Sign in to follow this  
Followers 0
bourdieu

Strákar nauðga?!

101 posts in this topic

Nú líður að stærstu nauðgunahelgi ársins en eins og fram kom í fréttum verða jafnan margar nauðganar á útihátíðum um verslunarmannahelgina. Stígamót hafa áður farið á vettvang og reynt að höfða til stelpna að passa hver aðra.

Spurningin er hvort það er rétti vinkillinn. Er ekki eðlilegra að reyna að passa upp á strákana, að þeir nauðgi ekki? Að höfða til gerendanna frekar en fórnarlambanna? Það er ekki endalaust hægt að tala eins og þær/þeir sem verði fyrir nauðgunum hefðu átt að gera eitthvað öðruvís. Það er auðvitað nauðgarinn sem hagaði sér rangt og glæpsamlega.

Núna ætla strákar úr Feministafélaginu að fara á stúfana og minna á að það eru gerendurnir sem þurfa að hugsa sinn gang og minna stráka á að passa upp á hvern annan, þannig að þeir reyni að koma í veg fyrir að einhver úr vinahópnum nauðgi.

Ætli þetta muni hafa áhrif hjá þeim eða hvað er eiginlega hægt að gera?

Bourdieu

Share this post


Link to post
Share on other sites

Núna ætla strákar úr Feministafélaginu að fara á stúfana og minna á að það eru gerendurnir sem þurfa að hugsa sinn gang og minna stráka á að passa upp á hvern annan, þannig að þeir reyni að koma í veg fyrir að einhver úr vinahópnum nauðgi.

Ætli þetta muni hafa áhrif hjá þeim eða hvað er eiginlega hægt að gera?

Bourdieu

Hvar verður Invi Hrafn ?

Hann er alltaf að segja frá því að hann sé félagi í Feminstafélaginu .

:P

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvar verður Invi Hrafn ?

Þú ættir kannski að hringja í hann Ingva Hrafn og spyrja hann. Er hann ekki daglega á Útvarpi Sögu með símatíma? Kannski hann skelli sér út á Umferðarmiðstöð með strákunum á föstudaginn. Málefnið er allavega gott eða finnst þér það ekki container?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Málefnið er allavega gott eða finnst þér það ekki container?

Ég fagna því kæri/kæra bourdieu að þú skulir koma með þetta umræðuefni, og mér finnst þetta málefni gott.

Löngu tímabært að gerandinn sem í flestum tilfellum virðast vera karlmenn, taki ábyrgð á verknaðinum, en ekki stöðugt verið að kenna konum einhverjar fyrirbyggjandi aðgerðir svo þeim verði ekki nauðgað.

Þetta er tilgagnurinn með þessarri herferð, og það er frábært málefni.

Er ekki eðlilegra að reyna að passa upp á strákana, að þeir nauðgi ekki? Að höfða til gerendanna frekar en fórnarlambanna? Það er ekki endalaust hægt að tala eins og þær/þeir sem verði fyrir nauðgunum hefðu átt að gera eitthvað öðruvís. Það er auðvitað nauðgarinn sem hagaði sér rangt og glæpsamlega.

Algjörlega sammála þessu, og ég vona að það hafi áhrif. Það sem mér finnst líka mikilvægt að skoða er að nauðgun er ofbeldi ekki kynlíf. Mér finnst að fólk verði að setja skýr mörk þarna á milli. Þegar konan/karlinn segir nei, þá þýðir það nei. Þó að viðkomandi aðili sé berrassaður og hafi verið að daðra allt kvöldið, þá þýðir það ekki endilega að ánn/hún vilji "röff" kynlíf.

Kynlíf í dag er allt of mikið litað af klámi, vitund ungs fólks um kynlíf er allt of mikið litað af því, mörkin á því að farið er yfir strikið eru orðin allt of óljós og virðingaleysi markaðslögmálsins er farið að gilda þar eins og á öðrum sviðum lífsins. Tillitsleysi og virðing fyrir einstaklingnum eða náunganum er farið að víkja of mikið fyrir sérplægni og eiginhagsmunum.

Ég held að vandamálið sé djúpt, og liggjir í hugarfari okkar, því fagna ég því að tilvonandi gerendur séu dregnir til ábyrgðar og beðnir að hugsa sinn gang.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú, málefnið er gott en það sem ég er að hugsa er hvers vegna einhver gengur í félagskap og nennir ekki að sinna félagsstörfum !

Annars ætti ég að bíða með að segja að hann sinni ekki félagsstörfum, jú helgin er ekki komin ?

Nei, hann er nefnilega ekki með símatíma !

:pimp:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Flott framtak hjá Femínistafélaginu.

Um að gera að horfast í augu við raunveruleikann. Karlar nauðga. Nauðgun hefur ekkert með kynlíf að gera. Nauðgun er ofbeldi. :pimp:

Ég hvet alla sem verða varir við ofbeldi af þessu tagi að skipta sér af. Ofbeldi er ekki einkamál fórnarlambs og geranda. Og þið sem eigið drengi á leiðinni á útihátíð og eruð ekki þegar búin að ræða þessi mál við þá - gerið það ekki seinna en núna! :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Tek undir með Betu, gott framtak hjá Femínistafélaginu.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Karlar nauðga. Nauðgun hefur ekkert með kynlíf að gera. Nauðgun er ofbeldi. :pimp:

Vissulega er nauðgun ofbeldi og ekki kynlíf. Mér finnst samt að gæta megi hófs í fullyrðingunni: Karlar nauðga!

Það er nefninlega svo að bara SUMIR karlar nauðga. Flestir erum við sem betur fer nokkuð eðlilegir og lítið fyrir ofbeldi.

Sjálfsagt mál er svo auðvitað að ræða þetta ákveðna ofbeldi (eins og annað ofbeldi) við bæði drengi og stúlkur landsins.

Ég hvet alla sem verða varir við ofbeldi af þessu tagi að skipta sér af.  Ofbeldi er ekki einkamál fórnarlambs og geranda.

Undir þetta má vissulega taka líka. Hjálpumst að um helgina og komum í veg fyrir ofbeldisglæpi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég verð nú að taka undir með Benny að fyrir okkur sem ekki nauðgum er svolítið meiðandi að lesa svona slagorð. Ekki þar fyrir að gerendur í nauðgunarmálum eru nánast alltaf karlmenn en svona slagorð held ég gera samt lítið annað en angra suma og pirra aðra. Herferð af þessu tagi á eftir að skila litlum árangri er ég hræddur um, nær væri að efla gæslu á svæðinu og svo auðvitað myndi hjálpa ef áfengis- og vímuefnaneysla væri minni, en það gerist víst seint.

Share this post


Link to post
Share on other sites
fyrir okkur sem ekki nauðgum er svolítið meiðandi að lesa svona slagorð

Auðvitað er það meiðandi fyrir þá karla sem ekki nauðga. Það er hins vegar ekki mikið um konur sem nauðga og dálítið einkennilegt hvernig umræðan hefur alltaf snúist um að konur/stelpur eigi að passa sig og aðrar konur. Ekkert um ábyrgð þeirra sem fremja ofbeldið.

Slagorð sem eru stuðandi vekja athygli og vekja vonandi til umhugsunar. Þó þessi herferð verði ekki til þess að fækka nauðgunum um nema eina eða tvær frá því sem annars hefði verið (nokkuð sem við getum auðvitað ekki vitað) þá er mikið unnið.

Þó að áfengis- og vímuefnineysla geti losað um hömlur og þar með aukið líkur á ofbeldi (eins og nauðganir eru) þá er neyslan aldrei eina orsökin. Ég þekki fullt af strákum og körlum sem drekka - og einhverja sem nota vímuefni - sem aldrei myndu nauðga eða beita ofbeldi. Það er því ekki vímunni um að kenna heldur er um ákveðin þankagang eða viðhorf að ræða hjá ofbeldismanninum. Því viðhorfi þarf að breyta.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hmmm... ég finn lykt af karlfyrirlitningu hjá þessum feministum!

Þetta slagorð "Karlar nauðga" er eins og við myndum segja "Konur eru hórur" eða eitthvað þaðan af verra! Hvað er eiginlega fólk að pæla að hefja átak á þessum nótum? Væri ekki nær að fá karla sjálfa í lið með þessu átaki? Ég segi bara fyrir mig að ég tek ekki þátt í átaki undir þessum formerkjum, aldrei!

Btw. það væri á sömu forsendum hægt að segja "Konur nauðga" því þær gera það einnig! Ég vil einnig segja það að tölurnar segja ekki alla söguna, ég held t.d. að það sé erfiðara fyrir karl að viðurkenna og kæra að kona hafi nauðgað sér en öfugt vegna ýmissa félagslegra og samfélagslegra ástæðna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þú hefur ekki alveg fylgst með falcon1. Ef þú hefðir hlustað á hádegisfréttirnar þá hefðirðu komist að því að það er einmitt karlahópur feministafélagsins - strákar úr félaginu - sem stendur að þessu átaki í samvinnu við ofbeldisvarnarhóp félagins.

Fyrirgefðu annars hverjir eru það yfirleitt sem nauðga? Það eru yfirleitt karlar þó að vissulega sé hitt til.

Eins og ég sagði áðan þá er kominn tími til þess að beina athyglinni frá fórnarlömbunum - nær eingöngu konur - að gerendunum, sem eru nær eingöngu strákar.

Það verða um 15 karlar/strákar á BSÍ að ræða við stráka á leið á útihátíð. Nú er sem sagt loksins verið að draga karla til ábyrgðar, segja við strákana: "Passið upp á vini ykkar" Ertu á móti því falcon1? :pimp:

Það var kærð 1 nauðgun í fyrra á Roskilde Festival þar sem eru um 100 þús. manns, í hitteðfyrra var kærð 21 nauðgun eftir verslunarmannahelgina á Íslandi. Er það í lagi eða á kannski ekki að gera neitt? Við getum endalaust haldið áfram að segja stelpunum að drekka ekki of mikið, fara ekkert einar, klæða sig ekki of ögrandi eða hvað það er annars sem hefur verið sagt við stelpur af ótta við nauðganir. Það þýðir bara ekkert ef að strákunum finnst allt í lagi að nauðga, verða endilega að herma eftir hópsex senunum sem þeir sáu í síðustu klámmyndinni og halda að nei þýði já. Strákarnir bera nefnilega ábyrgð og það er allt í lagi að hrópa svolítið hátt til þess að vekja athygli á því. Það eru allt of margar stelpur sem hafa orðið fyrir nauðgunum og hafa aldrei náð sér eftir það, hafa liðið af þunglyndi og öðrum kvillum alla lífi. Ef þú vilt ekki taka þátt í átaki gegn nauðgunum þá þú um það. Hugsaðu bara aðeins hvað þú gætir haft ofboðslega mikil áhrif ef þú tækir þátt í svona átaki og kannski bjargarði lífi (já lífi) þó ekki væri nema einnar stúlku.

Hugsaðu um það minn kæri falcon1

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þá eru þeir bara ekki í lagi!

Hvaða máli skiptir það hvort kynið nauðgar meira?

Með þessu slagorði er verið að ala á hatri gagnvart körlum og setja þá alla undir sama ógeðfelda hatt. Þú verður bara að fyrirgefa en mér líkar alls ekki við svona vinnubrögð!

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála falcon1. Slagorðið er ansi gróft, eða gengur ansi langt, hefðu getað fundið eitthvað heppilegra slagorð, finnst mér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Málið er að það þarf að vekja karla til umhugsunar. Mér sýnist það vera að takast hér :huh:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alls ekki!

Þetta hvetur okkur frekar til þess að vera á varðbergi gagnvart feministum (sama hvort er karl/kona), því þeir virðast vera í því að sveigja og endurtúlka allar staðreyndir og tölur.

Það þarf að fara aðrar leiðir en að fá karla uppá móti sér í þessum málum. Það er ekki rétta leiðin að ráðast á þá með þessum hætti, ef að tilgangurinn er sá að vekja okkur til umhugsunar.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Málið er að það þarf að vekja karla til umhugsunar.

Ég held að það sé einungis mjög lítill hópur karlmanna sem dettur í hug að nauðga. Ég held það þyrfti frekar að vekja bæði kynin til umhugsunar um áfengi. Ef fólk myndi ekki drekka svona mikið, þá yrðu örugglega mun færri nauðganir, bæði fórnarlambið gæti varið sig og árasaraðilin hefði ekki ráðist í að nauðga.

Annars skil ég ekki þessar útihátíðir, áhverju er ekki bannað innan 21 á hátíðir sem eru ekki bindindishátíðir? Við erum að tala um 16 ára krakka á leið til Eyja á mestu drykkjuhátið landsins. Ég segi, annaðhvort að banna áfengi á svæðinu eða banna krökkum yngri en 21.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Alls ekki!

Þetta hvetur okkur frekar til þess að vera á varðbergi gagnvart feministum (sama hvort er karl/kona), því þeir virðast vera í því að sveigja og endurtúlka allar staðreyndir og tölur.

Það þarf að fara aðrar leiðir en að fá karla uppá móti sér í þessum málum. Það er ekki rétta leiðin að ráðast á þá með þessum hætti, ef að tilgangurinn er sá að vekja okkur til umhugsunar.

Falcon, oft er ég ekki sammála þær en í þessu þá fylgi ég þér alveg, all the way.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Margt til í þessu hjá félögum mínum, þeim falcon og Davíð. Sammála ykkur strákar! :huh:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Rosalegar pempíur eruð þið. Slagorðið er ekki : Allir karlar nauðga nei nei nei nei neb það er: karlar nauðga.

Það þarf ekki að sveigja neina tölfræði til að fá þá niðurstöðu. Það er í meira en 99% tilfella karlar sem nauðga konum og körlum.

En já það er ekki gaman að þurfa að horfast í augu við það en fjandinn hafið það ef á að fela þessa staðreynd af því að ykkur finnst hún óþægileg. Fussum svei. <_<

En það er áhugavert að sjá karla bregðast svona við og óttast um ímynd sína meðan þeir hrista hausinn yfir látunum í konum þegar þeim finnst vegið að ímynd sinni í fjölmiðlum. Þeirri ímynd að þær hafa lítið að segja og eigi að vera sætar.

Farið í svett og hugsið ykkar gang.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.