Sign in to follow this  
Followers 0
Herkúles

Lífið eftir covid19

6 posts in this topic

Hér geta spámenn málefnanna leikið lausum hala.  Það er 23.mars 2020. Hvað er framundan?

 

Herkúles spáir að flestir munu hafa smitast og þetta fár gengið yfir að mestu í lok maí. Við getum kallað þetta Hrun II

Þá munu skólar, verslarnir og stofnanir hafa opnað og komið í ljós að faraldurinn var skæðari en menn bjuggust við um miðjan mars.

Skólar verða keyrðir fram á sumar.

Þegar líður á sumarið fara ferðamenn að týnast hingað aftur en það dregst að fólk frá Ameríku komi því þar er bylgjan er á eftir Evrópu

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sameinast og mörg farið á hausinn, lokanir munu standa fram á haustið þegar þessi bransi fer að taka vel við sér.

Gífurlegum peningum ver ríkið í ,,mótvægisaðgerðir" þannig að þjóðin mun súpa seyðið af þessu næstu árin.

Mikil pressa verður á að ,,verja heimilin" á þann hátt sem ekki var gert í Hruni I

Atvinnuleysi mun snaraukast þótt reynt verði að fara í ,,mannaflsfrekar" framkvæmdir þegar líður á árið.

Verðbólgan tekur við sér og krónan  mun lækka enn meir, segjum um 20% frá áramótum.

Eftirspurn og innlend neysla snardregst saman. En grænmetisframleiðsla mun stóraukast.

Sem sagt: þetta fer  hægt af stað.  Bóluefni segja menn að komi ekki fyrr en 2021 (þó orðrómur sé uppi um að það gæti orðið strax í haust)

Og ,,hjól atvinnulífsins" fara ekki að snúast fyrir alvöru um heim allan fyrr en í byrjun næsta árs.

 

 

 

Hér kemur nokkuð óljós spá fra Advania og má svo sem segja að upplýsingatæknin hafa mildað höggið úr því svo margir geta stundað vinna að heiman.

 

mbl.is Mögu­leik­ar upp­lýs­inga­tækni gera sam­fé­lagið vel und­ir­búið til að mæta kór­ónu­veirunni og ógn­um henn­ar.

Ástandið ýtir raun­ar hratt und­ir þá þróun að líf fólks verði í meira sam­ræmi við það sem ný tækni gef­ur til­efni til, seg­ir Ægir Már Þóris­son, for­stjóri Advania, í Morg­un­blaðinu í dag.

Aðeins um helm­ing­ur 500 starfs­manna Advania mæt­ir nú í höfuðstöðvarn­ar. Aðrir rækja störf sín í fjar­vinnslu. „Ekk­ert verður samt eft­ir COVID. Allt leit­ar í nýj­an far­veg; sam­skipti fólks, at­vinnu­hætt­ir, versl­un, ferðalög, menn­ing og svo fram­veg­is,“ seg­ir Ægir Már, sem tel­ur sam­komu­bann hafa orðið erfitt í fram­kvæmd væru ekki á Íslandi sterk­ir innviðir og öfl­ug fjar­skipti. „Allt það sem við höf­um til­einkað okk­ur á þeim tíma sem far­ald­ur­inn geng­ur yfir tök­um við með okk­ur inn í framtíðina.“

Share this post


Link to post
Share on other sites

Quarantine for all travellers out of China!!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála upphafsinnlegginu. Þetta á eftir að breyta ýmsu.

Sjáið hvað 11. sept breytti miklu fyrir flugsamgöngur, í dag eru öryggismál gríðarlegur þáttur í flugsamgöngum. Var ekki þannig. Var svolítið einsog innanlandsflug er á Íslandi.

En þetta á eftir að breyta meiru. 11. sept hafði í raun helst bara áhrif á flugöryggi, en þessi veira mun hafa miklu meiri áhrif.

1. Globalization á eftir að verða stærsti taparinn. Menn eru að sjá dreifikeðjur, birgðakeðjur, stöðvast. Lönd einsog Kína hættir að framleiða í 2 mánuði og það verður lyfjaskortur um allan heim. Menn sjá að það gengur ekki að þessi óhefta alþjóðavæðing þar sem ódýrasta vinnuaflið sigrar gengur einfaldlega ekki upp. Lönd og svæði/regions þurfa að vera sjálfum sér nóg um frumhluti. Það er ekki hægt að framleiða allt saman í einni verksmiðju í Kína.

2. ESB samstarfið er einfaldlega í björtu báli þessa stundina þar sem lönd taka einhliða ákvarðanir til að tryggja eigin hag. í raun er ekki til neitt sem heitir ESB í dag, lög og reglur gilda ekki lengur.

3. Smitvarnir verða auðvitað teknar miklu alvarlegra. Ég stóð á gátt hérna í febrúar þegar kínverskum ferðamönnum var enn hleypt inn í landið í fjöldavís. Það hefði átt að stöðva strax. Ásamt því að setja alla íslendinga sem koma erlendis frá í sóttkví.

4. Það á eftir að koma betur í ljós, en matvælaframleiðsla mun verða meira localized. Það er óásættanlegt að geta ekki fengið mat lengur erlendis frá vegna tálmana. Hér var reynt að kæfa íslenskan landbúnað með innfluttum matvælum vegna kvaða frá ESB, en eftir þetta þá er það einfaldlega rauð lína að það verði ekki grafið undan innlendri framleiðslu. Við þurfum að geta framleitt okkar eigin matvæli einfaldlega vegna þess sem er að gerast, að við erum ekki lengur að fá matvörur frá evrópu, það er allt stopp þar! Útlenskt grænmeti er ekki lengur í boði! Við erum að fara hundrað ár aftur í tímann í þessum efnum, grænmeti ekki í boði lengur því það er búið að SLÁTRA íslenskri framleiðslu með samkeppni við útlenska dótið.

 

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
6 hours ago, 4sinnum said:

Quarantine for all travellers out of China!!

En Hong Kong?

Ætla ekki að gerast mikil spámaður hér enda erfitt að segja hvernig mál munu þróast.

En ef það kemur í ljós að ekki verði hægt að fara í bíó til frambúðar eftir þennan faraldur þá munn ég ná mér í reypi og hengja mig eða skjóta mig. Því bío hefur oft haldið mér gangandi þegar ég hef verið á dökkum stað í lífinu.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
4 hours ago, DoctorHver said:

En Hong Kong?

Ætla ekki að gerast mikil spámaður hér enda erfitt að segja hvernig mál munu þróast.

En ef það kemur í ljós að ekki verði hægt að fara í bíó til frambúðar eftir þennan faraldur þá munn ég ná mér í reypi og hengja mig eða skjóta mig. Því bío hefur oft haldið mér gangandi þegar ég hef verið á dökkum stað í lífinu.

Kanski að stund hlífðarbúninga sé komin með 3-víddar húddi? Maður finnur þá ekki lengur fíluna af sumum í bíó, hægt að sjúga Coca úr strái, en spurning með poppið og lakkríspokana, hvernig á að eta það? Það má heldur ekki skráfa neitt í slíkum búnungi..

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 3/24/2020 at 3:12 AM, 4sinnum said:

Kanski að stund hlífðarbúninga sé komin með 3-víddar húddi? Maður finnur þá ekki lengur fíluna af sumum í bíó, hægt að sjúga Coca úr strái, en spurning með poppið og lakkríspokana, hvernig á að eta það? Það má heldur ekki skráfa neitt í slíkum búnungi..

Ég ætla að uppfæra þetta yfir á heilbrigðisstarfsfólk líka. Það á ekki að þurfa að limlesta andlitið svona með yfirstrektum hlífðargleraugum og N95 grímum. Nógar hljóta kvalirnar að vera á öðrum sviðum andlegs- og líkamlegs atgervis heilbrigðisstarfsfólks í hinni daglegu vinnu um þessar mundir. Mæli því með hlífðarbúningi og húddi eins og ég lýsti fyrir bíógesti verði líka fyrir heilbrigðisstarfsólk..

https://www.dv.is/bleikt/2020/3/26/atakanlegar-myndir-af-laeknum-sem-vinna-hordum-hondum-gegn-covid-19-thetta-er-raunveruleikinn/

IMG_7535.JPG

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.