Sign in to follow this  
Followers 0
Jarðbundinn

Olía

28 posts in this topic

Nú er aldeilisfjör farið að færast í leikinn og futures á olíu eru niður um 30%!

Ég ætla að reikna með að botninum sé náð en auðvitað með miklum skekkjumörkum eins og vænta má á þessum mjög svo sérstöku tímum sem við lifum á núna. Í sögulegu samhengi er olíuverð virkilega að skrapa botninn en nema sagan skrifi sig upp á nýtt, þá felast tækifæri í svoleiðis hreyfingum.

Hvað segja málverjar um þetta? 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta verðfall er á WTI olíunni út af storage vandamálum í USA. Þegar menn tala um olíuverð í þessu tilfelli tala menn um verð á næsta future samningi sem er í maí og síðasti trade-dagur er í dag. Næstu samningur er í júní og þar er lækkunin 11,6%. Þú getur því ekki keypt crude á 11usd eins og verðið er. Verðið á næsta samningi er 22usd sem verður "official" olíuverð á morgun. Þessi skarpi niðurhallandi ferill á olíusamningum kallast contango og gerðist líka 2008. Olíugeymslur í usa stefna í að fyllast í maí - pressan í þessu ástandi hlýtur að vera niðurávið þangað til lausnin finnst. Ég er að spila þetta þannig að shorta þar næsta samning og treysta á að niðruhallandi ferillinn verði áfram og næsti samningur verði svo sá sem fer mest niður. Ef þú vilt losna við market risk geturu svo keypt long samninginn á eftir og þá ertu bara að spila á þetta contango, þ.e. að nýjasti future samningurinn muni lækka meira en samningurinn á eftir. 

En varðandi olíuverðið sjálft þá gerist eflaust eitthvað næstu 1-2 mánuði sem breytir ástandinu. Trikkið er bara að kaupa rétta instrumentið. Ef þú kaupir styðstu olíusamninganna ertu dauðadæmdur í núverandi árferði. Ef þú kaupir ETF-anna sem kaupa nýjustu samninganna geturðu líka brunnið vel inni. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mikið rétt hjá þér og eru einmitt sömu pælingar og ég hef haft. 

Sjálfur vil ég ekki nota option á markaði þar sem ókyrrðin er svo mikil að það er mjög auðvelt að vera out of the money þó stöðutakan sé um leið aðeins minni. 

ETF-arnir eru fínir ef maður hefur selt sér þá hugmynd að long sé olían langt fyrir neðan verð sem framleiðendur þola til langs tíma og sömuleiðis, vel fyrir neðan það sem markaðurinn getur gert ráð fyrir að fá olíuna á í framtíðinni. Þó ég sé búin að kalla botninn í olíunni, þá ætla ég að sjálfsögðu ekki að spá fyrir um nákvæma tölu eða tímasetja reboundið upp á dag en ég ætla örugglega að vera inni á markaðnum þegar það gerist og kosturinn við ETF er að þó staðan geti súrnað, þá hverfur hún ekki (out of the money)  og hægt að bæta við hana ef manni sýnist. 

Ég yrði óendanlega hissa ef WTI fer ekki í 30-35 USD á næstu 2 árum 

Share this post


Link to post
Share on other sites

passaðu bara að skoða hvaða future samninga etf-inn er að kaupa. Þú þarf að skilja rollover áhrifin. Er þeir kaupa nyjasta samninginn eða næst nýjasta lenda þeir í að þurfa að kaupa samninganna sem koma næst þegar elsti samningurinn expirar. þeir eru því alltaf að kaupa oliuna á hærra verði en samningarnir sem þeir selja. Eru því í raun í neikvæðu carry. Olíuverð gæti þá td verið obreytt en olíu etfs verið með mikla neikvæða ávöxtun

Lestu vel um þetta því twitter er fullt af þraðum sem menn eru gapandi hvað mikið af retail fjárfestum eru að tapa miklu á því að halda að þeir seu að veðja bara á olíuna en tapa ut af þessum rollover áhrifum..

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, Jarðbundinn said:

Nú er aldeilisfjör farið að færast í leikinn og futures á olíu eru niður um 30%!

Ég ætla að reikna með að botninum sé náð en auðvitað með miklum skekkjumörkum eins og vænta má á þessum mjög svo sérstöku tímum sem við lifum á núna. Í sögulegu samhengi er olíuverð virkilega að skrapa botninn en nema sagan skrifi sig upp á nýtt, þá felast tækifæri í svoleiðis hreyfingum.

Hvað segja málverjar um þetta? 

Já, það var aldeilis fjör í dag enda enginn með laust pláss til að taka við olíunni í maí samningnum.

1587408227122.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Oliuverð núna er $21
 

En það er ljóst að ef Saudar eða aðrir grípa ekki til aðgerða gæti þessi sirkus í dag endurtekið sig þegar Juní samningarnir nálgast gjalddaga. 

Sýnir samt hve veik eftirspurnin er og staðan alvarleg. Sýnir líka hversu risky futures samningar geta verið og trúi ekki öðru en að retail fjárfestar láti þetta eiga sig sem og marga ETFs sem fjárfesta í futures samingum á olíu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
15 minutes ago, Sigurður123 said:

Mun þetta ekki rjúka upp aftur?

Jú spurning er bara hvenær, $20 eða því lægra stendur ekki undir framleiðslu nema kannski hjá Sádum aðrir aðilar eru ekki bara að gefa olíuna, þeir eru að borga með henni.  Eftirspurn hefur minnkað svo mikið að vandræðin eru að koma allri þessari olíu fyrir.   Framleiðendur eru tregir að draga úr framleiðslu, það er ekki hægt að slökkva ljósin á olíuborpalli og fara heim.  Það þarf fullan mannskap á vakt ef einhvað kæmi fyrir svo það má eins fá einhverjar tekjur á móti og svo hafa menn líka áhyggjur af markðslhlutdeild.  Ef menn eru ekki að kaupa af mér gætu þeir farið að kaupa af þér

Stjórnvöld geta komið að því að draga úr sveiflunum, margar þjóðir eiga olíubyrgðir til að nota á neyðarstundu og til að dragar úr sveiflum  https://en.wikipedia.org/wiki/Global_strategic_petroleum_reserves#United_States  Meira að segja Trumpurinn er búinn að fatta þetta og ætlar að fylla á tankinn hjá Kananum.  https://www.marketwatch.com/story/trump-seeks-to-add-75-million-barrels-of-oil-to-strategic-petroleum-reserve-amid-historic-price-crash-2020-04-20

Veit ekki hvort tankarnir í Hvalfirði eru enn nothæfir, en þetta væri gott tækifæri fyrir ríkið ef ekki aðra að kaup olíu á 20 dollara og selja þegar verðið verður aftur komið nær einhverju lagi $50 innan tveggja ára. https://www.visir.is/g/200771019039/ekki-vitad-hvort-oliutankar-nato-seu-nytanlegir

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
5 hours ago, Breyskur said:

Jú spurning er bara hvenær, $20 eða því lægra stendur ekki undir framleiðslu nema kannski hjá Sádum aðrir aðilar eru ekki bara að gefa olíuna, þeir eru að borga með henni.  Eftirspurn hefur minnkað svo mikið að vandræðin eru að koma allri þessari olíu fyrir.   Framleiðendur eru tregir að draga úr framleiðslu, það er ekki hægt að slökkva ljósin á olíuborpalli og fara heim.  Það þarf fullan mannskap á vakt ef einhvað kæmi fyrir svo það má eins fá einhverjar tekjur á móti og svo hafa menn líka áhyggjur af markðslhlutdeild.  Ef menn eru ekki að kaupa af mér gætu þeir farið að kaupa af þér

Stjórnvöld geta komið að því að draga úr sveiflunum, margar þjóðir eiga olíubyrgðir til að nota á neyðarstundu og til að dragar úr sveiflum  https://en.wikipedia.org/wiki/Global_strategic_petroleum_reserves#United_States  Meira að segja Trumpurinn er búinn að fatta þetta og ætlar að fylla á tankinn hjá Kananum.  https://www.marketwatch.com/story/trump-seeks-to-add-75-million-barrels-of-oil-to-strategic-petroleum-reserve-amid-historic-price-crash-2020-04-20

Veit ekki hvort tankarnir í Hvalfirði eru enn nothæfir, en þetta væri gott tækifæri fyrir ríkið ef ekki aðra að kaup olíu á 20 dollara og selja þegar verðið verður aftur komið nær einhverju lagi $50 innan tveggja ára. https://www.visir.is/g/200771019039/ekki-vitad-hvort-oliutankar-nato-seu-nytanlegir

Þú getur prófað smá æfingu í vörustjórnun og flutningum. Maí-oliusamningurinn rennur út í dag. Olían þin kemur til Tulsa, Oklaholma. Þú þarft að leigja lest og tanka og fá þetta í tímabundna geymslu í VLCC eða leigja tanker og fá þetta í Hvalfjörðin. Það var þess vegna sem það var panik, engin vildi sitja inni með kvöðina að taka ábyrgð á þessu hér og nú. Það er ekki hægt að vinna úr olíunni á Skerinu, tankarnir þar líklega fyrir mismunandi eldsneytistegundir.

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 minutes ago, TinTin said:

Þú getur prófað smá æfingu í vörustjórnun og flutningum. Maí-oliusamningurinn rennur út í dag. Olían þin kemur til Tulsa, Oklaholma. Þú þarft að leigja lest og tanka og fá þetta í tímabundna geymslu í VLCC eða leigja tanker og fá þetta í Hvalfjörðin. Það var þess vegna sem það var panik, engin vildi sitja inni með kvöðina að taka ábyrgð á þessu hér og nú. 

Það var auðvitað tímabundið að það væri hreinlega borgað með olíunni, svona eins og að reyna losna við bílfarm af páskaeggjum daginn eftir páska.   Allt í einu er framboð og eftirspourn ekki í samræmi.   Olíuverð er hins vegar mjög lágt núna, hægt að festa sér olíu til afhendingar í júní á tuttukall tunnuna.   Þegar kórónupestin gengur yfir á vearðið eftir að tvöfalldast í $40 og rjátlar svo væntanlega upp í $60-70 á þar sem það virtist vera að fresta sig áður en pestin kom upp.

Æskilegt verð væri einhvers staðar í kringum $80 dollara, nóg til að nýjir orkugjafar eru spennandi og menn hugsa sig um áður en þeir sóa olíunni en nógu ódýrt til að hagkerfið fer ekki á hausinn. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þessar sveiflur hafa vissulega með framboð og eftirspurn að gera og það er hægt að rýna í það upp að vissu marki. En svo eru minnsta kosti 2 aðrar hliðar sem eru heimspólitík annars vegar og hins vegar sú stefna að menn eru að hreinsa borðið til langs tíma.

Trump hefur gefið bandaríska olíugeiranum lausan tauminn enda hugsar hann mikið í quick fix og Obama var reyndar búinn að hefja þessa fracking bylgju þar á undan undir þeim formerkjum að USA þyrfti að verða minna háð öðrum í olíunni sem reyndar tókst mjög vel. Reyndar aðeins of vel því það rann hálfgert æði á fracking bransann sem er búinn að bólgna svakalega út;  svo mikið að nú eru Saudarnir búnir að fá nóg. 

Eins og Breyskur bendir réttilega á, þá eru framleiðendur í mjög mismunandi stöðu hvað varðar framleiðslukostnað og Saudar eru í bílstjórasætinu með sína 10 USD break even framleiðslukostnað á meðan Brent þarf yfir 20, fracking 35 og rússland svipað. Núna eru Saudarnir búnir að fá nóg af fjölda framleiðenda og ætla að hreinsa borðið og það gengur bara ágætlega því gjaldþrot annarra eru þegar hafin og mun bara fjölga. 

Rússland var að reyna að malda í móinn eftir samkomulag um samdrátt í framleiðslu og Saudar svöruðu með að senda flota af tankskipum til USA, áður en Trump næði að setja tolla á arabíska olíu. Rússar hafa þegar þurft að minnka framboð með eigin ákvörðun til að hægja á tapinu, fracking fyrirtæki eru mörg í dauðateygjunum og gufuknúni tjörusands bransinn í Kanada sem þarf helst 45 USD á ekki séns í þennan slag. 

Mér sýnist niðurstaðan verða sú að Trump fær tækifæri til að bjarga andlitinu með því að hann þarf ekki að hægja á framleiðslu heima hjá sér með tilskipunum því gjaldþrot sjá um það fyrir hann og þegar verðið stígur mun hann halda því fram að hann hafi bjargað því sem hægt væri að bjarga fyrir kosningar í nóvember þegar verðið verður búið að hækka um tugi prósenta. 

USA fær visst svigrúm til að framleiða en mun minna en áður, vitandi að offramleiðsla hjá þeim opnar á verðstríð af hálfu Sauda sem þola lægra verð en allir hinir og ætla að tryggja sér öruggt bílsjórasæti til langrar framtíðar.

Fyrir smælingja sem eru að ávaxta nokkrar krónur af heimilisspheimilissparnaðinum er hægt að ná í cut enda eru olíuverð kominnlangt undir mörk sjálfbærni og geta ekki annað en hækkað frá því sem nú er. 

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Getur enn lækkað. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þá hlýtur dollarinn að lækka alveg par við olíuna enda er dollarinn alveg svartur af olíu. Voru ekki einhverjir að pæla að kaupa sér dollar hérna. Tækifærið hlýtur að vera núna ef einhverntímann.

Edit: er ekki að gera lítið úr gjaldeiriskaupum

Share this post


Link to post
Share on other sites

Af hverju ætti dollarinn að lækka?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Og bjargvætturinn Trump er klár í slaginn og mun kynna rækilega fyrir kjósendum fyrir kosningar hvernig hann einn og sér, bjargaði olíuiðnaðinum og þúsundum starfa án þess að semja um meiri samdrátt í framleiðslu en aðrir officially, vitandi að x-mengi af framleiðendum væri hvort sem er á leiðinni í þrot:https://oilprice.com/Latest-Energy-News/World-News/Trump-Determined-To-Bail-Out-The-Beleaguered-Oil-Industry.html

 

 

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, Gormurinn said:

Þá hlýtur dollarinn að lækka alveg par við olíuna enda er dollarinn alveg svartur af olíu. Voru ekki einhverjir að pæla að kaupa sér dollar hérna. Tækifærið hlýtur að vera núna ef einhverntímann.

Edit: er ekki að gera lítið úr gjaldeiriskaupum

Dollarinn sveiflast í öfuga átt.  Lægra olíuverð er oftar en ekki ávísun á sterkari dollar.  

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 mínútu síðan, GGG said:

Af hverju ætti dollarinn að lækka?

Ég myndi líka vilja vita það því ég sé engin veginn hvað í þessu olíudæmi ætti að valda því 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ja, hvað heldur eiginlega dollarnum uppi ?. Það hlýtur að vera viðskipti ekki satt ?. Og hvað heldur heiminum gangandi ?.

Olía!, það er bara staðreynd, sama hvernig þú lítur á það. Heimurinn virkar ekkert í dag án olíu, og olían er keypt fyrir dollar(í langflestum tilvikum ekki satt).

Þannig, ef olía er í miklu eftirspurn að þá hlýtur dollar að vera í mikli eftirspurn ?.

Kannski er ég bara heimskur, en ef svo er, endilega látið mig vita.

Share this post


Link to post
Share on other sites
17 minutes ago, Gormurinn said:

Ja, hvað heldur eiginlega dollarnum uppi ?. Það hlýtur að vera viðskipti ekki satt ?. Og hvað heldur heiminum gangandi ?.

Olía!, það er bara staðreynd, sama hvernig þú lítur á það. Heimurinn virkar ekkert í dag án olíu, og olían er keypt fyrir dollar(í langflestum tilvikum ekki satt).

Þannig, ef olía er í miklu eftirspurn að þá hlýtur dollar að vera í mikli eftirspurn ?.

Kannski er ég bara heimskur, en ef svo er, endilega látið mig vita.

https://www.thebalance.com/what-is-a-petrodollar-3306358

Share this post


Link to post
Share on other sites

https://www.thebalance.com/how-the-dollar-impacts-commodity-prices-809294

Dollarinn ætti að hækka með lækkandi olíu. Auk þess sækja Emerging markets lönd í dollara þegar efnahagsáföll ríða yfir því þau skulda í usd og myntin þeirra verður verðlausari. USD er run-to-safety mynt og því styrkist yfirleitt í efnahagsáföllum. Dollarinn hefur ekki verið sterkari síðan 2001 ef undanskilið er stutt tímabili 2017.

Núverandi peningaprentun í USA ætti hins vegar að leiða til veikingar dollarans til lengri tíma - en það er önnur umræða.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.