Sign in to follow this  
Followers 0
visir

Er mjólk góð??

38 posts in this topic

Nú er komið fram í nýrri rannsókn að mjólk geti valdið taugaveiki.

Eitt glas á dag er nóg til að auka líkurnar á því.Eykur líkur á parkisonsveiki.

Fylgst var með 7500 mönnum yfir 30 ára tímabil.

MS þarf að breyta slagorðinu "mjólk er góð"

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það hefur verið löngum vitað að mjólk er alls ekki góð né holl.

Eins og hún er unnin gerilsneydd og fitusprengd verður hún svo óholl að kálfar sem drekka þannig mjólk drepast á innan við viku.

Flest börn sem fá í eyrun eða ofnæmi eru langflest með mjólkuróþol og vegna þess hvernig mjólk er unnin getum við ekkki unnið úr henni kalkið. Því er það blekking að það sé nóg fyrir konur að drekka mjólk til að koma í veg fyrir beinþynningu.

Furðulegt að fyrirtæki komsit upp með svona bull svo árum skiptir.

Mjólk er ekki góð!!!!!!!!!!!!

Malla

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjólk er góð fyrir kálfa. Við erum ekki kálfar (nema kannski Búkolla).

Mjólk er ekki holl fyrir fólk.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nýtt slagorð fyrir mjólk: "Mjólk er ofmetin".

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mjólk - Ekki fyrir fólk

Share this post


Link to post
Share on other sites

Halló, hallóó!!! Þetta hef ég ekki heyrt og er með mikla komplexa yfir að drekka ekki nógu mikið af mjólk. :(

Hvað með allar þessar ríkisreknu heilsustofnanir (Lýðheilsustofnun o.fl) sem eru alltaf að segja okkur hvernig við eigum að borða og lifa, afhverju í ósköpunum er ekki búið að vara okkur við þessu?

Skil ekki hvernig þessar ríkisreksnu stofnanir geta bara horft hljóðar upp á þúsundir foreldra vera að troða þessum viðbjóði upp á börnin sín, eitt glas á dag veldur parkinson. :stressed:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mjólk - Ekki fyrir fólk

Góður!

Ég hætti að drekka mjólk fyrir nokkrum mánuðum síðan og hef ekki verið heilsuhraustari um langt árabil. Allt slen og síþreyta er horfið, meltingin er afar góð og ég er ekki með bólur eins og ég var, þótt ég væri ekki lengur unglingur. Öðru í mínum lifnaðarháttum hef ég ekki breytt. :stressed:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf að hvetja fólk til að hætta að drekka mjólk eins og að fá fólk til að hætta að reykja.

Það er til tóbaksvarnarráð en ekki mjólkurvarnarráð. :stressed:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar Spanni fyrir tæplega níu árum sótti sitt eina afkvæmi á fæðingadeildina upplifði hann merkilegan hlut.

Þegar við hinir nýbökuðu og stoltu foreldrar vorum að pakka saman og búa ungann til heimferðar var okkur rétt gjöf.

Allt gott með það, en gjöfin reyndist vera áróðurspakki frá MS. Þarna var bæklingur um kúamjólk, plakat með ýmsum upplýsingum þar sem orðið "mjólk" kom fyrir í öðru hverju orði og svo var þarna smekkur sem á stóð "Mjólk er góð" og svo minnir mig að einnig hafi verið snuð með mjólkuráróðri í pakkanum.

Mér ofbauð, en konan þáði pakkann þar sem hún er komin af kúabændum og þótti þetta því hið besta mál. Mér fannst þetta yfirgengilegt á ýmsa vegu. Strax á fæðingadeildinni eru börnin gerð að þiggjendum auglýsingadrasls! Þetta er/var slæmt fordæmi. Því aðrir "barnavöruframleiðendur" ættu að eiga alveg sama rétt á að koma sinni framleiðslu á framfæri á þessum vettvangi! Fyrir foreldrum er það heilög stund að fara heim með barnið en þá er tækifærið notað til að ota að þeim svona drasli! Að auki tel ég þetta misnotkun á starfskröftum þess ágæta fólks er starfar þarna að nota það í svona "vörukynningar"! :stressed:

Fæðingadeildir eiga að vera lausar við uppáþrengjandi auglýsingamennsku, jafnvel þó svo að búið sé að heilaþvo fólk um að kúamjólk sé það besta sem kemur ofan í mannslíkamann.

Veit nokkur hér hvort þetta tíðkast ennþá?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það á alltaf að taka svona rannsóknum með fyrirvara. Vísir segir hér frá einni rannsókn sem segir að mjólk sé vond. Ok allt í lagi með það.. En hvað eru margar rannsóknir á móti sem gefa til kynna að mjólk sé góð? hundruðir? þúsundir?

Vissulega verður alltaf að gæta meðalhófs í allri neyslu, það sama á líka við um mjólkina.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það á alltaf að taka svona rannsóknum með fyrirvara. Vísir segir hér frá einni rannsókn sem segir að mjólk sé vond. Ok allt í lagi með það.. En hvað eru margar rannsóknir á móti sem gefa til kynna að mjólk sé góð? hundruðir? þúsundir? 

Vissulega verður alltaf að gæta meðalhófs í allri neyslu, það sama á líka við um mjólkina.

Það þarf að gæta verulega hófs í auglýsingamennsku tengt mjólkinni (en það er einmitt töluvert af opinberu fé sem fer í hana), því hún hentar alls ekki öllum. Mjólkuróþol hjá börnum er mjög algengt og margt fullorðið fólk þolir ekki mjólkina heldur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það þarf að gæta verulega hófs í auglýsingamennsku tengt mjólkinni (en það er einmitt töluvert af opinberu fé sem fer í hana), því hún hentar alls ekki öllum. Mjólkuróþol hjá börnum er mjög algengt og margt fullorðið fólk þolir ekki mjólkina heldur.

Það er líka vissulega rétt. Ég aftur á móti sé ekki alveg fanatíkina sem fólk er að saka mjólkursamsöluna um að vera með í þessum málum.... en það er bara ég.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég aftur á móti sé ekki alveg fanatíkina sem fólk er að saka mjólkursamsöluna um að vera með í þessum málum.... en það er bara ég.

Þetta átti að vera hæðni hjá mér, veit ekki um aðra. :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta átti að vera hæðni hjá mér, veit ekki um aðra. :LOL

:LOL sko ég vakna ekki almennilega fyrr en um hádegi... my bad skoh

Share this post


Link to post
Share on other sites

Banna mjólkina snarlega þar sem ofneysla á henni veldur einhverjum vandamálum hjá neytendum! :blink:

Gera menn að glæpamönnum fyrir að drekka of mikla mjólk.. :huh:

Þá gæti Robbi ostur grætt vel á því að selja ungdómnum mjólkina,

og notað tækifærið við að koma þeim á spítt, ecstacy eða annað verra.. :rolleyes:

Þá gætu forvarnarmenn farið að hrópa,,

mjólk leiðir út í harða vímuefnanotkun... :o

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mjólkin veldur magaverkjum og er ekki holl fyrir meltinguna. Fann mikinn mun

eftir að ég fór á grænmetisfæði og drakk bara ávaxtasafa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bull er þetta í ykkur. Mjólk er fín fyrir suma en bara í hófi. Kúamjólk er hions vegar auðvitað kálfafæða og það er búið að skemma helling í henni þegar við kaupum hana gerislneydda og fitusprengda. Í mjólk eru ýmis efni sem við þurfum en getum að sjálfsögðu fengið annarsstaðar.

Það er þó alltaf staðreynd að kúamjólk er frá náttúrunnar hendi kálfafæða fyrst og fremst og við ættum að hafa það í huga.

Ég verð samt að viðurkenna að ég er mikill mjólkurþambari. Mér finnst mjólk einfaldlega góð......Sérstaklega með kökum og kexi og svoleiðis.

Allt er gott í hófi. :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já já... það er allt óhollt. Ég hef lesið um/heyrt af að eftirfarandi sé óhollt:

Mjólk

ostur

sumt grænmeti

sumir ávextir

kjöt

súkkulaði

vatn (án gríns!)

hitt

þetta

þetta þarna

handan við hornið

bláir strumpar

Held að það sé bara til ein staðreynd í þessu. Ekkert af ofantöldu er óhollt, en allt þetta hentar ekki öllum. Sumt hentar hinum og annað hentar þessum þarna á horninu. kalli á þakinu drekkur mjólk en Baldur á málefnum ekki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
vatn (án gríns!)

Vatn er baneitrað víðsvegar um heiminn.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, bönnum vatn!

Vitið þið hve margir drukkna á ári?

Ef vatn yrði bannað, myndu mun færri drukkna. :stop:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.