Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Ríkisstjórn bjargar flugfélagi

2 posts in this topic

mbl.is

Breska rík­is­stjórn­in og flug­fé­lagið Flybe hafa kom­ist að sam­komu­lagi sem ger­ir breska flug­fé­lag­inu, sem glím­ir við fjár­hags­vand­ræði, að halda áfram rekstri. Andrea Leadsom viðskipta­málaráðherra Bret­lands greindi frá þessu í dag.

Á Twitter sagði ráðherr­ann að hún væri „him­in­lif­andi“ með að hafa náð sam­komu­lagi um að halda lággjalda­flug­fé­lag­inu, sem er með höfuðstöðvar í Ex­eter, áfram í rekstri. Leadsom sagði að með því væri tryggt að ólík­ir hlut­ar Bret­lands yrðu áfram tengd­ir, en í frétt AFP kem­ur fram að þing­menn hafi viðrað áhyggj­ur af því að fari Flybe á haus­inn lask­ist sam­göng­ur á milli Norður-Írlands og Eng­lands.

Ráðherr­ann greindi ekki nán­ar frá því hvað fæl­ist í sam­komu­lag­inu, en sagði að í því fæl­ust góð tíðindi fyr­ir starfs­menn Flybe, viðskipta­vini og kröfu­hafa.

Andrea Leadsom, viðskipta­málaráðherra Bret­lands. AFP

Um 2.000 manns starfa hjá Flybe, sem flýg­ur til 170 áfangastaða frá Bretlandi og er helsta flug­fé­lagið á ýms­um minni flug­völl­um í land­inu, eins og til dæm­is í Ex­eter og Sout­hampt­on í suður­hluta Eng­lands. Flug­fé­lagið flaug til Íslands frá Bir­ming­ham í Englandi frá 2014 og fram á árið 2015. 

 

Staða flug­fé­lags­ins hef­ur farið versn­andi und­an­farið ár og seg­ir í frétt AFP um málið að það megi rekja til minni eft­ir­spurn­ar, harðrar sam­keppni og óvissu um þróun efna­hags­mála vegna út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mikið eru Bretar heppnir, að ganga út úr ESB og þurfa ekki lengur að hlýta yfirráðum Brussel.
Þeir geta því varið sínu skattfé, eins og þeir vilja.
Við ættum að fara að ráði Breta, og skera á Brusseltengslin.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.