Sign in to follow this  
Followers 0
Newton

Bæ bæ Bandarískt efni úr mínum hugarheimi

11 posts in this topic

Fyrir meira en mánuði síðan hætti ég að horfa á amerískar kvikmyndir og amerískt sjónvarpsefni. Ég ákvað að horfa á aðallega efni frá kóreu og einnig annarsstaðar frá, eins framandi og hægt er. Það hefur verið skemmtileg reynsla. Hef aðallega horft á kóreskt efni og finnst það miklu lífsglaðara og bjartara en þetta dimma, tilgerðamikla og ofbeldisfulla efni frá ameríku.

Það sem hefur runnið upp fyrir mér er hve áróðurskennt og sjálfsgagnrýnandi á amerískt samfélag þetta ameríska efni er. Í raun skiptir það varla máli hvaða afþreyingarefni það er frá ameríku, það er alltaf einhver áróður þarna á bakvið, allt frá leikaravali til söguþráðar. Rithöfundarnir og leikstjórarnir hafa allir eitthvað PC agenda. Satt að segja er þetta orðið ansi þreytandi.

Þegar ég horfi á kóreskt efni þá er ekkert slíkt. Allir leikararnir eru jú kóreubúar en það eru engin átök um það, það er ekki sett saman 6 manna leikarateymi með 2 hvítum, 2 svörtum, 2 hispanic bara til að vera PC, og í þokkabót passað að vera með kannski 1-2 samkynhneigða og hvaðeina. Allt er þetta áróður, settur fram sem afþreying. Í raun er nær allt afþreyingarefni frá BNA orðið svona, litað gríðarlega af svona hollywood PC agenda.

En það er ekki bara það. Viðkvæmni ameríkanna gagnvart rómantík og kynlífi í afþreyingarefni gerir það að verkum að mestallt efnið frá þeim er ofbeldisfullt, það er í lagi að sýna dauða, byssur og þvíumlíkt. T.d. eru örfáar kossasenur í öllum Avengers kvikmyndaheiminum, og allt voða flatt og lítil rómantík. Þegar maður horfir á rómantík frá öðrum löndum þá er það bara einsog night and day.

Þegar ég horfi á efni frá kóreu þá er það 100% góður söguþráður, góður leikur, og upplífgandi efni. Þegar ég horfi á efni frá BNA er einsog manni hafi verið varpað á vígvöll, annaðhvort stríðsvígvöll eða samfélagslegan vígvöll.

Niðurstaða mín er að hugarefni ameríkanna koma mér einfaldlega ekkert við. Mér finnst þetta viðeigandi í þessari umræðu um amerískt samfélag í dag, í raun kemur þetta okkur ekkert við, og við eigum ekkert að vera að hugsa of mikið út í hvað er að gerast þarna.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Amerískt efni er skilvirkt. Amerísk mynd hefur gengi vel þá kemur mynd númer 1,2,3,4,5,6,7 af sama efninu. 

Að skrifa góðan texta er að skrifa texta sem skilur eftir eitthvað hjá lesandanum. Hvað er skilvirk leið til þess? Hafa eitthvað dökkt sem snertir fólk. Ég held að það sé erfiðara að gera eins og @Newton er að segja að Kórea gerir. Að skrifa eitthvað gott sem skilur eitthvað eftir hjá áhorfandanum. 

Virkir í athugasemdum og ég á þessum vef hef notað þessa aðgerð til að skilja eitthvað eftir hjá lesandum að kalla einhvern fífl eða ráðast á eitthvað með ósanngjörnum hætti. Mig og svo marga aðra skortir getuna til að skrifa góðan réttan texta sem skilur eitthvað eftir hjá lesandanum. 

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég segi ekki að allt amerískt efni sé vont eða mannskemmandi, en mikið af því er það.

Þetta er doldið einsog að hætta að horfa á fréttir, manni líður bara betur með það, "ignorance is a bliss", mannskepnan er ekki hönnuð til að meðhöndla að vita um allt það vonda sem gerist í heiminum, slæmt fyrir geðheilsuna.

Amerískt efni er doldið þannig, flestallt, að þetta er svo mikill áróður sem maður meðtekur að manni verður hálf óglatt.

3 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 03/06/2020 at 22:04, Newton said:

Fyrir meira en mánuði síðan hætti ég að horfa á amerískar kvikmyndir og amerískt sjónvarpsefni. Ég ákvað að horfa á aðallega efni frá kóreu og einnig annarsstaðar frá, eins framandi og hægt er. Það hefur verið skemmtileg reynsla. Hef aðallega horft á kóreskt efni og finnst það miklu lífsglaðara og bjartara en þetta dimma, tilgerðamikla og ofbeldisfulla efni frá ameríku.

Það sem hefur runnið upp fyrir mér er hve áróðurskennt og sjálfsgagnrýnandi á amerískt samfélag þetta ameríska efni er. Í raun skiptir það varla máli hvaða afþreyingarefni það er frá ameríku, það er alltaf einhver áróður þarna á bakvið, allt frá leikaravali til söguþráðar. Rithöfundarnir og leikstjórarnir hafa allir eitthvað PC agenda. Satt að segja er þetta orðið ansi þreytandi.

Þegar ég horfi á kóreskt efni þá er ekkert slíkt. Allir leikararnir eru jú kóreubúar en það eru engin átök um það, það er ekki sett saman 6 manna leikarateymi með 2 hvítum, 2 svörtum, 2 hispanic bara til að vera PC, og í þokkabót passað að vera með kannski 1-2 samkynhneigða og hvaðeina. Allt er þetta áróður, settur fram sem afþreying. Í raun er nær allt afþreyingarefni frá BNA orðið svona, litað gríðarlega af svona hollywood PC agenda.

En það er ekki bara það. Viðkvæmni ameríkanna gagnvart rómantík og kynlífi í afþreyingarefni gerir það að verkum að mestallt efnið frá þeim er ofbeldisfullt, það er í lagi að sýna dauða, byssur og þvíumlíkt. T.d. eru örfáar kossasenur í öllum Avengers kvikmyndaheiminum, og allt voða flatt og lítil rómantík. Þegar maður horfir á rómantík frá öðrum löndum þá er það bara einsog night and day.

Þegar ég horfi á efni frá kóreu þá er það 100% góður söguþráður, góður leikur, og upplífgandi efni. Þegar ég horfi á efni frá BNA er einsog manni hafi verið varpað á vígvöll, annaðhvort stríðsvígvöll eða samfélagslegan vígvöll.

Niðurstaða mín er að hugarefni ameríkanna koma mér einfaldlega ekkert við. Mér finnst þetta viðeigandi í þessari umræðu um amerískt samfélag í dag, í raun kemur þetta okkur ekkert við, og við eigum ekkert að vera að hugsa of mikið út í hvað er að gerast þarna.

Sama hérna. :)  Ég hef verið að horfa fullt af S-Kóresku efni síðasta ár eða svo.  Ertu búinn að horfa á Mr. Sunshine?  Snilldarþættir! :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
9 minutes ago, falcon1 said:

Sama hérna. :)  Ég hef verið að horfa fullt af S-Kóresku efni síðasta ár eða svo.  Ertu búinn að horfa á Mr. Sunshine?  Snilldarþættir! :)

Nei, ekki enn, en er á listanum mínum.

Er að horfa á The Legend of the Blue Sea núna, held mikið upp á leikkonuna þar, hún leikur líka í My Love from the Stars.
Er reyndar einnig að horfa á seríu sem er í gangi á netflix, The King: Eternal Monarch, en það detta bara inn 1-2 þættir á viku.

 

Búinn að horfa á svona 20 seríur, það er auðvelt að leyfa sér að sogast inn í þetta.
Svona það sem mér hefur fundist vera skemmtilegast:

Crash Landing on You
I'm Not a Robot
Strong Girl Bong-Soon
 

Það eru fleiri mjög skemmtilegar, en ef ég ætti að mæla með einhverju þá eru þessar 3 tilvaldar. Crash landing on you er meiri drama, hinar eru meira gaman.

Satt að segja að eftir að hafa dottið inn í þetta þá er varla hægt að fara aftur í þessar amerísku hollywood seríur.

 

 

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

"Crash Landing on You" hef ég verið að pæla í að horfa á en ekki ennþá ýtt á Play. :D

Hér eru "mínar" þáttaraðir sem ég hef klárað (fyrir utan Mr. Sunshine) :)

 • My Country: The New Age
 • Vagabond
 • Black
 • Arthdal Chronicles

Er núna að horfa á "Kingdom". :D

Ég bíð nánast alltaf eftir að allir eða næstum allir þættirnir eru komnir á Netflix,  finnst skemmtilegra að geta stjórnað hraðanum sjálfur. ;)

Það sem ég hef tekið eftir í þessum kóresku þáttum er að leikararnir eru bara miklu betri en þessir amerísku,  sérstaklega þegar kemur að alvöru tilfinningalegu mómentum þar sem þarf t.d. að grenja.  Maður fer nú oft bara að hlægja þegar maður sér amerísku reyna að skæla en maður einhvernvegin trúir því virkilega að kóresku leikararnir séu bara í stað og stund og grenja í alvörunni haha...

Miklu meiri gæði í þessum þáttum þar sem það skiptir máli,  þ.e. söguþræði og leiklist.  Stundum er grafíkin/special fx dáldið cheap en líka oft alveg á pari við það sem best gerist í ameríku. :) 

Kvikmyndir hef ég líka séð eins og t.d.  Forgotten, Okja og auðvitað Parasite.

Maður lendir varla á lélegu kóresku efni haha...

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
3 hours ago, falcon1 said:

"Crash Landing on You" hef ég verið að pæla í að horfa á en ekki ennþá ýtt á Play. :D

Hér eru "mínar" þáttaraðir sem ég hef klárað (fyrir utan Mr. Sunshine) :)

 • My Country: The New Age
 • Vagabond
 • Black
 • Arthdal Chronicles

Er núna að horfa á "Kingdom". :D

Ég bíð nánast alltaf eftir að allir eða næstum allir þættirnir eru komnir á Netflix,  finnst skemmtilegra að geta stjórnað hraðanum sjálfur. ;)

Það sem ég hef tekið eftir í þessum kóresku þáttum er að leikararnir eru bara miklu betri en þessir amerísku,  sérstaklega þegar kemur að alvöru tilfinningalegu mómentum þar sem þarf t.d. að grenja.  Maður fer nú oft bara að hlægja þegar maður sér amerísku reyna að skæla en maður einhvernvegin trúir því virkilega að kóresku leikararnir séu bara í stað og stund og grenja í alvörunni haha...

Miklu meiri gæði í þessum þáttum þar sem það skiptir máli,  þ.e. söguþræði og leiklist.  Stundum er grafíkin/special fx dáldið cheap en líka oft alveg á pari við það sem best gerist í ameríku. :) 

Kvikmyndir hef ég líka séð eins og t.d.  Forgotten, Okja og auðvitað Parasite.

Maður lendir varla á lélegu kóresku efni haha...

 

Það er rétt, gæði leikaranna er allt annað, amerískir leikarar hafa nær ekkert tilfinningalegt range, það er bara skondið að bera þetta saman.

Það er líka stór munur á því hvernig efnið er tekið upp. Amerískt efni er voða hægt, lítið um tal, og sjónarhóll áhorfandans alltaf fjarlægt, meiri fókus á umhverfið/sviðið, og mjög öll tjáning mjög flöt.

Á meðan kóreska efnið er mun hraðar, sjónarhóll áhorfandans er bara upp við leikarana, fókusinn er á leikurunum og tjáningu leikaranna, cameran er alltaf með andlit leikaranna í close up, mikið tal... svo mikið að ég átti í erfiðleikum að fylgja subtitles og þurfti oft að hoppa til baka til að ná að fylgjast með.

Þetta er listinn af seríum sem ég er búinn að horfa á, er enn að horfa á 2-3 af þeim.

- The Kingdom
- Crash Landing on You (fyrsta svona alvöru k-drama serían sem ég horfði á, svaka menningarsjokk, sannfærði mig um að horfa á meira)
- Hi Bye, Mama!
- My Love from the Stars
- I'm Not a Robot
- My Holo Love
- My Secret Romance
- Strong Girl Bong-Soon
- Oh My Ghost
- Who Are You: School 2015
- Kill Me Heal Me
- The King: Eternal Monarch
- My Id is Gangman Beauty
- Descendants of the Sun
- Suspicious Partner
- Weightlifting Fairy Kim Bok Joo
- Are You Human?
- Chocolate
- Rookie historian Goo Hae Ryung
- It's okay, that's love
- My sassy girl
- Guardian: The lonely and great god
- Extraordinary you
- What's wrong with secretary Kim
- The Legend of the Blue Sea

Ég feitletraði þær seríur sem mér fannst bestar. Það er eiginlega engin sería sem ég vildi hafa sleppt að horfa á, þó ég haldi meira upp á sumar en aðrar.

Horfi á netflix en keypti líka aðgang að viki.com sem er með mikið af asísku efni.

 

Vildi bæta við að sumar seríur þarna eru gríðarlega þungar, en samt frábærar.
Hi Bye Mama! er algjört tilfinningadrama og rosalega átakanleg... maður hugsar oft um þessa seríu þar sem hún snertir tilfinningarnar allsvakalega.
Chocolate er rosalega erfið yfirferðar en rosalega vel gerð og vel leikin.
Kill Me Heal Me er skemmtileg framan af, en verður rosalega þung í seinni helming.
Oh My Ghost er líka nokkuð þung.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er athyglisverður þráður. Ég þarf að skoða eitthvað af þessu.

Takk.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Annar punktur sem ég vildi nefna, kannski aukaatriði, en stórt atriði fyrir suma.

Amerískar seríur eru þannig að þær eru svona multi-season, 1, 2 eða upp í 10 season. Lopinn teygður, og söguþráðurinn oftast hannaður til að vera með season cliffhangera, og svo kannski er serian ekki renewuð í næsta seasoni og aðdáendur fá engin endalok.

ALLAR kóresku seríurnar sem ég hef horft á eru í kringum 16 þætti að meðaltali, hver þáttur 1 klukkustund, og allt er þetta heilstæð saga, í raun mini-sería, með upphafi og endi. Sennilega á þetta ekki við um allar kóreskar þáttaraðir, en hef ekki fundið eina sem er svona sett upp einsog þessar amerísku.Líklega vilja kóreubúar ekki það, og heldur ekki leikararnir, þeir vilja taka þátt í nýjum sögum, enda sérðu sömu vinsælu leikarana í nokkrum seríum, alveg einsog þú sérð vinsæla ameríska leikara í mörgum mismunandi kvikmyndum.

Það er eitt stórt aspect sem mér líkar mjög vel við. Þetta er hannað til að hafa upphafi og endi, og ekki ganga endalaust með bull söguþræði bara útaf því að það er vinsælt.

2 people like this

Share this post


Link to post
Share on other sites

Glæsilegt Newton,  takk fyrir þennan lista - maður hefur núna margar hugmyndir um seríur til að glápa á. ;):D

Ég tek undir þennan punkt með að kóresku seríurnar setji upp heilstæða sögu.  Maður hefur oft lent í því að vera búinn að horfa á nokkur season af amerísku seríum og svo er þeim bara allt í einu cancelaðar og eftir stendur serían í lausu lofti og maður í raun búinn að eyða tíma til einskis.  Maður verður bara reiður þegar það gerist,  sérstaklega ef um er að ræða frekar góða þætti.   Þess vegna er maður farinn að bíða dáldið og sjá hvað gerist áður en maður sest niður og tengir sig við einhverja ameríska seríu.

Mér finnst líka magnað að hver þáttur hjá kóreubúanum er oft svona 1-1 1/2 tími en þeir ná samt sem áður langoftast að forðast að þeir séu langdregnir.

Ég elska líka hljómburðinn í kóreskunni. :D  Frekar hljómfagurt finnst mér.

Hérna er ein góð kvikmynd sem ég mæli með,  "Joint Security Area".  Fannst hún mjög áhugaverð. :)

"A Taxi Driver" er líka mjög góð.

Share this post


Link to post
Share on other sites
11 hours ago, falcon1 said:

Glæsilegt Newton,  takk fyrir þennan lista - maður hefur núna margar hugmyndir um seríur til að glápa á. ;):D

Ég tek undir þennan punkt með að kóresku seríurnar setji upp heilstæða sögu.  Maður hefur oft lent í því að vera búinn að horfa á nokkur season af amerísku seríum og svo er þeim bara allt í einu cancelaðar og eftir stendur serían í lausu lofti og maður í raun búinn að eyða tíma til einskis.  Maður verður bara reiður þegar það gerist,  sérstaklega ef um er að ræða frekar góða þætti.   Þess vegna er maður farinn að bíða dáldið og sjá hvað gerist áður en maður sest niður og tengir sig við einhverja ameríska seríu.

Mér finnst líka magnað að hver þáttur hjá kóreubúanum er oft svona 1-1 1/2 tími en þeir ná samt sem áður langoftast að forðast að þeir séu langdregnir.

Ég elska líka hljómburðinn í kóreskunni. :D  Frekar hljómfagurt finnst mér.

Hérna er ein góð kvikmynd sem ég mæli með,  "Joint Security Area".  Fannst hún mjög áhugaverð. :)

"A Taxi Driver" er líka mjög góð.

Hérna er annar listi, eða listi af listum:

https://mydramalist.com/profile/kdramarecs/lists

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

 • Recently Browsing   0 members

  No registered users viewing this page.