Sign in to follow this  
Followers 0
Salvör

Er Fréttablaðið bara fyrir karlmenn?

122 posts in this topic

Ég var að renna yfir blaðaskammtinn á laugardegi, það er helst um helgarnar að maður hefur tíma til að lesa blöðin vel og mér virðast líka blöðin gera ráð fyrir því og það eru oftast bitastæðar greinar í blöðunum.

En ég veit ekki hvað veldur, hvort ég er eitthvað alltaf að spá í karla- og kvennamismunun en mér finnst bara Fréttablaðið vera farið að slá Kastljósið og Gísla Marteinn út í því að sniðganga konur. Vil reyndar taka fram að mér finnst Kastljósið horfa núna til batnaðar og líka Rúv sjónvarpsfréttirnar, þar koma stöku sinnum núna fréttir og umræða sem konur fá að vera með í.

En ég vil biðja menn að renna yfir Fréttablaðið í dag, bara hraðfletta því og taka eftir um hvað umfjöllunin er og ekki síður hvernig myndanotkunin er. Ég ákvað að gera smáúttekt á þessu og taldi myndir sem voru bara af karlmönnum og myndir sem voru bara af konum. Staðan er þannig: það voru 57 myndir bara af karlmönnum og það voru 12 myndir bara af konum. Staðan er einnþá hryllilegri ef skoðaðir eru dálksentimetrarnir sem fara undir myndir, það eru örsmáar myndir af konum t.d. um eins sentimetra mynd af Silju Aðalsteinsdóttur en flennistórar myndir af karlmönnum t.d. mynd sem nær yfir hálfa blaðsíðu af Sigurði sendibílstjóra númer 6 hjá Sendibílastöðinni h/f sem "kallar ekki allt ömmu sína" eins og segir í myndatexta.

Svo eru af þessum 12 myndum af konum nokkrar það sem konurnar á myndinni eru nafnlausar t.d. mynd af konu þar sem fjallað er um vetrarhörkur í útlöndum og mynd af sem er sögð fyrirsæta en hefur ekkert nafn. Margar af þessum 12 konum eru líka útlend "celebrities" þannig að það er varla hægt að segja að Fréttablaðið hafi eina einustu umfjöllun sem tengist íslenskum konum eða er skrifuð af íslenskum konum.

Annað er upp á teningnum með karla.

Á forsíðunni er mynd af nokkrum köllum að kaupa búlgasta símann, þeir sitja ábúðarmiklir við borð og undir er slagorð úr vígamenningu: STYRKUR TIL SÓKNAR

.... hmmm ég var að taka eftir að það er ein grein um íslenskan doktor Ragnhildi Sigurðardóttur sem var að kynna þingnefnd í Washington rannsóknir sínar, skrýtið að það sé ekki mynd af henni... það er mynd af Sigurði Kára, það er mynd af Guðlaugi og eiginlega öllum köllum...

Það er flennimynd af Baggalútsstrákunum, svona til að festa í sessi að til að vera fyndinn á Íslandi og fá að gera grín þá þurfir þú að vera karlmaður. Skrýtið sérstaklega þar sem Baggalútsmenn vilja vera nafnlausir, það er fátt um þá að vita annað en þeir eru karlkyns. Íslendingar hafa ekki alist upp með annarri fyndni en karlmannlegri sb. hina alkarlmannlegu Spaugstofufyndni.

Og umfjöllunin er afar karlmannleg í Fréttablaðinu, viðtalið við sendibílastjórann er með fyrirsögnina "með blóðsprungnar axlir og titrandi hné...". Svo er heilopna með flennifyrirsögn um "Hið íslenska strákaband" og heilsíða "Hafið togar" um strákana í Sjómannaskólanum (235 kallar og 3 konur)

Það er kannski bara í takt við blaðið að fyrirsögnin á baksíðunni er "Soðin eistu" og fjallar um mestmegnis um viðkvæmni kvenna á ákveðnum súrmat og manndómskraftinn sem felst í því að innbyrgða mat sem er ákveðnum stigi í rotnunarferlinu.

Já það verður svo sannarlega ekki sagt að þeir Fréttablaðs(karl)menn kalli allt ömmu sína. Né mömmu sína, systur sína eða dóttur sína ef út í það er farið...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ertu ekki að grínast með þessum þræði?

Kannski er bara ekkert fréttnæmt að gerast hjá konum, eða einhver gleimt að láta þá hjá fréttablaðinu vita. :blink:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Deddi. Þetta er há-alvarlegt mál sem verður að ræða oní kjöl. Það verður að gera tölfræðilega úttekt á þessu. Ríkið borgar og kanski gefur sjálfboðaliði fram á þessum þræði.

Tölfræði mar, tölfræði.

Ég gerði úttekt á þessu sjálfur og fór til margra landa til þess að fá sem gleggsta mynd af málinu.

Ég hreinlega er kjaftstopp.

Share this post


Link to post
Share on other sites
En ég vil biðja menn að renna yfir Fréttablaðið í dag, bara hraðfletta því og taka eftir um hvað umfjöllunin er og ekki síður hvernig myndanotkunin er. Ég ákvað að gera smáúttekt á þessu og taldi myndir sem voru bara af karlmönnum og myndir sem voru bara af konum. Staðan er þannig: það voru 57 myndir bara af karlmönnum og það voru 12 myndir bara af konum.

Þetta var þarft og gott framtak hjá þér. Alltaf gaman þegar fólk finnur sér eitthvað til dundurs. Sumir prjóna, aðrir safna frímerkjum og svo eru þeir sem hafa gaman af því að telja myndir...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Salvör er á algerum villigötum. Í blöðum fyrir karlmenn eru engar myndir af karlmönnum.

Samkvæmt úttekt Salvarar þá er ljóst að Fréttablaðið er aðallega fyrir kvenfólk. Það má í raun lesa á milli línanna að verið sé að kynna karlmenn fyrir konum, sem þær geta svo reynt að krækja í ef þeim líst þannig á þá.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sæl Salvör,

Þessu get ég vel trúað... og þetta ÞARF að athuga !!! Það vill nefninlega stundum gleymast misréttið sem er ekki skrifað um stórum stöfum í lögunum. Þetta óljósa misrétti... þið skiljið.

En hver eru hlutföll karla og kvenna í blaðamannageiranum ? Ég spyr, er það ekki rótin ???

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ofboðslega er þetta að verða úldið umræðuefni... að telja hausa á konum og körlum í fjölmiðlum. Einkum þegar allir vita hvað veldur því að karlarnir eru þar fleiri en konurnar. Ég sé mest eftir peningnum sem fer í að dæla peningum í þessa bjánalegu kynjafræði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ertu ekki að grínast með þessum þræði?

Kannski er bara ekkert fréttnæmt að gerast hjá konum, eða einhver gleimt að láta þá hjá fréttablaðinu vita. :blink:

Þetta er feminasisminn í reynd.

Öfund, afbrýðissemi og metingur um ekki neitt. Og helst á kostnað karlmanna.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ofboðslega er þetta að verða úldið umræðuefni... að telja hausa á konum og körlum í fjölmiðlum. Einkum þegar allir vita hvað veldur því að karlarnir eru þar fleiri en konurnar. Ég sé mest eftir peningnum sem fer í að dæla peningum í þessa bjánalegu kynjafræði.

Vil bara taka fram við Naglann og aðra sem hafa fært umræðuna á það stig að það kosti einhvern helling að telja hausa þá gerði ég það bara í mínum eigin tíma heima hjá mér og það tók mig innan við eina mínútu. Sé ekki eftir þeim tíma :P

En mér finnst ótrúlegt hvað menn geta æst sig út af þegar það er skellt framan í þá staðreyndum sem sýna að það er hryllilegt ástand í jafnréttismálum. Ef ég tel myndir í einu laugardagsblaði þá er það tilefni til margra athugasemda um hvað það er auvirðileg iðja og líka blandast það eitthvað athugasemdum um að ríkið sé að dæla peningum í að safna saman alls konar ónauðsynlegri tölfræði. Vil bara enn og aftur taka fram að ég var ekki á launum hjá einum og neinum (ekki einu sinni á styrk frá Baugsfeðrum eða Kolkrabbanum :P ) þessa mínútu sem ég taldi kalla- og kvenmyndirnar í Fréttablaðinu í dag.

Ég hlustaði í útvarpinu á sams konar væl í gær, það var verið að birta einhverja könnun um að konur hefðu í dag bara 60% af kaupi karla og það var viðtal við einhvern kall hjá verkalýðsfélagi og hann spurður hvers vegna miðaði ekki neitt áfram og hann bara blákalt sagði að hann tryði ekki þessum tölum, þetta gæti ekki verið. Ég er reyndar sammála því að það hefur verið einhver skekkja í þessum tölum en sennilega hefur hún verið á þann veg að launatekjur karla eru meiri - einfaldlega vegna þess að það eru fleiri karlar í störfum þar sem möguleikar eru á að drýgja tekjur með hlunnindum, skattaafslætti, að telja ekki allt upp til skatts - heldur en hjá konum.

Langar hérna líka að tala um viðkvæmni sumra karla fyrir nauðgunartölfræði. Það virðist vera allt í lagi að segja að þetta og þetta mörgum prósentum kvenna sé nauðgað en ef nauðgunarstatistik er snúið við og rætt um að þetta eða hitt hlutfallið af karlmönnum séu nauðgarar þá verður allt vitlaust.

En ég veit bara ekki hvernig maður á að fá fólk sem vill ekki sjá til að horfa á það sem blasir við öllum sem vilja nota sjónina... að það virðist halla á konur á næstum öllum sviðum... sérstaklega þar sem völdin eru: í fjármálalífi, í stjórnmálum og í fjölmiðlum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er búið að klóna Kolbrúnu Halldórss??

:lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er líðræði á íslandi og fólk er kosið á þing og í stjórnir. Hverjum er það að kenna að það séu fáar konur á þingi? Eru kannski færri konur sem að bjóða sig fram. :lol:

Það er fáránlegt að væla undan því að það séu fáar konur í stjórnmálum. Það er um að gera að bjóða sig fram, og ef þær eru ekki kosnar þá er það tough luck.

Fjölmiðlarnir eru flestir einkafyrirtæki, þeir sem að reka einkafyrirtæki mega ráða þá sem að þeir vilja, þurfa ekkert að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna.

Sama á við um fjármálastofnanir.

Ég veit ekki um neina karlmenn sem að eru viðkvæmir vegna tölfræði um fjölda nauðgara, enda eru þetta dæmdir menn sem að hafa ekkert við okkur sem að sjáum sóma okkar í að bera virðingu fyrir konum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er reyndar sammála því að það hefur verið einhver skekkja í þessum tölum en sennilega hefur hún verið á þann veg að launatekjur karla eru meiri - einfaldlega vegna þess að það eru fleiri karlar í störfum þar sem möguleikar eru á að drýgja tekjur með hlunnindum, skattaafslætti, að telja ekki allt upp til skatts - heldur en hjá konum.

Ástæða þess að konur hafa 60% af tekjum karla og karlar eru meira í Fréttablaðinu er sú að fleiri konur eru heimavinnandi eða í hlutastörfum eða í störfum sem fela ekki í sér mikla ábyrgð. Ástæða þess er aftur þjóðfélagsgerðin. Karlmenn eiga að vera skaffarar og konur eiga að sinna börnunum.

Á þeim stöðum sem ég hef unnið á, þá virðist það vera algengast að konurnar beri meginábyrgð á heimilinu. Það eru konurnar sem hlaupa heim á slaginu 5 til að sækja barnið á leikskólann, versla í matinn ofl. en karlarnir vinna lengur ef það er eitthvað að hafa. Þegar börnin eru veik, þá eru það oftar konurnar sem taka sér frí úr vinnu til að sinna þeim. Þegar eitthvað bjátar á hjá börnunum eru það oftast konurnar sem þurfa að liggja í símanum til að redda því eða jafnvel skreppa heim. Ef slíkri konu byðist yfirmannsstaða með meiri ábyrgð og því að hún gæti ekki lengur hlaupið frá þegar hún þyrfti, myndi hún þá taka því? Ég bara held ekki. Þannig að.. færri konur eru í stjórnunarstöðum, að eigin ósk. Þar af leiðandi er minna talað við konur í blöðum.

Auðvitað eru síðan til konur sem eru framagjarnar og sækjast eftir því en þær þurfa þá annað hvort maka sem er í starfi þar sem hann getur hlaupið frá til að sinna börnum ella láta börnin reka á reiðanum og ala sig upp sjálf eða hreinlega sleppa því að eignast börn.

Langar hérna líka að tala um viðkvæmni sumra karla fyrir nauðgunartölfræði. Það virðist vera allt í lagi að segja að þetta og þetta mörgum prósentum kvenna sé nauðgað en ef nauðgunarstatistik er snúið við og rætt um að þetta eða hitt hlutfallið af karlmönnum séu nauðgarar þá verður allt vitlaust. 

Það er vegna þess að sú tölfræði hefur verið illilega misnotuð. Ef 25% kvenna er nauðgað, þýðir það þá að 25% karlmanna séu nauðgarar? Ef það ætti að vera satt, þá nauðgar hver nauðgari bara einni konu og það vitum við að er ekki satt. Nauðgarar nauðga yfirleitt mörgum konum, nást stundum, fara stundum í steininn, koma svo út og halda margir áfram. Ef hver nauðgari nauðgar t.d. að meðaltali 10 konum yfir ævina, þá er hlutfall karlmanna sem eru nauðgarar komið niður í 2,5%

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er vegna þess að sú tölfræði hefur verið illilega misnotuð. Ef 25% kvenna er nauðgað, þýðir það þá að 25% karlmanna séu nauðgarar? Ef það ætti að vera satt, þá nauðgar hver nauðgari bara einni konu og það vitum við að er ekki satt. Nauðgarar nauðga yfirleitt mörgum konum, nást stundum, fara stundum í steininn, koma svo út og halda margir áfram. Ef hver nauðgari nauðgar t.d. að meðaltali 10 konum yfir ævina, þá er hlutfall karlmanna sem eru nauðgarar komið niður í 2,5%

Vildi að þú hefðir rétt fyrir þér með nauðgunarstatistikina... en því miður held ég að það sé á hinn veginn. Bendi á Drífu sem vann nauðgunarskýrsluna sem heimild. Mér skilst að það hafi komið fram að líklegt sé að þetta sé á hinn veginn - að nauðgararnir séu fleiri en konurnar sem er nauðgað...

það er náttúrulega átakanlegt.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vildi að þú hefðir rétt fyrir þér með nauðgunarstatistikina... en því miður held ég að það sé á hinn veginn. Bendi á Drífu sem vann nauðgunarskýrsluna sem heimild. Mér skilst að það hafi komið fram að líklegt sé að þetta sé á hinn veginn - að nauðgararnir séu fleiri en konurnar sem er nauðgað...

það er náttúrulega átakanlegt.

Nauðgararnir fleirri en fórnarlömbin. Afskaplega finnst mér það nú hæpið. Nema að það séu nánast bara hópnauðganir.

Og það er staðreynd að flestir nauðgarar nauðga oftar en einu sinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
....

Fjölmiðlarnir eru flestir einkafyrirtæki, þeir sem að reka einkafyrirtæki mega ráða þá sem að þeir vilja, þurfa ekkert að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna.

...

Sorrý. Þetta er bara ekki rétt um áhrifamesta fjölmiðillinn RÚV. Það var ekki orðin einkafyrirtæki seinast þegar ég tékkaði á því. Og sem einn af eigendum RÚV þá vil ég að þetta fyrirtæki mitt og annarra Íslendinga sinni öllum Íslendingum flytji trúverðugar fréttir af Íslendingum.

Og svo finnst mér á orðum þínum að það að fyrirtæki séu einkafyrirtæki þýði að það komi mér fjandans ekkert við hvað þau gera. Það er alrangt hjá þér að einkafyrirtæki megi hegða sér hvernig sem er. Það er aðalsmerki hvers þjóðfélags að hafa fullt af fólki sem hefur vökult auga á hvað fyrirtækin hafast að og sem lætur hvern og einn vita af því því finnst fyrirtækin ekki á réttri leið.

Og mér finnst ég vera að gera Fréttablaðinu greiða með að segja hvernig þetta blað sló mig. Mér finnst trúlegt að þetta sé eitthvað markaðsátak - svona til að auka lestur á blaðinu meðal karla. Það getur verið að það virki þannig en það er fórnarkostnaður í öllum málum og með því að hafa þessa áherslu í blaðinu er það afar fráhrindandi t.d. fyrir femínista. En aðstandendum blaðsins er kannski sama um það...

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sorrý. Þetta er bara ekki rétt um áhrifamesta fjölmiðillinn RÚV. Það var ekki orðin einkafyrirtæki seinast þegar ég tékkaði á því. Og sem einn af eigendum RÚV þá vil ég að þetta fyrirtæki mitt og annarra Íslendinga sinni öllum Íslendingum flytji trúverðugar fréttir af Íslendingum.

Og svo finnst mér á orðum þínum að það að fyrirtæki séu einkafyrirtæki þýði að það komi mér fjandans ekkert við hvað þau gera. Það er alrangt hjá þér að einkafyrirtæki megi hegða sér hvernig sem er. Það er aðalsmerki hvers þjóðfélags að hafa fullt af fólki sem hefur vökult auga á hvað fyrirtækin hafast að og sem lætur hvern og einn vita af því því finnst fyrirtækin ekki á réttri leið.

Og mér finnst ég vera að gera Fréttablaðinu greiða með að segja hvernig þetta blað sló mig. Mér finnst trúlegt að þetta sé eitthvað markaðsátak - svona til að auka lestur á blaðinu meðal karla. Það getur verið að það virki þannig en það er fórnarkostnaður í öllum málum og með því að hafa þessa áherslu í blaðinu er það afar fráhrindandi t.d. fyrir femínista. En aðstandendum blaðsins er kannski sama um það...

Lestu setninguna sem að þú vitnaðir í „fjölmiðlarnir eru flestir einkafyrirtæki“.

Það að ætla að fara segja einkafyrirtækjum hverja þeir eiga að ráða í vinnu er miðstýring sem að er algerlega fáránlegt. Þau mega ekki hegða sér eins og þau vilja, heldur verða að fara eftir lögum.

Er ekki fréttablaðið mest lesna dagblað á Íslandi?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það að ætla að fara segja einkafyrirtækjum hverja þeir eiga að ráða í vinnu er miðstýring sem að er algerlega fáránlegt. Þau mega ekki hegða sér eins og þau vilja, heldur verða að fara eftir lögum.

Er ekki fréttablaðið mest lesna dagblað á Íslandi?

Hmmm, það gilda nú landslög um einkafyrirtæki jafnt sem opinber fyrirtæki. Öllum fyrirtækjum ber að ráða þann hæfasta af umsækjendum. Öllum fyrirtækjum ber að fylgja jafnréttislögum. Það eru engar undanþágur frá þeim.

En merkilegt að umræða eins og þessi skuli strax detta niður í skítkast og ásakanir um nasisma. Það virðist ekki mega minnast á hlut kvenna í fjölmiðlum, þá fara menn strax í bullandi vörn. Hvers vegna er það? Ég er reyndar ekkert hissa á þessu varðandi Fréttablaðið. Þar eru afar fáar konur starfandi á ritstjórn og Gunnar Smári er ekki þekktur fyrir að vera sérstaklega jafnréttissinnaður.

Það er heldur ekki rétt að það sé bara konum sjálfum að kenna að þær skuli ekki vera meira áberandi í fjölmiðlum eða í pólitík. Ég hef oft starfað í kosningabaráttu, bæði í prófkjörum og í kosningum. Flest prófkjörin sem ég hef komið nálægt hafa haft jafnmikið af karl- og kvenframbjóðendum.

En það er því miður mín reynsla að það sé miklu erfiðara að koma nýjum kvenframbjóðendum í fjölmiðla en jafnhæfum karlframbjóðendum. Karlarnir á fjölmiðlunum (því þeir eru jú í miklum meirihluta) taka konurnar einfaldlega ekki alvarlega og vilja miklu frekar skrifa um strákana.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mér skilst að það hafi komið fram að líklegt sé að þetta sé á hinn veginn - að nauðgararnir séu fleiri en konurnar sem er nauðgað..

Mér finnst það nú ansi ólíklegt. Kannski ef allar nauðganir væru hópnauðganir og hver hópur nauðgar bara einu sinni, þá gæti það skeð. Hefurðu einhverja tölfræði sem sannar þetta eða er þessi skýrsla sem þú talar um aðgengileg á netinu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst það nú ansi ólíklegt. Kannski ef allar nauðganir væru hópnauðganir og hver hópur nauðgar bara einu sinni, þá gæti það skeð. Hefurðu einhverja tölfræði sem sannar þetta eða er þessi skýrsla sem þú talar um aðgengileg á netinu?

Ef ég man rétt vitnuðu VG í tölfræði frá Stígamótum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Staðan er þannig: það voru 57 myndir bara af karlmönnum og það voru 12 myndir bara af konum. Staðan er einnþá hryllilegri ef skoðaðir eru dálksentimetrarnir sem fara undir myndir, það eru örsmáar myndir af konum t.d. um eins sentimetra mynd af Silju Aðalsteinsdóttur en flennistórar myndir af karlmönnum t.d. mynd sem nær yfir hálfa blaðsíðu af Sigurði sendibílstjóra númer 6 hjá Sendibílastöðinni h/f sem "kallar ekki allt ömmu sína" eins og segir í myndatexta.

Salvör, ég hefði talið að svona framsetning væri fyrst og fremst að höfða til kvenna frekar en karla. Mér finnst gaman að skoða myndir af, og lesa um, fallegar og skemmtilegum konum. Er konum öðruvísi farið?

Ég held að þú misskiljir þetta algerlega. Markhópur Fréttablaðsins er greinilega konur, það er skrifað fyrir konur.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.