Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Efnahagsaðgerðir vegna COVID-19

226 posts in this topic

Ég er doldið umhugsi yfir efnahagsaðgerðum sem eru framundan.

Talað er um "mannaflsfrekar framkvæmdir", þ.e. gatnagerð, gangnagerð, svona vegamannvirki. En þetta er doldið spurningamerki því mikið af starfsmönnum þessara fyrirtækja er innflutt vinnuafl, þannig ég velti fyrir mér hvernig þetta styður við íslenska verkamanninn.

Ég vona að menn séu ekki að skjóta aurunum yfir hafið. Við getum ekki skotið mjög oft.

En hinn íslenski verkamaður er ekki lengur þessi sem er í vegamannvirkjagerð, heldur vinnur á skrifstofu, sérfræðistörfum. Það ætti að targetera efnahagsaðgerðir til að bæta kjör íslendinga umfram allt, ekki innfluttra pólskra verkamanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Blaðamannafundurinn á morgun verður áhugaverður.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Held að það sem er gert hér á Íslandi verði samt miklu betra en það Trump lofar, svona "helicopter money".

Ég er sammála, málið er að leiða hagkerfinu öllu inn á teinana aftur og það hefst í raun með þessari aðgerð að ríkið greiðir launin.

Hitt er svo með framkvæmdirnar. Held að margir hugsi sér gott til glóðarinnar, en það þarf að vanda framkvæmdir, og ekki einblína á vegaframkvæmdir, því mun fleiri íslendingar vinna við allt annað en það!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ekki eitt orð um verðtrygginguna.  Það ætti að vera búið að aftengja/frysta hana fyrir mörgum dögum síðan en nei það á að endurtaka mistökin frá því í hruninu 2008.

Share this post


Link to post
Share on other sites

230 miljarðar!!!

*hóst* Efast um að það hefði kostað 23miljarða að banna íslendingum að skemmta sér erlendis og hugsanlega setja erlenda ferðamenn frá hættusvæðum í tékk og eða sóttkví.. hér í upphafi.

Niðurstaðan fyrirsjáanlega, örfáir smitaðir á Íslandi og hægt að einangra smit miklu mun auðveldara.. hér var eins og raðkveikt í öllum koppum og grundum út um allt land.. 

4 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
46 minutes ago, falcon1 said:

Ekki eitt orð um verðtrygginguna.  Það ætti að vera búið að aftengja/frysta hana fyrir mörgum dögum síðan en nei það á að endurtaka mistökin frá því í hruninu 2008.

 

19 minutes ago, feu said:

230 miljarðar!!!

*hóst* Efast um að það hefði kostað 23miljarða að banna íslendingum að skemmta sér erlendis og hugsanlega setja erlenda ferðamenn frá hættusvæðum í tékk og eða sóttkví.. hér í upphafi.

Niðurstaðan fyrirsjáanlega, örfáir smitaðir á Íslandi og hægt að einangra smit miklu mun auðveldara.. hér var eins og raðkveikt í öllum koppum og grundum út um allt land.. 

Nú sannast hið forn kveðna menn spara aurinn og enda á því að kasta krónunni.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og það er ekki fyrirséð hver kostnaðurinn verður af því að hleypa þessari óværu inn í landið, algjörlega fyrirhafnarlaust.

Kostnaðurinn af því að hefta Íslendinga á eyðslufylleríi væri meira að segja gjaldeyrissparandi! Hægt að auka kaupmátt um helling í kjölfar slíkrar aðgerðar sem er og var að öllu réttlætanleg á þeim tíma.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sýnist að Ísland fari svipaða leið og Bandaríkin, að setja 10% af landsframleiðslu í pakkann.
Bandaríkjamenn fara þó aðra leið en Ísland, leitast við að auka neyslu og gera fólki kleyft að standa undir greiðslum.

Íslenska leiðin er vel þekkt, að tryggja bankana.
Lán til fyrirtækja, frestun skatta, jafnvel niðurfelling að einhverju leiti.
Skattar á fyrirtæki eru þó ekki vandamál þegar taprekstur er fyrirliggjandi, nema tryggingagjald og fasteignaskattar.
Sveitarfélögin ætla að fresta fasteignasköttum, sem er óvíst að gagnist öðrum en stórum fasteignafélögum, sem eiga stærstan partinn af atvinnuhúsnæði.
Ekki líklegt að maður sjái fasteignafélög fresta leigugreiðslum.
Mest íþyngjandi skatturinn er tryggingagjaldið, og það á greinilega ekki að hreyfa við því.

Í hnotskurn, ríki og sveitarfélög ætla að fresta innheimtu.
Fyrirtæki verða ansi mörg rekin með tapi, þannig að frestunin er lán til að greiða upp taprekstur.
Þegar birta fer til, verða þessi fyrirtæki að sjálfsögðu ógjaldfær, og flest tæknilega gjaldþrota, ef ekki formlega.
Frestun innheimtu er því sýndarmennska, sem getur ekki annað en endað með hruni.

Næsta mál er ábyrgð á lánum fyrirtækja hjá bönkum.
Þetta er auðvitað ætlað til að lengja í lánum.
Ef þetta væri ekki gert, þyrfti ríkið hvort eða er að leggja til beina fjármuni til að halda bönkunum gangandi.
Þarna er verið að fresta óhjákvæmilegu hruni.
Þegar fram líða stundir kemur í ljós að fyrirtæki eru meira og minna gjaldþrota, og bankarnir yfirtaka þau að sjálfsögðu, eins og hefð er fyrir á Íslandi.

Smápeningur er settur í framkvæmdir og hefðbundna loftfimleika stjórnmálamanna, sem koma ekki til með að skila neinu.
Samtals 20 miljarðar, og stór hluti af því fé er það sem ríkisstofnanir koma til með að skófla sín á milli.

Og svo stóra atriðið.
Ferðaþjónustan er gjaldþrota, það er ekki hægt að fegra það.
Það eru gríðarleg mistök að henda fé í atvinnugrein sem verður óstarfhæf til lengri tíma.
Þarna ætti að gefa mönnum kost á að skila lyklum af hótelum og gistiskýlum, sem og farartækjum, án þess að gengið verði að persónulegum ábyrgðum.

Og svo stærsta atriðið, það er ekkert í bígerð fyrir þá sem standa höllum fæti vegna fasteignakaupa eða eru að borga svimandi háa leigu.
Þetta er auðvitað þekkt leið, og kennd við helfararstjórn sósíalista.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, feu said:

230 miljarðar!!!

*hóst* Efast um að það hefði kostað 23miljarða að banna íslendingum að skemmta sér erlendis og hugsanlega setja erlenda ferðamenn frá hættusvæðum í tékk og eða sóttkví.. hér í upphafi.

Niðurstaðan fyrirsjáanlega, örfáir smitaðir á Íslandi og hægt að einangra smit miklu mun auðveldara.. hér var eins og raðkveikt í öllum koppum og grundum út um allt land.. 

Það virðist vera þannig hjá Íslandi að leyfa hlutum að fara til fjandans áður en gripið er um taumana. Sbr. Hrunið, þar var öllu leyft að fara alla leiðina til Helvítis áður en eitthvað var gert. Sama með þennan vírus.

Auðvitað hefði bara átt að loka landinu og setja alla í sóttkví í 2-3 vikur sem koma hingað, bara strax fyrsta mars í raun.

Hitt er svo að alveg sama hvað við gerðum þá hefði nákvæmlega það sama gerst úti í Evrópu og BNA, og heiminum, staðan væri sú sama þar. Þannig að það hefði alltaf verið þörf á umtalsverðum efnahagsaðgerðum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, feu said:

230 miljarðar!!!

*hóst* Efast um að það hefði kostað 23miljarða að banna íslendingum að skemmta sér erlendis og hugsanlega setja erlenda ferðamenn frá hættusvæðum í tékk og eða sóttkví.. hér í upphafi.

Niðurstaðan fyrirsjáanlega, örfáir smitaðir á Íslandi og hægt að einangra smit miklu mun auðveldara.. hér var eins og raðkveikt í öllum koppum og grundum út um allt land.. 

Ef þú heldur í eina mínútu að það sé hægt að koma í veg fyrir að farsóttir sem grassera allt í löndunum í kringum okkur berist til landsins ertu virkilega enn heimskari en þú lítur út fyrir að vera.

Þrátt fyrir þína oftrú á eigin ágæti og að þú sért vitsmunalega yfir alla aðra hafinn!

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 tímum síðan, Landinn said:

Ef þú heldur í eina mínútu að það sé hægt að koma í veg fyrir að farsóttir sem grassera allt í löndunum í kringum okkur berist til landsins ertu virkilega enn heimskari en þú lítur út fyrir að vera.

Þrátt fyrir þína oftrú á eigin ágæti og að þú sért vitsmunalega yfir alla aðra hafinn!

Þú ert nú ekki svaraverður.. svo miður gefinn að hálfa væri nóg. Þessi örfáu innlegg á þennan vef frá upphafi bera öll þess merki. (hvað þá fyrir hrun)

En..

Auðvitað er hægt að hindra að land fái slæma útreið í smitun. Hmmm... sú aðgerð heitir, sóttvörn. Hér 1918 sem dæmi þá voru menn sem stóðu á heiðum og hindruðu fólk að ferðast norður í land. Þeir hindruðu að Spænska plágan kæmist norður landleiðina.. og það tókst

Og nákvæmlega þess vegna að sóttvörn er framkvæmanleg sem menn eru að loka landamærum í dag. Og ekki bara landamærum, heldur og landshlutum og ekki bara landshlutum, heldur bæjum og borgum.. og loks húsum. Það heitir, ÚTÖNGUBANN. Það virkar. Það er hægt að hægja það mikið á útbreiðslu svona plágu með aðgerðum að útbreiðslan minnkar niður fyrir 1. 

Það er virkilega dapurt að jafn stór hópur sé hér á vefnum sem sé svo rosalega miður gefinn að skilja ekki einnu sinni þetta atriði. Það er eins og þið þurfið teiknimyndir fyrir smá krakka til að sklija smá í þessu.  

Jafn undarlegt og það nú er, þá virðast Kínverjar vera ykkur gáfaðri.. kommúninstarnir sjálfir sjá lengra fram í tímann en "gáfuðu" Trömpistarnir!!!

Þeir hafa beitt hörðum sóttvörnum og hreinsað til í sínu landi. Smitin hafa stoppað vegna sóttvarna. 

Trixið er að beita sóttvörnum áður en smit finnast. Þegar við sáum hvernig þetta var í Kína þá átti strax fara að beita sóttvörnum. Þegar smit eru farin að greinast, þá er þetta eins og ísjaki.. aðeins toppurinn sem sést. Smitin eru alltaf fleiri en sýnist og nákvæmlega það hefur gerst hér á landi. Menn halda alltaf að þeir séu að halda utan um þetta, en daginn eftir fjölgar miklu meir en þeir áttu vona á.. svo koll af kolli.

Það að halda því fram að við hefðum ekki getað hindrað smit í að berast til okkar lands eða fengið það fá smit að hægt væri að halda í horfinu, fletja kúrvuna, lands sem er eingangruð eyja lengst úr alfaraleið allara norður á ballarhafi með einn einasta flugvöll en horfa á sama tíma á Kína verja sitt land gegn smiti með þúsundir inngangsleiða eða meir með þúsunda kílómetra landamæri landleiðis.. er eiginlega súríalískt heimskt.. en nákvæmlega eftir bókinni fyrir ykkur kjánana.

 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
20 hours ago, Fórnarlambið said:

Sýnist að Ísland fari svipaða leið og Bandaríkin, að setja 10% af landsframleiðslu í pakkann.
Bandaríkjamenn fara þó aðra leið en Ísland, leitast við að auka neyslu og gera fólki kleyft að standa undir greiðslum.

Íslenska leiðin er vel þekkt, að tryggja bankana.
Lán til fyrirtækja, frestun skatta, jafnvel niðurfelling að einhverju leiti.
Skattar á fyrirtæki eru þó ekki vandamál þegar taprekstur er fyrirliggjandi, nema tryggingagjald og fasteignaskattar.
Sveitarfélögin ætla að fresta fasteignasköttum, sem er óvíst að gagnist öðrum en stórum fasteignafélögum, sem eiga stærstan partinn af atvinnuhúsnæði.
Ekki líklegt að maður sjái fasteignafélög fresta leigugreiðslum.
Mest íþyngjandi skatturinn er tryggingagjaldið, og það á greinilega ekki að hreyfa við því.

Í hnotskurn, ríki og sveitarfélög ætla að fresta innheimtu.
Fyrirtæki verða ansi mörg rekin með tapi, þannig að frestunin er lán til að greiða upp taprekstur.
Þegar birta fer til, verða þessi fyrirtæki að sjálfsögðu ógjaldfær, og flest tæknilega gjaldþrota, ef ekki formlega.
Frestun innheimtu er því sýndarmennska, sem getur ekki annað en endað með hruni.

Næsta mál er ábyrgð á lánum fyrirtækja hjá bönkum.
Þetta er auðvitað ætlað til að lengja í lánum.
Ef þetta væri ekki gert, þyrfti ríkið hvort eða er að leggja til beina fjármuni til að halda bönkunum gangandi.
Þarna er verið að fresta óhjákvæmilegu hruni.
Þegar fram líða stundir kemur í ljós að fyrirtæki eru meira og minna gjaldþrota, og bankarnir yfirtaka þau að sjálfsögðu, eins og hefð er fyrir á Íslandi.

Smápeningur er settur í framkvæmdir og hefðbundna loftfimleika stjórnmálamanna, sem koma ekki til með að skila neinu.
Samtals 20 miljarðar, og stór hluti af því fé er það sem ríkisstofnanir koma til með að skófla sín á milli.

Og svo stóra atriðið.
Ferðaþjónustan er gjaldþrota, það er ekki hægt að fegra það.
Það eru gríðarleg mistök að henda fé í atvinnugrein sem verður óstarfhæf til lengri tíma.
Þarna ætti að gefa mönnum kost á að skila lyklum af hótelum og gistiskýlum, sem og farartækjum, án þess að gengið verði að persónulegum ábyrgðum.

Og svo stærsta atriðið, það er ekkert í bígerð fyrir þá sem standa höllum fæti vegna fasteignakaupa eða eru að borga svimandi háa leigu.
Þetta er auðvitað þekkt leið, og kennd við helfararstjórn sósíalista.

Ekkert í þessu að ríkið ætli að spara dagpeninga eða ferðalög. Hvað þá akturspeninga eða setja loft á yfirvinnu. Svo ekki sé talað um að lækka hæstu laun innan ríkis og sveitarfélaga. Nomenklaturan innan ríkisbáknsins ætlar hvorki að spara eða leggja nokkuð til aðstæðna sem hafa skapast. Nú, sveitarfélögin ætla að halda áfram að rukka inn fasteignagjöld og tryggingargjaldið á atvinnulífið. Svokallaður "gjafapakki" kemur bara frá skattgreiðslum. Álögur og skattar rúlla áfram sem áður. Rúsínan í pylsuendanum er svo einn og hálfur milljarða til ferðamála, svo vinirnir á Íslandsstofu sitji ekki aðgerðarlausir. Svo eru það íslensku milljarðamæringarnir. Heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim. Hvað ætla þeir að leggja til?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það vantar framtíðarmálaráðherra á Íslandi. 

Hans hlutverk er að móta nýtt Ísland þegar og ef við sigrum veiruna. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, Sigurður123 said:

Það vantar framtíðarmálaráðherra á Íslandi. 

Hans hlutverk er að móta nýtt Ísland þegar og ef við sigrum veiruna. 

1. Við munum aldrei sigra þessan vírus.

2. Ástandið eins og það er verður svona til frambúðar.

3. Loftslags vandinn er leystur þegar virusinn hefur drepið (því miður) að umfram magn sem er af fólki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
12 hours ago, feu said:

Þú ert nú ekki svaraverður.. svo miður gefinn að hálfa væri nóg. Þessi örfáu innlegg á þennan vef frá upphafi bera öll þess merki. (hvað þá fyrir hrun)

En..

Auðvitað er hægt að hindra að land fái slæma útreið í smitun. Hmmm... sú aðgerð heitir, sóttvörn. Hér 1918 sem dæmi þá voru menn sem stóðu á heiðum og hindruðu fólk að ferðast norður í land. Þeir hindruðu að Spænska plágan kæmist norður landleiðina.. og það tókst

Og nákvæmlega þess vegna að sóttvörn er framkvæmanleg sem menn eru að loka landamærum í dag. Og ekki bara landamærum, heldur og landshlutum og ekki bara landshlutum, heldur bæjum og borgum.. og loks húsum. Það heitir, ÚTÖNGUBANN. Það virkar. Það er hægt að hægja það mikið á útbreiðslu svona plágu með aðgerðum að útbreiðslan minnkar niður fyrir 1. 

Það er virkilega dapurt að jafn stór hópur sé hér á vefnum sem sé svo rosalega miður gefinn að skilja ekki einnu sinni þetta atriði. Það er eins og þið þurfið teiknimyndir fyrir smá krakka til að sklija smá í þessu.  

Jafn undarlegt og það nú er, þá virðast Kínverjar vera ykkur gáfaðri.. kommúninstarnir sjálfir sjá lengra fram í tímann en "gáfuðu" Trömpistarnir!!!

Þeir hafa beitt hörðum sóttvörnum og hreinsað til í sínu landi. Smitin hafa stoppað vegna sóttvarna. 

Trixið er að beita sóttvörnum áður en smit finnast. Þegar við sáum hvernig þetta var í Kína þá átti strax fara að beita sóttvörnum. Þegar smit eru farin að greinast, þá er þetta eins og ísjaki.. aðeins toppurinn sem sést. Smitin eru alltaf fleiri en sýnist og nákvæmlega það hefur gerst hér á landi. Menn halda alltaf að þeir séu að halda utan um þetta, en daginn eftir fjölgar miklu meir en þeir áttu vona á.. svo koll af kolli.

Það að halda því fram að við hefðum ekki getað hindrað smit í að berast til okkar lands eða fengið það fá smit að hægt væri að halda í horfinu, fletja kúrvuna, lands sem er eingangruð eyja lengst úr alfaraleið allara norður á ballarhafi með einn einasta flugvöll en horfa á sama tíma á Kína verja sitt land gegn smiti með þúsundir inngangsleiða eða meir með þúsunda kílómetra landamæri landleiðis.. er eiginlega súríalískt heimskt.. en nákvæmlega eftir bókinni fyrir ykkur kjánana.

 

Það að taka eitthvað dæmi frá því fyrir heilli öld og reyna að heimfæra það á þjóðfélagið í dag sýnir bara að þú ert algerlega úti að aka í þessari umræðu. Og enn og aftur líturðu á sjálfan þig sem yfirnáttúrulega greindan einstakling á meðan aðrir eru svo illa gefnir.

Ég held að það hafi engan tilgang í að svara þér efnislega en aðrir sem sjá þetta hefðu eflaust gagn af því að vita að það er ekkert sniðugt að reyna að einangra landið frá umheiminum sem ylli því að ónæmi gegn þessari veiru yrði í löndunum við kringum okkur en við yrðum alveg berskjölduð gagnvart henni þegar fram líða stundir. 

Flest fólk lifir fyrir að umgangast aðra og sjá heiminn á meðan örfáir eru hræddir og vilja helst búa í bunker með álpappír á höfðinu. Þannig að sýn fólks á lífið og tilveruna er misjöfn og því eðlilegt að allir séu ekki sammála um til hvaða ráðstafana stjórnvöld ættu að grípa til við þessar aðstæður.

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Núna eru atvinnurekendur vitlausir í sósíalískar lausnir þegar gefur á bátinn. Fyrir einum mánuði átti ríkið bara að láta þá í friði. Núna heimta þeir ókeypis monnípening frá almenningi. Ekki eitt orð um arðgreiðslur síðustu ára. Hvernig var þeim varið? Ekkert lagt til hliðar eins og enginn sé morgundagurinn. Bara treyst á að þetta reddist eða ríkið komi með feitan tjékka? 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

lol..

Þannig að Kína í dag er eitt dæmi fyrir heillri öld?

Það sem ég segi.. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
19 hours ago, feu said:

Jafn undarlegt og það nú er, þá virðast Kínverjar vera ykkur gáfaðri.. kommúninstarnir sjálfir sjá lengra fram í tímann en "gáfuðu" Trömpistarnir!!!

Þeir hafa beitt hörðum sóttvörnum og hreinsað til í sínu landi. Smitin hafa stoppað vegna sóttvarna. 

Trixið er að beita sóttvörnum áður en smit finnast. Þegar við sáum hvernig þetta var í Kína þá átti strax fara að beita sóttvörnum

Það er varla að eg trui hvað þu ert að seiga her,,   kinamaðurinn kunni þetta a endanum,,   setti alla i sottkvi,,nema þær milljonir sem ferðast ut um allt auðvitað.     Merkilegt að Kina se nuna svo til laus við þetta         Hvernig stoppaði Kina þessa veiru,,,,,,,        sem er komið i ljos nuna að er ekkert meira en kvef     þetta er orðið bara fint,,,   folk er ekkert að hrynja niður.       Hefurðu tekið eftir að folk er einmitt ekkert að tyna lifi ut af þessu,, og komið i tisku nuna meðal ,,( betra folks,,,)   stjornmalamenn,, leikarar og hverskyns loddarar að vera með þetta,,   en allir eru hressir og finir og vinna bara að heiman.       Þetta braðdrepandi er bara ekki drepandi,,  eftir allt.      Þetta reyndist ekki vera braðdrepandi pest,,,,,  Langflestir sem bera smit lifa það vel af og sumir gera ser mat ur þvi,,,þetta er orðið gott.   Svona okkar i milli,,        hvar sem við litum a nuna,,,  hugsaðu þer  F1     fer ekki fram i Monaco,,   Ufc  fer ekki fram neinstaðar          menn hafa drepist i kappakstri og menn geta og hafa drepist i bardaga          en nuna skal það ekki vera.             Það er löngu orðið ljost að þessi virus er helviti a jörð,,,,,,,   en hann er ekki hættulegur frekar enn annar sem kemur og fer.                             Ertu buinn að gleyma þvi sem eg sagði við þig um daginn,,,,     eg trui ekki agnarögn þvi sem kemur fra Kina a hvorn veginn það er,,.    Er ekki umhugsunarvert að æðsta kelling isl. sjalf forsætis herfan,  hefur ekki ennþa grafið fyrsta fornarlambið,,     þvi það er ekki til staðar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

@siggiandrier að svara fíflinu á undan þér. Hann heldur því fram að sóttvarnir virki ekki og það að menn gátu notað sóttvarnir fyrir 100 árum bara tilviljun. Ég nefndi Kína líka reyndar sem moraði í smitum en hefur tekist að verja landið sitt í dag, er nokkuð smit-laust.. þeir hafa gert þetta með sóttvörnum.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessa dagana þurfa jafnt einyrkjar sem stærri fyrirtæki að hagræða í rekstrinum vegna samdráttar. Menn eru misvel undirbúnir fyrir þetta. Einhverjir þurfa að lækka í launum, borga sér minni arð og jafnvel segja upp fólki. Sumir neyðast einfaldlega til að hætta rekstri og enda stórskuldugir. Einn aðili virðist þó ekki þurfa að skera niður útgjöldin eða minnka starfsmannahaldið. Ríkið. Þar gengur enginn svangur frá borði, enda skammta menn sér sjálfir launin þar. Árlega  er leikritið "Kjaranefnd" sett á svið. Þar gildir reglan "Fyrst minn rass, svo minn rass!" 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.