Sign in to follow this  
Followers 0
Sting

Garðyrkja og skógrækt

828 posts in this topic

Ég hef líka gaman af að skoða garðplöntustöðvar og kannast við sumt af þessu fólki sem þú nefnir. Ég ætla að skoða þína stöð ef ég kem á Ísafjörð í sumar. Það væri gaman að sjá trjáræktina hjá þessum Sigurði á Hvammstanga, þar eru sennilega frekar erfið skilyrði.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hef líka gaman af að skoða garðplöntustöðvar og kannast við sumt af þessu fólki sem þú nefnir.  Ég ætla að skoða þína stöð ef ég kem á Ísafjörð í sumar.  Það væri gaman að sjá trjáræktina hjá þessum Sigurði á Hvammstanga, þar eru sennilega frekar erfið skilyrði.

<{POST_SNAPBACK}>

Vertu bara velkominn Sting minn. :P

Já þú skalt endilega skoða hjá Sigurði, hann er núna aðallega í plómutrjám inn í stóru garðhúsi. En hefur komið sér vel fyrir með alaskavíðihekk umhverfis lóðina sem hann hefur þarna, og þar sáir hann og lætur vaxa allskonar tré. Þegar hann byrjaði, þá var sagt við hann að það þrifist ekki trjágróður á Hvammstanga, en hann hlustaði bara ekki, sem betur fer.

Share this post


Link to post
Share on other sites

humm, hvað skyldi bóndinn segja við því að nú vilji frúin stoppa á hverri gróðurstöð á landinu þegar við erum á ferðalagi. :D

En hvar er nú Gleym mér ei? Er búin að vera á leiðinni í Nátthaga soldið lengi.

En gott að vita að Lars veit hver þú ert Cesil, þá get ég sagt að hengifjólan sem ég var að spyrja um í dag sé í þínum garði <_< Þá veit hann vonandi hver plantan er.

Þú ert kannski með hana til sölu á þinni stöð?

Vona að allir garðeigendur og plönturnar þeirra fái góða rigningu á morgunn :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
humm, hvað skyldi bóndinn segja við því að nú vilji frúin stoppa á hverri gróðurstöð á landinu þegar við erum á ferðalagi.  :D

En hvar er nú Gleym mér ei? Er búin að vera á leiðinni í Nátthaga soldið lengi.

En gott að vita að Lars veit hver þú ert Cesil, þá get ég sagt að hengifjólan sem ég var að spyrja um í dag sé í þínum garði  <_<  Þá veit hann vonandi hver plantan er.

Þú ert kannski með hana til sölu á þinni stöð?

Vona að allir garðeigendur og plönturnar þeirra fái góða rigningu á morgunn :D

<{POST_SNAPBACK}>

Já ég er með hana, reyndar. Lars gæti vita um hana. En ég bið að heilsa honum næst þegar þú ferð. Knúsaðu bæði hann og Ragnheiði frá mér.

Gleym mér ei er í Borgarnesi, aðeins fyrir utan kaupstaðinn. Gættu þess þegar þú ferð í Nátthaga, ef heitt er í veðri að ana ekki beint fyrir næsta tré. Óli er þvílíkt náttúrubarn, að þú gæti rekist á hann á pungbindi einu fata :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hann kannaðist ekki við fjölæra hengifjólu, en rámaði eitthvað í fjólu sem sáði sér sjálf. Skal skila kveðjunni til þeirra en veit ekki um knúsið :)

Rámar í að hafa heyrt um náttúrubarnið :D en takk fyrir aðvörunina :D

Sendir þú ekki blóm í pósti? <_< Verð hreinlega að eignast svona fjólu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er svo sannarlega þess virði að koma í Nátthaga. Óli hefur unnið mikið starf við að finna nýjar tegundir og yrki sem henta íslenskum aðstæðum og er mikill fræðimaður á sviði garðyrkju.

Þau sem hafa gaman af köttum ættu líka að kíkja þangað því hann er að rækta svokallaða Bengalketti. Ég er nú reyndar ekki mikill kattaáhugamaður en því er ekki að neita að þetta eru flottar skepnur. Blá augu og hálfgerður hlébarðafeldur.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vei!! Garðyrkju elska ég, hvernig sem viðrar. Hmmm og í Nátthaga kom ég einmitt í slagveðursrigningu í fyrrasumar. Engin nekt þar á ferðinni, enda fuku heilu trén um bílastæðið. Margt óskaplega fallegt þarna og mér finnst alltaf vera mjög vandað til ræktunarinnar. Þess vegna hika ég ekki við að bregða mér af bæ og heimsækja Óla. Kettina hef ég aldrei séð nema á myndum. Kannski væri ráðið að koma í betra veðri næst.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er virkilega gaman að skoða kettina, hann sýndi mér þá alla, er með þá á sérstökum stað, þ.e. dýrin til undaneldis. Hann hefur fengið allskonar verðlaun.

Með kvæmin þá á hann margar tegundir og kvæmi. Hann hefur nú samt beðið mig um plöntur, oftar en einu sinni. Og núna vill hann fá sérstakt kvæmi af blóðrifsi, og ég á að gefa því yrkisheiti. Ég er heilmikið stolt af því. :(

Share this post


Link to post
Share on other sites
Það er virkilega gaman að skoða kettina, hann sýndi mér þá alla, er með þá á sérstökum stað, þ.e. dýrin til undaneldis.  Hann hefur fengið allskonar verðlaun.

Með kvæmin þá á hann margar tegundir og kvæmi.  Hann hefur nú samt beðið mig um plöntur, oftar en einu sinni.  Og núna vill hann fá sérstakt kvæmi af blóðrifsi, og ég á að gefa því yrkisheiti.  Ég er heilmikið stolt af því.  :rolleyes:

<{POST_SNAPBACK}>

Óli er ekki lengur með kettina í ganginum. Hann hætti því af því að fjölmargir komu aðeins til að skoða eða sýna börnum kettina.

Það átti ekki við Óla, eðlilega.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Legg til að kvæmið muni heita Cesil. :rolleyes: Er það ekki sama tegund og þú ert með í þínum garði?

Alveg er þetta fastur liður á hverju sumri, þetta bévítans rok í júníbyrjun. Gleymdi að setja niður prik hjá gladiólunum og flestar bognuðu. Þær jafna sig vonandi.

Hvort er plöntum meira virði skjól eða sól? Það verður að segjast eins og er að sólríkasti staðurinn í mínum garði er einnig viðkvæmastur fyrir þessarri átt sem ríkir núna. Er að spá í að gera annan pall á lóðinni og skjólveggi, en þar kemur sólin ekki fyrr en upp úr kl. 2 á daginn og ætla að vera með upphækkuð beð þar fyrir plöntur. Ef vel tekst til þá ætti ég að fá skjól fyrir hafgolunni á sólardögum og viðkvæmar plöntur skjól fyrir verstu áttinni.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Angel mín skjólið er meira virði en sólin, flestum plöntum allavega. Þó er sól nauðsynleg til meiri blómgvunar. En það er líka einfalt að mynda skjól, meira að segja geta eurobretti verið góð og ódýr lausn, að reisa þau upp og festa eins og girðingu, mála þau, eða fúaverja. Uns skjólið vex í garðinum.

Vestanþræsingurinn er leiðinlegur, því við reynum alltaf fyrst og fremst að skýla fyrir norðanáttinni, svo vestanáttinn verður alltaf hálf opin leið.

Of course er Cesil rétta nafnið á yrkið :) En nei þetta er ekki sama plantan og var sýnd í sjónvarpinu. En sú tegund er mjög fín.

Póllinn, ég veit ekki hvar gangurinn er, en þar sem ég skoðaði kettina var enginn gangur. Segi ekki meira um það.

Þessir kettir eru frábærlega fallegir. Að vísu hef ég komið heim til Agnýjar og Kela, þau eru með blending af Bengalketti, hann er líkur köttunum hans Óla. Þó Óli myndi örugglega þekkja þá í sundur, því hann er fagmaður fram í fingurgóma. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Cesil er auðvitað fín yrkisnafn. Þekkir þú yrkið 'Koja' og ef svo er hefurðu borið það saman við 'Cesil'?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Nei reyndar ekki. Er það yrki af blóðrifsi ? Gæti verið það sem ég er með í mínum garði. Man ekki lengur hvað ég fékk það, sennilega í Mörk, meðan Martha og Per voru með stöðina. Það stendur sig mjög vel og er núna alþakið knúppum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já Koja er blóðrifs sem hefur verið einna mest í gangi, hvernig er nýja yrkið frábrugðið, plöntunni frá Mörk? þetta er spennandi enda rifs skemmtileg ættkvísl. :P.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég veit ekki ennþá hvernig það þrífst hér, en það var voða flott í færeyjum, það eru til það bæði dökkbleikt og ljósara. Virkilega fallegar plöntur. Ég ætla að færa Óla þessar tegundir næst þegar ég fer suður. En ég á bara litlar plöntur frá því í fyrra, og svo smáfjölgn í vor. En þær lofa góðu, kólu ekkert í vetur í uppeldinu. Svo þetta verður spennandi.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jæja, þá að skógræktinni, á að auka skógrækt? Hvernig á að fara með erlendar trjátegundir má planta þeim og þá hvar? Hvað með barrtrén á Þingvöllum, á að fella þau? osfr. (Á þessi umræða frekar heima í "stjórnmálunum" en á þessum ágæta garðyrkjuþræði <_< )

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að við þurfum aðeins að staldra við og skoða hvað við ætlum að gera með skógrækt. Ég hef verið í Svíþjóð þar sem maður ekur sveitavegi, þar sem ekkert útsýni er. Bara vegurinn grenið og himininn, kílómeter eftir kílómeter. Það er svona á mörgum stöðum í mörgum löndum. Þó okkur takist kannski ekki að verða svo stórtæk, þá ber okkur að huga að því hvar við plöntum og þá hverju.

Til dæmis hefur verið unnar stórskemmtir á birkiskógum, með því að planta greni og furu inn í þá. Þetta hefur reyndar stórminnkað, en ég sé þetta enn gert í Borgarfirðinum. Og verð alltaf jafnreið þegar ég sé það. Það er alveg óþarfi að setja greniskóg inn í náttúrlega birkiskóga, eða gróðursvæðin sem fyrir eru.

Alveg eins er með lúpínuna. Hún á rétt á sér sumstaðar, en annarsstaðar er hún algjör vargur í véum. Að planta henni í auða bletti inn í birkikjarri og lyngmóum, er glæpur, sem ber að refsa fyrir. En á eyðisöndum er hún fín uppgræðsluplanta, ásamt melgresi og elri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég held að ég geti tekið undir allt þetta Cesil. Samt sem áður þá er ég á móti því að erlendum tegundum sé markvisst eytt af svæðum eins og á Þingvöllum og Ásbyrgi. Ég get verið sammála því að það eigi ekki að planta fleirum trjám þarna en þessi tré sem fyrir eru hafa ákveðið menningarsögulegt gildi. Þó að það finnist ein og ein sjáfsáin planta þá eru þessi barrtré ekki að breiðast neitt út.

Varðandi nýskógrækt þá á að sjálfsögðu að taka tillit til landslags og útsýnis. Samt sem áður er langt í land að skógur hér verði til trafala því landið er að mestu skóglaust. Þrátt fyrir töluverðar gróðursetningar þá er það enn svo sáralítill hluti landsins sem er verið að taka til skógræktar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alveg rétt, auðvitað á ekki að saga niður það sem gróðursett hefur verið, frekar en að rífa gömul hús, eða eyða menningarverðmætum. Við verðum stundum aðeins að staldra við og hugsa áður en við framkvæmum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég rakst á þessa síðu hér um daginn. Sjá síðu. Vitið þið deili á jörvavíðir, hvaðan nafnið er fengið og fl., sýnist hann helst eitthvert yrki af alaskavíðir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.