Sign in to follow this  
Followers 0
jóhannes björn

Endalok olíualdar

1.764 posts in this topic

Það er kátt í kauphöllum heimsins þessa dagana og dollarinn er sterkur. En ef Matthew R. Simmons hefur rétt fyrir sér í nýrri bók, Twilight in the Desert, þá styttist óðum í eina mestu efnahagskreppu veraldarsögunnar. Heimskreppan 1929 – 1935 kemst ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana.

Ef Matthew Simmons væri öfgafullur umhverfisinni eða dómsdagspámaður á vegum Rómarklúbbsins, þá væri auðvelt að láta aðvarnir hans sem vind um eyru þjóta, en því miður þá gæti bakgrunnur hans í olíubransanum varla verið veglegri. Simmons er stjórnarformaður og forstjóri eins stærsta banka heims sem sérhæfir sig í olíuviðskiptum, Simmons & Company International, og hefur í marga áratugi fjárfest milljarða dollara út um allan heim í olíuleit, uppbyggingu olíustöðva og markaðsetningu olíu. Hann hefur viðað að sér meiri upplýsingum um þessi mál en flestir aðrir og þekkir persónulega helstu stórbokka sem koma nálægt olíu (er t.d. málkunnugur bæði Bush og Cheney).

Bók Simmons kom út fyrir nokkrum dögum og heitir fullu nafni Twilight in the Desert; The Coming Saudi Oil Shock and the World Economy. Eins og nafnið bentir til þá er hún nákvæm úttekt á olíuframleiðslu Saudi Arabíu og því haldið fram með ískyggilega góðum rökum að landinu sé ekki aðeins um megn að auka framleiðsluna svo nokkru nemi, heldur sé líka ekki langt í að framleiðslan fari að dragast saman. Þetta gerist á sama tíma og olíulindir í Norðursjó, Mexíkó og víðar eru á undanhaldi, en eftirspurn eftir olíu fer ört vaxandi í heiminum. Það þarf varla að taka fram að staðfesting á þessum upplýsingum mundi samstundis margfalda allt orkuverð á Jörðinni.

Það verður löng bið á slíkri staðfestingu frá Saudi Arabíu því síðan 1982 hafa allar upplýsingar um olíumagn í jörðu og framleiðslugetu verið ríkisleyndarmál. Orkuneysla heimsins jókst um 4,3% á síðasta ári og þörf fyrir nýja olíu eykst jafnt og þétt. Þegar ríkisstjórnir og olíufélög eru spurð hvaðan þessi olía eigi að koma, þá benda allir á Saudi Arabíu. Sem sagt, það þykir gott og blessað að byggja framtíðaráætlanir hagkerfis heimsins á loforðum manna sem neita að gefa nokkrar upplýsingar um orkuforðann sem á að knýja kerfið áfram!

Simmons ferðaðist til Saudi Arabíu árið 2003 í boði stærsta olíufélags heims, Saudi Aramco, og það var þá sem hann tók að gruna að ekki væri allt í sómanum á olíusvæðunum. Þrátt fyrir alla ríkisleyndina þá tókst honum komast yfir 200 tæknilegar skýrslur sem starfsmenn olíufélagsins höfðu skrifað ... og grunur hans var staðfestur.

Olíuævintýrið í Saudi Arabíu byrjaði fyrir alvöru 1938 og 90% framleiðslunnar hefur allar götur síðan komið frá sjö risastórum lindum. Allar sjö eru farnar að eldast en standa samt enn undir 90% framleiðslunnar. Af þessum sjö lindum eru þrjár mikilvægastar og þær hafa verið að dæla olíu í yfir 50 ár. Til að viðhalda nægum þrýstingi í borholunum þá hefur gífurlegu vatnsmagni verið dælt í jörðina, nýlega 12 milljón tunnum á dag, en þegar það verður ekki lengur hægt þá hrapar framleiðslugetan strax. Það kostar Saudi Aramco $6 milljarða á ári bara að halda framleiðslunni á núverandi stigi.

Árið 1995 drakk hagkerfi heimsins 70 milljón tunnur af olíu á dag. Á þessu ári er dagsneyslan komin í 86 milljón tunnur og eftirspurnin fer vaxandi. Saudi Arabía á að mæta þessari eftirspurn, en allt bendir til þess að framleiðslan þar sé stöðnuð og fari jafnvel brátt að minnka. T. Boone Pickens, sem hefur verið olíuspekúlant í hálfa öld, lýsti afleiðingunum þannig: “Þetta verður eins og að keyra beint á múrvegg á 100 km hraða.”

Olíumenn af gamla skólanum notuðu skemmtilega lýsingu á því hvernig málin oftast þróast á svæðum (á þurru landi) þar sem olíu er að finna. Öll olíusvæði hafa sinn kóng, eina eða fleiri drottningar, nokkra jarla og síðan óbreytta borgara. Kóngurinn er risastór olíulind , drottningarnar eru a.m.k. helmingi minni (niður í 20% af stærð kóngsins), jarlarnir eru fimm til tíu, töluvert minni en drottningarnar, og óbreyttir borgarar eru smásprænur út um allt.

Reglan er sú að stærstu lindirnar finnast fyrst. Oftast finna menn fyrst drottningu og við frekari leit finnst kóngurinn. Skipulögð leit í kjölfarið dregur síðan jarla fram í dagsljósið. Þegar þessar uppsprettur byrja að dvína er leitað víðar og óbreyttir borgarar skjóta upp kollinum hér og þar.

Eins og víða annars staðar þá virðist olíuframleiðsla Saudi Arabíu fylgja þessu ferli:

* Ghawar , konungurinn, er langstærsta olíulind heimsins og fannst 1948. Um helmingur olíu landsins kemur frá þessari einu lind sem er 278 km á lengd og 25 km þar sem hún er breiðust.

* Fyrsta drottningin, Abqaiq, fannst átta árum fyrr. Önnur drottning, Safaniya, fannst 1951.

* Jarlarnir komu í leitirnar á milli 1951 og 1968.

Þrátt fyrir gífurlega leit með bestu tækjum þá hafa engar risalindir eða einu sinni jarlar skotið upp kollinum í Saudi Arabíu síðan 1968. Allar bitastæðar borholur hafa verið á svæðum sem fundust fyrir 1968 og á næsta ári verður t.d. byrjað að dæla á síðasta 60 km svæðinu að Ghawar.

Árið 1989 fannst olía 70 km suður af Riyadh og menn fylltust mikilli bjartsýni, en net af borholum þar skilar ekki nema 200.000 tunnum á dag. Það þætti dágóð framleiðsla víða annars staðar, en í Saudi Arabíu flokkast slíkt svæði undir “óbreytta borgara”. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að allar risalindir landsins eru á tiltölulega litlu svæði í austurhluta landsins og það svæði hefur verið kannað að fullu.

Það er tiltölulega auðvelt að sanna að Saudi Arabía lumar ekki á risalindum sem verið er að spara fyrir vaxandi olíueftirspurn í framtíðinni. Í fyrsta lagi þá er ákaflega erfitt að halda slíkum olíufundum leyndum. En þyngra vegur þó að ráðamenn mundu aldrei pína risalindirnar með offramleiðslu og leggja þannig í beina hættu (eins og þeir hafa gert) ef þeir ættu annarra kosta völ.

Tökum Ghawar sem dæmi. Fyrstu árin var nægur þrýstingur í holunum og olían flæddi viðstöðulaust upp á yfirborðið. Seinna var byrjað að dæla vatni inn á útjaðra svæðisins til að viðhalda réttum þrýstingi. Það er viðurkennd aðferð og örugg ef menn gæta hófs. Á milli 1965 og 1975 stökk hins vegar olíuframleiðsla Saudi Arabíu upp um 400% og 1981 náði framleiðsla Ghawar hámarki þegar 5,8 milljón tunnum var daglega dælt upp. Þessi gríðarlega framleiðsla krafðist þrýstings sem aftur kallaði á meira vatnsmagn en lindirnar gátu borið. Vatn sem átti að lyfta olíunni að yfirborðinu braust víða í gegn og hættan á að heilu svæðin féllu saman var veruleg. Verkfræðingar byrjuðu að skrúfa fyrir kranana til að gefa Ghawar hvíld og á tímabili 1985 er talið að framleiðslan hafi farið niður í milljón tunnur á dag. Dagframleiðslan að Ghawar er nú talin vera yfir 4 milljónir fata á dag.

Það þarf enginn að halda að Saudi Arabía léki rússneska rúllettu á þennan hátt ef ónýttar olíulundir væru fyrir hendi.

Framhald verður á vald.org

Share this post


Link to post
Share on other sites

Áhugaverð grein.

Ég er ekki sammála því að þetta muni leiða til mjög djúprar kreppu þótt satt sé. Í fyrsta lagi er ekki skrúfað fyrir kranan skyndilega einn dagin heldur mun minnkunin á framleiðslu eiga sér stað yfir einhvern tíma(nokkur ár kanski). Mismunur á efirspurn og framboði á olíu mun þá hækka verðið(og um leið draga ur eftirpurninni). Einnig munu aðrir kostir verða vænni eftir því sem olían hækkar. Nóg er til af kolum og svo mun vera til geyslegt magn af olíusandi í Kanada sem hægt er að nýta til framleiðslu á olíu. Þá munu menn kanski fara að flýta eitthvað rannsóknum á kjarnasamruna(EFDA) og síðan þróun á kjarnasamrunaverum. Það verkefni kostar ofboðslega peninga(tugi miljarða dollara) en gæti um leið leyst til frambúðar þörf okkar fyrir orku.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Allt er þetta satt og rétt ... að vissu marki. Ég kem inn á þetta í næstu greinum. Auðvitað er nóg til af orku, en kostnaðurinn við að afla hennar er óskaplegur miðað við olíuna. Hver tunna sem t.d. er unnin úr tjörusandi kostar um 35 sinnum meira en að bora eftir henni í Saudi Arabíu. Kolamengun verður líka verulegt vandamál á þessari plánetu sem nú þegar er að kafna í óþverra. Það sem ræður þó kannski úrslitum er sú staðreynd að hagkerfi margra landa er búið að steypa sér í svo miklar skuldir að olía á t.d. $100 gæti hæglega keyrt allt í kaf.

Þeir sem fjárfesta til lengri tíma og vilja sofa á nóttunni ættu sennilega að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem EIGA orku (ekki stóru olíufélögunum sem bara stjórna og selja orku). Ég valdi fyrirtæki í Kanada sem á mikið af góðum kolum og annað í Kanada sem á gull. Ég geri mér grein fyrir að ef efnahagslægð gengur yfir ÁÐUR en orkumálin fara í hnút þá gætu bæði gull og kol lækkað tímabundið í verði ... en ég er að líta til lengri tíma (og er 80% viss um að orkumálin verði næsta stórmál).

Share this post


Link to post
Share on other sites

Afar áhugavert. Jóhannes ég á töluvert af peningum sem ég hef haft góða ávöxtun á til þessa en líkt og margir, sbr grein í síðasta tölublaði the economist, hef ég miklar áhyggjur af efnahagsþróun á vesturlöndum á næstu misserum. Kemur þar til m.a. óeðlilegar hækkanir á fasteignaverði sem ef gengur til baka gæti valdið ein og sér mikilli efnahagskreppu. Hvaða sjóði gætir þú bent mér á þarna í Kanada eða annarsstaðar sem gætu reynst skjól ef verstu spár manna ganga eftir?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Afar áhugavert.  Jóhannes ég á töluvert af peningum sem ég hef haft góða ávöxtun á til þessa en líkt og margir, sbr grein í síðasta tölublaði the economist, hef ég miklar áhyggjur af efnahagsþróun á vesturlöndum á næstu misserum.  Kemur þar til m.a. óeðlilegar hækkanir á fasteignaverði sem ef gengur til baka gæti valdið ein og sér mikilli efnahagskreppu.  Hvaða sjóði gætir þú bent mér á þarna í Kanada eða annarsstaðar sem gætu reynst skjól ef verstu spár manna ganga eftir?

<{POST_SNAPBACK}>

Það er ekkert skjól ef fasteignamarkaðurinn hrynur. Nema kannski gjaldeyrir á borð við CHF eða NOK. Olíutunnan er á leið í 100 dollara, eins og ég hef áður bent á. Það er bara ein lausn, og hún heitir kjarnorka. Þannig það er boom á leiðinni í þeim bransa (3-5 ár).

Share this post


Link to post
Share on other sites

Langt í orku frá kjarnasamruna ?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Afar áhugavert.  Jóhannes ég á töluvert af peningum sem ég hef haft góða ávöxtun á til þessa en líkt og margir, sbr grein í síðasta tölublaði the economist, hef ég miklar áhyggjur af efnahagsþróun á vesturlöndum á næstu misserum.  Kemur þar til m.a. óeðlilegar hækkanir á fasteignaverði sem ef gengur til baka gæti valdið ein og sér mikilli efnahagskreppu.  Hvaða sjóði gætir þú bent mér á þarna í Kanada eða annarsstaðar sem gætu reynst skjól ef verstu spár manna ganga eftir?

<{POST_SNAPBACK}>

Ég er ekki rétti maðurinn til að spyrja um einstök fyrirtæki. En ég tel mig geta fullyrt að þegar olíuverðið snarhækkar þá hrapar allt á kauphöllunum nema þau fyrirtæki sem eru með "innbyggð" verðmæti í orku ... sem eiga orkuna sjálf. Það er fjöldi fyrirtækja t.d. í Ástralíu og Kanada sem geta bent á kolafjöll eða önnur staðfest orkuverðmæti sem þau eiga. Stórt olíufélag með samning í ákveðnu landi hrapar í verði ef viðkomandi land allt í einu viðurkennir einhver vandamál. Ég keypti hlutabréf í Fording Canadian Coal Trust (skráð FDG í bandarísku kauphöllinni) fyrir nokkrum vikum. http://www.fording.ca/cache/page_1.html Ég held líka að gull eigi eftir að gera það gott þegar verðbólgan fer af stað og almenn "kaos" grípur um sig á pappírsmörkuðum (peningaseðlar og verðbréf).

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þakka skemmtilegan þráð.

Gætu Íslendingar ekki staðið þokkalega að vígi með því að hlúa að vetnisrannsóknum, við með alla þessa vatnsorku (sem er kannski ekki svo ýkjamikil miðað við t.d. Norðmenn)?

Önnur athyglisverð spurning sem hlýtur að vakna. Hvað gera arabar til að tryggja sér sömu áhrif og áður þegar olíuauðinn þrýtur? Þessar þjóðir sem hafa velt sér uppúr auðæfum olíunnar hafa (held ég) kannski ekki allar notað peningana skynsamlega. Þverrandi auður þýðir að völd þeirra í alþjóðasamfélaginu minnka. Hvernig bregðast þeir við því? Er kannski byrjuð einhver undiralda hjá arabaþjóðunum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Langt í orku frá kjarnasamruna ?

<{POST_SNAPBACK}>

Alveg rétt.

Það hefur ekki verið lögð mikil áhersla á þessar rannsóknir og með þessu áframhaldi gætum við þurft að bíða 50-100 ár eftir því að sjá kjarnasamrunaorkuver. Hins vegar hefur mikið áunnist í fræðilegri þekkingu á þessum ferlum og menn eru þess vissir að þetta muni virka. Hins vegar vantar stærri tilraunaofn(Tómak) og það er var verið að samþykja að byggja hann í Frakklandi.

Kanski það mest spenandi er að með því að velja réttu efnin í ofanan sem verða geislavirkir með tímanum þá má lágmarka þann tíma sem þeir verða skaðlegir. Þennan tíma má jafvel stytta niður í 100 ár eða minna og slíkt er vel viðráðanlegt og mun þá ekki skilja neina mengun eftir sig til frambúðar, þ.e. enginn vandi fyrir ókomnar kynslóðir til að þrífa upp eftir okkur sem er nokkuð annað en með hin hefðbundu kjarnorkuver.

Mesti plúsinn er síðan sá að orkan verður óþrjótandi. Einhverstaðar sá ég að úr 1 lítra af sjó mætti ná jafnmikilli orku og úr 600 lítrum af olíu. Kostirnir eru því ótvíræðir ættu að réttlæta það að verja verulegum fjárhæðum í þetta verkefni.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Gætu Íslendingar ekki staðið þokkalega að vígi með því að hlúa að vetnisrannsóknum, við með alla þessa vatnsorku (sem er kannski ekki svo ýkjamikil miðað við t.d. Norðmenn)?

<{POST_SNAPBACK}>

Þeir standa ekki vel að vígi ef þeir binda þetta í lágt verð til langs tíma til álbræðslna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Spurning hvort framtíðin muni ekki líta til okkar svipuðum augum og við til tíma Loðvíkanna, þegar lítill minnihlutahópur sóaði orku og hráefnum og ekki síst mannafli - afli og orku utangarðsfólks.

Margt er svo sláandi líkt með stöðu kóngs, aðals og hinna svokölluðu bestu borgara í Evrópu á þessum tíma gagnvart öðrum sambýlingum þeirra í álfunni - og á hinn bóginn með stöðu okkar Vesturlandabúa holt og bolt gagnvart öðrum sambýlingum okkar á allri jörðinni undirlagðri nú.

Það sem var langsamlegast hræódýrast á tímum Loðvíkanna var mannaflið utan hins auðuga minnihlutahóps, utan herragarðsins (og þar með orkan og hráefnin, sem utangarðs-mannaflið var látið vinna, að efniviðurinn tæki á sig fullunna mynd) - og því var því sóað.

versailles2.jpg

Það sem er langsamlegast hræódýrast á okkar tímum er einmitt mannaflið utan herragarðs okkar Vesturlandabúa (og þar með orkan og hráefnin, sem utangarðs-mannaflið er látið vinna, að efniviðurinn taki á sig fullunna mynd) - og því er það, að við sóum því líkt og einmitt gamla slektið.

Olíuöld er sannkallað réttnefni hjá Jóhannesi Birni, yfir þetta lokaskeið alda-aldalangrar nýlendustefnu okkar, sem segja má að tekið hafi við af tímum Versaladrottnaranna en fer nú víst senn að ljúka.

Hlýtur satt að segja að flokkast undir tímaskekkju að bylting á borð við þá crommwelsku, að ekki sé talað um þá frönsku - og þá með arabískum, asískum, afrískum, suðuramrískum Napóleonum í kjölfarið - hafi ekki fyrir lifandis löngu riðið yfir heiminn af fullu afli.

Eða hafa sagnfræðingar okkar, hagfræðingar okkar, heimspekingar, reiknað allt svo rangt - eða erum við svona langtum öflugri Loðvíkunum - eða leiguliðar okkar herragarðseigandanna virkilega svo veikburða?

Ætli svarið liggi ekki í olíuverði nánustu framtíðar... Svo aftur til olíualdarslitra Simmons svo ekki verði úr innlegginu hreinræktað þráðarrán... :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þakka fyrir sérlega áhuverðan þráð - og tímabæra umræðu, ekki síst fyrir "orkuþjóðina" 'Island. Þetta er greinilega bók sem þarf að lesa. En af hverju þessi ofuráhersla á Sádí? Ég hef ekki borið mig mikið eftir olíufréttum en minnir samt að hafa heyrt að stærstu forðar veraldar séu undir Írak. Hef nú alltaf sett það í samhengi við áhuga okkar staðföstu þjóða á því að ana þangað í stríðsrekstur.

Annars er það hið besta mál þegar til lengri tíma er litið að sjá þessa olíuöld líða undir lok. Umskiptin yfir í nýja orkugjafa kunna að vera sársaukafull en það er þó sjálfgefið að komandi kynslóðir munu líta á okkar tíma með hryllingi og furðu yfir þeirri skammsýni að byggja upp hagkerfi sín á svo grófum aðferðum í orkuoflun.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Framleiða rússar ekki mest af olíu ?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Í tíð gamla Sovét, á árunum 1988 - 1989, fór olíuframleiðslan upp í 12 milljón tunnur á dag og hafði tvöfaldast á aðeins tíu árum. Þetta var gert með því að dæla allt of miklu vatni í útjaðra olíulindanna. Eins og fróðir menn vissu að mundi gerast þá féll framleiðslan fljótlega þegar lindirnar byrjuðu að "falla saman" og sjö árum síðar var aðeins hægt að dæla um sjö milljón tunnum á dag.

Síðan þetta gerðist hefur ný tækni, láréttar boranir, verið fundin upp og Rússar byrjuðu að nota hana fyrir nokkrum árum til að nálgast olíu sem hafði verið skilin eftir í samanföllnum olíulindum. Þetta er helsta skýringin á "olíuundrinu" í Rússlandi. En um mitt ár 2004 var þessi vertíð á undanhaldi og olíuframleiðsla Rússa hefur minnkað síðan.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bölvað svartnættisrugl og þvæla.

Var að horfa á þátt um dagin á CBS og var kom fram að olíusandurinn í Kanda er svo mikil að hann einn og sér gæti framlengt olíuævintýrið hjá okkur um 15-50 eftir að olía í miðausturlöndum tæmist.

Svo var farið inn á kostanðinn við þetta og hann hefur lækkað mjög mikið og þeir gera ráð fyrir að kostaðurinn verði komin í það sama og dæling á olíu innan 3-5 ára.

Svo er nýbúið að samþykkja lög í USA sem leyfa meiri vinnslu og borun eftir olíu undan ströndum USA. Þá sérstaklega í Mexíkóflóa og Alaska.

Það er einhver slatti af olíu þarna líka.

Svo það er óþarfi að fara á taugum og koma með einhverjar dómsdagsspár.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Bölvað svartnættisrugl og þvæla.

Var að horfa á þátt um dagin á CBS og var kom fram að olíusandurinn í Kanda er svo mikil að hann einn og sér gæti framlengt olíuævintýrið hjá okkur um 15-50 eftir að olía í miðausturlöndum tæmist.

Að sjálfsögðu útvarpar kaninn á CBS að nóg sé að olíu. Iðnjöfrar sem eiga stóru sjónvarpsstöðvarnar eiga mikið undir því að olían streymi inn í iðnaðinn (sem þeir eiga líka), og að fólkið missi ekki trúna. Þar að auki má benda á að 15-50 ár er nú ekki sérlega langur tími. Ég lít ekki á þetta sem svartnættisrugl, og því síður dómasagsspá. Það er væntanlega næg orka beislanleg í heiminum, þetta er mál sem hlýtur að koma upp fyrr eða síðar. Því fyrr sem við viðurkennum dauðleika olíunnar því betur stöndum við að vígi við öflun annarra orkugjafa.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar svokallaðar olíukreppur voru í tísku þá andmælti ég þeim kröftuglega, t.d. í Falið vald 1979 http://vald.org/book1/k4.htm . Í annarri bók 1983 http://vald.org/book2/k9.htm og oft síðar benti ég á að Rómarklúbburinn (sem spáði skort á öllu) bullaði stanslaust. En eftir að hafa lesið þúsundir blaðsíðna um olíu s.l. tvö ár þá er ég nokkuð viss um að nýtt tímabil er runnið upp. Það er nærri ár síðan ég skrifaði um það fyrst http://vald.org/articles/040730.htm og upplýsingarnar versna stöðugt.

Olíuverð hefur margfaldast í verði. Það er samt enginn olíuskortur enn, menn einfaldlega sjá að “peak oil” er á næstu grösum. Eftirspurn er að aukast á sama tíma og stærstu olíulindir heims eru að eldast og ekki nærri því nóg kemur í staðinn.

Og þá er það þetta með tjörusandinn, sem ég reyndar skrifaði um fyrir 26 árum (í sama kafla og fyrsta tilvitnun hér að ofan). Við þurfum ekki nema að líta á fartölvur til þess að skynja vandann. Framfarir í örgjöfum og annarri raftækni sem þær nota eru gríðarlega hraðar, en rafhlöðurnar þróast miklu hægar. Þrjú til fimm ár eru kannski langur tími í raftækni ef peningum er ausið í verkefnið, en ákaflega stuttur tími í efnafræði. Menn eru búnir að tala um tjörusand í 30 ár eða lengur, en tæknin til að vinna hana rétt sniglast áfram. Það er engin undralausn rétt handan við hornið. Eins og ég sagði áður, það kostar 35 sinnum meira að vinna olíu úr tjörusandi en að bora eftir henni í Saudi Arabíu og þessi kostnaður verður ekki lækkaður með neinum undrahraða.

Eftir 30 – 50 ár verður mannkynið komið á sléttan sjó þegar takmarkalaus orka verður loks beisluð, en það er hætt við að í millitíðinni verði tímabil svartnættis.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er vægast sagt mjög afstætt hvað telst vera næg orka. Ef allir jarðarbúar hygðust neyta orku í sama mæli og Vesturlandabúar gera nú, þá væri það borin von - alveg sama þó ITER (http://www.iter.org/) kæmist á koppinn, sem snýst um einskonar heimatilbúna sólarorku, en ég reikna með að Jóhannes Björn sé að vísa til þess með þeim orðum að eftir 30 – 50 ár verði mannkynið komið á sléttan sjó...

Sólarorka framleidd á jörðu niðri  í Frakklandi

Nýtt alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að framleiða orku með kjarnasamruna verður með höfuðstöðvar nálægt borginni Marseille í S-Frakklandi. Ef vel tekst til gæti verkefnið leyst orkuvanda heimsins.

ITER verkefnið miðar að því að þróa tækni sem framleiðir orku með samruna vetniseinda. Tví- og þrívetnisatóm eru þá látin renna saman við gríðarlega háan hita og mynda við það helíum. Við það ferli losnar mikil orku úr læðingi. Þetta eru sambærileg efnahvörf við þau sem knýja sólina.

Til mikils er að vinna því ef verkefnið gengur vel gætu menn verið komnir með lausnina á orkuvanda heimsins. Úr aðeins einu kílói af vetni má nefnilega fá jafn mikla orku og úr 10.000 tonnum af jarðefnaeldsneyti. Kjarnasamruni hefur einnig þann kost að honum fylgir lítil sem engin mengun.

Það eru Evrópusambandið, Rússland, Kína, Bandaríkin, Japan og S-Kórea sem standa að ITER verkefninu. Lítið hefur gerst í þessum málum á liðnum misserum en deilur hafa verið uppi milli Frakka og Japana um hvar reisa skyldi aðalrannsóknarstofur verkefnisins. Það vandamál var loks leyst nú í dag.

Jacques Chirac, forseti Frakklands, var ánægður er hann tilkynnti um samkomulagið í morgun. Samningurinn kveður á um að höfuðstöðvar verkefnisins verði í bænum Cadarache, nærri borginni Marseille í suðurhluta Frakklands. Til að ná samkomulagi var ákveðið að hluti starfseminnar færi fram í Japan.

Umfang ITER verkefnisins er mikið en áætlað er að kostnaður við það nemi ekki minna en 10 miljörðum evra, jafnvirði tæpra 800 miljarða íslenskra króna á 35 ára tímabili.

Umhverfisverndarsamtök í Frakklandi hafa brugðist hart við fréttum af því að ITER verkefnið verði starfrækt í landinu. Umhverfisverndarsinnar segja áformin gagnslítil, litlar líkur séu á árangri og ef einhver verði sé þess langt að bíða. Íbúar jarðar þurfi á því að halda á næstu árum að fá orkugjafa sem mengar ekki jafn mikið og brennsla jarðefnaeldsneytis.

Gætum að því að ekki er nóg að eiga tæknilega möguleika á framleiðslu takmarkalausrar orku (þeir möguleikar eru reyndar nú þegar fyrir hendi t.d. í virkjun fallvatna) heldur verða þeir jafnframt að vera fjárhagslega hagkvæmir.

Eða hvað ímynda menn sér að kílówattstundin muni kosta með slíkri heimaunninni sólarorku? - Fáeina aura? Fáeinar krónur (líkt og framleiðsla vatnsaflsstundar kostar í dag)? Eða tugi króna? - Því er hvergi fjallað um það, hvorki af ITER né fréttaspyrlum?

Jafnvel þó stefndi í aðeins fáeina aura pr kwst að hálfri eða einni öld liðinni (þó tugir króna séu reyndar öllu líklegri fyrstu köstin út þessa öld) - hverju værum við þá bættari er tífalt fleiri jarðarbúar en nú, m.ö.o. allir jarðarbúar, væru farnir að sóa orku?

Nú þegar stefnir í að síðustu friðlönd jarðar verði undirlögð vélvæðingu, þrátt fyrir að orkan kosti svo sannarlega sitt og fari síhækkandi. Varla fyrirfinnst einu sinni lengur sá vestræni unglingur, a.m.k. á Íslandi, sem ekki sé tilbúinn til að sóa hverri einustu afgangsstund frá skóla til að afla fjár til orkukaupa í einni og annarri mynd eða á hinn bóginn, sífellt vansvefta af fjárþörf, í eyðslu orku og neyslu orku - en hinir fullorðnari bollaleggja á sama tíma innrás olíurisa í friðlönd Alaska og halarófa hvínandi blikkbelja á 100 km hraða í Eyvindarver og á Kjöl.

post-3099-1121289847.jpg

Þannig að jafnvel þó öllum tæknilegum og fjárhagslegum hindrunum orkuöflunar yrði rutt úr vegi og þá jafnvel allri fátækt líka, jafnvel í einni einustu andrá, - jafnvel svo snöggt sem fallöxin virkar - stæðum við þá ekki samt sem áður og raunar miklu frekar frammi fyrir takmarkalausum umhverfisvanda, jafnvel svo að heimur jarðarbúa umhverfðist í eina allsherjar andlega auðn, hræðilegt andlegt tómarúm, sannkallaða fátæktarlendu orkubolta?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þegar ég tala um takmarkalausa orku eftir 30 - 50 ár þá á ég við kjarnasamruna.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það er afar áhugavert fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvað breytingar geta orðið á því samfélagsmynstri sem við þekkjum að verða sér út um eintak af mynd sem heitir ''Endalok úthverfanna" End of Suburbia'

Þar er því spáð með afar ógnvekjandi hætti að allt það samfélag sem við þekkjum muni ryðlast á næstu árum þegar ólíulyndir heimsins anna ekki lengur eftirspurn.

Við höfum einfaldlega vanist því að geta keyrt einkabílinn frá úthverfunum inn í borgirnar, í verslanir fram og aftur, tugi kílómetra á dag. Hvað verður þegar þetta lífsmynstur er hreinlega ekki möguleiki lengur? Í myndinni spá þeir því að úthverfin breytist í fátækraþorp þar sem venjulegt fólk geti ekki lengur lifað þar vegna þess að þá komist það ekki til vinnu.

Það er orkukreppa á leiðinni, um það eru jafnvel hörðust íhaldsmenn í bandaríkjunum vissir og fátt gott til ráða. Yfirtaka miðausturlanda til að tryggja framboð af olíu gengur ekki sem skyldi og enn hefur þeim ekki dottið í hug að setja verulega fjármuni í rannsóknir á vistvænum orkugjöfum.

Ég hlýddi á fyrirlestur hjá prófessor við all stóran bandarískan háskóla sem sérhæfir sig í orku notkun og hans niðurstaða var sú að það eru til ódýrar lausnir og það eru til góðar lausnir til að leysa orkukreppuna. Vandinn er bara sá að ódýru lausnirnar eru ekki góðar og góðu lausnirnar eru ekki ódýrar!

Góðar lausnir væru bílar sem notuðu efnahvarfla knúna vetni. Vetnið væri fengið með sólar, vind eða samruna orku. Vandinn er bara sá að þetta er allt dýrar lausnir. Hann lýsti því hvernig er að reka tilraunaefnahverfil. Hann bilar þegar best lætur á viku fresti, er ákaflega viðkæmur fyrir öllu áreiti og vandamálum með eldsneyti og þegar verst lætur er hann úr umferð vikum saman. Það eru enn veruleg vandamál með hvernig á að geyma vetni. Sólar og vindorka er enn alltof dýrir orkugjafar og kjarnasamrunin enn sem komið er lítið meira en dagdraumar eðlisfræðinga.

Ísland er nokkuð sér á báti með gott aðgengi að umhverfisvænni orku en fyrir restina af heimsbyggðinni er lausnin einföld ódýr og drullug: KOL

Það er til gnótt af kolum, allavegana miðað við önnur jarðefnaeldsneyti. Þau eru til þess að gera ódýr og vel aðgengileg þannig að allar líkur eru á að þau verði ofan sem framtíðar orkugjafi með hamfarakenndum afleiðingum fyrir umhverfið.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.