklu hvassara úti á Selt.nesi en td í Hafnarfirði

kannski er eitthvert meðaltal á ferðinni hjá Norðmönnum)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af­taka­veður sem gekk yfir Suður­nes í gær­kvöldi kom for­svars­mönn­um Isa­via og flug­fé­lag­anna í opna skjöldu, en spár gerðu ráð fyr­ir að vind­ur yrði minni og að úr­kom­an yrði í formi slyddu en ekki snjó­komu.

„Þetta kom aft­an að okk­ur og aft­an að held ég öll­um í raun­inni. Þegar líða fór á dag­inn kom þetta bet­ur í ljós og þá var fjöldi fólks kom­inn í flug­stöðina,“ seg­ir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í sam­tali við mbl.is. Þegar mest var voru um 4.000 manns í flug­stöðinni, ann­ars veg­ar farþegar sem voru á leið úr landi með vél­um sem voru ekki að fara og hins veg­ar farþegar sem voru að koma með vél­um en þurftu að bíða úti á hlaði um tíma þar sem vind­hraði og ofan­koma var það mik­il að ekki var hægt að nota land­gang­ana.

 

Guðjón seg­ir að heilt á litið hafi gengið vel að leysa úr þeirri stöðu sem skapaðist vegna veðurs­ins. Þegar farþegum var loks hleypt frá borði var Reykja­nes­braut­in lokuð og því var fjöldi farþegar strandaglóp­ar í flug­stöðinni. „Okk­ar starfs­fólk var öfl­ugt í að dreifa sam­lok­um, vatni og tepp­um til fólks og síðan kom Icelanda­ir með vatn frá sér inn í flug­stöðina til að tryggja að sem flest­ir fengju að drekka. Síðan voru starfs­menn frá Rauða kross­in­um og hjálp­ar­sveit­um að aðstoða inni í flug­stöðinni.“

Starf­sem­in í flug­stöðinni hef­ur gengið vel í morg­un. Veður mun hins veg­ar versna eft­ir því sem líða fer á dag­inn og hef­ur ein­hverj­um flug­ferðum síðdeg­is verið flýtt.

 

Stærsta fjölda­hjálp­armiðstöðin síðan í Vest­manna­eyjagos­inu

Á sjötta hundrað manns leituðu til fjölda­hjálp­ar­stöðvar sem opnuð var í íþrótta­hús­inu við Sunnu­braut í Reykja­nes­bæ í nótt. Þetta er 18 fjölda­hjálp­ar­stöðin sem Rauði kross­inn opn­ar á inn­an við mánuði, eða  frá því að mikið óveður gekk yfir landið í des­em­ber.

180 manns gistu í miðstöðinni í nótt og eru unnið er að því þessa stund­ina að koma fólk­inu, sem á flest bókað flug frá land­inu, með rút­um í flug­stöðina

 

Fann­ey Grét­ars­dótt­ir, deild­ar­stjóri Rauða kross­ins á Suður­nesj­um, seg­ir að nótt­in og morg­un­inn hafi gengið vel, þrátt fyr­ir fjöl­mennið, en fjölda­hjálp­ar­stöðin er sú stærsta sem Rauði kross­inn hef­ur opnað síðan í Vest­manna­eyjagos­inu 1973. „Fólkið er þakk­látt og  Icelanda­ir hef­ur staðið sig með mik­illi prýði,“ seg­ir Fann­ey í sam­tali við mbl.is.

Bú­ist er við því að búið verði að flytja alla farþegar í flug­stöðina um há­deg­is­bil. mbl.is

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nýlegt dæmi: Ferðaþjónustufyrirtæki hundsar veðurviðvörun og fær miklar skammir fyrir

Dæmið nú: Veðurstofan klikkar en það er eins og ekkert hafi gerst. Var þó sú klikkun ansi kostnaðarsöm!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Æ.. já, þetta er ekki nógu gott.
Skilst að flestir veðurfræðingarnir hafi snúið sér að rannsóknum á hamfarahitaheimsendaspám.
Vonandi að þeim gangi betur að spá rétt þar.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

við sjáum að Veðurstofan býr við mikið aðhaldsleysi,

ekki einn einasti fjölmiðill hefur tekið þetta mál upp....

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 mínútum síðan, Herkúles said:

við sjáum að Veðurstofan býr við mikið aðhaldsleysi,

ekki einn einasti fjölmiðill hefur tekið þetta mál upp....

 

Já, segðu.
Á sama tíma og Veðurstofan með alla sína 150 starfsmenn, getur ekki spáð í veðrið næstu 24 klukkustundir með neinni nákvæmni, getur geðveik, ómenntuð stúlka í Svíþjóð, spáð áratug fram í tímann og sagt okkur hvenær við drepumst.
Einhver ætti að heimsækja Veðurstofuna og öskra: "How dare you!"

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Veðurspá til enda janúar:

Rok, rigning, rok, él, stormur, snjókoma, rok, rigning...

Share this post


Link to post
Share on other sites

..hér er verið að ræða einn tiltekinn dag í janúar og hvernig Veðurstofan tæklaði þann dag

og hvað gerðist þennan dag..td fórst maður í umferðaslysi, fór á rangan vegarhelming og fékk trukk á sig,

hann var reyndar Pólverji, svo menn yppa bara öxlum...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er eins gott fyrir trúverðugleika Veðurstofunnar að það verði vitlaust veður á föstudag. Búið að lita allt landið appelsínugult!

https://www.vedur.is/vidvaranir

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég skoða sjaldan spár lengra en sólahring fram í tímann held að það sé ágætt nema maður sé að plana eitthvað sérstakt.

Finnst það pínu spes að fjölmiðlar fjalli um eitthvað mögulegt óveður einhverja þrjá fjóra daga fram í tímann.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Karl Remba said:

Það er eins gott fyrir trúverðugleika Veðurstofunnar að það verði vitlaust veður á föstudag. Búið að lita allt landið appelsínugult!

https://www.vedur.is/vidvaranir

Æji nei, er að stefna á Sonic á  Föstudaginn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég veit hvað klikkaði hjá Veðurstofunni að þessu sinni, vefsíðan.
Merkilegt, hún er búin að liggja niðri í nokkrar klukkustundir "vegna vefþjónsuppfærslu", en það væri nú  eiginlega bara í lagi, vegna þess að notendur gætu notað ensku útgáfuna, og að þeir verði sjálfvvirkt færðir þangað eftir 10 sekúndna bið.
Nema hvað að enska útgáfan er líka niðri.

En það er nú allt í lagi, menn nota þá bara veðurappið.
Ó nei, þeir eru víst hættir með það, of dýrt.

Þannig að......

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ehhmm ég nota veðurappið á hverjum degi en tók eftir því í dag að allar spár eru dottnar út...

Screenshot-20200213-172451.png

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 mínútum síðan, Hallgeir said:

Ehhmm ég nota veðurappið á hverjum degi en tók eftir því í dag að allar spár eru dottnar út...

Screenshot-20200213-172451.png

Ég var að skoða símann minn og fara yfir vindspána (veðurapp) næsta sólarhring, þar kemur fram að vindurinn nær hámarki hádegi á morgun og er þá ca 70 km/klst sem ætti að vera kringum 17-18 m/sek. Það er skrítið ef það telst rauð veðurviðvörun haki?!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Virðist sem að meiriháttar bilun hafi átt sér stað í tölvukerfum Veðurstofunnar. Fín tímasetning.... ;) 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Horfði á kvöldfréttirnar og það var ekkert minnst á það kl hvað vindhraðinn á að ná hámarki í höfuðborginni. Ég þarf eitthvað aðeins meira en bara það að Bogi mæli gegn því að ég fari í vinnuna. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta verður verst snemma í fyrramálið, í kringum 5-9,10 ish

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.