Sign in to follow this  
Followers 0
Skrolli

Sandkassaleikur Moggans og Jóns Steinars

5 posts in this topic

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1745556/

Mogginn rær nú öllum árum að því að gera lítið úr Landsréttarmálinu (rekið af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, hæstaréttarlögmanni), sem ríkið áfrýjaði til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins í Strassbourg (MDE). Aðalástæða þessa máls Vilhjálms er að láta reyna á réttmæti, þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen skipaði (les handpikkaði) 15 dómara í Landsrétt árið 2017.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, sem virðist vera leigupenni nr. 1 í þessu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er með…liggur við…daglegar greinar… um málið í Mogganum. Hann keppist m.a. við að gera lítið úr íslenska dómaranum, Róberti Spanó, sem dæmir ásamt 16 öðrum í yfirdeildinni. JSG gengur svo langt að væna RS um að hann hafi meiri áhuga að verja sinn dóm (í undirrétti), en að rétt niðurstaða fáist í þetta mál. Staksteinar í Mogganum í dag lepja þetta eftir JSG. Svo bendir JSG á að þessi dómur hjá MDE hafi hvort er eð enga þýðingu í íslensku réttarfari. Hann er að undirbúa jarðveginn, ef málið skyldi tapast þarna úti í Strassbourg.

Þessi gagnrýni JSG að sami dómari sé í undirrétti og yfirdeild, skýtur pínulítið skökku við, þar sem JSG, ef minnið svíkur ekki, þá hefur hann haldið því fram að það sé engin skömm að skipta um skoðun í máli. M.a.s. var JSG að reyna að hafa áhrif á dómara í Hæstarétti til að aðhyllast sínar eigin skoðanir í tilteknu máli sem frægt er.

Mogginn (Baldur Arnarson) hefur verið með greinar um þetta mál upp á síðkastið (jaðrar við herferð), þar sem hann leggur afar mikla vigt á mál Guðmundar Andra Ástráðssonar, sem hefur fjölmarga dóma á baki sér, sem er algjört aukaatriði í þessu máli, þar sem málið snýst um dómarann sem dæmdi í máli hans í Landsrétti var ekki rétt skipaður. Þar af leiðandi gæti leikið vafi um réttláta málsmeðferð. Enda var GAÁ búinn að gangast við öllum brotunum, svo ekki var neinn vafi þar. Það þurfti bara að pikka upp eitthvert mál til að fara með fyrir MDE, þar sem dómari dæmdi í máli, og sá hinn sami var valinn úr vina-, flokks-, og kunningjahópi Sigríðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er það ekki bara eins og það er, meiri háttar óheppilegt að dómari á fyrra stigi er látinn dæma aftur í sama máli á hærra stigi. Ég skil ekki hvernig það er hægt. Þú segir

On 2/14/2020 at 10:49 AM, Skrolli said:

þar sem JSG, ef minnið svíkur ekki, þá hefur hann haldið því fram að það sé engin skömm að skipta um skoðun í máli.

Má vel vera að það sé ekki skömm í augum sumra, en það er ekkert gaman og sérstaklega fyrir dómara að skipta um skoðun í mikilvægu máli og þar með viðurkenna í besta falli mannleg takmörk sín. Ég er ekkert að verja JSG en get ekki séð að það gangi upp með þennan dómara, bara eins og það er.

Ég skil ekki að þetta geti verið að lögum, er þetta ekki talið grundvallaratrið í lögfræði, eitthvað meiri háttar fúsk?

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 tímum síðan, Ingimundur Kjarval said:

Er það ekki bara eins og það er, meiri háttar óheppilegt að dómari á fyrra stigi er látinn dæma aftur í sama máli á hærra stigi. Ég skil ekki hvernig það er hægt. Þú segir

Má vel vera að það sé ekki skömm í augum sumra, en það er ekkert gaman og sérstaklega fyrir dómara að skipta um skoðun í mikilvægu máli og þar með viðurkenna í besta falli mannleg takmörk sín. Ég er ekkert að verja JSG en get ekki séð að það gangi upp með þennan dómara, bara eins og það er.

Ég skil ekki að þetta geti verið að lögum, er þetta ekki talið grundvallaratrið í lögfræði, eitthvað meiri háttar fúsk?

Það má alveg taka undir það að það sé óheppilegt að sami dómari dæmi líka á hærra stigi. En þeir þarna úti í Strassbourg eru ekkert að finna upp hjólið eða þannig. Þótt dómari hafi komist að einhverri niðurstöðu á fyrri stigum, þá er ekki þar með sagt að hann geti ekki fundið annan flöt á málinu. 

Mér finnst algjör óþarfi að vera að grafa undan þessum virta dómstóli. Dómstóllinn er vel skipaður...allir sprenglærðustu og færustu lögmenn sem völ er á. Ísland er aðili að mannréttindasáttmálanum, því ekki að treysta dómstólnum til að dæma í þessu máli?! (það eru 17 dómarar sem dæma í þessu máli)

Share this post


Link to post
Share on other sites
18 minutes ago, Skrolli said:

Það má alveg taka undir það að það sé óheppilegt að sami dómari dæmi líka á hærra stigi. En þeir þarna úti í Strassbourg eru ekkert að finna upp hjólið eða þannig. Þótt dómari hafi komist að einhverri niðurstöðu á fyrri stigum, þá er ekki þar með sagt að hann geti ekki fundið annan flöt á málinu. 

Mér finnst algjör óþarfi að vera að grafa undan þessum virta dómstóli. Dómstóllinn er vel skipaður...allir sprenglærðustu og færustu lögmenn sem völ er á. Ísland er aðili að mannréttindasáttmálanum, því ekki að treysta dómstólnum til að dæma í þessu máli?! (það eru 17 dómarar sem dæma í þessu máli)

Ég hef svo haldið fram í mörg ár að Mannréttidnadómstóllinn sé illa spilltur og að sú spilling komi jafnvel frá Íslandi. Að þegar mitt mál fór fyrir dóminn hafi verið fiktað í honum. Hefur að gera með að Guðmundur Alfreðsson skrifari dagbókarinnar sem er núna verið að fjalla um í Héraðsdómi Reykjavíkur er giftur konu sem var dómari við dóminn þegar mitt mál fór þangað.

Hægt að ganga út frá að eiginkona Guðmundar hafi þekkt kvenn dómarann frá Finnlandi sem vísaði málinu frá alveg upp á sína eigin og hún svo þekkt Guðmund persónulega sem var innanbúðarmaður við dóminn, víst þröngur klúbbur sérstaklega á milli norðurlanda dómara. Bara einn dómari sem getur vísað máli frá eftir að lögunum var breytt. Ég er ekki búinn með þetta og þegar ég vinn málið á Íslandi sem mun gerast, mun ég fara í Mannréttindadóminn. Ég segi aftur, ekki allt með felldu við dóminn, völd spilla og algjör völd spilla algjörlega!!

Svo var kvörtunarbréf mitt til dómsins skrifað af lögmanni ekki einu sinni svarað. En aftur, ég engin JSG og get ekki tekið niður Hæstarétt Ísland né Mannréttindadóminn upp á mína eigin. Segi bara more luck to JSG.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Ingimundur Kjarval said:

Ég hef svo haldið fram í mörg ár að Mannréttidnadómstóllinn sé illa spilltur og að sú spilling komi jafnvel frá Íslandi.

Ég held að það sé rétt hjá þér að spillingu er að finna í mannréttindadómstólnum, en ég efast nú um að sú spilling komi héðan.

Frændhygli og hlutdrægni með "eigin hóp" mun alltaf hafa einhver áhrif.

En þegar lykistöður samfélagsinns eru setnar af völdu fólki sem passar upp á hagsmuni "síns fólks", þá er um kerfisbundna spillingu að ræða. Og það er það sem við búum við á vesturlöndum og á Íslandi. Ísland er ekkert verra en önnur lönd, spillingin sést bara svo vel hérna af því að allir vita allt um alla.

Minnisleysi almennings er aftur á móti stöðugt undrunarefni ...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.