Sign in to follow this  
Followers 0
Ekki tröll

Einkarekið

11 posts in this topic

11 tímum síðan, Ekki tröll said:

https://www.ruv.is/frett/2020/06/24/komst-ekki-ut-i-adgerd-og-situr-thvi-uppi-med-kostnadinn

 

Hun átti að bíða ef hún vill ekki borga.

 

1000 manns þurfa aðgerð. LSH getur sinnt 600 og einkaaðilar 400. 
 

Af hverju vinna einkaaðilarnir ekki á LSH og minnka biðlistann þar?

Spyr sá sem ekki veit.

,,Sjúkratryggingar Íslands vilja ekki greiða fyrir liðskiptaaðgerð sem kona var tilneydd til að gangast undir...."

Þarna er verið að stilla SÍ sem vondu kerlingunni í dramanu. Er þetta ekki bara einfalt? Sjúkratryggingar Íslands voru ekki með samning við Klíníkina um greiðsluþátttöku. Punktur.

1 person likes this

Share this post


Link to post
Share on other sites
44 minutes ago, Skrolli said:

,,Sjúkratryggingar Íslands vilja ekki greiða fyrir liðskiptaaðgerð sem kona var tilneydd til að gangast undir...."

Þarna er verið að stilla SÍ sem vondu kerlingunni í dramanu. Er þetta ekki bara einfalt? Sjúkratryggingar Íslands voru ekki með samning við Klíníkina um greiðsluþátttöku. Punktur.

Og SÍ er ekki með samning við Klíníkuna af því að Heilbrigðisráðherra vill ekki að nokkur einstaklinur á landinu starfi í heilbrigðisgeiranum án þess að vera starfsmaður Ríkisins™. Hún hatar einkaframtakið sem kom sterklega fram í hvernig hún hagaði sér í tengslum við ÍE og Kára. Það endurspeglast í t.d. því að forvarnar krabbameinsrannsóknir eru núna komnar úr höndum Krabbameinsfélagsins og inn á Landspítala.

Þetta er stefna Svandísar með heilbrigðiskerfið: að beina ÖLLU inn á Landspítalann, þar sem eru takmarkaðar auðlindir (rúm, skurðstofur, starfsfólk etc) í stað þess að nýta það sem til er í landinu, öllum til hagsbóta (og jafnvel spara skattfé í leiðinni).

OG AÐ SJÁLFSÖGÐU KEMUR ÞETTA NIÐUR Á AFKÖSTUM OG ÞJÓNUSTU!!!!

tokyo-Japan-subway-crowd.jpg

Það er rétt hjá þér @Skrolli, það er ekki við SÍ að sakast heldur okkar ültra sósíalíska Heilbrigðisráðherra að fólk er kvalið í langan tíma út af lélegum afköstum sem gætu verið miklu betri. Ef hún myndi bara asnast til að hætta þessum sósíalíska þvermóðskuhætti um að allir eigi að vera ríkisstarfsmenn.

Og rótin liggur í því að kommúnistar HATA velgengni, sérstaklega ef velgegnin birtist í formi arðgreiðslna til eigienda fyrirtækja. Þau HATA það! Kommúnistar eru eins og Kain sem hataði velgegngni Abel.

Þess ber að geta að ég hef farið í fimm aðgerðir á hnánum á mér út af liðþófum og slíku sliti. Allt gengið upp fullkomnlega og ég komst aftur í að hreyfa mig helling (fjallamennska, hjólamennska, fjallahjólamennska, etc). Og það er frábært. Og ég hefði borgað það úr mínum eigin vasa hefði það verið nauðsynlegt út af því að biðraðir væru ljósár að lengd út af sósíalismaþvermóðsku Heilbrigðisráðherra.

Það er frábært að nudda henni upp úr því að hún er að drekka kerfinu með sinni þvermóðsku. Gott mál, fokk VG í þeirra óskynsömu stefnum þegar kemur að framistöðu og afköstum heilbrigðiskerfisins.

PS: Þetta er kallað á ensku "A race to the bottom".

Share this post


Link to post
Share on other sites

@fleebah

 

Af hverju vinna einkaaðilarnir ekki á lansanum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
25 minutes ago, Ekki tröll said:

Af hverju vinna einkaaðilarnir ekki á lansanum?

Sumir gera það. Vinna þar og eru svo með stofu líka.

EN

Hvað þetta tiltekna mál varðar þá eru skurðstofur flöskuhálsinn. Segjum sem svo að allar aðgerðir færu fram á Lansanum. Það eru bara takmarkaður fjöldi skurðstofa þar. Og það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni hvað afköst varðar á þeim spítala. Þetta er flöskuhálsinn.

Á sama tíma eru nokkrar einkareknar skurðstofur í rekstri fyrir aðgerðir á borð við bæklunarlækningar, háls-nef og eyru, augnaðgerðir, meltingafæraaðgerðir etc. Og það er mun betra að nýta þær í slíkar aðgerðir en Lansinn myndi þá fókusa á stærri og flóknari aðgerðir, áhættumeiri aðgerðir þar sem betra er að vera á full fledged spítala ef eitthvað fer úrskeðis (stutt í lyf, aðra sérfræðinga, alls kyns sérfræðingateymi, etc).

Og það er þetta sem Svandís, ásamt VG og fleiri sósíalistum, hefur barist hart gegn. Því að einkareknu stofunnar eru með eigendur. Sem vilja arð af sinni fjárfestingu og áhættu. Og það er eitur í æðum sósíalista, arðgreiðslur.

Ergo: Afköst, framistaða og þjónusta við landsmenn er secondary forgangsatriði hjá VG, forgangsatriði er að "vondir kapítalistar" séu ekki að greiða arð. Tilgangurinn  helgar meðalið.

  • Tilgangurinn: Koma í veg fyrir arð. Allt ríkisrekið.
  • Meðalið: Verri þjónusta, verri afköst, þjáningar sjúklinga.

Nota bene, þetta er ekkert nýtt. Þetta er niðurstaðan á sósíalískum rekstri allt, allt of oft. Þetta er regla frekar en undantekning.

Share this post


Link to post
Share on other sites
1 tíma síðan, fleebah said:

Og SÍ er ekki með samning við Klíníkuna af því að Heilbrigðisráðherra vill ekki að nokkur einstaklinur á landinu starfi í heilbrigðisgeiranum án þess að vera starfsmaður Ríkisins™. Hún hatar einkaframtakið sem kom sterklega fram í hvernig hún hagaði sér í tengslum við ÍE og Kára. Það endurspeglast í t.d. því að forvarnar krabbameinsrannsóknir eru núna komnar úr höndum Krabbameinsfélagsins og inn á Landspítala.

Þetta er stefna Svandísar með heilbrigðiskerfið: að beina ÖLLU inn á Landspítalann, þar sem eru takmarkaðar auðlindir (rúm, skurðstofur, starfsfólk etc) í stað þess að nýta það sem til er í landinu, öllum til hagsbóta (og jafnvel spara skattfé í leiðinni).

OG AÐ SJÁLFSÖGÐU KEMUR ÞETTA NIÐUR Á AFKÖSTUM OG ÞJÓNUSTU!!!!

tokyo-Japan-subway-crowd.jpg

Það er rétt hjá þér @Skrolli, það er ekki við SÍ að sakast heldur okkar ültra sósíalíska Heilbrigðisráðherra að fólk er kvalið í langan tíma út af lélegum afköstum sem gætu verið miklu betri. Ef hún myndi bara asnast til að hætta þessum sósíalíska þvermóðskuhætti um að allir eigi að vera ríkisstarfsmenn.

Og rótin liggur í því að kommúnistar HATA velgengni, sérstaklega ef velgegnin birtist í formi arðgreiðslna til eigienda fyrirtækja. Þau HATA það! Kommúnistar eru eins og Kain sem hataði velgegngni Abel.

Þess ber að geta að ég hef farið í fimm aðgerðir á hnánum á mér út af liðþófum og slíku sliti. Allt gengið upp fullkomnlega og ég komst aftur í að hreyfa mig helling (fjallamennska, hjólamennska, fjallahjólamennska, etc). Og það er frábært. Og ég hefði borgað það úr mínum eigin vasa hefði það verið nauðsynlegt út af því að biðraðir væru ljósár að lengd út af sósíalismaþvermóðsku Heilbrigðisráðherra.

Það er frábært að nudda henni upp úr því að hún er að drekka kerfinu með sinni þvermóðsku. Gott mál, fokk VG í þeirra óskynsömu stefnum þegar kemur að framistöðu og afköstum heilbrigðiskerfisins.

PS: Þetta er kallað á ensku "A race to the bottom".

Já, auðvitað er þetta allt önnur umræða sem þú bryddar upp á í þínu innleggi.

En kerfið er mjög stirt það verður að viðurkennast. Að það sé hægt að senda sjúkling til útlanda í aðgerð og ríkið borgar allt, en ekki hægt að sækja sér sambærilega læknisþjónustu á einkasjúkrahúsi innanlands og fá endurgreitt vegna þess að það er ekki samningur við ríkið. Jú, þetta er skrýtið.

En svona vandamál eru til þess að þau séu leyst á vitrænan hátt. Ótrúlegt að ekki sé löngu búið að því.

Share this post


Link to post
Share on other sites
2 hours ago, Skrolli said:

En svona vandamál eru til þess að þau séu leyst á vitrænan hátt. Ótrúlegt að ekki sé löngu búið að því.

Ahhhhh, eldheit ideólógía og træbalismi kemur í veg fyrir töluvert af vitrænni umræðu. 

Share this post


Link to post
Share on other sites
41 mínútum síðan, fleebah said:

Ahhhhh, eldheit ideólógía og træbalismi kemur í veg fyrir töluvert af vitrænni umræðu. 

Já ætli það ekki.

Það er fyrst og fremst umhugsunarefni hversu margir (allt í einu að því virðist) þurfa að fara í liðskiptaaðgerðir nú til dags. Er eitthvað í kranavatninu? En svo er það hinn anginn; hér áður fyrr þótti það ekki sanngjarnt að menn gætu ,,keypt sér fram fyrir röðina" eða þannig þegar kom að því að sækja sér heilbrigðisþjónustu. En nú er þessi þjónusta fyrir hendi, þ.e. þeir sem eiga pening geta keypt sér hana....hvað er fólk að væla þá?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ok, ef við aukum einkaframtak. t.d bara heilt sjúkrahús, að það þýðir að fólk sem á meiri pening (þjónustan líklega kostar meira) fer líklega þangað en á ríkissjúkrahúsið.

Þýðir það ekki einfaldlega minni álag á ríkisspítalann og betri þjónusta fyrir hina þá ?. Af hverju er fólk á móti einkaframtakinu eiginlega, fyrir utan það að vera bara hardcore sósar og allir eiga að hafa það jafnskítt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
On 6/25/2020 at 3:21 PM, Gormurinn said:

Af hverju er fólk á móti einkaframtakinu eiginlega, fyrir utan það að vera bara hardcore sósar og allir eiga að hafa það jafnskítt.

Eitt argúment hefur verið, að með þvi sköpum við tvöfalt heilbrigðiskerfi; eitt fyrir ríka fína fólkið og annað fyrir fátækann almúgann.

Á norðurlöndum hefur ríkt sú hugmynd að allir eigi að hafa jafnan aðgang að helbrigðiskerfinu, óháð efnahag; að fólk þurfi ekki að neita sér um læknishjálp af fjárhagsástæðum.

Það hefur verið kallað "velferðarkerfi" - eitthvað sem íslendingar skilja ekki, fyrr en þeir hafa búið í einhverju af hinum norðurlöndunum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ehhhmmm það er einmitt skandinavíska módelið að vera með blandað kerfi einka- og opinberra aðila í veitingu heilbrigðisþjónustu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.