Sign in to follow this  
Followers 0
metallica82

Að eiga tvær íbúðir

3 posts in this topic

Ég á íbúð hér í Rvk þar sem ég er með 70% lán á henni og langar einnig kaupa íbúð á mínum heimaslóðum út á landi til að leigja út í einhvern tíma og flytja þangað tímabundið og svo aftur í bæinn ( færi eftir verkefnum ). Þannig að þá væri alltaf önnurhvor íbúðinn í útleigu. Ég á 30% upp í íbúð þar. Vitið þið hvort bankarnir eða einhverjar aðrar lánastofnanir láni fyrir íbúð nr 2 ? 

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, metallica82 said:

Ég á íbúð hér í Rvk þar sem ég er með 70% lán á henni og langar einnig kaupa íbúð á mínum heimaslóðum út á landi til að leigja út í einhvern tíma og flytja þangað tímabundið og svo aftur í bæinn ( færi eftir verkefnum ). Þannig að þá væri alltaf önnurhvor íbúðinn í útleigu. Ég á 30% upp í íbúð þar. Vitið þið hvort bankarnir eða einhverjar aðrar lánastofnanir láni fyrir íbúð nr 2 ? 

Myndi fara varlega í að fjárfesta í fasteign utan þéttbýliskjarna. Já eða utan RVK. Það getur vel verið að það komi skellur í húsnæðisverði núna, en líklegt að RVK rétti sig aftur. Gæti bara tekið tíma. Sama á ekki við um landsbyggðina, þar sem fasteignaverð hefur verið á niðurleið síðustu áratugi. Þessari niðursveiflu í fasteignaverði utan RVK er ekki flaggað enda bein afleiðing kvótastefnunnar sem er pólitísk ákvörðun. Jú, ju fermetraverðið er lágt úti á landi, en eftirspurnin er langtum minni en framboðið. Þannig að það gæti verið erfitt að losna við húsnæðið aftur. Þannig að fyrir bankann er ekki spennandi að lána fyrir svona húsnæði og eignast veð í sem gæti verið erfitt að koma í verð nema með afföllum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já þeir lána þér fyrir annari íbúð en reyna væntanlega að fá hærri vexti á þeim forsendum að hún sé ekki til eigin nota. Í það minnsta á virkum markaðssvæðum. 

Skoðaðu skattaleg áhrif af þessu og pældu vel út hvað kostar að reka eignirnar áður en þú ferð af stað.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.