Sign in to follow this  
Followers 0
Salvör

Bleikingarleikur íhaldsins

24 posts in this topic

Það er gaman að fylgjast með hvernig Sjálfstæðismenn reyna hinar ýmsu aðferðir til að ná aftur yfirráðum í borginni. Þegar þeir sáu fram á borgin væri töpuð í fyrsta Reykjavíkurlistaframboðinu þá skiptu þeir um borgarstjóra korter fyrir kosningar og settu Árna Sigfússon yfir borgina, svona til að tefla fram þeirri blekkingu að allt í einu væri áherslan hjá X-D komin á mjúku málin og mannleg gildi eða það sem var í dentíð kallað týpist Kvennalistamál. Árni er náttúrulega frábær en almenningur í Reykjavík sá í gegnum þennan blekkingarleik, það er auðvelt að þekkja úlfinn þó hann bregði yfir sig sauðargæru á fjögurra ára fresti. Sjálfstæðismenn höfðu á þeim tíma gersamlega vanrækt skólamál, atvinnumál og leikskólamál og allan þann infrastrúktúr sem býr til blómlegt samfélag. Við erum að tala um tíma lyklabarnanna, við erum að tala um tíma þar sem atvinnuleysi var gríðarlegt í Reykjavík og þá sérstaklega atvinnuleysi kvenna og við erum að tala um tíma þar sem helsta úrræði sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð fjölskyldum ungra barna varðandi gæslu var róluvellir og dagmömmur. Nú eða blanda af þessu þannig að dagmömmurnar settu börnin á róló og svo sóttu foreldrarnir börnin þangað. Það gerði ég í mörg ár. Ég kann Sjálfstæðisflokknum engar þakkir fyrir hvernig hann brást dóttur minni og öðrum börnum af hennar kynslóð. Skömm hans þar er mikil. Ég hins vegar hugsa alltaf hlýlega til Reykjavíkurlistans og þess sem hann fékk áorkað þegar ég geng um hverfið mitt og fram hjá leikskólanum á Gullteigi. Þessi leikskóli á núna 10 ára afmæli og hann er reistur á stað þar sem áður var róluvöllur.

IPB Image

Leikskólinn Hof við Gullteig - byggður í stjórnartíð Reykjavíkurlistans

Núna í þessum kosningum hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að leika sama leikið og þegar þeir voru að tapa borginni og höfðu siglt í strand og Árni Sigfússon átti að bjarga flakinu. Sjálfstæðismenn hafa klætt sig í dulagervi og sett upp mikinn blekkingarvef. Nú þykjast þeir vera félagshyggjuflokkur sem vaki yfir velferð Reykvíkinga og hafi áhyggjur af biðlistum á leikskóla og öðrum brýnum samfélagsmálum.

Frá því að Femínistafélag Íslands var stofnað árið 2003 þá hafa hörðustu og ófyrirleitnustu andstæðingar femínista verið ungir frjálshyggjumenn og ungir Sjálfstæðismenn og þeir hafa varið af heiftúð og grimmd eitthvað sem þeir skynja sem rétt sinn til nautna og neyslu. Það er því óstjórnlega fyndið að sjá nú á þessum sömu vígstöðum litla yrðlinga kalla sig "hægri bleikir" og reyna að hylja öll merki um að þeir séu eitthvað annað en bleikir grasbítar. Allur Sjálfstæðisflokkurinn virðist taka þátt í þessum bleikingarleik og leikbúningarnir virðast vera vel hannaðir að maður hefur á tilfinningunni að Sjálfstæðismenn trúi þessu sjálfir - eða alla vega ætli að trúa því fram yfir kosningar.

Sendi hérna viðhengi af vef ungra sjálfstæðismanna eins og hann lítur út núna:

post-115-1148329148.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Það virðist vera að ungir Sjálfstæðismenn leggi sig fram um að hylja spor sín á Netinu núna rétt fyrir kosningar, það er nú ekki nema von, þá sæist að ummerkin eftir þessu bleiku lömb eru yfirklór yrðlinga.

IPB Image

En það er sem betur ýmislegt skjalfest sem úr herbúðum ungra Sjálfstæðismanna hefur komið. Hér er grein sem ég skrifaði hér á málefnin.com í febrúar 2005. Það er hugleiðing mín um þá óvild og heift sem er hjá ungum sjálfstæðismönnum (sem nú kalla sig hægri bleika) út í allt og alla sem benda á að kvenfrelsismál séu fótum troðin á Íslandi. Sérstaklega virðist ungum sjálfstæðismönnum vera uppsigað við femínista. En greinin mín er svona:

Gargið í femínistum

um viðhorf ungra sjálfstæðismanna til jafnréttisbaráttu

Það er ömurlegt að skoða hvaða viðhorf ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum hefur til jafnréttismála og jafnréttisbaráttu. Ég skoðaði áðan vefina sus.is, frelsi.is og tikin.is til að taka púlsinn á stöðunni. Hún er í stuttu máli sú í dag að ungir sjálfstæðismenn verðast alveg ósnortnir af öllum hræringum undanfarinna ára í jafnréttisumræðu og já nánast eins og berja hausnum í steininn og kenna helst femínistum um stöðuna í jafnréttismálum í dag því femínistar séu beinlínis til óþurftar með gargi sínu og látum. Ég læt bara fólk um að leggja sitt mat á stöðuna með að benda á hvað ég fann á vefsetrum þessum:

Tikin.is

---------

31. janúar skrifar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir greinina Bleiki leikurinn

Þorbjörg Helga er þar með sína greiningu á Freyjumálinu í Kópavogi og hvernig umræðan um það mál sé og virðist Þorbjörg Helga telji að umræða í fjölmiðlum um hvað gerðist í Freyjumálinu sé eitthvað plott hjá bleikum femínistum til að gera lítið úr karlmönnum. Hún segir:

Grein Þorbjargar er hér á vefnum

http://www.tikin.is/tikin/leitarnidurstodu...w_0_a_id=112440

Þess má geta að eftir hina skelfilegu útreið sjálfstæðiskvenna í prófkjörum fyrir síðustu kosningar þá skrifaði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir greinina Tökum slaginn konur. Þar skýrir hún útkomuna með minni sýnileika í fjölmiðlum, minna tengslaneti og að það hafi vantað konur af ákveðinni kynslóð (thirtysomething ef ég skil hana rétt), það hefði þurft fleiri konur í prófkjörin. Svo sagði hún að til að laða konur að Sjálfstæðisflokknum og fá þær til að kjósa flokkinn þá þyrfi efsta lag flokksins að senda þau skilaboð út konur séu öðruvísi en karlar og það sé gott - konur eigi að sérhæfa sig líka í mjúku málunum sem þær séu margar góðar í. Mér fannst þessi grein Þorbjargar Helgu langt frá því að vera skynsamleg.

Hér er sú grein frá 28. nóv. 2002

http://www.tikin.is/tikin/leitarnidurstodu...w_0_a_id=106896

----------------------------------------

15. febrúar 2005 skrifar Elín Granz grein með yfirskriftinni "Æ… orðin svo leið á feminískum fíflagangi" þar talar hún sérstaklega um gargið í femínistum og virðist hún telja það sérstaklega hamlandi fyrir framgang kvenna. Hún segir:

Greinin Elínar hér:

http://www.tikin.is/tikin/pistlar/?ew_news...003_a_id=115397

------------------------------------------

Sus.is

------

25. febrúar skrifar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir formaður félags ungra sjálfstæðismanna á Austurlandi um Konudagsfund á Egilsstöðum þar sem Þorbjör Helga Vigfúsdóttir varaformaður SUS flutti erindi:

Grein Fjólu Margrétar er hér:

http://www.sus.is/greinar/nr/616

------------------------------------------

23. febrúar skrifar Stefán Ottó Stefánsson:

Grein Stefáns Ottó er hér:

http://www.sus.is/greinar/nr/614

------------------------------------------

frelsi.is

---------

Ég skoðaði líka vef Heimdallar á www.frelsi.is en þar er engin umræða um jafnréttismál og reyndar soldið einkennilegt að það virðast bara vera strákar sem skrifa á þann vef, það eru myndir af höfundum og það virðast bara strákar. Þetta er ansi skrýtið því að þegar er skoðað hverjir eru í stjórn félagsins, þá virðast kynjahlutföllin verða nokkuð jöfn. Sjá http://www.frelsi.is/stjorn Hvers vegna heyrist ekkert í stelpunum í Heimdalli? Hafa þær engar skoðanir á þjóðmálum, á mannréttindum, á jafnréttisbaráttu?

Svona er sem sagt staðan í dag í jafnréttismálum hjá ungu fólki í Sjálfstæðisflokkum. Hún er kyrrstaða. Það er ekkert að gerast og eina lífsmarkið er að hnýta eitthvað í femínista.

Hvers vegna er svona mikilvægt í einni stærstu ungliðahreyfingu í pólitík á Íslandi að loka alveg augunum fyrir straumi tímans og mannréttindamálum á sviði sem snertir helming íbúa á Íslandi?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, auðvitað er það bara Feministafélagið sem má nota bleika litinn.

Hvað næst?

Ætli Sólin fari að tuða yfir því að Jóhannes í Bónus valdi gula litinn á búðirnar sínar?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég horfði aðeins á fréttir á NFS áðan. Þar var viðtal við fýldan forsætisráðherrann sem sagði að sótt væri að Framsóknarflokknum úr öllum áttum. Mest sárnaði honum samt að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn væri að hnýta í "Hummerista" í kosningabaráttunni í Reykjavík. Svo kveiki ég á tölvunni minni og hvað sé ég. Ein af örfáum eðal-exbé-istum Málefnanna er með langloku þar sem hún er að ausa svívirðingum á Sjálfstæðisflokkinn. :tired: . Ætli Haarde viti af þessu?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ég horfði aðeins á fréttir á NFS áðan. Þar var viðtal við fýldan forsætisráðherrann sem sagði að sótt væri að Framsóknarflokknum úr öllum áttum. Mest sárnaði honum samt að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn væri að hnýta í "Hummerista" í kosningabaráttunni í Reykjavík. Svo kveiki ég á tölvunni minni og hvað sé ég. Ein af örfáum eðal-exbé-istum Málefnanna er með langloku þar sem hún er að ausa svívirðingum á Sjálfstæðisflokkinn. :tired: . Ætli Haarde viti af þessu?

Auðvitað kemur það úr hörðustu átt þegar framsóknarkonan Salvör sakar aðra flokka um blekkingar og að villa á sér heimildir. Hvað með exbé framboðið sem notar ekki einu sinni lógó flokksins eða nafn? Blekkingar hvað ;)

Share this post


Link to post
Share on other sites

Réttnefni á Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn væri því Bleikt og blátt.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Auðvitað kemur það úr hörðustu átt þegar framsóknarkonan Salvör sakar aðra flokka um blekkingar og að villa á sér heimildir. Hvað með exbé framboðið sem notar ekki einu sinni lógó flokksins eða nafn? Blekkingar hvað :flower4:

Framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík axlar fulla ábyrgð á því sem hefur verið gert í Reykjavíkurlistanum. Framsókn var aðili að þeim lista og stóð að heilindum að því samstarfi.

Framsókn svíkur heldur ekki lit í kosningabaráttunni :D , ég get ekki betur séð að allt framsóknarkosningastöffin sé fagurgrænt. En hinn blái litur Íhaldsins er núna stundum sýndur bleikur. Auðvitað mega þeir líka vera í tískunni, bleikt er mikið í tísku núna og þessi blái litur er voða gamaldags og púkó og kuldalegur. En þar verður samt ekki hjá því litið að bleikt fer miklu betur með ljósgrænu en með bláu. :D

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hér er mynd frá xd.is vefnum

IPB Image

post-115-1148332564.png

Share this post


Link to post
Share on other sites

Réttnefni á Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn væri því Bleikt og blátt.

:inlove:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bíddu hafa femínistar einhvern einkarétt á bleikum? Heimdallur hefur notað fjölmarga liti í þessari kosningabaráttu, en að sjálfsögðu hentar það Salvöru bara að velja bleika litinn. Þó svo að þeir nota bleikan, hvað þá? Eru þeir nú allt í einu að þykjast vera femínistar? Held að engin túlki þetta á þennan hátt nema Salvör.

Varðandi hægri bleikir og þessa frétt, þá er það alveg augljóst. Hún birtist daginn eftir að þeir eru kallaðir hægri bleikir í fréttablaðinu. Salvör er nú með nægja kaldhæðni til þess að fatta þetta.

Hvað á Salvör svo við að menn séu að "hylja spor sín". Er það af því Heimdallur er komin með kosningavef á d.is. Mér sýnist hún nú geta sýnt fram á ansi marga kvenfyrirlitngar hlekki (eins og hún kallar þetta). Þar virðast sporin ekki hulin. Enn er hægt að finna alla pistla á vefjum eins og hugsjónir.is, sus.is, deiglan.com, tíkin.is, andriki.is, íhald.is. Allt vefir sem aðilar tengidr flokknum halda úti. Salvör ætti að geta fundið kvennfyrirlitnu fyrir heila áratug. Ég er nokkuð viss um að hún eigi á file alla vestu skúbbin skráð niður.

Ef einhverjir eru að hyljast eru það framsóknarmenn með sín látalæti, exbé.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hrun D-listans verður það sem kemur fólki mest á óvart eftir þessar kosningar. Það verða enginn 40% enda gamall kerfiskall með kollu í aðalhlutverkinu. Þetta er óvenjulega litlaus og bragðdaufur listi já xD.

Share this post


Link to post
Share on other sites
:)

post-477-1148366090.jpg

post-477-1148366124.jpg

Share this post


Link to post
Share on other sites

Gott að sjá hve sterk viðbrögð upphafsinnlegg Salvarar vekja. Viðbrögðin sýna að innleggin koma við kaunin á sumum. Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Salvör lýsir vel ástandinu í dagvistarmálum fyrir tíð R-listans þegar leikskólar voru eingöngu fyrir forgangshópana einstæðar mæður og námsmenn. Þeir voru reyndar þá kallaðir dagheimili. Það stóð alls ekki til hjá D-listanum að bæta ástandið í dagvistarmálum um það leyti sem þeir létu af völdum. Þvert á móti voru þeir með áform um að spara sér fjárfestingar á þessu sviði og lögðu því áherslu á að fá mæðurnar til að vera heima með börnin með því að greiða þeim fyrir það.

Reyndar voru til stofnanir sem voru kallaðar leikskólar á þessum tíma en voru allt annars eðlis en leilskólar í dag. Þar var einungis boðið upp á vistun fyrir börn hluta úr degi, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Ekki var boðið upp á hádegismat. Borið saman við leikskóla í dag voru leikskólar þessa tíma ómerkilegar byggingar enda lítið meira en leikstofur fyrir börnin ásamt anddyri, salernum og smáfdrepi fyrir starfsfólk með smáeldhúskrók. Það hefur þó verið hægt að nota margar þessara bygginga áfram sem leikskóla með því að byggja myndarlega við þær.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Bleikt og blátt :lol:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, hvar er frelsi.is? Af hverju eru þeir farnir í felur?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Já, hvar er frelsi.is? Af hverju eru þeir farnir í felur?

Mér sýnist þeir vera uppi.Var tekinn einhver maddama.is á þá?

Ah, nú sé ég, það er búið að færa mig sjálfkrafa yfir á d.is.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér sýnist þeir vera uppi.Var tekinn einhver maddama.is á þá?

Ah, nú sé ég, það er búið að færa mig sjálfkrafa yfir á d.is.

Merkilegt... ætli þeir hafi þótt ekki nógu kosningavænir?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Merkilegt... ætli þeir hafi þótt ekki nógu kosningavænir?

Hver veit, kannski fór þeir að hugsa sjálfstætt án leiðbeiningatölvupóstsins úr Valhöll?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Hvar er vefur ungra jafnaðarmanan í Reykjavík frá því fyrir 5.apríl? Hafa þeir eitthvað að fela?

Þetta virðist vera einhverskonar hálmstrá sem menn eru að halda í, að menn séu að fela frelsi.is. Allir nema ungir jafnaðarmenn skilja að heimdallur setti upp sérstakan kosningavef á d.is.

Hvernig væri að vinstrimenn færu að segja hvað þeir ætla að gera. Hvað standa ungir Jafnaðarmenn fyrir? Þessar auglýsingar frá þeim hafa verið byggðar uppi af: Dylgjum og kynningu á "stefnu skrá" sjálfstæðismanna. Ekki stafkrókur um eigið ágæti, ekki stafkrókur um eigin hugsjónir.

Eru ungir jafnaðarmenn algjörlega hugsjónalausir?

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mér finnst litlu skipta einhverjar vefsíður.

Það sem skiptir máli er að rétt fyrir kosningar tala Sjálfstæðismenn að stórbæta leik- og grunnskólamál þó að næsta haust verða sjálfsagt 3 af 9 efstu mönnum mættir á SUS þing til þess að mæla fyrir niðurskurði og einkavæðingu í menntamálum.

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.