Sign in to follow this  
Followers 0
huuh

Byrgið !

378 posts in this topic

Nú á tímum þegar verið er að tala um niðurskurð og enga styrki til ýmissa félaga, sá ég á öðrum þræði, þar sem spurt var um bílaeign og umráð Byrgisins. Jón Arnarr varð fyrir svörum og ´svaraði með skætingi þessari réttmætu spurningu fyrirspyrjanda.

Hann benti á bifreiðaskrá og samkvæmt henni eu 4 bifreiðar á vegum Byrgisins 2 Reault Laguna 99 og 02 árgerðir samtals að viðmiðunarverð 2,5 millj.

1 Renault Mégane skr. 17.09.2004 verð ca 18-1900.000.

1 Renault Messenger trúlega verðlítil.

Þá heyrði ég af starfsmanni Byrgisins á ársgömlum Land-Rover Discovery og ætli þeir séu ekki á svo sem 3-5 milljónir.

Ekki veit ég hvort þessi skrá er tæmandi.

Þessu hefði nú Jón Arnarr getað svarað og þar með haft allt uppi á borðinu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Satt segirðu, séu þetta réttar upplýsingar hversvegna svarar þá Jón Arnar ekki sannleikanum samkvæmt, en að kasta skæting í málverja er hanns aðferð.

PS: Verður þetta innlegg mitt til að ég muni fá að finsslur frá stjórnendum þessa vefs?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þeir verða að hafa þokkalegan bílaflota.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það skiptir væntanlega mun meira máli hvernig bílum þeir keyra á heldur en hvað mörgum mannslífum þeir bjarga.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fyrirgefið en þarf Byrgið líkt og aðrar stofnanir ekki að hafa aðgang að ökutækjum? Það þarf að sæka aðföng... útrétta og mér skilst að forsvarsmenn þess geri sér reglulega ferð til RVK til þess að sækja skjólstæðinga.

Ég hef ekkert séð eða heyrt sem fær mig til þess að halda að Byrgið sé rekið sem gróðafyrirtæki. Veit ekki betur en að það sé stofnað og rekið af hugsjón!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Enginn er að mótmæla því, ja ekki mér vitanlega, en Byrgið hefur sínar tekjur með betli og snöpum á samt og að einhverju er þéim úthlutað af skattfénu okkar svo hvað vakir fyrir þeim talsmönnum Byrgissins hér að svara með skætingi er málið, því leggja þeir ekki spilin á borðið og svara bara kurteislega þegar til þeirra er beint spurningum um reksturinn.

Ja þannig sé ég þetta allavega, væri þetta eitthvert hf. félag úti í bæ liti málið öðru vísi út, en meðan reksturinn er fjármagnað með þeim hætti sem ég hef lýst, þá er mér með öllu óskiljanleg þessi fram koma Jóns Arnars.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það skiptir væntanlega mun meira máli hvernig bílum þeir keyra á heldur en hvað mörgum mannslífum þeir bjarga.

Hversu mörgum mannslífum hafa þeir bjargað, vissulega skiftir það máli.

Svo segðu okkur nú frá rannsóknum þínum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hawk12  Dec 27 2004, 13:42 Innlegg #7 

QUOTE

Hversu mörgum mannslífum hafa þeir bjargað, vissulega skiftir það máli.

Svo segðu okkur nú frá rannsóknum þínum.

Það þarf engar rannsóknir til að sjá að meðferðarstofnanir og hjálparsamtök bjarga mannslífum. Hinsvegar þyrfti að rannsaka hversvegna þér er svo illa við stofnanir og samtök sem vinna að þessum málum. Hvað veldur hatri þínu og gremju út í samtök sem hjálpa fólki ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er rétt.

Skandall hvernig SÁÁ er svelt peningalega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hversu mörgum mannslífum hafa þeir bjargað, vissulega skiftir það máli.

Svo segðu okkur nú frá rannsóknum þínum.

Hawk12 Ég veit ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á þessu þó það megi vel vera. Ég sé samt ekki að það skipti öllu máli í þessari umræðu.

Það sem ég hins vegar sé er að það er greinilegt að annað hvort hefur þú ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um eða þú hefur af einhverjum ástæðum afar einbeittan vilja til að nýða niður starf Byrgisins.

Satt best að segja hef ég á tilfinningunni að þú sjálfur sért fíkill til margra ára og hafir barist áfram á hnefanum við að halda þér óvímuðum.

Þjakaður af sjálfsfyrirlitningu og þorir ekki fyrir þitt litla líf að horfast í augu við sjálfan þig. Afneitunin við það að gera líf þitt óbærilegt.

Segðu mér nú:

Er ég mannþekkjari eða er ég mannþekkjari ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf engar rannsóknir til að sjá að meðferðarstofnanir og hjálparsamtök bjarga mannslífum. Hinsvegar þyrfti að rannsaka hversvegna þér er svo illa við stofnanir og samtök sem vinna að þessum málum. Hvað veldur hatri þínu og gremju út í samtök sem hjálpa fólki ?

Jú vissulega þarf rannsóknir, þú getur ekki slegið fram fullyrðingu og síðan bara ekki söguna meira, ég vil nú meina að við séum komnir yfir tímabil galdarofsókna þar sem einhver gat komið með fullyrðingu um að hú eða hann væri galdramanneskja og það nægði til að hún eða hann var brend á báli.

Það er ekkert "hatur" sem kemur mér til að vilja fá sannanir fyrir svona fullyrðingum góði minn, komdu með sannarnir fyrir þessum fullyrðingum þínum, annað fór ég nú ekki fram á.

PS: fyrir nú utan frekjuna og óskammfeilnina sem talsmaður þessa "líknarfélags" sínir þeim málverjum sem voga sér að gagnrýna hanns skrif.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hawk, ég er sjálfur ein sönnun þess að meðferðarstarf skilar árangri! Reyndar ekki á vegum Birgisins en geri ekki ráð fyrir að þeir séu eftirbátar SÁÁ í þessu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hversu mörgum mannslífum hafa þeir bjargað, vissulega skiftir það máli.

Svo segðu okkur nú frá rannsóknum þínum.

6% núlifandi íslendinga hafa farið í meðferð. 4% núlifandi íslendinga hafa farið í meðferð og drekka ekki eða eru á eiturlyfjum.

Ca 10% núlifandi íslendinga hafa ekki farið í meðferð, þurfa á því að halda, og myndu gera sér og sínum mjög gott með því. Og þjóðarframleiðslunni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hawk, ég er sjálfur ein sönnun þess að meðferðarstarf skilar árangri!  Reyndar ekki á vegum Birgisins en geri ekki ráð fyrir að þeir séu eftirbátar SÁÁ í þessu.

Rubinstein, ég er sjálfur sönnun þess gagnstæða, þurfti eða hafði ekki þurft á aðstoð SÁÁ eða Byrgisins, kom þó ótæpileg við við flöskuna á sínum tíma en ákvað bara með sjálfum mér einn góða veður dag að nú væri nóg komið.

Svo þetta með þig segir mér bara ekkert um rannsóknir á þessu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rubinstein, ég er sjálfur sönnun þess gagnstæða, þurfti eða hafði ekki þurft á aðstoð SÁÁ eða Byrgisins, kom þó ótæpileg við við flöskuna á sínum tíma en ákvað bara með sjálfum mér einn góða veður dag að nú væri nóg komið.

Svo þetta með þig segir mér bara ekkert um rannsóknir á þessu.

Þetta datt mér í hug hawk12 B)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rubinstein, ég er sjálfur sönnun þess gagnstæða, þurfti eða hafði ekki þurft á aðstoð SÁÁ eða Byrgisins, kom þó ótæpileg við við flöskuna á sínum tíma en ákvað bara með sjálfum mér einn góða veður dag að nú væri nóg komið.

Svo þetta með þig segir mér bara ekkert um rannsóknir á þessu.

Hawk12

Það hafa ekki allir sem glíma við fíkn af einhverju tagi styrk til þess að takast á við hana óstuddir þó að þér hafi tekist það. Þeir þurfa aðstoð á borð við þá sem Byrgið SÁÁ og fleiri stofnanir veita.

Sé ekki að það skipti nokkru máli hvort rannsóknir liggi fyrir um það hve mörgum mannslífum þessar stofnanir hafa bjargað.... þær bjarga þeim sem njóta aðstoðarinnar sem og fjölskyldum þeirra.

Hér að ofan eru tölur um að um 20% þjóðarinnar eigi við einhverja fíkn að étja (trúi froskdýrinu, hann hefur líklega gogglað þetta upp). Samkvæmt nýustu tölum vantar ekki nema rétt tugþúsund til þess að Íslendingar teljist 300000. Þegar tekið er tillit til allra aðstandenda þá eru þetta tugi þúsunda Íslendinga sem hafa og geta bætt lífskilyrði sín með hjálp þessara stofnana.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta datt mér í hug hawk12 B)

Já var það ekki og hvað segir þetta þér, ef þetta segir þér eitthvað?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er ekki í nokkrum vafa að þessar stofnanir hafa komið í veg fyrir dauða, einnig hafa þær vafalaust gert mörgum kleyft að takast á við lífið á nýjan leik.

Ég sé að komin er eintthvað svar við fyrirspurn minni til Jóns Arnarrs, um bílakostinn.

Ég verð nú að segja að ég skil ekki þennan feluleik og þessa rosalegu varnarstöðu sem Jón setur sig ávallt í þegar spurningar koma fram.

Mér finnst ekkert óeðlilegt að spyrja svona. Það er jú hluti af okkar skattpeningum sem fer til Byrgisins og mig einfaldlega langar að vita ca í hvað þeir fara.

Kveikjan að spurningunni var að ég sá einn starfsmann Byrgisins á splunkunýjum Renault Mégane.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Kannski er málið að Byrgið er alltaf í einhverri varnarstöðu hér, út af allskyns blammeringum. Sem maður skilur ekki. Ég væri löngu farin í vörn, ef ég yrði fyrir svona endalausum árásum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Kannski er málið að Byrgið er alltaf í einhverri varnarstöðu hér, út af allskyns blammeringum.  Sem maður skilur ekki.  Ég væri löngu farin í vörn, ef ég yrði fyrir svona endalausum árásum.

cesil, ég hafði nú tekið þá ákvörðun að vera ekki að svara þér, svona gefa þér frí að minnsta kosti um stundarsakir.

En ég get ekki orðabundist frekar en fyrri daginn þegar þú kemur með innleggin þín, hvaða blammeringar ertu að tala um, ég get nú ekki séð annað en til forsvarsmanns Byrgisins hafi verið beint fullkomlega eðlilegri spurningu hvað varða reksur þessa ríkistyrkta "líkanfélags", en umræddur forsvarsmaður bara svarað með skætingi eina ferðina enn, nú það er svo sem ekkert við því að segja, að öðruleiti en því, hvað veldur að Byrgið getur aldrei svara hér málefnalega eða vill það kannski ekki, ja einhver er ástæðan.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Guest
This topic is now closed to further replies.
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.