Sign in to follow this  
Followers 0
falcon1

COVID-19 fellir gengi ISK

11 posts in this topic

Nú er ljóst að krónan er í frjálsu falli og engin virðist ætla að gera neitt en hjá mér vakna spurningar um hvers vegna gengið á ISK skuli falla svona skart þegar allur heimurinn er í sama skítnum.  Veit einhver hvers vegna það er?

Hvaða afleiðingar mun þetta hafa?  Líklegt að það komi öflugt verðbólguskot (allavega til skamms tíma) en hversu líklegt er að við munum sjá verðhjöðnunartímabil vegna minni eftirspurnar sem muni vega á móti?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta eru bara aðilar að skipta yfir í eur og fyrirtæki að kaupa eur framvirkt fyrir vörukaupum næstu missera. Af hræðslu við það að gengið gefi eftir vegna minni gjaldeyrisinnstreymis vegna túrismans. Túrismi er stærsta útflutningsvaran okkar, 2x stærri en sjávarútvegurinn. Ef túrisminn minnkar um 50% í ár er eins og sjávarútvegurinn myndi hverfa í 1 ár eða eins og loðnubresturinn væri allt í einu þorks- ýsu- og rækjubrestur allt á sama tíma. Á sama tíma halda útflutningsaðilar að sér höndum þangað til krónan er búin að gefa eftir til að hámarka verðmætið sitt. Það er ekki hægt að vera með spákaupmennsku á krónunni, þá hefði hún sennilega fallið 10-15% daginn sem BNA setti ferðabann á Evrópu. 

Þetta er amk hvernig ég sé þetta. 

En varðandi verðbólguna þá vissulega kemur þrystingur. En eftirspurn dregst saman og olíuverð hefur hrunið. Síðan kemur að því að við förum til baka og vonandi verður viðskiptaafgangurinn hátt í 100m.kr. á ári eins og verið hefur. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kæmi ekki á óvart að gjaldeyrishöft yrðu sett á tímabundið til að koma jafnvægi á hluti. Ekki vil ég að seðlabankinn fari og sólundi forðanum sínum í einhverja tilburði sem hafa engin áhrif á endanum... heldur geri bara einsog í hruninu (sem hann gerði alltof seint) og það að koma á höftum asap til að tryggja að hér geti þjóðin verslað sér nauðsynjavörur fyrst og fremst.

Við vitum ekki hver eftirspurnin er eftir sjávarafurðum í augnablikinu, fólk er líklega ekki mikið að fara á fiskmarkaði eða kaupa ferskan fisk, eða fara á veitingastaði og borða fisk.

Svo er túrisminn gufaður upp, reyndar einnig í öllum vestræna heiminum, eða bara í heiminum. Þannig að ég held að lönd gætu farið og gripið til róttækra ráða til að vernda efnahagslegt öryggi sitt.

It's no longer business as usual, í raun er neyðaraðgerðir í gangi til að bjarga því sem hægt er að bjarga og þá víkur allt annað. Öll önnur lönd eru að gera það, BNA að fara senda peninga heim til fólks til að fá það til að eyða og halda hagkerfinu og fyrirtækjunum gangandi. Evrópu"samstarfið" á eftir að brotna illilega þegar lönd fara að grípa til aðgerða til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni.

 

Maður er hálf smeykur við þetta ástand. Ég veit ekki hvernig birgðakeðjan og dreifikeðjan í heiminum meðhöndlar þetta. Fólk er að hamstra og sumsstaðar er birgðakeðjan að kikna undan álaginu. Það er miklu betra ástand hér á Íslandi því það eru stuttar vegalengdir, rosalega margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, og heildsalar eru oftast með einhvern lager af innfluttum vörum. En eftir 1-2 mánuði gæti ástandið verið annað og það gæti verið erfitt að komast yfir ákveðnar vörur. Einsog í Hruninu þá mun vöruframboð minnka en það verður svosem nóg til af þessu basic.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Seðlabankinn lækkar aftur vexti...  sé engar aðgerðir til að verja almenning gegn verðtryggingunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
19 hours ago, Newton said:

Við vitum ekki hver eftirspurnin er eftir sjávarafurðum í augnablikinu, fólk er líklega ekki mikið að fara á fiskmarkaði eða kaupa ferskan fisk, eða fara á veitingastaði og borða fisk.

 

Akkúrat þetta er raunin.

https://www.ruv.is/frett/algjort-hrun-i-utflutningi-a-ferskum-fiski

 

Worst case scenario. Í raun eru gjaldeyristekjur einfaldlegar hættar að koma til landsins því við náum ekki að selja neitt, það er allt stopp.

7 hours ago, falcon1 said:

Seðlabankinn lækkar aftur vexti...  sé engar aðgerðir til að verja almenning gegn verðtryggingunni.

Það eru allir að fara setja prentvélarnar á skrilljón, öll hagkerfin í köldu stoppi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Getur maður séð einhverstaðar á netinu upplýsingar um þegar seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismálin? Þar að segja ef krónan sveiflast mikið.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 mínútum síðan, metallica82 said:

Getur maður séð einhverstaðar á netinu upplýsingar um þegar seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismálin? Þar að segja ef krónan sveiflast mikið.

held að það sé birt einhverjum dögum eftirá.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nú hafa lífeyrissjóðirnir samþykkt það að flytja ekki peninga úr landi og seðlabankinn farinn í miklar aðgerðir. Hver er ykkar spá með gengi krónunar héðan frá?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef ekki hugmynd.

En ef ég ætti að giska þá mjakast EUR hún í áttina að 160 og þá fer SÍ að koma aggressívari inn. Mér finnst ekki ólíklegt að við fáum í ár mesta lagi 1/3 af þeim ferðamönnum sem komu í fyrra og það mun kosta okkur ca 315 milljarða í gjaldeyrir. Minni utanlandsferðir Íslendinga og minni vörukaup spara okkur eflaust ekki meira en 100-150 milljarða af gjaldeyri. Síðan er ferski fiskurinn stopp hjá okkur og álverin í sögulega lágum álverðum og starfa ekki á fullri afkastagetu. Ef SÍ myndi ekki koma inn færi evran örugglega í 170-180 kr. Því er þetta bara spurning um hvar SÍ vill hafa krónunna. Hann velur þá á milli þess að hafa hana veikar til að flýta fyrir aðlögun hagkerfisins á móti því að hann vill ekki missa verðbólguna úr böndunum. Út frá því held ég að þetta gæti legið nálægt 160 á næstu mánuðum.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held reyndar að mesta hættan í hagkerfi heimsins verði verðbólga á næstu 2 árum eða lengur - “stagflation”


1) Olíuverð mun snarhækka þegar búið verður að tryggja minnkun á framboði

2) Fyrirséð að matvara muni hækka i verði einfaldlega vegna þess að það fæst ekki fólk i framleiðslu 

3) Atvinnuleysi og aukin peningaprentun til að tryggja öllum laun og sjóðsstreymi fyrirtækja 

Verðbólgan á Íslandi mun því koma utanfrá.  Ekkert sem SI getur ráðið við nema að taka upp stóran gjaldmiðil asap.  

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.