Sign in to follow this  
Followers 0
falcon1

Áhugavert - Nauðungarvinna í bígerð?

13 posts in this topic

Ég verð að segja það að þessi frétt https://www.visir.is/g/202022591d/rad-herra-upp-faerir-reglur-um-starfs-skyldu-borgara-a-haettu-stundu kom mér á óvart.  Í fyrsta lagi að þeir skuli þá ekki sérgreina sérstakt neyðarstig þar sem þessi reglugerð myndi virkjast,  í öðru lagi mér hefur sýnst ekkert vanta á fjölda sjálfboðaliða,  og í þriðja lagi brýtur þetta ekki stjórnarskrá Íslands?

nb. Breytti titlinum úr "þegnskylduvinna" yfir í "Nauðungarvinna" þar sem það er réttnefni á þessari fyrirætlun reglugerðinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ágætt að uppfæra reglur sem (kannski) reynast úreltar þegar til kastana kemur.

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verst fyrir þetta lið að þessi reglugerð er klárlega brot á stjórnarskrá Íslands.  Þarna er verið að boða nauðungarvinnu og hún er bönnuð skv. Stjórnarskrá 

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, falcon1 said:

Verst fyrir þetta lið að þessi reglugerð er klárlega brot á stjórnarskrá Íslands.  Þarna er verið að boða nauðungarvinnu og hún er bönnuð skv. Stjórnarskrá 

Þetta er rangt hjá þér. Ef líf er í hættu þá má virkja þegnskyldu.

Það eru margar þversagnir, viljandi í stjórnarskrá.

Eins og lífið sjálft.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, Sigurður123 said:

Þetta er rangt hjá þér. Ef líf er í hættu þá má virkja þegnskyldu.

Það eru margar þversagnir, viljandi í stjórnarskrá.

Eins og lífið sjálft.

Hver er sú grein sem stendur í þversögn við 68. greinina?

Þetta er ekki þegnskylduvinna heldur nauðungarvinna þar sem Ríkið ætlar sér ekki að greiða fólki laun fyrir vinnuna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
39 mínútum síðan, falcon1 said:

Hver er sú grein sem stendur í þversögn við 68. greinina?

Þetta er ekki þegnskylduvinna heldur nauðungarvinna þar sem Ríkið ætlar sér ekki að greiða fólki laun fyrir vinnuna.

Með nauðungarvinnu í 68. gr. er átt við að eigi skuli nauðungarvinnu beitt sem refsingu eða hluta refsingar. Almannavarna- og lögreglulög segja svo til um skyldur borgaranna til að sinna kvaðningu viðeigandi yfirvalda.

Með öðrum orðum, það má skikka þig til allskonar, jafnvel launalaust, þess vegna til þess að marséra með byssu á öxl, eftir að hafa hlotið viðeigandi kennslu.
Hinsvegar gæti það orðið erfitt fyrir ríkið að verjast málsóknum, eftir að meintu hættuástandi eða þegnskyldunni er lokið, ef þegnaskyldukrafan er ósanngjörn eða íþyngjandi.
En marséra skaltu, ef ríkið ákveður.
 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er túlkunaratriði þá.  Kemur í ljós þegar fólk fer í mál við ríkið ef þeim dettur í hug að reyna að beita þessu.  Annars þá er þetta mesta PR klúður stjórnarinnar og gæti allt eins skaðað vilja fólks til að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða.

Væri samt áhugavert ef að túlkunin er þannig að það megi beita almenna borgara nauðung en ekki þá sem eru í refsivist.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Annars er ég bara að sinna minni almannavarnarskyldu sjálfviljugur og það er að halda mig heima við og forðast samskipti við annað fólk face-to-face.

Share this post


Link to post
Share on other sites
10 mínútum síðan, falcon1 said:

Væri samt áhugavert ef að túlkunin er þannig að það megi beita almenna borgara nauðung en ekki þá sem eru í refsivist.

Það er hægt að skylda fanga til að vinna þegnskylduvinnu, líkt og aðra þegna.
Frumskyldan er sú að ríkisvaldið hafi lýst yfir ástandi sem réttlætir þegnaskylduvinnu.
En það er ekki hægt að beita nauðungarvinnu sem refsingu, eða hluta refsingar.

Neyðarástand eða yfirvofandi almannahætta sem kallar á aðstoð þegnanna telst ekki refsing.
Við kölluðum þetta að bjarga verðmætum í sveitinni í gamal daga, og allir voru boðnir og búnir til aðstoðar, án aðkomu yfirvalda.

Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, greiðsla er ekki það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar aðstoða þarf fólk í neyð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Verður allavega fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast og hversu mikil völd stjórnvöld munu taka sér á kostnað réttinda borgaranna.

4 mínútum síðan, Fórnarlambið said:

Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, greiðsla er ekki það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar aðstoða þarf fólk í neyð.

Fólk lifir ekki á loftinu einu saman.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nei, loftið heldur ekki í manni lífinu.
Gjaldfrjáls nauðungarvinna er heldur ekki ástand sem getur varað nema í mjög skamman tíma.
Margar þjóðir í gegnum tíðina hafa farið flatt á því að krefja menn hermennsku án þess að borga þeim laun.

Ég myndi sjálfur ekki taka í mál að vinna við almannavarnir í lengri tíma, með greiðslu eða án.
Með þeim fyrirvara náttúrulega, að zombie-veira breiðist út.
Eða að Kínverjar gerðu innrás í landið.
Fremur tilgangslítið í þeim kringumstæðum að röfla um peninga.
Plús það að fá frjálsar hendur með höfuðskot gæti heillað.
Nenni ekki lengur á fjöll til veiða, og búinn að fá leið á skotskífum og leirdúfum.

Allt annað en ofangreint, ókeypis vinnuafl fyrir vanhæf stjórnvöld, nei takk.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tja, ríkið er að fara greiða laun fólks, er það ekki þá byrjað að vinna fyrir ríkið? Spurning hvort það sé nauðungarvinna? Kallaður til við að halda áfram einsog ekkert hafi skeð.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að það muni reyna á þessi lög næstu mánuði, þó í litlu magni verði.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.