Sign in to follow this  
Followers 0
Sting

Garðyrkja og skógrækt

828 posts in this topic

Jæja nú er sumarið komið. Það spratt upp smá garðyrkjuumræða hér á öðrum þræði. Mér datt í hug hvort áhugi væri á að stofna hér smá umræðu um garðyrkju og skógrækt. Við höfum allavega einn sérfræðing hérna á máefnum sem er Cesil. Eigum við ekki að notfæra okkur það. Sjálfur er ég áhugasamur um allt sem tengist náttúrunni og þá einnig garðyrkju og skógrækt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já Sting það er virkilega gaman að ræða saman um gróður og garðyrkju. Vel til fundið :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

No offence Sting, en ég fæ krónískt þunglyndiskast þegar ég hugsa um eiginlega garðyrkju. Hins vegar eru snyrtilegur og vandaðir garðar með miklum gróðri alltaf fallegir og gaman að virða fyrir sér.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Spáin er að batna svo mikið svo það verður að fara að skella sér í garðvinnuna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er nú þannig með málverja að þeir sjá ekki skóginn fyrir trjám. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já mér líst vel á svona garðyrkjuþráð. Ég hef ekkert vit á garðyrkjustörfum og hef nú ekki sinnt þeim mikið nema þegar ég var krakki þá var ég oft að hjálpa ömmu í garðinum og svo var ég náttúrlega í hinni mjög svo krefjandi unglingavinnu hérna fyrir 10-12 árum. Ég verð eiginlega að gera þá játningu að mér fannst gaman í unglingavinnunni, já já ég veit ég er skrýtin en svona var þetta nú bara. Ég var til dæmis rosalega öflug í því að þökuleggja og á hverjum degi á leiðinni heim til mín þá keyri ég fram hjá túninu sem ég þökulagði sumarið 1995 í unglingavinnunni og ég verð að segja að grasið stenst vel tímans tönn :huh:

En allavega þá var þetta ekki það sem ég vildi ræða sérstaklega heldur eru það nokkur grenitré og furutré í garði foreldra minna sem fara mjög mikið í taugarnar á mér, það er að segja tréin en ekki foreldrarnir ;) Sko þannig er mál með vexti að þessi tré eru löngu dauð að mínu mati og einnig pabba míns. Þessi tré verða ljótari með hverju árinu sem líður og nálarnar hrynja af þessu og tréin eru mjög ljót. Pabbi vill saga þau niður en mamma vill ekki heyra á það minnst, "nei, nei þetta lagast, þetta á eftir að jafna sig" og blablabla. Ég held satt að segja að þessi tré séu stærsta ágreiningsmálið í hjónabandi foreldra minna svo þetta er talsvert vandamál.

Ég vil helst að frú Cesil segi hér og nú að það eigi að saga þessi tré niður hið snarasta, þá get ég sagt við mömmu og pabba að konan í kúluhúsinu á Ísafirði sem við sáum í sjónvarpinu um daginn segi að það EIGI að saga tréin niður núna strax. Ég vil sem sagt fá álit frá óhaðum sérfræðingi í garðyrkjufræðum um það tréin eigi að fella sem allra fyrst og hananú :love:

Cesil plís :rolleyes::)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Datt í hug að koma með eitt.

Það kemur víst svakalega fallegur gróður sem blómstrar fallegum blómum af sætum kartöflum(þær eru stórar og langar).

Kartaflan er sett hálf niður í mold án þess að hún hafi spírað, bara eins og hún er (man ekki hvort breiðari endinn snýr upp eða niður ).

Gróðurinn eða grasið skríður og vex hratt, skríður upp líka.

Allt eftir því sem hentar.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Krissa mín, ég myndi þurfa að sjá trén, til að dæma þau til dauða. Ertu viss um að það sé ekki á þeim sitkalús. Hún sést með berum augum, étur barrið svo trén verða lauflítin inn við stofninn, en ný brum eru í lagi. Þetta getur valdið því að trén verða mjög ljót, en jafna sig með tímanum. Annars er um að gera að gefa áburð og vökva vel.

Ef garðurinn er lítill, þá er óheppilegt að vera með stór grenitré, því þau valda skugga í garðinum. Ef svo er, þá ættir þú að segja mömmu þinni, að það sé heppilegra að saga þau niður, og fá sér eitthvað meira spennandi. Annars má klippa grenitré og reyndur furu líka alveg eins og maður vill. Forma þau í allskonar fígúrur. Reyndar hægt við flestar tegundir trjáa og runna. Gangi þér vel með múttu. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Krissa mín, ég myndi þurfa að sjá trén, til að dæma þau til dauða.  Ertu viss um að það sé ekki á þeim sitkalús.  Hún sést með berum augum, étur barrið svo trén verða lauflítin inn við stofninn, en ný brum eru í lagi.  Þetta getur valdið því að trén verða mjög ljót, en jafna sig með tímanum.  Annars er um að gera að gefa áburð og vökva vel.

Ef garðurinn er lítill, þá er óheppilegt að vera með stór grenitré, því þau valda skugga í garðinum.  Ef svo er, þá ættir þú að segja mömmu þinni, að það sé heppilegra að saga þau niður, og fá sér eitthvað meira spennandi.  Annars má klippa grenitré og reyndur furu líka alveg eins og maður vill.  Forma þau í allskonar fígúrur.  Reyndar hægt við flestar tegundir trjáa og runna.  Gangi þér vel með múttu.  :LOL

<{POST_SNAPBACK}>

Já, já það er örugglega sitkalús á þessu og alls konar bakteríur, sýkingar og plöntusjúkdómar sem geta haft mjög skaðlega áhrif á íbúa hússins :rolleyes: ég ætla allavega að segja mömmu það að það sé til sjúkdómurinn plöntusgrenitréusfólkus sem smitist úr grenitrjám og plöntum yfir í fólk sko :D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Líst vel á garðyrkjuþráð, er svona einskonar moldvarpa sem líður best við vinnu í garðinum. Fórum í dag austur að sækja tjaldvagninn og auðvitað var ferðin notuð til að koma við í Hveragerði og á Böðmóðsstöðum (rétt hjá Laugarvatni).

Er búin að ákveða núna að vera ekkert að reyna aftur að sá sjálf sumarblómunum, fæ bara minnimáttarkennd fyrir hönd minna blóma þegar ég sé sömu teg. á gróðurstöðvunum.

Núna bíða mín miklar vangaveltur um hvar ég eigi að setja öll blómin sem ég keypti í dag, plús mestann partinn af því sem ég sáði sjálf.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Já, já það er örugglega sitkalús á þessu og alls konar bakteríur, sýkingar og plöntusjúkdómar sem geta haft mjög skaðlega áhrif á íbúa hússins  ég ætla allavega að segja mömmu það að það sé til sjúkdómurinn plöntusgrenitréusfólkus sem smitist úr grenitrjám og plöntum yfir í fólk sko 

:LOL:D:)

Angel, fórstu til Auðuns Árnasonar á Böðmóðstöðum og hans elskulegu konu, sem ég man bara ekki hvað heitir rétt í augnablikinu, hún var með mér í skólanum á Reykjum. Þau eru alveg frábær.

Og kannski hefurðu komið við í Borg, hjá Lars og Ragnheiði, kærum vinum, sem eru sérdeilis elskuleg. :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Svona er þetta lítið land. Konan hans Auðuns er norsk og heitir Maria.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Svona er þetta lítið land.  Konan hans Auðuns er norsk og heitir Maria.

<{POST_SNAPBACK}>

Alveg rétt María, hvernig gat ég gleymt því. Við vorum ágætis félagar í Garðyrkjuskólanum. Takk fyrir að minna mig á nafnið hennar. :huh:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú, þessir staðir eru alveg fastir á mínum rúnti um gróðurstöðvar og reyndar hjá Ingibjörgu líka. Auðunn og Maria selja plönturnar sínar á svo góðu verði að flest allt er keypt hjá þeim. Og það er meiriháttar að koma í Borg, ég reyni að koma þar sem oftast, þó ekki væri nema til að labba um og kíkja í þeirra eigin garð.

Surfinurnar frá Auðni og Mariu eru hreint út sagt frábærar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Er þú með gróðrarstöð á Ísafirði Cesil?

Share this post


Link to post
Share on other sites

:D:(:(

Angel, fórstu til Auðuns Árnasonar á Böðmóðstöðum og hans elskulegu konu, sem ég man bara ekki hvað heitir rétt í augnablikinu, hún var með mér í skólanum á Reykjum. Þau eru alveg frábær.

Og kannski hefurðu komið við í Borg, hjá Lars og Ragnheiði, kærum vinum, sem eru sérdeilis elskuleg. :huh:

<{POST_SNAPBACK}>

Ja, som man siger.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ja, som man siger.

<{POST_SNAPBACK}>

Greinilega margir sem kannast við Lars :P

Share this post


Link to post
Share on other sites

Greinilega margir sem kannast við Lars :P

<{POST_SNAPBACK}>

Þau eru líka bæði alveg frábær. Hafsjór af þekkingu og kunnáttu, upplýsandi og skemmtileg.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Sammála, alveg frábær hjón.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Er þú með gróðrarstöð á Ísafirði Cesil?

<{POST_SNAPBACK}>

Já ég er með eina slíka.

Er reyndar með söfnunaráráttu, og þekki og þekkti margar blómakonur kring um landið. Eins og Herdísi í Fornhaga, Vigdísi á Hofi, og nokkrar fleiri, sumar komnar yfir móðuna miklu.

En það er ótrúlega gaman að fara um landið, og kíkja á gróðrarstöðvar.

Ein sem er með fjölbreytt úrval af blómjurtum er Sædís í Gleym mér ei, Óli vinur minn Njálsson í Nátthaga, Sigurður Eiríksson á Hvammstanga er alveg spes í trjáræktinni, Jóhann Pálsson fyrrverandi umsjónarmaður grasagarðsins á Akureyri og garðyrkjustjóri í Reykjavík, er sérfræðingur í rósum.

Þetta eru allt sérvitringar eins og ég sjálf. :P

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.