Sign in to follow this  
Followers 0
Wishbone

Plata vikunnar!

143 posts in this topic

Plata vikunnar hjá mér er

VERY ‘EAVY..VERY ‘UMBLE

með Uriah Heep en hún kom út í Bretlandi 1970 og ári seinna í Bandaríkjunum en þetta er fyrsta platan sem Uriah Heep sendi frá sér og það sem er merkilegt m.a. við þessa plötu er að Ken Hensley á ekkert lag á henni.

Bestu lög plötunnar:

Come Away Melinda þetta lag er rosalega fallegt og held ég mikið uppá það, frábær ballaða, lagahöfundar eru sagðir Hellerman/Minkoff en á þeim kann ég engi deili.

Gypsy dúndurrokklag úr smiðju Mick Box og David Byron

Real Turned On ágætis rokklag þar sem Hensley og Box sjá um gítarsólóið

Uriah Heep hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og söngvarinn David Byron var einn af þeim betri í bransanum en hann yfirgaf bandið 1977 og dó í feb. 1985.

1970 hefði ég líklegast gefið þessari plötu 3-4 stjörnur af 5 mögulegum en í dag fær hún hjá mér 21/2 stjörnu, hefur elst þokkalega.

Uriah Heep komu til Íslands fyrir mörgum árum og spiluðu í Broadway við ágætis undirtektir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Dúndurgóðir en heyrast því miður alltof sjaldan í útvarpi.

Á slatta af með þeim á vynil, en engan spilara. Stendur þó til bóta :angry:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sama hér. Á nokkrar góðar á vinyl en hef ekki skellt þeim undir nálina í all langan tíma. Skellti svo á hér og gerpin mín biluðust! Spurðu hvort ég hefði virkilega hlustað á þetta sem unglingur :angry:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég á 2 unglinga, 14 og 17 ára. Þau hlusta á gamla rokkið með mér og finnst það geðveikt :D

Uriah Heep, Deep Purple, LZ, Judas Priest og margt fleira :huh:;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst það ekkert geðveikt það

sem foreldrar mínir hlusta á.

Finnst það meira vera ígerð í endaþarmi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Eitt ótvírætt merki um alkóhólisma er að viðkomandi festist í einhverju gullaldartímabili í lífi sínu og staðnar þar. Hlustar nær eingöngu á tónlist frá því tímabili, hárgreiðslan, fötin og framkoman eru líka oft ættuð frá þessu gullaldartímabili viðkomandi alka. Algengar setningar eru "það hefur engum tekist að gera almennilega tónlist síðan xxx gerði xxx plötuna árið xxx" og "Tónlistin í dag er bara ekki eins góð og hún var".

Stöðnun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

El Puerco. Ég get fullvissað þig um að ég er ekki alki. Ég nota ALDREI áfengi eða aðra vímugjafa. Auðvitað hefði ég átt að láta það fylgja að ég hlusta á svo til alla tónlist, nema rapp. Það hefði kannski komið í veg fyrir "misskilning" af þinni hálfu.

Kv. Phreek

Share this post


Link to post
Share on other sites
El Puerco 

Eitt ótvírætt merki um alkóhólisma er að viðkomandi festist í einhverju gullaldartímabili í lífi sínu og staðnar þar. Hlustar nær eingöngu á tónlist frá því tímabili, hárgreiðslan, fötin og framkoman eru líka oft ættuð frá þessu gullaldartímabili viðkomandi alka. Algengar setningar eru "það hefur engum tekist að gera almennilega tónlist síðan xxx gerði xxx plötuna árið xxx" og "Tónlistin í dag er bara ekki eins góð og hún var".

Stöðnun. 

ja hver fjárinn. Fyrir mjög mörgum árum hlustaði maður á bönd eins og siouxe and the banshees og þeir sem þekkja það vita að maður þurfti að vera tjöruruglaður til að fíla þetta. Get ekki hlustað á lagbút með þeim í dag hvað þá meira. Finnst nú samt gaman að hlusta á pixies, guns´&roses, alice cooper, jafnvel rainbow, sex pistols og stranglers svo eitthvað sé nefnt.

Margt af nýja stöffinu er líka gott t.d. muse.

Æ, ég næ ekki alveg tengingunni við alkóhólisma þó ég reyni....

Share this post


Link to post
Share on other sites
El Puerco. Ég get fullvissað þig um að ég er ekki alki. Ég nota ALDREI áfengi eða aðra vímugjafa. Auðvitað hefði ég átt að  láta það fylgja að ég hlusta á svo til alla tónlist, nema rapp. Það hefði kannski komið í veg fyrir "misskilning" af þinni hálfu.

Kv. Phreek

<{POST_SNAPBACK}>

"ég hlusta á svo til alla tónlist nema rapp".

Hlustar þú á kristilega kántrítónlist?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Eitt ótvírætt merki um alkóhólisma er að viðkomandi festist í einhverju gullaldartímabili í lífi sínu og staðnar þar.

...

<{POST_SNAPBACK}>

Hvað ef maður festist í gullaldartímabili annarra?

Er einmitt fastur í slíku tímabili.

Diskur vikunnar er frá gullaldartímabili skurksins. Þessum diski var nappað í gleðskap um daginn (mun skila honum að brennslu lokinni).

The Best of the Eighties

Inniheldur m.a.

* Clouds across the moon - Rah Band

* I think we are alone now - Tiffany

* Touch me - Samantha Fox (betri fyrirsæta en söngkona)

* Pass the Dutchie - Musical Youth

+ helling af góðmeti eða að minnstakosti músík sem manni fannst eitt sinn góð (skelfileg tilhuxun að þetta hafi manni þótt þetta gott einusinni :P ).

Níunda áratugurarins verður sennilega ekki minnst sérstaklega fyrir góða músík. Og þó. Minnist The Smiths, New Order, The The, Young Gods ofl. ofl.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Plata vikunnar er

ARGUS með Wishbone Ash. Hvað get ég sagt? Frábær!

Kom út 1972 og vakti strax mikla athygli og ef mig misminnir ekki þá náði hún topp fimm í Bretlandi, enda frábær gripur og Wishbone Ash voru búnir að finna sinn tón .

Argus kemst í topp 50 hjá mér og líklegast er þetta sú plata sem ég hef oftast spilað, þægilegt og vandað rokk.

Öll lögin eru góð en mín uppáhalds lög eru:

Somtime World, Throw Down the Sword, Time Was og The King Will Come.

Argus fær hjá mér 4 stjörnur af 5 – er sígild, ljúf rokkplata og nú 33 árum seinna hlusta ég á hana annars lagið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Plata vikunnar er Away From The Sun með 3 Doors Down sem þeir gáfu út 2002.

Eignaðist þennan disk fyrir tilviljun var að versla á Amazon og

kom ábending um að þeir sem keyptu CD-inn sem ég ætlaði að kaupa

vildu gjarnan eitthvað með 3 Doors Down og ég sló til.

Platan náði platinusölu í janúar 2003 og því ljóst að hér er ekki

um neina meðalgrúppu að ræða, en ég verð að viðurkenna

að ég þekki ekkert fyrri verk þessarar sveitar og er ekki enn

búinn að gera það upp við mig hvort ég hafi áhuga á

að kynnast þeim og þó!

Strákarnir spila rokk og sumir vilja líkja þeim við Audioslave

en ég er ekki sammála Audioslave eru miklu betri,

en hvað með það ég setti diskinn strax á og hlustaðið á hann

einu sinni og búið og ekkert meira í 2 mánuði þangað til þessa viku

að hann hefur verið í mikilli spilun heima og í bílnum.

Lögin eru þétt en ná ekki hrífa mig með tveimur til þremur

undantekningum, söngurinn er góður og átakalaus.

Líklegast verð ég að gefa þessum disk meiri tíma en ekki víst

að ég hafi þolinmæði í það.

Bestu lögin:

When I´m Gone, Running Out of Days og

Sarah Yellin' sem mér finnst besta lagið, gott rokklag

í anda Black Sabbath og Metallica

2 stjörnur

Share this post


Link to post
Share on other sites

Plata vikunnar er hin tvöfalda

Babylon By Bus/ Bob Marley,

á vinyl að sjálfsögðu.

Fullt af góðu stuffi

:love:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Plata vikunnar er hin tvöfalda

Babylon By Bus/ Bob Marley,

á vinyl að sjálfsögðu.

Fullt af góðu stuffi

:love:

<{POST_SNAPBACK}>

Veit núna af hverju mér líkar svo vel við þig :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Soundar betur! ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég var staddur hjá vini mínum um daginn og vorum við að hlusta á DVD disk

Eric Clapton Crossroads Guitar Festival, hljómleikar sem haldnir voru í Texas 2004 þar sem helstu gítarleikara komu saman ásamt öðrum og spiluðu blues og rokk í 2 daga,, þar komu fram m.a. Eric Clapton, BB King, Buddy Guy, Eric Johnson, James Taylor, Jimmie Vaughan, Joe Walsh, Robert Cray, Robert Randolph, Santana, J.J. Cale og ZZ Top. Frábær diskur.

Nema hvað, einn af gítarleikurunum sem komu fram var John Mayer ungur piltur sem fæddur er 1977 og stóð hans sig ansi vel og meðan við vinirnir vorum að hlusta á hann þá sagði ég “Svei mér þá ef ég á ekki disk með þessum unga manni” (sjálfur er að nálgast fimmtugt, þess vegna talar maður svona). :LOL

Það kom svo í ljós þega ég kom heim og fór að leita að ég fann disk sem heitir

Heavier Things og kom út 2003 og þennan disk hef ég hlustað töluvert á alla vikuna mér til mikillar ánægju.

Margir líkja John Mayer við Dave Matthews en á því hef ég enga skoðun.

Heavier Things er ákaflega þægilegur diskur - fallegar ballöður inn á milli og söngurinn hjá Mayer á köflum ágætur – hann fékk allavega Grammy verðlaun árið 2004 fyrir söng í laginu Daughters sem er ljúft og fallegt lag.

Eigulegur diskur sem ég mæli hiklaust með fyrir alla.

Diskurinn inniheldur 10 lög

Bestu lög: Daughters, Only Heart, Clarity og Somethings Missing

3 stjörnur.

Ég skora á fleiri málverja að fara nú plötu - eða diskasafnið sitt og taka einn disk fyrir í svona eina viku og koma með smá pistill um hann í vikulok öðrum til fróðleiks. Ég á bara 900 stk þannig að ég verð að næstu 17 til 18 árin að fara í gegnum safnið (lofa að skrifa ekki um alla) :LOL

Klassik - Blues - Rokk - Popp - Rapp - Country - Soul ...og allt hitt

:LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vá...900 stk!! Eigum við að vera vinir :love:

Ég stofnaði þráð um nýjasta æðið mitt um daginn.... The Band, The Last Waltz! Eiginlega eina sem ég hlusta á þessa dagana! Hvílíkir snillingar á ferð!! Taking Load of Fanny er tekin með morgunkaffinu á þessu heimili núna! :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

uh...á um það bil 8-10.000 stk Lp, held mér endist ekki ævin að skrifa um það allt.

Annars er Led Zeppelin spilað hér í tíma og ótíma núna. Mið Gerpið að læra einhver lög og spilar endalaust LZ. Ekki að mér finnist það neitt leiðinlegt samt :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Plata vikunnar er The Young Gods með samnefndri svissneskri hljómsveit. skurkur labbaði sig inn í Grammið einu sinni sem oftar á sínum yngri árum er hann var framsækinn og hvurgi banginn. Bað afgreiðslumann í Grammi um eitthvað upphristandi og stímúlerandi. Glímdi við stundarpirring vegna leiðinlegrar tónlistar á ljósvakanum.

Búðarmaður teygði sig eftir LP. Sagði: "Taktu þessa. Þeir eru svissneskir og hljóma öðruvísi" Eiga eftir að gera stóra hluti."

Herra minn trúr! Sannarlega öðruvísi. Lamið með trumbum, öskrað og elektrónískum gargönum beitt gegn hljóðhimnum sem í lokin löfðu út um hlustir skurks sem notaðir smokkar. Fyrsta lagið ( Nous de la Lune) er sennilega ein allrabesta byrjun á plötu sem maður man eftir í seinni tíð. Ákaflega aggressíft og framsækið rokk og fullkomlega á skjön við annað sem fram fór á þessum tíma. Melody Maker valdi þetta plötu ársins 1987 og ef rétt er munað þá héldu menn hjá NME ekki vatni yfir gripnum.

The Young Gods var stofnuð í Sviss 1985 af Franz Treichler sem var kominn með uppí háls af doðanum sem einkenndi mest af tónlist níunda áratugarins. Undarleg samsetning dúndurgítarleikara (Treichler) og ofursamplara (Cesare Pizzi) sem bakkað var svo upp af ógurlegum maskínutrommuslætti Frank Bagnoud.

Einhverra hluta vegna þá hætti maður að fylgjast með þeim (var um þetta leyti að byrja að viða að mér klassík og keypti varla rokkplötu í 10 ár). Þeir munu víst enn að en eitthvað hafa meðlimir komið og farið. Nú verður maður sennilega að flengjast á netið og hafa upp á öllum plötunum með þeim sem maður keypti aldrei.

Og svo einkunnin. 4-og-hálf (af fimm) og kemst helvíti nálægt heilum fimm.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er á þvílíku Queen tímabili núna, hlusta bara á þá þessa dagana. Þvílíkir snilldartónlistarmenn. Held að enginn söngvari (hvorki fyrr né síðar) komist í hálfkvisti við Freddy :pimp:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.