Sign in to follow this  
Followers 0
Sting

Garðyrkja og skógrækt

828 posts in this topic

Ég rakst á þessa síðu hér um daginn. Sjá síðu. Vitið þið deili á jörvavíðir, hvaðan nafnið er fengið og fl., sýnist hann helst eitthvert yrki af alaskavíðir.

Jörfavíðir (Salix hookeriana) er sér tegund en kemur reyndar frá Alaska. Hann vex meðfram ströndinni oft á lítt grónum áreyrum. Þessi jörfavíðir sem hér er kemur frá Yakutat sem er norðarlega í suð-austur Alaska (skaptið á pönnunni). Þessi víðir sker sig frá alaskavíði á því að vera ekki eins loðin og silfraður á neðraborði blaðana og blöðin eru heldur breiðari. Hann er vindþolinn og þolir ágætlega rýran jarðveg og vex vel á áreyrum eins og í heimkynnum sínum.

Ég man ekki hvernig nafnið er tilkomið en rámar í að það sé einhver tenging í Yakutat. Lengi vel var þessi víðir kallaður yakutatvíðir. Klónninn eða yrkið 'Katla' er íslenskt úrval sem er mikið í ræktun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þakka þér Sting, frábært að fá þessar upplýsingar í safnið. - Ég hef sértakt dálæti á víðistegundum, sýnist alaskavíðir ásamt hreggstaða- og strandvíði vera þær tegundir sem helst lifa af á stöðum þar sem særok og vindgnauð er mikið. Trúlega er jörvavíðir einnig í þessum flokki. Við hjónin gróðursettum grænan alaskavíðir sem ysta skjól í garðinn okkar fyrir 10 árum síðan, hann kól nokkuð og okkur var þá bent á hentugra kvæmi, svonefndan tröllavíðir, hann væri harðgerðari. Þetta gekk með ágætum, þrem árum seinna hafði hann vaxið upp í nær tvo metra. Fyrir innan þetta skjólbelti höfum við síðan komið upp fallegum furutrjám svo sem bergfuru, blágreni og sitkagreni ásamt reyniplöntum, gljámispli og hansarósum og fl. Áður en við settum alaskavíðirinn niður höfðum við reynt við birki og viðju án teljandi árangurs.

Ég hef komist að því að hægt er að rækta tré nánast alls staðar ef valdar eru réttar tegundir í upphafi.

Þar sem þú ert svo fróður um trjágróður, getur þú sagt mér eitthvað um sögu strandvíðis og hreggstaðavíðis?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jörvavíðir er alaskavíðiyrki, einn af þeim sem Óli Valur Hansson og fleiri komu með úr söfnunarferð til Alaska fyrir mörgum árum. Ég setti hann niður í skjólbelti í Tunguskógi í reit sem var settur til minningar um snjóflóðin þar. Þetta var sett í mjög deiga jörð, og hann þrífst ágætlega, svo það er ljóst að hann þolir vel rakan jarðveg.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ó ég sá ekki að Sting var búinn að svara þessu. :D

Share this post


Link to post
Share on other sites
Þar sem þú ert svo fróður um trjágróður, getur þú sagt mér eitthvað um sögu strandvíðis og hreggstaðavíðis?

<{POST_SNAPBACK}>

Strandavíðir er íslenskur gulvíðir frá Tröllatungu á Ströndum. Fyrst þegar hann var að koma í ræktun þá var hann kallaður Tröllavíðir en síðan fór það nafn yfir á dökka alaskavíðiklóninn sem þú nefndir. Nonni í Dalsgarði í Mosfellsdal var iðinn við að koma strandavíði á markað fyrir 15-20 árum eða svo.

Hreggstaðavíðir er kominn frá garðyrkjustöðinni Gróanda á Hreggstöðum í Mosfellsdal. Þeir feðgar Björn og Sigurbjörn sáðu víði fyrir mörgum árum og plöntuðu út. Þessi klónn kom mjög vel út og gæti verið blendingur viðju og gulvíðis þó það sé ekki sannað svo ég viti. þeir fóru að fjölga honum undir þessu nafni og hann reyndis vel á erfiðum stöðum. Er jafn harðgerður og gulvíðir en vex hraðar eins og viðjan.

Það má því segja að báðir þessir víðiklónar hafi dreifst út frá Mosfellsdal.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Afar fróðlegt að lesa um þessi yrki og undirtegundir. En það sem mig langar að vita er hvaða tegund víðis (eða viðju...) er sterkastur gagnvart vargi eins og blaðlús og öðrum kvikindum. :D

Share this post


Link to post
Share on other sites
Afar fróðlegt að lesa um þessi yrki og undirtegundir.  En það sem mig langar að vita er hvaða tegund víðis (eða viðju...) er sterkastur gagnvart vargi eins og blaðlús og öðrum kvikindum. :D

<{POST_SNAPBACK}>

Það er einginn vafi á því að það er gljávíðirinn sem kemur upphaflega úr gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. Reyndar er upprunalegi víðirinn því miður ekki til. Þessi víðir hefur þó margt annað á móti sér. Hann hefur skemmst mikið af riðsvepp og er auk þess full suðlægur fyrir okkar aðstæður. Stendur grænn fram eftir hausti og kelur því nokkuð.

Ástæðan fyrir því að þessi víðir er svona ónæmur fyrir lús og maðki er sennilega sú að hann laufgast seint og þegar lýs skríða úr eggjum sínum þá er ekki lauf á víðinum þannig að lúsin verður hungurmorða. Það er reyndar gaman að skoða það að oft sér maður íslenskan gulvíði í náttúrunni sem hagar sér svipað það er laufgast seint til að svelta lúsina og maðkinn. Sérstaklega er þetta algengt á Suðurlandi. Mér vitanlega hefur þó einginn fjölgað slíkum víði en það væri þó áhugavert. Reyndar bitnar þessi seinkun á laufgun á vexti því vaxtatímabilið verður þá ekki eins langt. Gulvíðir sem hagar sér svona fellir samt lauf á eðlilegum tíma svo það verður ekki haustkal. Núna er sennilega rétti tíminn að finna svona víði sem ekki er enn laufgaður að ráði eða þá nýlega kominn af stað. Þannig mætti fá víði sem er með náttúrulega vörn gegn maðki og lús.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Strandavíðir er íslenskur gulvíðir frá Tröllatungu á Ströndum. Fyrst þegar hann var að koma í ræktun þá var hann kallaður Tröllavíðir en síðan fór það nafn yfir á dökka alaskavíðiklóninn sem þú nefndir. Nonni í Dalsgarði í Mosfellsdal var iðinn við að koma strandavíði á markað fyrir 15-20 árum eða svo.

Hreggstaðavíðir er kominn frá garðyrkjustöðinni Gróanda á Hreggstöðum í Mosfellsdal. Þeir feðgar Björn og Sigurbjörn sáðu víði fyrir mörgum árum og plöntuðu út. Þessi klónn kom mjög vel út og gæti verið blendingur viðju og gulvíðis þó það sé ekki sannað svo ég viti. þeir fóru að fjölga honum undir þessu nafni og hann reyndis vel á erfiðum stöðum. Er jafn harðgerður og gulvíðir en vex hraðar eins og viðjan.

Það má því segja að báðir þessir víðiklónar hafi dreifst út frá Mosfellsdal.

<{POST_SNAPBACK}>

Mjög fróðlegt Sting. Ég hef heyrt að Hreggstaðavíðir sé klón brekkuvíðis og viðju. Er það möguleiki? Þú segir að strandavíðir sé ísl. gulvíðir. Var honum gefið nýtt nafn eða var hann klónaður með öðrum víði?

Hef verið að fylgjast með gljávíðisplöntum í öðrum görðum, sýnist sem ryðsveppurinn sé á hröðu undanhaldi. Hvað segið þið um það?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Jörvavíðir er alaskavíðiyrki, einn af þeim sem Óli Valur Hansson og fleiri komu með úr söfnunarferð til Alaska fyrir mörgum árum.  Ég setti hann niður í skjólbelti í Tunguskógi í reit sem var settur til minningar um snjóflóðin þar.  Þetta var sett í mjög deiga jörð, og hann þrífst ágætlega, svo það er ljóst að hann þolir vel rakan jarðveg.

<{POST_SNAPBACK}>

Kærar þakki cesil. frábær viðbót við upplýsingarnar sem Sting kom með. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mjög fróðlegt Sting. Ég hef heyrt að Hreggstaðavíðir sé klón brekkuvíðis og viðju. Er það möguleiki? Þú segir að strandavíðir sé ísl. gulvíðir. Var honum gefið nýtt nafn eða var hann klónaður með öðrum víði?

Alveg rétt hjá þér DonKikode, þetta er afkvæmi brekkuvíðis og viðju, með bestu eiginleika úr báðum. Einn klónn er svo Grenigerðisvíðirinn, hann er úr Borgarfirðinum, frá Poul og Rítu, dönskum garðyrkjuhjónum sem búa rétt hjá Borgarnesi, voru með Galloway kúabú, en hafa nú held ég einbeitt sér að garðplöntum og listmunum allskonar. Grenigerðisvíðirinn er afkvæmi viðju og selju, með besta úr báðum, og hefur líka fengið viðurkenningu eins og hreggstaðavíðirinn. Hann er dekkri á greinarnar, en afskaplega fallegur víðir.

Ég er með alaskavíðir í Jónsgarði, sem Per í Mörk skoðaði einu sinni, og sagði að væri öðruvisi en aðrar alaskavíðitegundir. Hanna er með stór slíður gul á litinn. Og vex mjög hratt, en er ljósari á börkin en brúni alaskavíðirinn, þessi venjulegi tröllavíðir.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er örugglega rétt hjá ykkur með Hreggstaðavíðinn að annað foreldrið sé brekkuvíðir og mismynni hjá mér. Að vísu er spurning með brekkuvíðinn, er það ekki bara gulvíðiklónn?

Það er mikill breytileiki í íslenska gulvíðinum og í raun er Strandavíðirinn nokkuð hefðbundinn gulvíðir. Þetta er klónn sem gefið hefur verið þetta nafn. Ársprotarnir eru þó dekkri en það sem oftast gerist hjá gulvíði og vöxturinn uppréttur og kröftugur.

Það er gaman að skoða villtan gulvíði og sjá allan breytileikan til dæmis í litasamsetningu árssprota og laufgunartíma. Það má eflaust finna marga fleiri áhugaverða klóna og gefa yrkisnafn. Í "gamladaga" var ræktað nokkuð af ljósum gulvíði sem var kallaður glitvíðir og var með ljósa árssprota og gljáandi blöð. Þessi víðir var nokkuð viðkvæmur fyrir ryðsvepp og þegar brekkuvíðirinn kom á markaðinn þá ruddi hann glitvíðinum út. Þó má á einstaka stað sjá glitvíði í gömlum görðum í Reykjavík.

Brekkuvíðirinn er svolítið undarlegur víðir því hann er íslenskur en samt nokkuð frábrugðin hefðbundnum gulvíði og enn ólíkari öðrum íslenskum víðitegundum. Ég hef þó heyrt þá kenningu að hann sé gulvíðiklónn en sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Jú það er örugglega rétt að brekkuvíðir er ættaður úr gulvíði. Það er gaman að sjá í hlíðinni fyrir ofan hjá mér, hvernig gulvíðirinn sprettur upp, þegar kindurnar eru hættar að naga, og annað sem er eftirtektarvert, er að krækilyngið hörfar, en aðalbláberjalyngið sækir á. Þar sem bara var krækilyng meðan rollurnar gengu lausar, er nú nánast bara aðalbláberja og bláberjalyng. En krækilyngið hefur fært sig til á minna gróinn svæði.

Já það er rétt Sting, gaman að sjá breytileikann í gulvíðinum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Alveg rétt hjá þér DonKikode, þetta er afkvæmi brekkuvíðis og viðju, með bestu eiginleika úr báðum. Einn klónn er svo Grenigerðisvíðirinn, hann er úr Borgarfirðinum, frá Poul og Rítu, dönskum garðyrkjuhjónum sem búa rétt hjá Borgarnesi, voru með Galloway kúabú, en hafa nú held ég einbeitt sér að garðplöntum og listmunum allskonar. Grenigerðisvíðirinn er afkvæmi viðju og selju, með besta úr báðum, og hefur líka fengið viðurkenningu eins og hreggstaðavíðirinn. Hann er dekkri á greinarnar, en afskaplega fallegur víðir.

Ég er með alaskavíðir í Jónsgarði, sem Per í Mörk skoðaði einu sinni, og sagði að væri öðruvisi en aðrar alaskavíðitegundir. Hanna er með stór slíður gul á litinn. Og vex mjög hratt, en er ljósari á börkin en brúni alaskavíðirinn, þessi venjulegi tröllavíðir.

<{POST_SNAPBACK}>

Það væri gaman að kynnast þessum víðitegundum. Eru þær til á einhverri gróðrarstöð?

Share this post


Link to post
Share on other sites

ÉG veit ekki með Grenigerðisvíðirinn, nema þú getur örugglega keypt hann hjá Poul og Rítu. Þau eru með gróðrarstöð upp í Borgarfirði, aðeins lengra en hún Sædís í Gleym mér ei. Það fer ekkert á milli mála hvar hún er, með hátt myrtuvíðilimgerði í kring. En ef þú vilt vera viss um Hreggstaðavíðirinn, þá er best að kaupa hann beint frá Bjössa á Grásteinum, hann er upp í Mosfellsdal. Það er gaman að koma til hans, allt svo snyrtilegt og fínt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég er með gljávíðinn í hekkinu hjá mér og hann hefur sum sumrin farið illa út af ryðsveppnum og reyndar hefur hann stundum verið vel étinn. Við úðuðum eitt sumarið fyrir ryðsveppinn en það breytti engu. Las einhvern tímann að það færi soldið eftir veðrinu hvort sveppurinn yrði slæmur eða ekki, ef að það rigndi mikið væri meiri líkur á honum. Hef fylgst með mínum síðan og held að þetta sé rétt.

Ég reyni að vera dugleg að klippa greinar og klípa blöðin af þegar sveppurinn byrjar að sjást, en á endanum hef ég ekki undan.

Það var mikil synd þegar garðeigendur tóku sig til og fjarlægðu gljávíðinn úr görðunum, enda hafa margir þeirra séð eftir því.

Annað hvort er sveppurinn á undanhaldi eða að plönturnar eru að ná tökum á honum.

Hins vegar finnst mér vera óvenjumikið af maðki núna í trjánum og er jafnvel í teg. sem hafa sloppið hjá mér undanfarin ár. Úlfareynirinn er ekki beint fallegur núna.

Ég er hætt að úða, reyni frekar að sprauta vatni á trén.

Talandi um hekk, hvet alla sem eru að pæla í hekki að fara í Mosfellssdalinn á Grásteina og skoða hjá þeim. Þar eru hekk úr allskonar tegundum sem að jafnaði eru ekki notaðar í hekk eins og greni, koparreyni og fleiri tegundum.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Fínt að fá upplýsingar um gróðrarstöðvar með einhvern metnað. Því miður er það svo að Blómaval og Garðheimar fá mesta athygli hjá fólki. Gengdarlaust er þar hamrað á tilboðum á úr sér sprottnum og vannærðum sumarblómum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
ÉG veit ekki með Grenigerðisvíðirinn, nema þú getur örugglega keypt hann hjá Poul og Rítu.  Þau eru með gróðrarstöð upp í Borgarfirði,  aðeins lengra en hún Sædís í Gleym mér ei.  Það fer ekkert á milli mála hvar hún er, með hátt myrtuvíðilimgerði í kring.  En ef þú vilt vera viss um Hreggstaðavíðirinn, þá er best að kaupa hann beint frá Bjössa á Grásteinum, hann er upp í Mosfellsdal.  Það er gaman að koma til hans, allt svo snyrtilegt og fínt.

<{POST_SNAPBACK}>

Þetta þýðir ferð í Borgarfjörð og Mosfellsdal. :love:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Talandi um hekk, hvet alla sem eru að pæla í hekki að fara í Mosfellssdalinn á Grásteina og skoða hjá þeim. Þar eru hekk úr allskonar tegundum sem að jafnaði eru ekki notaðar í hekk eins og greni, koparreyni og fleiri tegundum.

Mikið rétt Angel mín, það er virkilega gaman að koma þarna og skoða það sem Bjössi er að gera. :love:

Þetta þýðir ferð í Borgarfjörð og Mosfellsdal. :P

<{POST_SNAPBACK}>

Gott mál Donni minn ég bið að heilsa á báðum stöðum. :P

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég hef ekki séð þennan Grenigerðisviði. Ég þarf greinilega að renna í Borgarfjörðinn við tækifæri.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Endilega, þú munt koma fyrst að Grenigerði áður en þú nærð henni Sædísi. ;) Þau eru líka með geitblöðung, sem þau kalla sóltopp, hann líkist samt meira klukkutoppi, en er ekki eins. Allavega kalla þau hann sóltopp, hann er harðgerður og stór runni. Sem sómir sér vel stakur á stað þar sem hann má vera í friði. Þú ættir að spyrja þau út í hann líka. :)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.