Sign in to follow this  
Followers 0
Neddi

Heiðargæs

4 posts in this topic

Mig langaði til þess, svona fyrir forvitni sakir, að fá að vita hvernig þið eldið gæs.

Ég er nefninlega að fara að elda gæs í kvöld og því langaði mig að fá að vita hvort að ég væri að fara allt aðrar leiðir í þessu en þið.

Það sem að ég ætla að gera er að hamfletta gæsirnar (gerði það í gærkvöldi) og tek úr þeim bringurnar.

Ég ætla svo að losa kjötið af beinunum, smella því svo á pönnuna til að loka því og svo í steikarapott inn í ofn.

Einu kryddin verða salt og pipar.

Svo verð ég með allskonar gúmmilaði með þessu.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Þetta hljómar bara vel, ég hef nokkrum sinnum eldað villigæs nammi namm og þá hef ég heilsteikt hana í ofni með fyllingu og nota einmitt bara salt og pipar.

Share this post


Link to post
Share on other sites

Ofboðslega langt síðan ég hef eldað heiðagæs.

Ég hef aldrei verið sérlega flink í flottri matargerð en gæsin var góð.

Elduð bara einsog lambalæri.

Heilsteikt í ofni og krydduð með salti og pipar og búin til uppbökuð soðsósa á sama hátt og þegar maður eldar lambalæri.

Svo bara smakkar maður og bætir einhverju kryddi í eftir tilfinningu hverju sinni.

Á fyllingar kann ég ekki neitt

Verði þér að góðu í kvöld. Væri alveg til í að elda gæs :flower4:

Share this post


Link to post
Share on other sites

Mig langaði til þess, svona fyrir forvitni sakir, að fá að vita hvernig þið eldið gæs.

Ég er nefninlega að fara að elda gæs í kvöld og því langaði mig að fá að vita hvort að ég væri að fara allt aðrar leiðir í þessu en þið.

Það sem að ég ætla að gera er að hamfletta gæsirnar (gerði það í gærkvöldi) og tek úr þeim bringurnar.

Ég ætla svo að losa kjötið af beinunum, smella því svo á pönnuna til að loka því og svo í steikarapott inn í ofn.

Einu kryddin verða salt og pipar.

Svo verð ég með allskonar gúmmilaði með þessu.

Mér sýnist þú nú kunna þetta nokkurn veginn. Spurningin er hversu lengi á að hafa bringurnar í ofninum. Ég nota ekki pott heldur legg þær á plötu svo hægt sé að fylgjast með því hvenær bringan er orðin stinn (hætt að láta undan þegar maður potar fingri í hana).

Þá er mál að taka hana úr ofninum og láta hana síðan bíða 5 - 8 mín áður en skorið er.

Notarðu ekki læri o.fl. til að fá soð í sósu?

Share this post


Link to post
Share on other sites
Sign in to follow this  
Followers 0

  • Recently Browsing   0 members

    No registered users viewing this page.