Sign in to follow this  
Followers 0
Barði

Kveikur RÚV sjónvarps um eldgos veldur óróa

11 posts in this topic

      Það  var ekki mikið fjallað um þáttinn Kveik i fréttayfirliti Sjónvarps RÚV kl. 22:00 í kvöld.! - Sannleikurinn er sá, að þessi þáttur, Kveikur sem var á dagskránni í kvöld var ein samfelld ógn um eldgos í einni eða annarri mynd á öllum Reykjanesskaganum vítt og breitt!!! - Um þetta var fjallað í þættinum og talað við jarðvísindamann einn sem ekki dró úr hættunni á eldgosunum, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli! - Þarna var ekki á ferðinni Kveiks-teymið sem venjulega fjallar um atburði í þáttunum heldur var bara fréttaþulu RÚV látið eftir sú þolraun að ræða ógnirnar á Reykjanesi. - Þessi þátturr Kveiks var óvenju ógnvænlegur þótt enginn geti með vissu sagt fyrir um eldgos á þessu svæði frekar en annars staðar. - Auðvitað verða allir að vera viðbúnir jarðhræringum sem og öðrum viðsjám náttúrunnar. - En þarna var OF langt gengið að margra mati. - Ekki var seinni þáttur Kveiks frýnilegri; blessuð flóttabörnin í Grikklandi og aðbúnaður þeirra - marga hryllir við því ástandi sem þar ríkir, hversu mjög sem það á erindi í íslenskt sjónvarp!

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er mikilvægt að byggja upp annað borgarsvæði, borgarnesi.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góður þáttur. Það má segja að haukarnir hafi fengið frítt spil. Þetta voru þeir sem eru mestu æsingamenn þegar kemur að eldgosum.

Ómar Ragnarsson hefur bent á þessa hættu af eldgosum.

Það er ágætt að horfast í augu við þá staðreynd að Ísland er stórhættulegt land.

Og Barði vertu viðbúinn að ef þú nærð háum aldri og á þeim tíma koma skeinuhættar náttúruhamfarir þá verður það konur og börn fyrst og gamalmenni ekki. Þau verða skilin útundan og þau 13.000 sæti sem 130 strætisvagnar bjóða upp á verða ekki aðgengilegt fyrir fólk sem er yfir ákveðnum aldri.

220.000 manns búa við eldstöðvar. Landið getur ekki tekið við flóttamönnum og því verður að flytja flesta Íslendinga úr landi.

Hvers konar fólk er það sem þarf að flýja. ÞAÐ ERU FLÓTTAMENN!

Sem betur fer er til fólk sem lætur sig annað fólk varða þó það sé annarra þjóðar en það sjálft.

Ég hugsa að Danir taki 50.000, Norðmenn 50.000 og Svíar 100.000. Ef við þyrftum að flýja. Ætli Pólland bjóði okkur ekki hjálparhönd líka.

Ég væri til í að Alþingi og Framkvæmdavaldið geri áætlun um að frændur okkar tækju á móti okkur og gerður yrði samningur um slíka framkvæmd.

Mér finnst að ríkið eigi að tryggja sig fyrir stórum atburði eins og að þurfa að flytja 2/3 þjóðarinnar af landi beitt. 
 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég fæ reyndar reglulega martraðir um meiriháttar eldgos sem eyðir höfuðborgarsvæðinu. Ég ólst upp á þessu svæði, hraunsvæðinu á reykjanesinu, eyddi öllum sumrum þar og skoðaði alla gígja, fór upp öll fell og inn í alla hraunhella. Ég gat ekki annað hugsað en hvað þetta væri nálægt höfuðborgarsvæðinu, frumstætt landslag sem virðist vera mjög nýlegt allt saman, lyktin enn meira að segja. Fannst óhuggulegt að skoða þetta, fannst ég ekki öruggur þar sem það var svo stutt síðan þetta gerðist allt. Ég fæ reglulega martraðir yfir þessu þar sem ég er að flýja hraunflæði sem kemur yfir borgina úr þessari átt, og maður er að reyna flýja. Frekar scary. Fengið svona martraðir svo lengi sem ég man. Væri skondið að þessi helsta martröð mín rætist.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 minutes ago, Newton said:

Ég fæ reyndar reglulega martraðir um meiriháttar eldgos sem eyðir höfuðborgarsvæðinu. Ég ólst upp á þessu svæði, hraunsvæðinu á reykjarskaga, eyddi öllum sumrum þar og skoðaði alla gígja, fór upp öll fell og inn í alla hraunhella. Ég gat ekki annað hugsað en hvað þetta væri nálægt höfuðborgarsvæðinu, frumstætt landslag sem virðist vera mjög nýlegt allt saman, lyktin enn meira að segja. Fannst óhuggulegt að skoða þetta, fannst ég ekki öruggur þar sem það var svo stutt síðan þetta gerðist allt. Ég fæ reglulega martraðir yfir þessu þar sem ég er að flýja hraunflæði sem kemur yfir borgina úr þessari átt, og maður er að reyna flýja. Frekar scary. Fengið svona martraðir svo lengi sem ég man. Væri skondið að þessi helsta martröð mín rætist.

Þú hefur góðan heila og kannski áttu að líta á þessa drauma sem sögur. 
 

Það er ólíklegt að þetta gerist eins og í verstu martröð. Ef eitthvað gerist þá erum við með viðbragðsáætlanir. Almannavarnir, slökkvilið, lögreglu, björgunarsveitir og erlent samstarf.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Strætóarnir eru ekki hugsaðir sem flóttaleið fyrir alla íbúa heldur fyrir ákveðna hópa t.d. börn sem verða viðskilja við foreldra sína. Heldurðu að fólk muni bara leggja bílnum sínum á meðan hraun flæðir? :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 minutes ago, Hallgeir said:

Strætóarnir eru ekki hugsaðir sem flóttaleið fyrir alla íbúa heldur fyrir ákveðna hópa t.d. börn sem verða viðskilja við foreldra sína. Heldurðu að fólk muni bara leggja bílnum sínum á meðan hraun flæðir? :lol:

Umferðarteppa

Share this post


Link to post
Share on other sites
37 mínútum síðan, Sigurður123 said:

Umferðarteppa

Ef það verður umferðarteppa þá festast strætisvagnar í henni eins og önnur faratæki.

En já með ákveðnum hætti er hægt að takmarka umferð með strætisvögnum. T.d. ef börn eru í skóla að þá tæma þá með vögnum frekar en að foreldrar séu að fara í öfuga átt inn í bæinn til að sækja þau.

Ég er samt ekki að sjá við hvaða kringumstæður þú færð alla íbúa til þess að ferðast með strætó. Ertu til í að útskýra þetta nánar? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
8 hours ago, Hallgeir said:

Ef það verður umferðarteppa þá festast strætisvagnar í henni eins og önnur faratæki.

Ég er sammála þér að ég held að menn muni ekki fara að fyrirmælum og fara á einkabílum. 

Gæi hjá almannavörnum sagði að ef til þess kæmi þá er planið að nota strætó. Tók bara að hann hafi pælt í þessu. Þú ert klár gaur, sérð þú eitthvað sem krefst þess að hverfi séu rýmd með strætó?

Vallahverfið í Hafnarfirði var sérstaklega nefnt. Fasteignaverð þar :thumbdown:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég bjó þarna í rúmt ár held það sé erfitt að finna þunglyndislegra hverfi á höfuðborgarsvæðinu svo spurning hvort það sé alslæmt ef hraun flæðir þarna yfir. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

En nú er það þannig að Reykjanesið er á flekaskilum og það er vitað með vissu að þar hefur gosið aftur og aftur eftir því sem flekarnir reka í sundur, sem þeir gera jafnt og þétt. Þar eru jarðhitakerfi í stórum stíl sem benda á að grunnt sé á kviku (eldstöðvar) og þannig að enginn villist nú á þessu eru þar hraun til sýnis út um allar koppagrundir sem staðfesta eldvirkni á sögulegum tíma.

Hvað er hægt að lesa úr þessu annað en að þarna megi búast við eldgosi þó svo að rólegt hafi verið yfir svæðinu, já eða einmitt þess vegna, í nokkrar aldir?

On 2/11/2020 at 10:35 PM, Barði said:

Sannleikurinn er sá, að þessi þáttur, Kveikur sem var á dagskránni í kvöld var ein samfelld ógn um eldgos í einni eða annarri mynd á öllum Reykjanesskaganum vítt og breitt!!! -

Hvernig átti þessi þáttur að vera öðruvísi ef hann á annað borð var ætlaður til að fræða fólk um stöðuna? Er hugmyndin virkilega sú að af því að það gætu liðið áratugir eða jafnvel aldir áður en gýs þarna - - að þá sé óþarfi að rugga við viðkvæmu sálartetri almennings núna? Ekki ósvipað og gerðist með snjóflóðin á vestfjörðum þar sem Norskt hættumat sem var gert fyrir nokkrum áratugum var þaggað niður af því að það hentaði ekki. Svo komu allir af fjöllum grenjandi þegar flóðin féllu á Flateyri og Súðavík, og tóku af skíðasvæði Ísfirðinga með verulegu tjóni.

Erum við ekki búin að fá nóg af því og tímabært að horfast í augu við þær hættur sem hér eru án þess að væla yfir fréttaflutningi. Jafnvel Ármann Höskuldsson hélt sig á mottunni í þættinum, svo ég veit ekki til hvers er eiginlega ætlast.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.