Sign in to follow this  
Followers 0
Matilda McDuck

Reglur fyrir Ljósmyndasamkeppni Málefnanna

23 posts in this topic

Reglur fyrir Ljósmyndasamkeppni Málefnanna:

Þú verður að vera höfundur að myndinni. Hún má ekki sýna hugverk annarra eingöngu.

Allar gerðir myndavéla eru gjaldgengar.

Hver einstaklingur má eingöngu má senda tvær myndir. Hann má ekki tilnefna eigin myndir til úrslita.

Hver mynd má aðeins taka þátt í einni keppni. Hafi mynd tekið þátt í keppni áður fer hún ekki áfram í forkosningu.

Myndirnar mega ekki vera mikið breyttar í Photoshop eða álíka forritum. Ekki má skeyta saman myndum eða bæta myndahluta við. Ekki má setja ramma utan um myndina eða bæta á hana texta. Ekki má breyta hluta myndar að "rauðum augum" undanskildum og svo ef lagfæra þarf rispur, "noise" eða þvíumlíkt. Allar breytingar sem gerðar eru verða að ná til allrar myndarinnar og verður að geta sérstaklega í skýringum þegar mynd er send inn.

Breytingar sem hægt er að gera í myndavélinni sjálfri eru heimilar, líka einföld RAW vinnsla (enda er hún hliðstæð við það sem gerist sjálfkrafa í mörgum stafrænum myndavélum).

Eftirfarandi breytingar eru heimilar svo framarlega að þær nái til allrar myndarinnar (óþýtt til að minnka líkur á misskilningi):

*Adjustment layers

*Levels

*Curves

*Brightness/Contrast

*Greyscale

*Sepia (or adding a similar monochrome tone to an image)

*Hue/saturation/lightness

*Colour balance

*Sizing/rotating

*Cropping (normal rectangular cropping)

*Sharpen

*Unsharp Mask

*Dust & Scratches

*Jpeg artifact removal

*Moire pattern removal

*Median Cut

*Noise

*Gaussian blur

Allar aðrar breytingar eru óheimilar nema það sé sérstaklega leyft hverju sinni.

Ferli hverrar keppni er tvær vikur, byrjar á föstudegi með því að sigurvegari síðustu keppni velur og auglýsir nýtt þema. Þeir sem taka þátt mega ekki senda inn fleiri en tvær myndir inn í keppnina. Frestur til að skila inn myndum er til næsta fimmtudags kl 22:00. Þá fara myndir yfir í forkosningu og keppendur og aðrir málverjar tilnefna þrjár myndir en þó ekki sýnar eigin myndir. Forkosningin stendur til kl 22:00 næsta mánudagskvöld á eftir og þá fara 5 stigahæstu myndirnar yfir í lokakosningu og henni líkur kl 22:00 næsta fimmtudagskvöld. Þá er sigurvegari kynntur og honum boðið að velja næsta þema, ef hann hafnar því eða er ekki búinn að tilkynna næsta þema á föstudagskvöldi kl 20:00 þá er gengið á röðina og sá sem átti næst stigahæstu myndina er boðið að velja þema. Myndirnar sem sigra eru svo settar í VERÐLAUNAMYNDIR þráðinn.

Þessi keppni hófst 14.nóvember 2005 og fyrsta þemað var RAUTT ÞEMA. Reglurnar hafa verið að þróast frá upphafi og margir lagt fram tillögur í gegnum tíðina og núna er komin tími á að festa þær upp svo allir sjái.

Öllum málverjum er velkomið að taka þátt í keppni og við hvetjum fólk til að prufa að senda inn allavega einu sinni áður en það ákveður að þetta sé ekkert fyrir það. Við tökum vel á móti nýju fólki og þeir sem kunna ekki alveg til verka fá allar upplýsingar með því að spyrja á myndaþráðunum. Alltaf er einhver af okkur hérna sem er boðinn og búinn til aðstoðar. Svo er að tala um myndirnar sjálfar, t.d. í fyrstu keppni sem var rautt þema þá mátti senda allskonar myndir en það þurfti að vera eitthvað rautt á myndinni. Hvert þema skýrir sig oftast vel sjálft en ef einhver er óviss þá er bara að ræða málið á þemaþræðinum, fá álit annarra og spjalla saman. Þeir sem eru óklárir á að klippa myndir til og skerpa mega senda mér myndir í e-mail og ég skal gera tillögu, klippa og skerpa og senda til baka. Sendið þá á mig ES og ég sendi email addressuna mína til baka og þið þurfið að setja nikknafnið ykkar í subject. Svo eru sumir sem eiga í erfiðleikum með að koma myndunum inn og það er alltaf einhver hérna sem leiðbeinir nýju fólki.

Síðast en ekki síst vil ég nefna það að það hefur bara einu sinni komið upp að það var send inn stolin mynd af netinu. Ég legg mikið uppúr heiðarleika keppenda og er með augun galopin og svo hef ég fólk á bak við mig sem skoðar þetta stundum með mér. Hingað til hefur þetta allt verið á ljúfum nótum og mjög skemmtilegt og spennandi og vonandi verður það þannig áfram.

*****************************************************************************

Tilkynning :

Extra keppni verður haldin í fyrsta sinn 14.maí,

en þá er hálfsársafmæli keppninnar og stendur

afmælisgleðin í hálfan mánuð. Í Extra keppni

er ljósmyndurum gefnar frjálsar hendur í

photoshoppinu eða einhverju öðru myndaforriti,

allt má. Samt þarf myndin að bera með sér

ljósmyndayfirbragð eftir photoshopmeðhöndlunina

og það væri kannski gaman að fá að sjá myndir

fyrir og eftir. Og í þessari sömu Extra keppni geta

þeir sem eru flinkir sent inn tillögu að Logo fyrir

Ljósmyndakeppni Málefnanna. Það verður semsagt

ein photoshoppuð mynd og eitt logo á mann.

Aðrar keppnir falla ekki niður á meðan Extra keppnin

stendur yfir.

*****************************************************************************

ungar7ix.jpg

Ef einhver vill bæta einhverju við eða koma með ábendingu þá er um að gera að tjá sig hérna á þræðinum.

:D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Vil benda á það ef menn reikna með að komið geti upp vafaatriði í keppnum sem til verður stofnað eftir að þessar reglur taka gildi og vilji sé til að túlka vafaatriði þröngt þátttakenda í óhag verður að vera ljóst hvernig þátttakandi getur borið af sér sakir og hvernig úrskurða á í ágreiningsmáli þar um, og fyrirfram ljóst hver viðurlög eru.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Vil benda á það ef menn reikna með að komið geti upp vafaatriði í keppnum sem til verður stofanað eftir að þessar reglur taka gildi og vilji sé til að túlka vafaatriði þröngt þátttakenda í óhag verður að vera ljóst hvernig þátttakandi getur borið af sér sakir og hvernig úrskurða á í ágreiningsmáli þar um, og fyrirfram ljóst hver viðurlög eru.

Hvað með þetta?

"Þátttakendur gætu þurft að senda inn óbreytta, upprunalega mynd eins og hún var tekin ásamt lýsingum á því hvernig myndin var unnnin eftir á í tölvu. Upprunalega myndin verður að innihalda EXIF upplýsingarnar gildar og óbreyttar. Ef ekki tekst að útvega myndina áður en 3 dagar líða frá því að óskað er eftir henni verður myndin dæmd úr keppni."

Tekið af ljósmyndakeppni.is

Annars erum við fyrst og fremst að þessu til að hafa gaman af því og eru reglurnar settar fyrst og fremst til þess að þeir sem að eru klárari en aðrir í photoshop séu ekki að einoka fyrsta sætið á kosnað þeirra sem að minna kunna.

Og að lokum við ég enn og aftur benda á það að þrátt fyrir það að ég kunni eitt og annað í eftirvinnslu ljósmynda í photoshop þá hef ég ekki nema einu sinni unnið keppnina.

Kannski að ég sé bara svona lélegur en ég hef alla vega ekki verið að kvarta yfir þessu. :love: B)

Share this post


Link to post
Share on other sites
Hvað með þetta?

"Þátttakendur gætu þurft að senda inn óbreytta, upprunalega mynd eins og hún var tekin ásamt lýsingum á því hvernig myndin var unnnin eftir á í tölvu. Upprunalega myndin verður að innihalda EXIF upplýsingarnar gildar og óbreyttar. Ef ekki tekst að útvega myndina áður en 3 dagar líða frá því að óskað er eftir henni verður myndin dæmd úr keppni."

Tekið af ljósmyndakeppni.is

Annars erum við fyrst og fremst að þessu til að hafa gaman af því og eru reglurnar settar fyrst og fremst til þess að þeir sem að eru klárari en aðrir í photoshop séu ekki að einoka fyrsta sætið á kosnað þeirra sem að minna kunna.

Og að lokum við ég enn og aftur benda á það að þrátt fyrir það að ég kunni eitt og annað í eftirvinnslu ljósmynda í photoshop þá hef ég ekki nema einu sinni unnið keppnina.

Kannski að ég sé bara svona lélegur en ég hef alla vega ekki verið að kvarta yfir þessu. :LOL B)

Ég hélt þetta væri til gagmans gert, en hef fengið að kynnast því að í augum sumra er um mikla alvöru að ræða.

Um Photoshop finnst mér það helst þeir sem hvorki kunna að taka góðar myndir né neitt á Photoshop sem ímynda sér að góðu myndirnar verð til með Photoshop-vinnunni, en ekki með auganu og myndvélinni.

Mikilvægt er að framkalla það besta úr hverri mynd með kontrast, lýsingu og litajafnvægi en það er allt hægt í fylgiforritum helstu myndvélategunda sem og í myndvélunum sjálfum. En verði menn tapsárir og kveini utan í stjórnendum þarf að vera ljóst hvernig fólk getur borið af sér sakir sem fyrir verður.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hélt þetta væri til gagmans gert, en hef fengið að kynnast því að í augum sumra er um mikla alvöru að ræða.

En verði menn tapsárir og kveini utan í stjórnendum þarf að vera ljóst hvernig fólk getur borið af sér sakir sem fyrir verður.

Hvað er eiginlega í gangi með þig hér BVA... geturu ekki slakað smávegis á og dregið andann rólega.

Hvaða tapsára fólk ertu að tala um? Hversvegna viltu vita hvernig maður getur borið af sér sakir? Veistu um dæmi um þannig reglur hjá öðrum ljósmyndakeppnum?

:LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég hélt þetta væri til gagmans gert, en hef fengið að kynnast því að í augum sumra er um mikla alvöru að ræða.

Um Photoshop finnst mér það helst þeir sem hvorki kunna að taka góðar myndir né neitt á Photoshop sem ímynda sér að góðu myndirnar verð til með Photoshop-vinnunni, en ekki með auganu og myndvélinni.

Mikilvægt er að framkalla það besta úr hverri mynd með kontrast, lýsingu og litajafnvægi en það er allt hægt í fylgiforritum helstu myndvélategunda sem og í myndvélunum sjálfum. En verði menn tapsárir og kveini utan í stjórnendum þarf að vera ljóst hvernig fólk getur borið af sér sakir sem fyrir verður.

Ég segi nú eins og Gabbler, hvað er eiginlega í gangi með þig.

Þetta ER til gamans gert þrátt fyrir að það sé settur ákveðinn rammi utan um þetta.

Flestar þær reglur sem að farið er eftir hérna eru langt frá því að vera nýjar af nálinni þó svo að þær hafi ekki hangið uppi eins og þær gera núna. Vissulega hefðu menn mátt vera duglegri við að C/P þeim inn þegar að nýtt þema hefur farið af stað en þrátt fyrir það hefur það verið sárasjaldan sem að sú staða hefur komið upp að einhver hafi sett inn mynd sem að ekki hefur verið leyfð í keppninni. Ég man í augnablikinu eftir tveimur myndum sem að var kvartað yfir og var annari þeirra vísað úr keppni enda augljóslega ekki tekin af þeim sem að setti hana inn en hin fékk að vera þar sem ekki voru komnar reglur á þeim tíma um photoshop vinnslu.

Annars hef ég ekki enn orðið var við það að menn séu tapsárir enda hafa að mínu ekki alltaf bestu ljósmyndirnar unnið ef miðað er við myndvinnslu og mynduppbyggingu.

Ef eitthvað er þá myndi ég telja að eini sem að hafi verið að væla eitthvað hérna sért þú.

Blessaður reyndu nú að rífa þig upp úr þessari andskotans (pardon my french) paranoju sem að hefur hrjáð þig frá því að 9/11 þráðurinn fékk sinn sérstaka bás hér á málefnunum.

Það eru ekki allir vondir við þig.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég segi nú eins og Gabbler, hvað er eiginlega í gangi með þig.

Þetta ER til gamans gert þrátt fyrir að það sé settur ákveðinn rammi utan um þetta.

Flestar þær reglur sem að farið er eftir hérna eru langt frá því að vera nýjar af nálinni þó svo að þær hafi ekki hangið uppi eins og þær gera núna. Vissulega hefðu menn mátt vera duglegri við að C/P þeim inn þegar að nýtt þema hefur farið af stað en þrátt fyrir það hefur það verið sárasjaldan sem að sú staða hefur komið upp að einhver hafi sett inn mynd sem að ekki hefur verið leyfð í keppninni.

Ég set ekkert útá þær reglur - ekki misskilja mig. - Ég upplýsi ekki um einkapóst en sem mér er sendur en ég er að brýna menn að gefnu tilefni að hafa þetta klárt fyrirfram.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég set ekkert útá þær reglur - ekki misskilja mig. - Ég upplýsi ekki um einkapóst en sem mér er sendur en ég er að brýna menn að gefnu tilefni að hafa þetta klárt fyrirfram.

Alveg frá fyrstu keppni hafa þrjár reglur verið alveg skýrar,

Hver og einn má senda inn tvær myndir

Hann verður að hafa tekið myndirnar sjálfur

Svo má ekki kjósa sínar eigin myndir

Svona lagði ég af stað með þetta í upphafi og þú getur fundið

þetta með því að lesa þráðinn RAUTT ÞEMA - það er fyrsta

keppnin sem var haldin.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Alveg frá fyrstu keppni hafa þrjár reglur verið alveg skýrar,

Hver og einn má senda inn tvær myndir

Hann verður að hafa tekið myndirnar sjálfur

Svo má ekki kjósa sínar eigin myndir

Svona lagði ég af stað með þetta í upphafi og þú getur fundið

þetta með því að lesa þráðinn RAUTT ÞEMA - það er fyrsta

keppnin sem var haldin.

Mathilda, -að hafa klárt fyrirfram hvernig þátttakandi á að geta varist röngum áburði, og eða þeir sem kvarta opinberlega eða bak við tjöldin þurfa að sanna sekt.

Kæra Önd hér er upphafsinnleggið þitt sem þú vísar hér til, og vissulega hefur þú komið talsverðu til leiðar með því og átt fyrir það heiður skilinn:

Rautt þema

Tvær myndir á hvert nikk sem tekur þátt. Vanda valið! Gaman væri líka að vita á hvernig myndavél myndin er tekin. Kannski óþarfi að taka það fram en þetta verða að vera myndir sem við sjálf höfum tekið.

23.nóvember kjósum við um flottustu myndina og tökum okkur 3 daga í það.

Ég vona að þetta sé nógu skýrt hjá mér og að þetta heppnist vel hjá okkur, ef þið sjáið eitthvað sem ætti að taka fram svona í upphafi til viðbótar þá er bara að tjá sig með það :LOL:rolleyes::LOL

Því er ekki að neita að þetta er skýrara eins og þú setur fram nú (ofar) en þetta gamla (neðar). - Og það er gott en fróðlegt að bera það saman.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mathilda, -að hafa klárt fyrirfram hvernig þátttakandi á að geta varist röngum áburði, og eða þeir sem kvarta opinberlega eða bak við tjöldin þurfa að sanna sekt.
Ég er kannski eitthvað tregur þessa dagana, en ég er bara ekki að skilja þetta hjá þér BVA. Hvernig getur þú gert svona mikið mál úr þessu.

Hvernig viltu annars að þetta hljómar, þetta með "á að geta varist röngum áburði" og með að "sanna sekt"... ég bara skil þetta ekki alveg.

Hvernig er þetta í öðrum keppnum?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mathilda, -að hafa klárt fyrirfram hvernig þátttakandi á að geta varist röngum áburði, og eða þeir sem kvarta opinberlega eða bak við tjöldin þurfa að sanna sekt.

Nú er ég búin að vera heillengi að átta mig á hvað vandamálið er. Er málið að þú fékkst es frá e-u aðilla varðandi mynd sem þú settir inn?

Ef svo er þá er leitt að heyra, að ekki sé hægt að hafa gagnrýnina fyrir opnum tjöldum svo aðrir fái að vita af vandamálinu.

Ég legg til að einhver hlutlaus aðilli taki það að sér að skoða svona mál (vafamál, deilur o.þ.h.), t.d. smyrill2 sem stjórnar listum.

Þótt þetta sé til gamans gert þá geta auðvitað sprottið upp deilur og þarf einhvern sem stendur utan við keppnina að skoða það.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Mathilda, -að hafa klárt fyrirfram hvernig þátttakandi á að geta varist röngum áburði, og eða þeir sem kvarta opinberlega eða bak við tjöldin þurfa að sanna sekt.

Saklaus uns sekt er sönnuð! Það er gott máltæki.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég er kannski eitthvað tregur þessa dagana, en ég er bara ekki að skilja þetta hjá þér BVA. Hvernig getur þú gert svona mikið mál úr þessu.

Hvernig viltu annars að þetta hljómar, þetta með "á að geta varist röngum áburði" og með að "sanna sekt"... ég bara skil þetta ekki alveg.

Hvernig er þetta í öðrum keppnum?

Það stóð ekki til að valda neinum vandræðum Gabbler minn heldur hið gagnstæða.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Nú er ég búin að vera heillengi að átta mig á hvað vandamálið er. Er málið að þú fékkst es frá e-u aðilla varðandi mynd sem þú settir inn?

Ef svo er þá er leitt að heyra, að ekki sé hægt að hafa gagnrýnina fyrir opnum tjöldum svo aðrir fái að vita af vandamálinu.

Ég legg til að einhver hlutlaus aðilli taki það að sér að skoða svona mál (vafamál, deilur o.þ.h.), t.d. smyrill2 sem stjórnar listum.

Þótt þetta sé til gamans gert þá geta auðvitað sprottið upp deilur og þarf einhvern sem stendur utan við keppnina að skoða það.

Hárrétt! :rolleyes:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Að lokum legg ég til að öll dýrin í skóginum verði vinir.

:LOL<_<:inlove:

Share this post


Link to post
Share on other sites
Að lokum legg ég til að öll dýrin í skóginum verði vinir.

:D:unsure::inlove:

Sammála <_<

Menn verða þá líka að hætta að rugga bátnum... ekki satt?

Share this post


Link to post
Share on other sites

REGLUBREYTING:

Hver mynd má aðeins taka þátt í einni keppni. Hafi mynd tekið þátt í keppni áður fer hún ekki áfram í forkosningu.

(Matilda, ertu til í að bæta þessu við reglurnar í upphafi þráðarins)

Share this post


Link to post
Share on other sites
(Matilda, ertu til í að bæta þessu við reglurnar í upphafi þráðarins)

Ég kemst ekki lengur inn í upphafsinnleggið :D

Share this post


Link to post
Share on other sites
Ég kemst ekki lengur inn í upphafsinnleggið :D

Ætli þú verðir ekki að hafa samband við yfirvaldið :LOL

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta er ágætt

Share this post


Link to post
Share on other sites

Create an account or sign in to comment

You need to be a member in order to leave a comment

Create an account

Sign up for a new account in our community. It's easy!


Register a new account

Sign in

Already have an account? Sign in here.


Sign In Now
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.