Sign in to follow this  
Followers 0
Ekki tröll

Kennitöluflakk

4 posts in this topic

https://www.ruv.is/frett/2020/05/16/haegt-verdi-ad-banna-folki-ad-styra-fyrirtaeki

 

Quote

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi til að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu getur skiptastjóri þrotabús krafist þess að lagt verði atvinnurekstrarbann á þann sem komið hefur að stjórnun félags á síðustu átján mánuðum áður en félag fer í þrot. Héraðsdómari tekur ákvörðun um atvinnurekstrarbanni. Ef hann fellst á það getur stjórnandi félagsins ekki stjórnað öðru félagi og farið með prókúru þess næstu þrjú árin á eftir.

Það er vandmeðfarið að stjórna. Hlutafélög eru til þess að leyfa fólki að taka áhættu án þess að missa allt og er þetta mikilvægt fyrir t.d. nýsköpun. En þessu fylgir líka áhætta, að menn misnoti þetta. 

Ég skil vel að menn séu að misnota þetta fyrirbæri en þetta er nauðsynlegt fyrirbæri og það er betra að taka á sig tap vegna svindlarar því það er svo mikilvægt að fá nýsköpun. Það á að finna önnur úrræði en þessi. 

Gríðarleg framsýni hefur það verið og mikil lukka að búa til hlutafélög. Þetta hefur skilað okkur mörgum fyrirtækjum, störfum og verðmætum fyrir samfélagið. Ég sé ríkið girða fyrir nýsköpun með því að herða reglur í stað þess að finna eitthvað sem styður við nýsköpun eins og uppfinningin sú að leyfa fyrirtækja rekstur í hlutafélagaformi. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er þetta ekki alveg út í hött?

Það er vel þekkt fyrirbæri að skiptastjórar misnoti vald sitt sem slíkir bæði til þess að hagnast sjálfir af þrotabúinu og til þess að koma sér vel fyrir hjá ákveðnum kröfuhöfum. Þetta hljómar eins og að það eigi að leyfa skiptastjórum að taka geðþóttaákvarðanir varðandi það hvort þeir fara fram á atvinnurekstrarbann eða ekki og þá geta þeir notað hótun um það að fara eigi fram á slíkt bann sem kúgunartæki. Þetta finnst mér alls ekki vera boðlegt. Án mikillar umhugsunar þá þætti mér eðlilegra ef að eitthvað á borð við eftirfarandi yrði gert: Skiptastjóra bæri að skila inn skýrslu til lögreglu í seinasta lagi einni viku eftir að hann tekur við þrotabúi um möguleg afbrot eigenda fyrirtækisins. Ef tilefni þætti til þá myndi lögregla geta farið fram á tímabunið atvinnurekstrarbann þangað til að skiptum búsins og dómsmálum tengdum því væri lokið. Skiptastjóra bæri að skila inn annari skýrslu þremur mánuðum eftir að hann tekur við þrotabúi og svo bæri skiptastjóra að skila inn skýrslu að skiptum loknum. Í öllum tilfellum þá yrði það lögreglan sem að myndi geta farið fram á það við dómara hvort að beðið yrði um atvinnurekstrarbann eða ekki. Dálítið lýsandi fyrir Íslenskan hroka, fínum lögmönnum veitt réttindi en engar skyldur á þá lagðar.

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ertu að fara fram ábyrgð og skyldur embættismanna? Nei, láttu engan mann heyra þetta! 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er alveg ótrúlega hættulegt frumvarp!  Ég tek undir með "maggideep",  hvers vegna ætti skiptastjóri að fá þessi völd að geta eyðilagt (eða nota sem kúgunartæki) orðspor og framtíð fólks?

Ef það er grunur um glæpsamlegt athæfi þá á það að fara í gegnum lögreglu- og/eða skattarannsókn og síðan vera áframsent ef tilefni er til.

Mér sýnist að stjórnvöld ætli að lemja allskonar hættulegum hugmyndum í gegn í skjóli COVID-19 hræðslunnar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.