Sign in to follow this  
Followers 0
MR-V

Covid-19 á Íslandi

200 posts in this topic

Eftir fáa daga eða vikur fer ástandið hér á Íslandi frá því að vera giska notarlegt, þrátt fyrir allt, yfir í annan fasa sem verður að öllum líkindum ekki eins notarlegur.

Þessi þráður er hugsaður fyrir umræður um; faraldurinn, tölur og gröf, framvindu, stefnu og áætlanir stjórnvalda hér. En líka erlendis að því marki sem það tengist ástandinu.  Það er fróm ósk mín að umræður verði fókusaðar á fyrrgreind atriði en ekki á; alþjóðapólitík,  hugmyndafræði, trúarbrögð, samsæriskenningar, né Donald Trump. Þeim umræðum verði veitt á aðra þræði hér á málefnum.

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, Herkúles said:

Nú hefur Landlæknir gefið út líklegan topp á Íslandi  sem er 10 apríl plus minus 5

 

 RÚV

COVID-19 faraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kringum 10. apríl, sagði Alma Möller landlæknir í umræðuþætti RÚV um COVID-19 í kvöld. Hún tók þó fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum. Sérfræðingar hafa verið fengnir til að taka mið af því hvernig veiran hefur hegðað sér hér á landi og líta til reynslu annarra ríkja, einkum Kína og Ítalíu. Þeir drógu upp mynd af því hvernig þróunin kynni að verða hér á landi.

Alma sagði að þau sem standa í baráttunni við COVID-19 hefðu fengið niðurstöður sérfræðinganna í dag. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar, um  miðjan apríl getum við sagt.“ Þannig svaraði Alma spurningu um hvernig spár heilbrigðisyfirvalda líta út. „Þá eru spárnar að líklegast verði 40 á sjúkrahúsi á hverjum tíma en allt upp í 110 manns.“

Alma sagði að kúfurinn á gjörgæslu kæmi aðeins síðar, hugsanlega 14. apríl. það byggir á því að alvarlegri einkenni veikinnar koma fram síðar en þau vægari. Miðað við spárnar verða frá sjö upp í 40 einstaklingar á gjörgæslu á hverjum tíma. Aðspurð um öndunarvélar endurtók Alma að til eru 26 vélar á Landspítala og fjórar á Akureyri. Að auk er fjöldi annarra öndunarvéla í sjúkrabílum og á skurðstofum.

„Við segjum þetta með miklum fyrirvara,“ sagði Alma um spárnar.

Fyrir mér er þessi sýn óskiljanleg.

Eins og staðan er þá er tvennt sem getur stöðvað 'faraldurinn'  án bóluefnis. Annað hvort verður til í samfélaginu hjarðónæmi sem með tíð og tíma skilar því að vírusinn hefur ekki fleiri til að smita og dreifa sér og deyr því út hægt og rólega. Þetta gerist þegar meirihluti fólks hefur tekið smit og komist yfir það. Hinsvegar er að smitleiðir séu rofnar með einangrun fólks eins og gert var í Hubei héraði í Kína með útgöngubönnum og fordæmalausum aðgerðum.

Hvorugt stendur til hér.

Hér er talað fyrir þriðju leið - að hægja á smiti án þess að stöðva það. Það er út af fyrir sig bæði skiljanlegt og líklega skynsamlegt. En það mun óhjákvæmilega draga ferlið á langinn. Merkilegt sem það er gera bæði Bretar og Bandaríkin ráð fyrir að faraldurinn taki ár eða meir að ríða yfir með litlum takmörkunum á smitleiðum. Það er stór ráðgáta hvernig Íslensk stjórnvöld ætla að tempra hraðann og fá einhverskonar topp eftir örfáar vikur sem síðan lýkur á dularfullan hátt eins og hendi sé veifað. Sá mekkanismi sem á að eyða vírusinum úr samfélaginu og/eða stöðva frekari smit er ósýnilegur.

Þetta stenst engin rök.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vangaveltur Frosta Sigurjónssonar - sem DV reynir að maka á skít - eru nokkuð í takt við það sem ég hef áður sett fram hér á málefnum.

https://www.dv.is/frettir/2020/3/18/frosti-varpar-fram-sprengju-fullyrdir-ad-utlendingum-hafa-verid-hleypt-til-islands-til-ad-koma-af-stad-smiti-hugmyndin-var-ad-thad-vaeri-tha-vidradanlegt/

Mínus þau ummæli að íslensk stjórnvöld hafi reynt að fá smit til landsins gegnum erlenda ferðamenn.

Punkturinn hjá Frosta snýr að því hversu útópísk sú hugmynd er að 'fletja út kúrfuna' - en búast á sama tíma við því að þetta ástand vari stutt. Þar er þversögn. Verulega stór þversögn.

Augljóst er af viðbrögðum stjórnvalda og Seðlabankans um efnahagsaðgerðir og peningamál að skoðanir Frosta eru ekki fjarri þeim. Þetta á ekki eftir að taka nokkrar vikur eða örfáa mánuði.

Með þessu er ég ekki að gagnrýna stórnvöld út af fyrir sig ég er óskaplega feginn að vera ekki í þeirra stöðu. Sem er allt annað en öfundsverð þessi dægrin. En það væri samt gott ef yfirlýsingar þeirra væru í einhverjum takti við rök og staðreyndir.

Frosti segir um þriðju leiðina:

Quote

„Þetta er yfirleitt gert með því að bólusetja fólk en bólusetning hefur takmarkaða áhættu og þú getur stýrt því hver fær bóluefnið. En það er mjög erfitt að stýra veirunni því hún gýs upp hér og þar. Þessi stjórn veirunnar hefur til dæmis ekki gengið upp á Ítalíu. Þetta er mjög erfitt og ég hef ekki séð góða útskýringu á því hvernig þessi leið á að ganga upp, hún hefur aldrei verið framkvæmd með neinum árangri.“

Eftir því sem ég kemst næst er það rétt hjá honum að þetta hafi aldrei verið framkvæmt. Og ég skil ekki hvernig vírusinn á skyndilega að yfirgefa samkvæmið eftir nokkrar vikur án þess að vera einangraður og smitleiðir bókstaflega rofnar. Það gengur ekki upp.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Góðu fréttirnar í þessu - þrátt fyrir óskiljanlegar yfirlýsingar stjórnvalda - eru þær að tölur frá Í.E. benda nú þegar sterklega til að dánaríðni og alvarleg veikindi vegna covid-19 eru miklu minni en tölur frá WHO og fleirum hafa bent til . Þeir sem tala um ofsafengin viðbrögð eru líklegir til að hafa nokkuð til síns máls - ef svo fer fram sem horfir. Þessi flensa er ekkert í líkingu við dæmigerða flensu sem enginn kannast við að hafi drepið neinn sem á annað borð stóð í lappirnar. Hún er miklu verri en það og hefur burði til að stytta lífið hjá umtalsverðum hópi. En þetta virðist ekki vera sú skelfilega drepsótt sem margir bjuggust við með dánartíðni í grennd við 3% eða þaðan af hærri.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta furðulega ástand kallar fram allskonar ófyrirséð vesen. Er verjandi að fara og líta eftir gamlingjunum í fjölskyldunni ef maður er með smá vott af kvefi? Hvaða líkur ætli séu á því að smá nefrennsli þýði að maður hafi smitast? Spurningar.. spurningar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

nei ekki smita gamlingja af kvefi einu sinni..

við höfum fyrir framan okkur, í næsta nágrenni eiginlega: Ítalíu

daglegar fréttir, ástand sem enginn vill fá hér

þó ekki nema þetta dugar til ítrustu varkárni

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, Herkúles said:

nei ekki smita gamlingja af kvefi einu sinni..

við höfum fyrir framan okkur, í næsta nágrenni eiginlega: Ítalíu

daglegar fréttir, ástand sem enginn vill fá hér

þó ekki nema þetta dugar til ítrustu varkárni

Dálítið erfið staða þegar umræddir gamlingjar þarfnast aðstoðar að yfirgefa þá út af smá nefrennsli. En auðvitað ætti að forðast þau eins og staðan er.

Mesta fjölgun greindra á einum degi fram til þessa;

Screenshot_2020-03-19 Tölulegar upplýsingar.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þó maður sé vongóður vegna þess hversu fáir á Íslandi hafa veikst alvarlega þá er samt ljóst að þessi veira er mjög skæð fyrir þá sem eru veikastir fyrir.

Þetta er frétt af vísi.is https://www.visir.is/g/202022370d/35-latnir-af-voldum-co-vid-19-a-sama-hjukrunar-heimilinu-i-banda-rikjunum

Quote

Seattle Times segir frá því að á hjúkrunarheimilinu Life Care Center í Kirkland, skammt frá Seattle, hafi 81 íbúi smitast af veirunni og 35 látist. Alls telja íbúarnir 120.

Þetta er 43% dánartíðni þar sem af er.

Share this post


Link to post
Share on other sites

kvefaðir skulu ganga með grímur auðvitað..

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér líst vel á það sem bæði Donald Trump og kommúnistarnir í Kína eru að gera í þessum málum. Við ættum að taka upp einhverskonar hybrid leið hér á landi. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

:lol:  Jamm, þeir eru alveg að sigra þetta.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 hour ago, MR-V said:

Þó maður sé vongóður vegna þess hversu fáir á Íslandi hafa veikst alvarlega þá er samt ljóst að þessi veira er mjög skæð fyrir þá sem eru veikastir fyrir.

Þetta er frétt af vísi.is https://www.visir.is/g/202022370d/35-latnir-af-voldum-co-vid-19-a-sama-hjukrunar-heimilinu-i-banda-rikjunum

Þetta er 43% dánartíðni þar sem af er.

Hér er einn sem er ekki hrifinn af því að skerma af það fólk sem er hvað veikast fyrir ef smit breiðist út. Hann er sjálfur hámenntaður í læknavísindum.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/19/akvordun_sem_stenst_ekki_skodun/

Ok, þetta er spurning um áhættumat.

  • Hætta á að smit komi inn elliheimili: Kannski bara sama og dags daglega annars staðar.
  • Afleiðingar ef þessi áhætta raungerist: 43% dánartíðni

Ég er ósammála um að þessi ákvörðun "standist ekki skoðun".

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst það sem ég gat lesið af þessu hjá honum ekki heldur ganga upp. Alveg sammála þér í því @fleebah

Quote

„Bestu vís­inda­menn heims hafa lýst því yfir að tak­marka eigi ónauðsyn­leg­ar heim­sókn­ir. Ég hefði að sjálf­sögðu verið sam­vinnuþýður varðandi slík­ar aðgerðir. En á sama tíma og all­ar heim­sókn­ir eru bannaðar þá hitt­ast aðrir ein­stak­ling­ar í þjóðfé­lag­inu að vild. Þetta stenst ekki ein­föld­ustu smit­sjúk­dóma- og far­alds­fræði. Þá eru þeir sem mest þurfa á stuðningi að halda svipt­ir hon­um,“ seg­ir Birg­ir, sem að und­an­förnu hef­ur reynt að benda á að dán­artíðni af völd­um kór­ónu­veirunn­ar sé veru­lega ýkt.

Þetta er skrítin röksemdarfærsla. Með því að loka elliheimilum er verið a vernda íbúana, það er ekki sértæk aðgerð í því að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu yfirleitt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Samkvæmt landlækni var Ástralinn sem lést á Húsavík með lungnabólgu og því berast böndin að því að Covid-19 hafi átt þar hlut að máli.

Mikið var gert úr árangri smitrakningar á fundinum áðan og lýst samstarfi við Kínverska sérfræðinga sem lýstu góðum árangri af þeirri aðferð. Tvennt er við það að athuga - ef það á að vera það sem heldur aftur af flensunni hér. 

Eftir ærið starf í smitrakningu kom í ljós þegar tölur Í.E birtust að árangurinn var hreint ekki á borð við það sem vonast var eftir og augljóst að einungis hluti, jafnvel lítill hluti smitaðra hafði fundist. Hitt er að þó svo að Kína hafi örugglega notað þessa aðferð þá notuðu þeir margar aðrar sem virðast hafa skilað árangri. Ein þeirra var 5-6 vikna útgöngubann. Með öðrum orðum, Kína stöðvaði ekki þennan faraldur með smitrakningum eingöngu. Fjarri því. 

Uppskeran hjá Í.E. virðist ekki fara hækkandi, jafnvel örlítið niður á við síðustu daga ef ég skildi þau rétt á fundinum. Veltum því örlítið fyrir okkur.

S.l föstudag fyrir nærri viku er opnað fyrir skráningu, biðlistar fylltust um leið. Og það er enn verið að vinna þá niður. Segjum sem svo að þeir sem höfðu góðar ástæður til að telja sig smitaða hafi verið líklegastir til að skrá sig í próf. Og einhver hluti þeirra ER í raun smitaður. Fyrstu dagana finnast þeir í greiningum Í.E. en eftir því sem dagarnir líða er líklegt að þeir sem eru sýktir að bíða eftir prófi fari að finna fyrir einkennum, eða aðrir í kringum þá og þá lendir sá hópur í teymi sóttvarnarlæknis og veirufræðideildarinnar. Jafnvel í rakningunni. En ekki í prófi hjá Í.E.  Áhrif þeirra sem höfðu bestar ástæður til að mæta í próf fyrir VIKU hljóta að fara dvínandi á útkomuna eftir því sem dagarnir líða. Þetta gæti skýrt lítlsháttar eða jafnvel nokkra lækkun sem vinnur gegn þeirri hækkun sem maður býst við að sé í gangi í  samfélaginu.

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nánast allur málflutningur sóttvarnalæknis er hruninn.. stendur ekki steinn yfir steini.

Hann er höfundur margra flökkusaga sjálfur, m.a. síðast í gær eða fyrradag sem hann var að tala um þeir þyrftu að takmarka sýnatöku vegna skorts á pinnum.. allt í einu var það flökkusaga komin annarstaðar frá.

Aðeins örfáir dagar síðan hann hóf umræðu um hjarðónæmi, daginn eftir að hann gerði það, þá sagði hann þá sögu flökkusögu og á misskilningi byggða, að það þyrfti bóluefni til að búa til þetta hjarðónæmi.. bóluefni sem næstum allir vita (eflaust nema hann) að verður ekki til fyrr en eftir tæpt ár í fyrsta lagi.

Nú, hann bullaði á fyrstu dögum smits að smitin á Íslandi yrðu í versta falli um 300, sé miðað við versta tilfellið á jörðinni þá.. Wúhan niðurgírað í okkar fjölda. Í dag eru þau 330.

Hann bullaði dag eftir dag m að enginn sem hafi smitast hafi verið alvarlega veikur, eins og það séu einhver geimvísindi að þeir sem smitast eða greinast smitaðir, byrja ekki á því að vera alvarlega veikir.. fyrst fá þeir einkenni, síðan veikjast og loks alvarlega ef þeir veikjast þannig á annað borð.

Hann segir það sönnun um spádómsgáfu sína að aðeins 7 séu á gjörgæslu, en hann hafi sagt að um 30 yrðu á gjörgæslu í verstu spám hér í upphafi.. enn og aftur skilur hann ekki að það tekur tíma fyrir fólk að veikjast alvarlega og lenda á gjörgæslu.

Hann hefur fullyrt aftur og aftur að smitin komi ekki frá erlendum ferðamönnum, því þjóni það engum tilgangi að hindra flæði þeirra eða skima þá eða hvað annað, samt var fyrsti einstaklingurinn sem dó hér, erlendur ferðamaður.

Hann hefur fullyrt aftur og aftur að þetta sé bara væg flensa fyrir þá sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma og eða yngra fólk. Samt var sá fyrsti sem dó hér um fertugt.

Hann hefur fullyrt aftur og aftur að aðferðir hans og hans "teams" séu svo góðar að smitútbreiðsla verði undir "kóntról" Samt vex fjöldi smita mjög hratt og sérstaklega eiga þeir erfitt með að greina hvaðan þau smit koma.. þ.e. þarna úti sjáum við aðeins topp ísjakans sem eru greindir smitaðir, undir  hafborðinu er einhver massi af fjölda af smituðum sem greinilega er að smita aðra sem sjá má á tölfræði síðu þeirra, Covid.is 

Í raun er listinn ótrúlega langur í bulli þessa manns. Það að það þýddi ekki að loka einu eða neinu skv. honum, er á hröðu undanhaldi. Löndin í kringum okkur eru að loka landamærum til hægri og vinstri. Samkomubannið hér aðeins ein birtingarmynd þess, en að sjálfsögðu allskonar lokanir á stofnunum og atvinnulífi svipuð birtingarmynd.

Verst af öllu er alvarleikinn.. hann er að birtast fólki jafnt og þétt á fleiri og fleiri stöðum. Alvarleiki sem hann hefur ítrekað gert lítið úr.. 

4 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er hörð ádrepa, því miður er ansi margt til í henni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Curous droid er með áhugaverða sýn á þetta. Þessi vírus er líka svo nýr að við vitum ekkert hvernig hann á eftir að þróast.

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef aðeins litið yfir spálíkan covid.hi.is sem er unnið fyrir stjórnvöld.
Hér er samantekt þessa líkans.

 

Quote

 

Samantekt

Sóttvarnarlæknir kallaði saman vísindamenn frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis, og Landspítala til að gera spálíkan um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi sem gæti nýst við ákvarðanatöku um viðbrögð og skipulag heilbrigðisþjónustu.

Hópurinn kynnti fyrstu niðurstöður úr lógistísku spálíkani á upplýsingafundi með Almannavörnum 18/3 2020

Helstu niðurstöður spálíkansins eru eftirfarandi:

Búist er við því að fyrir lok maí 2020 hafi líklega um 1000 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð rúmlega 2000 manns skv. svartsýnustu spá.

Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega um 600 manns, en gæti náð 1200 manns skv. svartsýnustu spá.

Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 60 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð rúmlega 200 manns skv. svartsýnustu spá.

Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um eða eftir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 40 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 120 einstaklingar.

Búist er við því að um 11 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er 50 einstaklingar.

Greiningarvinnan mun halda áfram og spálíkanið verður uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður.

 

Það sem ég feitlera hér að ofan er mögulega fundið út eftir há-vísindalegum aðferðum. Ef þetta reynist ekki rétt þá er augljóslega allt annað sem er reiknað út frá þessari stærð rangt. 

Þá er það spurningin, hversu líklegt það er að 1-2000 manns verði greindir með  COVID-19 í lok maí?  Í fyrradag og í gær greindust ~75 hvorn dag. Segjum sem svo að viðbrögð við útbreiðslunni virki svo vel að sú tala haldist óbreytt áfram dag hvern. Til loka Maí - eftir t.d. 70 daga þá hafa bæst við ríflega 5000 við þá 400 sem eru greindir þegar þetta er skrifað. Samtals verðum við þá komin í um 5600 í lok Maí sem eru greindir með flensuna. Þar með er 'svartsýnasta spá' greinilega ekki nægilega svartsýn. Þegar þetta er skrifað er smithraðinn að aukast verulega þannig að það þarf mun harðari aðgerðir í smitvörnum til þess að halda í horfinu við 75 greinda á dag. Sennilega miklu harðari.

En vandinn hér er sá að það eru ekki bara þeir sem eru 'greindir' með flensuna sem smita aðra. Það eru þeir sem eru smitaðir sem gera það. Og sá hópur er alveg örugglega miklu stærri en sá fyrrnefndi. Við höfum þegar sterkar vísbendingar um að hann sé af stærðargráðunni tífalt stærri. Og það er hann ásamt smitvörnum sem ræður hraða útbreiðslunnar. Fjöldi 'greindra' er síðbúinn, óbeinn vísir um hversu margir eru raunverulega smitaðir. Og hann er augljóslega háður því hvernig gengur við smitrakningu, hversu margir eru prófaðir á dag og svo framvegis. Ég sé ekki betur en þetta líkan sé byggt á tölum um fjölda greindra hingað til, sem eru fjarskalega veikburða forsendur. Mikill munur á fjölda greindra og fjölda smitaðra virðist raunar vera að leggja þessa spá að velli á fyrstu dögum eftir birtingu.

Síðan er því algerlega ósvarað hvaða mekkanismi það á að vera sem kemur í veg fyrir að fleiri smitist. Talað er um 2000 manns sem hámark í lok Maí. Af hverju þessi dagsetning, en ekki einhver önnur? Þar sem, samkvæmt þessu, útbreiðslan á að ná hámarki um miðjan Apríl? Af hverju? Eina skýringin á því sem ég sé er sú að forsenda líkansins sé sú að takist hafi stöðva ný smit í lok Maí, en ekki niðurstaða.  Það gæti hafa gerst þannig að fræðimenn á heilbrigðissviði, eða einhver annar hafi sagt reiknimeisturum háskólans að það yrði einmitt þannig!

Setjum sem svo að þetta gangi eftir og 1500 manns verði greindir í lok Maí og nær engin ný smit finnist eftir það. Hvers vegna gerist það? Takið eftir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er enn ósýktur og bíður eins og hlaðborð fyrir veiruna að halda áfram að dreifa sér. Hvað kemur í veg fyrir það? Eftir því sem við komumst næst þá gerist eitthvað svipað í Kína eftir útgöngubann í 5-6 vikur á sýktum svæðum, með alla starfsemi setta á ís, tankbílar sprautuðu sóttvarnarefnum og herskarar af fólki af ósýktum svæðum sáu um aðgerir og þjónustu á meðan. Þið þekkið söguna af því.

Við erum ekki þar, við erum ekki einu sinni í nágrenninu við þær aðgerðir. Í annari sveit hreinlega - enn sem komið er.

Það er kannski þessvegna sem þegar er farið að tala um að útgöngubann? Sjá: https://www.visir.is/g/202023072d/munu-ekki-hika-vid-ad-setja-a-ut-gongu-bann-ef-talid-se-ad-thess-thurfi

Mín niðurstaða:

Þessi tímarammi er óskhyggja og tölurnar í spánni líka. Sem betur fer bendir sífellt fleira til þess að Covid-19 sé alls ekki eins skæð og reiknað var með út frá heilsufarslegu sjónarmiði.  Efnahagsáhrifin aftur á móti líta sífellt verr og verr út. Af því að líkurnar á því að 'þetta ástand' gangi yfir á nokkrum vikum eru hverfandi.

 

 

 

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

forsendur er meðal annars þróun mála í Kína og Suður-Kóreu, skilst manni..

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
23 minutes ago, Herkúles said:

forsendur er meðal annars þróun mála í Kína og Suður-Kóreu, skilst manni..

Það er ekkert á þessu að byggja. Við höfum óbeinar en sæmilega sterkar vísbendingar um að nú þegar séu þúsundir smitaðar af veirunni. Þarf að ræða það eitthvað frekar?

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.